Þvílíkur léttir!

Mikið er Hawkins heppinn að þurfa ekki að sanna fullyrðingu sína. Þetta er nefnilega orðaleikur, leikur að lögmálum og eðlisfræði samofið heimspekilegri afstöðu til málanna. Þessi boðskapur hans vekur athygli hér á Íslandi og mér virðist boðskapurinn vera hvalreki á strendur efahyggjumanna.En ætli Guði verði útrýmt með þessum rök-fimleikum? Eitt hið undarlegasta sem við getum litið til á Íslandi er einmitt hvernig komið er fyrir ríkisstofnuninni sem stóð vörð um Guð og boðskap hans. Kirkjan sem ekki fór að ráðum Guðs lenti illa í því eins og menn vita. Alveg eins og "Guð" sagði.Af hverju rætast orð og viðvaranir sem Guðs orðið segir okkur að virða ef Guð er ekki til?Enn má benda á að ef engan Guð er að finna þá hafa orð Jesú Krists lítið gildi. Hann segir okkur að þessi Guð sé Faðir okkar, Skapari og kærleikur. Þessi Guð hefur skapað okkur mennina í sinni mynd. Við t.d. getum sigrað þyngdarlögmálið, þekkt mörg önnur og nýtt þau okkur til framdráttar. Rafmagnið er í okkar þjónustu svo eitthvað sé nefnt.En þessi Jesús sagði okkur að Skaparinn hafi gert þau karl og konu til að þau tvö verði einn maður og yfirgefi föður og móður. Þegar þessari reglu er ekki lengur fylgt þá hætta menn að sjá Guð. Kirkjan missir tilrú og traust. Vísindamenn sjá tilveruna sem hina flottustu og merkilegustu tilviljun, samsettri af lögmálum, reglum, nákvæmum efnaskiptum, flóknum efnasamböndum sem öll urðu til vegna tilviljunar - án Guðs. Samt er í öllum mannlegum samfélögum vitund meðal manna að Guð sé að finna.Ég velti nokkuð fyrir mér hvers vegna skynugir menn, hámenntaðir og klárir sjái ekki að Guð almáttugur er til. Jesús segir nefnilega afar athyglisverða fullyrðingu. "Sælir eru hjarta hreinir því að þeir munu Guð sjá"!Af hverju sjá þessir miklu og skemmtilegu menn ekki Guð? Ætli menn og samtíminn þjáist af sjúku "hjarta"?kær kveðjaSnorri
mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Auðvitað er til guð, en hann er kannski ekki sá sem þú, og þínir líkir predika.

Þú trúir því varla að til sé einhver ósýnilegur karl (eða kerling) uppi á himnum, sem skapaði jörðina og alla sem á henni lifa á aðeins sex dögum, og hvíldi sig svo í einn, er það nokkuð ? Reyndar er hann ekki betri en svo, að hann þurfti tvær tilraunir ti að skapa þokkalega konu (þær eru nú svo flóknar). Þessi sami guð, sem var að skapa okkur fyrir aðeins sex þúsund árum, setti 10 reglur, sem eru svo sem í lagi. Ja nema ef vera skyldi númer 10, sem gengur beint gegn eðli allra dýra og manna. Hver hefur ekki fundið fyrir öfund ?, og hver hefur ekki litið konur annarra girndar augum ?, kannski hommar og geldingar, allavega eru þeir ekki margir.

Og svo voru guði þínum mislagðar hendur, að strax í upphafi urðu vandræði, og fyrstu og þriðju mannverunum var kastað útúr paradís, síðan hefur ekki orðið hlé á. Morð, hórdómur, lygi, svik, guðlast, villutrú, og allt það sem guð mælti gegn hefur ráðið ríkjum hér á jörð.

Stríð hafa verið háð í guðs nafni, og flestir þeir, sem drepnir hafa verið af sambræðrum sínum á þessari jörð, hafa verið drepnir í nafni Guðs þíns, og ennþá eru menn drepnir í guðs nafni.

Náttúru hamfarir hafa gengið yfir guðslömbin, og ekki gleyma því að það var þinn guð, sem í geðvonsku kasti útrýmdi öllu fólki á þessari örð, nema 8 útvöldum, og einu pari af hverri dýrategund. Ekki var það sú leið sem við viljum við hafa?, þegar við verðum leið á einhverjum, drepa það bara, því guð gerði það, Þvílík grimmd !

Plágur hafa gengið yfir í guðs nafni og útrýmt heilu þjóðflokkunum, í guðs nafni.

Enb er leið út úr þessu öllu?.

Já segir guðskirkjan þín, ef þú átt aur, eru þér allir vegir færir, og þú getur keypt þér pláss við hlið guðs og Jesú, þar sem þú munt lifa í algerri sælu að eilífu. Það er nefnilega hægt að kaupa sér aflátsbréf, annars áttu á hættu að farast í hreinsunareldinum, eða að fara beint til helvítis, þar sem þú verður píndur um alla eilífð.

Mér skilst að minnihluti mannfólks átti sig á því hver skapaði þau, og trúi því á einhvern vitlausan guð, og þeir sem trúa á þinn guð, séu jafnvel ekki sammála um hvernig eigi að haga sér í tilbeiðslunni, og drepi hvor annann til að fylgja skipunum hans. Hann hlýtur að skemmta sér við að etja sköpunarverki sínu gegn sjálfu sér.

Í gegnum tíðina hafa illvirki verið framin í guðs nafni, heilu þjóðirnar hafa verið ofsóttar, jafnvel hans útvalda þjóð hvað mest. Og ennþá heldur þetta áfram, í guðs nafni er börnum og öðrum minniháttar nauðgað eða slátrað í hans nafni. Ég er einn þeirra, sem missti alla trú á guði, þegar ég sá hvernig fólk hann velur til að prédika fyrir sig, barnaníðinga, hórpresta, og jafnvel morðingja. Þetta er ekki sá guð, sem þú prédikar fyrir fólki, ég hef verið við prédikanir hjá þér, og veit hvað þú hefur sagt, fyrir mér hefur það reynst lygi, þessi miskunnsami guð er ekki til, s.b.r 3. boðorðið.

Ef guð Þinn er til er hann illa innrættur og hið mesta kvikindi, sem nýtur þess að horfa á sköpunarverk sitt útrýma sjálfu sér, og ef það gengur ekki nógu hratt, kastar hann í okkur svo sem einni plágu, eða náttúruhamförum, bara til að skemmta sér.

En það er til guð, sem við öll dýrkum, og hann hefur verið kallaður Mammon, meira að segja kirkjunnar þjónar hafa gengið á hans vegum, því kirkjan, rétt eins og önnur pólítísk öfl snýst um peninga og græðgi ræður frekar en einhverjar verðlausar dyggðir.

Þannig er Katólska kirkjan ríkasta pólítíska afl í heimi, og gerðir kirkjunnar almennt, snúast um að eignast sem mesta peninga, því ,,peningar eru völd"

Þarf ekki að borga tíund í þínum trúflokki ? Og morgum öðrum, Einn trúar leiðtogi á Íslandi, (sem reyndar braut gegn sjöunda og tíunda boðorðinu sjálfur) hefur boðað að hver sá er leggur þúsundkall inná reikning trúflokksins, muni fá milljón inná sinn tilbaka. Er það í nafni þíns guðs ?

Í dag drukknuðu, sultu í hel, eða voru drpin á einhvern annann hátt, hundruð eða jafnvel þúsundir, allt í guðs þíns nafni.

Ég ætla að halda áfram að trúa á minn guð, og hans fjölskyldu, og skreppa út á eftir og horfa upp í himininn, gerðann úr hauskúpu ýmis og heilaslettum hans. Og svo ætla ég að færa Mammoni fórn, og kaupa lottó miða. Kannski stjórnar hann lottóvélinni.

Kannski eru þessir guðir bara uppinningar manna, sem þurftu að finna einhverja blóraböggla fyrir eigin heimsku og vonsku, því það er það, sem nóg virðist vera af í þessari veröld.

Í guðs nafni, Amen.

Börkur Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Takk Snorri fyrir færsluna.

Hörður Halldórsson, 3.9.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þetta er furðuleg Guðfræði hjá þér, minn kæri. Þessi fræði þín passa einmitt við Satan, óvin sálna okkar. Honum hefur tekist að blinda augu þín fyrir gæsku Guðs, Jesú Kristi. En kjarninn í minni undarlegu trú er sá að eins og Jesús er, þannig er Guð. Eins og Jesús er þannig er Heilagur andi sem á rétt á því að búa í þér og mér.

Snorri Óskarsson, 3.9.2010 kl. 22:39

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hrólfur!

Þarf ekki að borga tíund í þínum trúflokki ?

Nei, þess þarf ekki, en það er mjög æskilegt ef þu trúir. Menn borga og gefa ef þeir trúa. Trúin flytur fjöll og peninga inní guðsríkið. Sá sem trúir framkvæmir, sá sem ekki trúir gagnrýnir í drep.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.9.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hver er Hrólfur ??? Meinar  þú ekki Börkur Hrólfssonn????

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 01:23

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ótrúlegur hroki er það að einhver telji sig þess umkominn að fullyrða að Satan sé að blinda augu annara. Hvernig væri að menn litu í eigin barm.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 11:27

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður þó!

Þekkir þú ekki Biblíuna? Hún greinir frá þessu í 2.Korintubréfi 4.kafla og 4. versi, en þar segir:" Því guð þessarar aldar hefir blindað huga hinna vantrúuðu til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs."

Þessi augu sem Satan blindar eru skynjun og skilningur okkar á veröldinni.

Kristur var ekki í neinum vafa um tilvist Guðs, Föður og skapara okkar1

Amen!

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.9.2010 kl. 12:59

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sem þú vitnar í segir nú ekki neitt um Satan, það er þín viðbót. Satan er tákn hins illa. Að segja að Satan blindi sáli einhvers nafngreinds manns er því í rauninni að segja að hann sé á valdi ekki aðeins hins illa, heldur hins allra versta. Það er svona eins og að ýja að því að menn geti alveg eins verið morðingjar, nauðgarar og barnaníðingar. Þú verður að gera þér grein fyrir því hvað það er alvarlegt að segja hreint út að nafngreint fólk sé á valdi Satans sem blindi það fyrir gæsku guðs. Hefur þá þá gæsku og kærleika að geta staðið undir slíkri aðdróttun?  Að mínu viti er þetta mál sem blogg.is ætti að athuga með tilliti til meiðyrða og ósæmilegra aðdróttana.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 15:42

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vandamálið stóra með guð er að enginn hefur EVER sannanlega orðið var við hann. Ég gæti náttúrlega sagt þér að ég væri í stöðugu sambandi við hann en þú hefðir bara mig fyrir því og það væri því í rauninni bara kjaftasaga. Og þannig hefur þetta svindl smám saman magnast í gegnum tíðina. Og pólitískt drasl hefur óspart notað þessa vitleysu og gerir enn.

Nú útiloka ég ekki að einhver skapandi kraftur alheimsins sé til, það eru bara ekki minnstu líkur á að við gætum skilgreint þann kraft eða að hann hefði minnsta áhuga á okkur umfram aðra sköpun sína. 

Baldur Fjölnisson, 4.9.2010 kl. 17:33

10 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Með þinni röksemdafærslu þá ætti ég alls ekki að hleypa henni í gegn til að mbl.is þurfi ekki að loka á þig vegna aðdróttana, í minn garð! En þú hlýtur að skilja það að maður sem segir engan Guð hafa komið nærri sköpunarverkinu gefur þáð þá auðvitað í skyn að Jesús Kristur sé bullari því að hann talar um "skaparann sem hefur gjört þau karl og konu".

Sjái menn ekki málin með sömu augum og Jesús Kristur þá hafa þeir ekki sömu heimsmynd eða guðfræði og hann. Jesús var sjáandi enda ljós heimsins. Það gerir hina auðvitað blinda og umreikandi í myrkri.

Þú veist líka á hvers valdi heimurinn er?

Snorri Óskarsson, 4.9.2010 kl. 21:06

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Satan er illskan mesta.  Þegar þú berð það upp á menn að þeir séu á valdi Satans ertu að gefa í skyn að þeir séu haldnir hinu illa. Ég leiddi orð mín af þessum áskökunum þínum. Þau eru því ekki aðdróttanir í þinn garð heldur rökrétt framhald af því sem þú sjálfur varst búinn að segja. Og ég endurtek: Að bera það upp á nafngreinda menn að þeir séu blindaðir af völdum Satans er alveg sambærtilegt við það að bera upp á þá hinar mestu vammir. Það eru mjög alvarlegar aðdróttanir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2010 kl. 15:58

12 identicon

Sigurður,

Það sem Snorri gerði var þó bara í samræmi við það sem Jesús gerði, þegar hann sagði við Pétur lærisvein sinn: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“

Þetta sagði hann eftir að Jesús hafði tilkynnt lærisveinum sínum að hann yrði brátt líflátinn.

Ef það er hægt að segja þetta um Pétur þegar hann vill bara forða Jesú frá dauða þá held ég það sé hægt að segja það sama um marga aðra.

Hér er kaflinn sem fjallar um þetta:

"21Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.
22En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann: „Guð forði þér frá því, Drottinn, þetta má aldrei fyrir þig koma.“
23Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
24Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. 25Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. 26Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?" Matteus 16.21-26

Andri (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 18:25

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Andri skilur málið, Sigurður.

Heimurinn liggur á valdi hins vonda segir 1.Jóhannesarbréfið. En verið hughraustir, ég hef sigrað heiminn, segir Jesús. Þessi heimur hefur nefnilega átt erfitt með að skipta um höfðingja, því mennirnir fara sínu fram. Það er ástæðan fyrir því að Jesús muni koma aftur í mætti, veldi og mikilli dýrð!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.9.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband