Evrópa að rísa upp?

Það er ástæða fyrir okkur að leggja við hlustir. Við erum Evrópuríki með sterk tengsl við Bandaríkin og sameiginlega varnarstefnu bæði við Evrópu og Bandaríkin í gegnum NATO. 

Ég hef verið fylgjandi varnarsamstarfinu og sérstaklega vegna samheldninnar milli þessara ríkja. Undanfarið hef ég ekki getað séð Rússa sem óvin okkar enda litlar ástæður til þess. Nú eru blikur á lofti og óvinir okkar virðast vera fyrir sunnan Tyrkland. Eins og Tyrkir hafa hagað sér þá eru þeir ekki með friðaráform í huga heldur erdurreisn Ottómanveldisins. Að vera með þeim í varnarbandalagi þar sem ,,árás á eitt ríki er árás á þau öll" sé ég ekki ganga upp fyrir okkur Íslendinga. Því finnst mér orð Trumps um að NATO sé búið að gegna sínu hlutverki eiga vel við heimsástandið í dag.

Ég tel Íslandi sé best borgið með því að gera sérstakan friðarsamning við Evrópuríkin ásamt Bandaríkjunum og segja okkur úr NATÓ því við getum ekki tekið þátt í að verja Tyrkland. Baráttan þar mun standa um hvert verður forysturíki í heimi múslima og ætla Tyrkir sér að endurreisa ,,Tyrkjaveldi" einni öld eftir að því var varpað fyrir róða.

Ég get ekki heldur séð að Evrópa sitji á friðarstóli með þátttöku í friðarráðstefnu hinna 70 ríkja í París. Að ætla sér að sneiða af Ísrael til að gera Araba sátta og friðmælast þannig, er aðför að eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ég hef komið til Ísraels í all nokkur skipti og hef fengið að ferðast um óáreittur um landið þvert og endilangt. Á leiðinni til Betlehem er vegabréfaskoðun af því að Ísraelarnir hafa virt tilraun Palestínumanna til að ráða yfir þeirra landssvæði. En þar blasir við stórt rautt skilti sem á er ritað að gyðingum er meinaður aðgangur að viðlagðri dauðarefsing ef þeir vogi sér inná yfirráðasvæði Palestínumanna; sama viðvörun er á leiðinni til Jeríkó. Samt streyma hundruðir Araba inní Ísrael daglega til að vinna sín daglegu störf. Það liggur ekki dauðarefsing við að þeir komi inní Ísrael!

Nú stígur Evrópa fram sem leiðandi álfa í friðarferli milli Ísraels og Palestínumanna. Allt bendir til þess að þvinguðum friði verði komið á. Þannig friði var komið á á milli Rússa og Finna á sínum tíma. Hefur sú leið hvorki skapað frið eða sátt.

Musterishæðin í Jerúsalem, einn helgasti staður gyðinga tilheyrir Austur Jerúsalem. Miðað við orðræðuna þá á Austur Jerúsalem að verða höfuðborg hins Palestínska ríkis. Þá verður Musterishæðinni lokað að viðlagðri dauðarefsingu yfir þeim sem ekki eru þangað velkomnir og það mun aðeins gilda um gyðingana. En er þessi friðarráðstefna í París ekki því andvana fædd og glapræði?

Ef má notast við hina helgu bók Biblíuna í þessu samhengi þá er þar að finna kröftuga lýsingu um þær þjóðir sem ,,skipta landinu" og ,,skipta Jerúsalem"! Ég get ekki orða bundist yfir því hve margar ,,kristnar þjóðir" fara þessa vegferð án þess að taka mark á þessum fornu spádómum. Sennilega má segja að viðvörun þessarar fornu bókar geri Evrópuþjóðir án afsökunar og vantrú þeirra á bókinni kemur niður á þeim sjálfum. En hveð með þig, lesandi góður? Verður þú án afsökunar?

Í þessum gömlu spádómum Biblíunnar kemur fram:,,Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir"(Sak.12:3) ,,Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir eins og þegar hann barðist forðum á orustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Oíufjallinu sem er austanvert við Jerúsalem og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs og þar mun verða geysivíður dalur..." Sak. 14: 3-5

Enn fremur hjá Jóel spámanni: "..vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær vegna LÝÐS míns og arfleifðar minnar Ísraels af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingja og SKIPT SUNDUR landi mínu".Jóel 3:7

Að taka sér vald yfir Jerúsalem, skipta landinu og koma gyðingum illa er sakarefni sem Guð mun dæma. Þessar 70 þjóðir eru því að efna til óvináttu og fjandskapar við Guð almáttugan. Þess vegna er NATÓ búið að vera og við eigum að segja skilið við samtökin!

Ísland má ekki efna til meiri óvináttu við Guð umfram það sem komð er. Nú er mál að linni og snúa heldur við og hverfa til gömlu gildanna. Þeirra sem greina okkur frá því sem hann kallar ill, það er illt og það sem Guð segir gott og blessað það ER GOTT OG BLESSAÐ.

Upprisa Evrópu er því illu heilli til fjandskapar við Guð, spádóma hans og áætlun. Henni fær enginn breytt öðru vísi en að hrufla sig og verða leidd ofan í Jósafatsdal.

Jósafat þýðir ,,Guð Dæmir"! Af hverju ætli 70 þjóðir vilja fá yfir sig Dómsdag Guðs?

með nýjárskveðju

Snorri í Betel.


mbl.is Samheldni Evrópubúa besta svarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Jan. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 240814

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband