Jarðskjálftar, fæðingarhríðir?

Það er sláandi að sjá hörmungarnar sem jarðskjálftar valda. Á Haiti fer allt í rúst og á minni ævi get ég minnst á fjöldamarga jarðskjálfta sem drápu þúsundir. Mexikó, Bam, Tyrkland, Kína, Kóbe og nú Haití.

Ég ætla ekkert að ræða jarðfræðina í þessum atburðum heldur lýsingu Jesús að þessi fyrirbæri væru undanfari fæðingar eða "fæðingarhríðir". Hvað er að fæðast? 

Þessi lýsing Jesú var einmitt svar við spurningunni: "Og hver munu tákn komu þinnar og endiloka veraldar"? (Mt.24:3)

Okkur er ógnað af náttúruöflunum, ekki aðeins illri hegðun manna og spilltu hugarfari þó það eitt og sér sé nógu slæmt.

En þekking okkar á aukningu þessara hamfara ætti að geta leitt okkur mennina að taka ákveðnari afstöðu gegn illu athæfi. Það er kjarninn í sterkri viðvörun kristinnar kenningar að verk manna og orð hafa áhrif.

Náttúran líður ekki vegn virkjana eða nýtingu auðlynda heldur af græðgi, óvæginni vanvirðingu á mönnum, eigin líkama, ófæddum börnum og hjartaharðúð gegn höfundi sköpunarinnar, Guði, Föður Jesú Krists.

Það er athyglisvert að bera saman tölur um Haiti. Manntjón í þessum hamförum eru sögð 200,000 menn en manntjón hjá TomTomMacut, dauðasveitum stjórnvalda voru 300,000 á örfáum árum 7unda áratugar síðustu aldar. Þess vegna eru menn skaðlegri en jarðskjálftar eða fellibyljir. Vegna háttalags mannanna stynur náttúran.

Fæðingarhríðir boða okkur endalok þessarar háttsemi og boða okkur endurkomu hans sem kenndi okkur að elksa Guð af öllu hjarta og náungan eins og okkur sjálf. Nú er tími kominn til að læra - hratt!


mbl.is Jarðskjálftar mannskæðustu hamfarirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ace

Áhugavert.

En það að jarðskjálftar segi til um komu Jesú passar engan veginn. Eru s.s. allir jarðskjálftar eftir krist bara svona "Btw, ég fer að koma aftur, haldið þessu heitu fyrir mig!"?

Hvað með jarðskjálftana FYRIR krist? Hvað var það? Bara eitthvað djók hjá þeim feðgum Jesú og Yahweh? Þú vildir ekki ræða jarðfræðina, en hvað er jarðskjálfti annað en jarðfræðilegur atburður? (Jah, fæðingarhríðir skv þessu...en komum inn á það eftir smá).
Jarðfræðin sýnir okkur að jarðskjálftar hafa átt sér stað í gegnum sögu jarðar. Ef að jarðfræðin æsir þig ekki, ert kannski heldur fyrir orð manna. Hvað um orð Anaxagoras og Thales? Báðir Grískir heimspekingar sem voru uppi 500-600 árum fyrir krist og voru með ýmsar kenningar um upprunna þessara jarðskjálfta, því miður hafði hinn heilagi 'sannleikur' ekki komið inn í líf þeirra því hvorugur gaf jesú og vinum heiðurinn þar.

Hvað segir þetta okkur? Til eru heimildir fyrir krist sem véfengja þessa útskýringu á jarðskjálftum og nútíma jarðfræði er einnig ósammála því að hér sé eitthvað Matteusarlegt á seyði (Væntanlega ekki verið forspáir jarðskjálftar á seyði fyrir krist...nema...þetta hafi verið jarðskjálftar að segja til um tilvonandi fæðingu krists 500 árum seinna! Vá...þetta er allt að skýrast fyrir mér núna *kaldhæðni*).

 Höldum aðeins áfram.
"Þekking okkar á aukningu þessara hamfara ætti að geta leitt okkur mennina að taka ákveðnari afstöðu gegn illu athæfi."
Semsagt...að ill verk valda náttúruhamförum? Er það sem þú ert að segja? Að þetta sé reiði guðs að neista niður á okkur mennina vegna þess hve guðlaus við erum?
Sama hvað þú hefur sagt, hverju þú trúir eða hvað þú hefur gert af þér, þá getur það ekki stöðvað hreyfingu jarðskorpunar né haft áhrif á veðurkerfið. Það er barnaleg hugsun og einföld hjátrú. Ef að ég hef rangt fyrir mér, og slíkt hefur gerst þá vill ég æstur heyra um slíkt.

Þú vildir ekki ræða jarðfræði en hvernig getur það að hafa verið í kringum alla þessa kennslu (skv. umsögn um höfund hér til hliðar) ekki hafa fært þér einhverja vitneskju um þau vísindi sem eru til staðar sem útskýra þetta alltsaman mjög vel? Er hið ritaða orð aðeins trúanlegt ef það er þérað og orðið vel úrelt?
Að halda því enn fram að það sé guð sem láti rigna og valdi flóðum er allsvakaleg afneitun og einum of árið 1300 fyrir einhvern sem hefur haft nægt aðgengi að efni sem útskýrir gang himnanna og hreyfingu jarðarinnar.
Má vera að þú takir því öllu með góðu með því skilyrði að Guð standi á bakvið þetta alltsaman og togi í spottana. Gott og vel, en þá skulum við fara að ræða jarðfræði og veðurfræði enda væru það ekki hin guðlegustu fræði ef hann er á bakvið þetta alltsaman? =D

Áfram með smjörið.
"Náttúran líður ekki vegn virkjana eða nýtingu auðlynda heldur af græðgi, óvæginni vanvirðingu á mönnum, eigin líkama, ófæddum börnum og hjartaharðúð gegn höfundi sköpunarinnar[...]"

Já...ok. Ég held ég skilji hvað þú ert að segja. T.d. aukin koltvísýringur í andrúmslofti er ekki meðal annars vegna aukinnar stóriðju, brennslu á kolafurðum og minnkandi skóglendi á stórum svæðum, heldur vegna Björgólfs feðga? Fjölnis Tattoo? Fóstureyðingum og stofnfrumu rannsóknum? Ókristnu fólki?
Það er rétt...þetta bévítans vankristna fólk, veldur flóðbylgjum og fellibylum um allan heim. Ég heyrði svo mikið blótað í strætó um daginn að ég var að búast við syndaflóði þá og þegar, og ég ekki einu sinni með regnjakka, hvað þá heila örk og tvennt af hverju dýri.
Erum við ekki komin út í glens núna? Er þetta ekki orðið bara djók hjá þér? Ef ekki, þá fékkstu mig allavega til að hlæja og það er alltaf af hinu góða. Enda lengur hláturinn lífið, og er kannski hér komið hið mikla leyndarmál Biblíunnar? :)

Núna að lokum þessarar færslu.
Þú talar um " TomTomMacut" sem ég geri ráð fyrir að sé
vísun í "Tonton Macoute", skæruliðasveit harðstjórans Papa Doc Duvalier. Talið er að hátt í 30.000 (þrjátíuþúsund) manns hafi verið teknir af lífi yfir þessi rúm 15 ár sem hann réði ríkjum, ekki 300.000 (þrjúhundruðþúsund). Þetta voru pólitískir andstæðingar og þeir sem hann lýsti sem ógn við ríki sitt. Ég skil að hér þurfi að koma fram hversu mikið ógeð þessir stjórnarhættir voru, en villa að margfeldinu 10 er mjög stór og þjónar ekki fórnarlömbum þessa harmleiks. Þetta virðist vera tilraun til að láta hamfarinar á Haítí virðast vera bara skráma miðað við hversu brjálaðir fyrrverandi stjórnendur landsins voru.
Staðfest var í gær mannfall vegna jarðskjálftanna á Haití, 170.000 manns. Þúsundir líka eru enn föst í rústunum, kvart milljón manna hefur hlotið alvarleg meiðsli, yfir milljón manns eru heimilislaus, innra kerfi þjóðarinnar er í algerri rúst.
Ég held að þau væru mun frekar til í að fá annan Papa Doc Duvalier, en svona hamfarir.

Mér finnst þetta ekki mannsæmandi leið til að reyna koma fram sjónarmiðum þínum Snorri. Að gera lítið úr þjáningum þessa fólks er ómannlegt. Að reyna gefa það í skyn að þau hafi kallað það yfir sig með aðgerðum fyrrverandi þjóðarleiðtoga er skammarvert.

Þú trúir á hinn kristna guð, svo mikið er víst. En taktu eftir því samt, sama hversu sjúkur Papa Doc Duvalier var (og hann var allalvarlega geðveikur einstaklingur) þá er guð þinn sjúkari fyrir aðgerðir sínar á heimsvísu. Þú getur ekki haft það á hvorn veginn þegar það hentar. Annaðhvort eru hamfarir fæðingarhríðir sem segja til um endurkomu skaparans, refsun guðs fyrir háttsemi mannanna og því á ábyrgð hans eða ekki...sem er á mót við það sem þú varst að segja sem og kristna hjátrú.

Við skulum geyma ítarlegri umræðu um Mat 24. til betri tíma. En það er ýmislegt þar á kreiki sem er aumkunarvert ef orð hins eina sanna guðs er hér á kreiki. Nokkrir punktar
Mat 24.7 - Á hvaða tímibili mannkynssögunar hefur þetta ekki verið að gerast?
Mat 24.12 - Þveröfugt við aukið alþjóðlegt hjálparstarf, t.d. eins og það sem er í Haítí.
Mat 24.14 - Kristni hefur verið dreifð um heiminn í þó nokkurn tíma. Ef þetta væru skilyrðin fyrir endanum þá væru hann löngu kominn.
Mat 24.29 - Þætti gaman að heyra mögulegar stjarnfræðilegar leiðir til að þetta gæti gerst. Tunglið skín ekki, þetta er endurvarp á ljósi sólar, stjörnunar hanga hvergi, þær eru gasboltar oftast þúsundum ljósára í burtu.
Mat 24.36 - Þegar lygar skulu skrifaðar er hentugast að sannleikann sé ekki hægt að nálgast. Tilviljun?
Mat 24.37 - Það var ekkert alheimsflóð á tímum mannkyns.

Hvað höfum við lært af þessu öllu saman?
Kannski að Biblían sé lélegt rit ef sækja skal útskýringar um náttúrulega atburði, sögulega atburði eða siðferði.

Ávallt ánægjulegt,
Ásgeir Helgi Hjaltalín

Ace, 29.1.2010 kl. 03:42

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vegna háttalags mannanna stynur náttúran.

Hvað á þetta að þýða?

En það hafa alltaf verið jarðskjálftar á jörðinni. Að segja að jarðskjálftar séu merki um að endirinn sé í nánd er álíka gagnlegt og að segja að regnboginn sé tákn um að endalokin séu í nánd.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2010 kl. 12:32

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ekki nenni ég að fara að reyna að rökræða óskiljanlega þrá þína eftir heimsendi, en vildi benda á að dauðasveitir Duvaliers hétu ekki "TomTomMacut", heldur voru þær kallaðar Tonton Macoute. Nafnið er tekið frá þjóðsagnapersónu sem tók börn sem voru of seint á ferð á kvöldin og tróð þeim í pokann sinn - s.s. eins konar Grýla þeirra Haítíbúa.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.1.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hr. Hjaltalín

Matt. 24:7..þjóð rísa gegn þjóð!

Veistu að á síðustu öld hafa flestar styrjaldir og þær mannskæðustu geisað í allri mannkynssögunni. Aðeins er talað um örfáa daga þar sem ekki einhversstaðar að vopnum hafi verið beitt í deilum þjóða.

Matt.24: 12

Glæpastarfsemi hefur aldrei náð inní ríkisstjórnir, yfir landamæri, birst í eyturlyfjum, peningaþvætti, mansali og slíku í eins ríkum mæli og undanfarin síðustu áratugi síðustu aldar. Meira að segja löndum hefur verið stýrt af glæpasamtökum t.d. Kólumbía svo eitthvað sé nefnt.

Matt. 24:14

Kristni um allan heim. Því átaki er að ljúka þar sem t.d. Saudi-Arabía hefur fengið kynstrin af Biblíum. Það eru t.d. 900.000 farandverkamenn frá Filippseyjum (kristið svæði) sem sækja vinnu hjá Saudum og þeirra áhrif eru talsverð. 

Matt. 24:29

Sólin sortna og tunglið hætta að skína. Þetta t.d. gerðist í Egyptalandi á dögum Móse þegar myrkrið skall á Egypta í 3 daga. Sólin myrkvaðist við krossdauða Jesú í 1 klst. Yfir stjórnartíð Antikrists mun sólin sortna og þá um leið tunglið myrkvast - þetta mun gerast eins og það fyrra átti sér stað.

Matt. 24: 36

En þann dag og stund veit enginn. Þessi setning er sögð vegna okkar sem eigum í vændum að upplifa atburðinn. Við erum brýnd til að hafa kærleikssambandið við Frelsarann Jesú í lagi. Hann hefur lagt sitt fram og opnað okkur leið til Guðs en okkar er að ganga leiðina. Sannleikurinn mun alltaf koma fram.

Matt. 24: 37

Eins og var á dögum Nóa.. Þá voru hryðjuverk algeng, manndráp af litlu sem engu tilefni. Alveg eins og í dag. Þá snérist lífið um að græða, og komast yfir sem mest. Alveg eins og í dag. Jörðin er markeruð af miklu flóði sem náði yfir alla jörðina. Til eru yfir 250  fornar sögur hjá fornum þjóðum sem búa í Evrópu, Asíu, Ameríku, Eyjaálfu og allar greina frá flóði og fjölskyldu sem bjargaðist á báti. Jú, flóði átti sér stað og engar efasemdir eða vantrú stöðva þá staðreynd. Veistu að fornleifafræðin og mannfræðin rekja sögu mannsins mjög vel 6000 ár aftur í tímann. Eftir það mætir þeim stór stökk í tugþúsundum ára, t.d. fyrir 6000 árum lærðu menn að byggja áveitur til akuryrkju. Fyrir 10.000 árum byggðu menn hús úr múrsteinum í Jeríkó. Svo er sagt: fyrir 20.000 til 30.000 árum bjuggu menn til boga og örvar, teiknuðu hellamyndir. Fyrir 50.000 árum náðu menn tökum á eldinum.

Af hverju eru þessi rosalegu stökk í tímanum? Af því að spor tímans voru þvegin í burt með miklu vatni (Nóaflóði.)

Svo máttu vita Ásgeir Helgi Hjaltalín að meðan menn eru sanngjarnir í skrifum og rita ekki  undir dulnefni þá birti í athugasemdir burtséð frá því hvort þær falla að mínum skoðunum eða ekki. Skoðanir höfum við öll og eigum að hafa því er eðlilegt að gera athugasemdir við umfjöllun annarra. 

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 31.1.2010 kl. 21:49

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti Rúnar

Samkvæmt vef Veðurstofu Ísland þá eru tugir jarðskjálfta á degi hverjum að hrista fjöll og firnindi. Við finnum þá ekki nema með mælitækjum því flestir eru undir 3 á Richter. Nútíma tækni segir okkur frá þvílíku magni jarðskjálfta að engar fyrri kynslóðir hafa séð eða vitað um alla þessa jarðskjálfta.  Sannar þetta vissulega furryrðingu Biblíunnar um aukna jarðskjálfta, við höfum mælitækin til að staðfesta það.

Enn er vitað að stórir og mannskæðir skjálftar hafa farið vaxandi undanfarna áratugi. Nægir þar að nefna þá sem ég tilgreini í pistlinum. Fyrr á öldum voru stórir skjálftar en miklu strjálli og sjaldgæfari en eru í dag. Það segir sagan!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 31.1.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tinna

Ég sá á heimasíðu þinni að þú bloggaðir um einmitt það atriði sem tengist líka "heimsendi" sem ég er þó ekki að boða. Endurkoma Jesú Krists er ekki heimsendir heldur inngrip Guðs inní tilveruna til að stöðva heimsendi. En þú fjallar um glæpaverk og vaxandi græðgi. Hver hefur ekki orðið var við þann þátt. Sá þáttur er vegvísir á leið til heljar. Eina leiðin af þeirri braut er að ganga undir stjórn nýs leiðtoga sem er Jesús Kristur. Hlýddu honum og þér mun vel farnast.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 31.1.2010 kl. 22:16

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Samkvæmt vef Veðurstofu Ísland þá eru tugir jarðskjálfta á degi hverjum að hrista fjöll og firnindi. Við finnum þá ekki nema með mælitækjum því flestir eru undir 3 á Richter. Nútíma tækni segir okkur frá þvílíku magni jarðskjálfta að engar fyrri kynslóðir hafa séð eða vitað um alla þessa jarðskjálfta.  Sannar þetta vissulega furryrðingu Biblíunnar um aukna jarðskjálfta, við höfum mælitækin til að staðfesta það.

Ertu að grínast Snorri? Það að við getum nú mælt smá skjálfta sem enginn finnur fyrir er ekki uppfylling á neinum spádómi. Ertu virkilega að halda því fram að Jesús hafi verið að spá því fyrir að við gætum í framtíðinni bara vitað af tilvist helling af litlum skjálftum?

Enn er vitað að stórir og mannskæðir skjálftar hafa farið vaxandi undanfarna áratugi. Nægir þar að nefna þá sem ég tilgreini í pistlinum. Fyrr á öldum voru stórir skjálftar en miklu strjálli og sjaldgæfari en eru í dag. Það segir sagan!

Snorri, ég veit ekki hvers vegna þetta er vitað. Ef við ætlum að nota fjölda látinna sem mælikvarða, þá verðurðu að athuga það að bara síðan 1900 hefur fjöldi mannfólks þrefaldast Miðað við ágiskanir sem vísað er á á Wikipedia þá höfum við tuttugufaldast síðan 1000, þannig að þú getur séð á þessum lista að það hafa alltaf verið mannskæðir jarðskjálftar ef við höfum þetta í huga. Til dæmis væru jarðskjálftinn árið 1042 í Sýrlandi sem talið er að hafi drepið ~50.000 sambærilegur við það að ~1.000.000 manns hefðu látist í nútímanum.

Veistu að á síðustu öld hafa flestar styrjaldir og þær mannskæðustu geisað í allri mannkynssögunni. Aðeins er talað um örfáa daga þar sem ekki einhversstaðar að vopnum hafi verið beitt í deilum þjóða.

Það sama á við hér, þær eru mannskæðari, af því að það er fleira fólk. Ég efast um að þú hafir góðar tölur varðandi fjölda stríða eða hve hátt hlutfall fólks sem deyr sé vegna stríðsátaka.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.2.2010 kl. 11:26

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Sagnaritun byggist á annálum fyrri alda. Þannig er þetta nú vitað um jarðskjálfta, styrjaldir og dauðsföll.

Hið forvitnilega um jarðskjálftana er ekki endilega fjöldinn eða styrkurinn því Biblían segir: "þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.." (Matt.24: 7) Tengingin er hvorki við fjölda, stærð, dauðsföll eða dýpt, heldur að þetta verði. Mælarnir staðfesta hræringarnar og að við getum fylgst með.

Sköpunin stynur og þráir að Guðs börn verði opinber. (Róm.8: 19)

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.2.2010 kl. 23:09

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Geturðu nefnt mér eitthvað tímabil í mannkynssögunni þegar hvergi var hungur og engir jarðskjálftar urðu? "Aldingarðurinn Eden" er ekki gilt svar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.2.2010 kl. 05:26

10 Smámynd: Ace

Nú eru komnir tveir dagar síðan að ég sendi inn athugasemd til þín Snorri.

Fer þetta ekki að fara að birtast? Enda skv. því sem þú segir sjálfur þá hef ég uppfyllt þau skilyrði sem þú setur fyrir birtingu athugasemda

"[...]sanngjarnir í skrifum og rita ekki  undir dulnefni"

Sem er einmitt það sem ég hef gert. Tek eftir athugasemd sem er send inn eftir að mín var send er nú þegar sýnt.
Endilega haltu samtali okkar áfram.

Kveðja,
Ásgeir

Ace, 4.2.2010 kl. 16:43

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ásgeir

Ég fékk athugasemd frá þér þann 29.jan og svo þessa frá 4.febr. annað hef ég ekki fengið og því hef ég birt allt sem frá þér hefur komið. Ertu eitthvað óánægður með það?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.2.2010 kl. 23:12

12 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tinna

Trúlega er hægt að nefna með nokkurri vissu tímabil þar sem hungurs er hvergi getið en það er um 1900 f.kr. Þá voru 7 góðæri í Egyptalandi og Jósef farinn að stjórna birgðasöfnun fyrir Faraó.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.2.2010 kl. 23:21

13 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jahá. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, Snorri, en Biblían er afar takmörkuð heimild.

Jafnvel þó við gerðum ráð fyrir því að hún segi satt og rétt frá atburðum á þessu ákveðna svæði á ákveðnum tíma, þá minnist hún ekki einu orði á meirihluta jarðarinnar.

Heldurðu virkilega að á þessum tíma hafi aldrei orðið jarðskjálfti eða hungursneyð í t.d. annarri hvorri Ameríkunni, Japan, Kína, Indlandi... það er fullt af stöðum sem Biblían minnist ekki á.

Síðan þykir mér leiðinlegt að þú skulir taka svona illa í smávægilegar leiðréttingar eins og nafnið á hersveitum Papa Doc. Ég tók það sérstaklega fram að ég ætlaði ekki að fara að ræða heimsendablæti þitt, en þú greipst það á lofti í stað þess að leiðrétta einfaldlega það sem þú misritaðir. Það þykir mér furðuleg hegðan. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.2.2010 kl. 10:51

14 Smámynd: Ace

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Geturðu nefnt mér eitthvað tímabil í mannkynssögunni þegar hvergi var hungur og engir jarðskjálftar urðu? "Aldingarðurinn Eden" er ekki gilt svar.

Snorri Óskarsson
Trúlega er hægt að nefna með nokkurri vissu tímabil þar sem hungurs er hvergi getið en það er um 1900 f.kr. Þá voru 7 góðæri í Egyptalandi og Jósef farinn að stjórna birgðasöfnun fyrir Faraó.

Jafnvel ef að við gefum okkur að þetta sé satt, sem að ég sé enga leið til að sanna, þá svarar þetta ekki spurningu Tinnu. Notandi sömu rök er engin hungursneyð í heiminum í dag, enda þekki ég engan sem er að svelta hérna á Íslandi.

Ég er alls ekki að gefa mér það að þú hafir rangt fyrir þér Snorri. Væri það markvert að á tímum fyrir krist þar sem fjölgyðingstrú og heiðni réði ríkjum að mannkynið hafi verið betur sett en í dag, þó vissulega sé hægt að lesa ýmislegt útúr slíkum upplýsingum.
Talandi um upplýsingar, væri vel þegið að fá heimildirnar sem þú hefur fyrir þessu góðæri sem og að engin hungrusneyð hafi ríkt. Bíð átekta eftir þessum merku heimildum.

Kveðja,
Ásgeir

Ace, 5.2.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband