Trúin og ástin!

Það hefur löngum verið ljóst að ástfanginn maður opnar sig fyrir samfélaginu við skapara sinn. Konur eru gjarnan opnari fyrir trú og hinu yfirnáttúrulega sem gæti skýrst af skapferli þeirra. Þær eru auðsveipnari og viðurkenna veikleika sinn mun fyrr en karlar. En hvað sem líður sálfræðilegum þönkum um mismun kynjanna þá hefur það verið mönnum ljóst lengi að ást og vera elskaður opnar á hið Guðlega í okkur!

Segir ekki í hinni helgu bók að ,,Guð er kærleikur" og ,,sá sem elskar er af Guði fæddur"? Oft er talað um grimdina sem felst í trúarbrögðunum þar sem í nafni trúar hafa verið háðar styrjaldir og önnur misindisverk. Því er sjaldnar bent á tenginguna milli ástfanginna og trúhneigðar. Trúin á hinn sanna Guð byggist á kærleika og gefur frá sér ást!

Ég vil benda á hið augljósa að mannlegt eðli snertist af eðli Guðs þegar ástin/kærleikurinn, grípur okkur. Þá opnast á það svið að Guð almáttugur hefur myndað okkur í sinni mynd, mynd kærleikans.

Vandinn er svo sá að við tengjum gjarnan ást saman við losta og kynlíf. Munurinn er sá að ást og kynlíf krefjast og vill fá en ást og kærleikur gefur, fórnar og krefst ekki. Það sérst best í boðskap Jesú Krists þegar sagt er að :,,Því svo elskaði Guð heiminn að hann GAF SON SINN eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf"! Hinn fórnandi kærleikur!

Það er því ánægjulegt að sjá þegar söngstjörnurnar verða fyrir sömu áhrifum að ástin opnar á hið Guðlega og þess vegna sækja þau í heimahaga kærleikans, þar sem kærleikur Guðs svífur yfir vötnum og Heilagur andi talar tungum Guðs ástar!

Snorri í Betel


mbl.is Sækja kirkju saman í tilhugalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2017

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband