Umburðarlyndið...?

Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að menn eins og Jenis skuli fá þessa málsmeðferð hjá fjölmiðlum. Má Jenis ekki fara eftir sínu áliti, trú eða skoðun? Má hann ekki njóta umburðarlyndis stuðningsmanna Jóhönnu og samkynhneigðra? Eða eru málin þannig að ef menn samþykkja ekki samkynhneigð þá teljast þeir þjóðarskömm, óalandi og illþýði? Mér finnst undarlegt hvernig málefnið er notað sem ástæða til að hræpa Jenis á Rana. Ég hald að hann sé lærður læknir og veit því vel hvað er óæskilegur lífsmáti!En ef Jóhanna vildi ekki sitja til borðs með Jenis? Væri það fréttnæmt? Daginn sem Jóhanna kvæntist hitti ég þær stöllur í kaffihúsinu í Borgarnesi. Ég heilsaði þeim og settist að borði við hlið þeirra. Ég var ekki búinn að fá kaffið mitt á borðið þegar þær stöllur voru farnar. Voru þær að forðast mig? Þær kannski vildu ekki vera í samneyti við mig. Eða voru þær bara búnar að klára kaffið og fóru sína leið, rétt eins og allir gera? Ég held að það sé ágætt að menn séu ekki kúgaðir til að sitja til borðs með andstæðingum sínum og ég móðgaðist ekkert þó svo að stöllurnar hafi farið sína leið, án þess að kveðja.Þannig er umburðarlyndið - það þolir þó svo að það sé ekki sammála.

Styðjum Jenis á Rana og virðum sjálfsákvörðunarrétt hans. Össur gerði það gagnvart ísraelska sendifulltrúanum þegar hann vildi ekki við hann tala - eins skammarlegt og það var. Ekki hefur Össur beðist afsökunar á lítilsvirðingu á gyðingum með sinni frávísun. Slæmt er að vera samflokksmaður Jóhönnu og búa í glerhúsi. Er verra að sýna Jóhönnu áhugaleysi en sendifulltrúa Ísraelsríkis, eina þjóðfélagsins sem er lýðræðislegt í heimi Araba?

 Snúum málum þannig að þeir sem eru á móti samkynhneigð fái einnig réttláta og sanngjarna meðferð í lýðræðislegu þjóðfélagi.

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is Segir Færeyinga skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Snorri Auðvitað á hver  og einn að fá að hafa sína skoðun - skárra væri það nú.  Menn verða nú að þola það þó að ekki séu allir sammála. Ef að menn geta ekki sýnt því skilning þá er illa komið fyrir fólk. Ekki dettur mér í hug að fólk sé alltaf sammála því sem ég blogga um en það er bara hið besta mál. Aumt væri þetta ef allir fetuðu sama einstigið öllum stundum allt árið um kring.

Bestu kveðjur til þín og þinna héðan úr Eyjum

Gísli Foster Hjartarson, 7.9.2010 kl. 13:17

2 identicon

Ég er sjálfur hvítasunnumaður og ég gæti spurt á móti hvar er umburðarlyndi hans gagnvart öðrum ?

Biblían kennir okkur ekki að sniðgangast syndara og þú hlítur að vera blindur eða alvarlega greindarskertur ef þú hefur ekki tekið eftir því að Jesús eyddi sjálfur mestum hluta lífs síns umkringdur syndurum og þeim sem voru litnir hornauga af samfélaginu.

Það er kærleikurinn sem vonar allt, umber allt og breiðir yfir allt og að neita að sitja til borðs með manneskju vegna þess að hún er "syndug" eins og allir aðrir menn eru er enginn kærleikur.

Menn eins og þessi Janis og að því er virðist þú líka eru ástæða þess að kristnir menn eru allir litnir hornauga og að trúin hafi ekki náð þeirri útbreiðslu sem hún ætti fyrir löngu að vera búin að gera þar sem kristin trú er eitt það besta og fallegasta sem til er.  Hinsvegar hafa menn eins og þið félagar og aðrir á undan ykkur skemmt orðspor hennar.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:44

3 Smámynd: Durtur

Ég skrifaði þetta nú á bloggið hans Axels Jóhanns Axelssonar en það á vel við hérna þannig að ég vona að þú fyrirgefir mér "kopípeistið" sem fylgir:

Hafið þið lesið "Um Frelsið" eftir J.S. Mill? Veit ekki hvort þetta sé skyldulesning í skólum (ætti hiklaust að vera það) en ég get ekki mælt nógu mikið með þessarri ritgerð. Svo ég taki smádæmi úr ensku útgáfunni (finn ekki íslenska á netinu):

"If all mankind minus one, were of one opinion, and only one person were of the contrary opinion, mankind would be no more justified in silencing that one person, than he, if he had the power, would be justified in silencing mankind. Were an opinion a personal possession of no value except to the owner; if to be obstructed in the enjoyment of it were simply a private injury, it would make some difference whether the injury was inflicted only on a few persons or on many. But the peculiar evil of silencing the expression of an opinion is, that it is robbing the human race; posterity as well as the existing generation; those who dissent from the opinion, still more than those who hold it. If the opinion is right, they are deprived of the opportunity of exchanging error for truth: if wrong, they lose, what is almost as great a benefit, the clearer perception and livelier impression of truth, produced by its collision with error. "

Ég mundi segja frændum okkar Færeyingum að vera ekkert að stressa sig á þessu; við eigum nú t.d. eitt stykki Árna Johnsen, ekkert biðjumst við afsökunnar á honum og ég vildi ekki frekar þagga niður í honum en neinum öðrum. Fólk má alveg vera fífl--sjáið bara öll mótorhjólin á götunum--og skoðanir fíflanna verða að heyrast, ekki bara þrátt fyrir að við, snillingarnir sem erum með þetta allt á hreinu, séum ósammála, heldur vegna þess að við erum það. 

Ég er semsagt sammála þér, Snorri, eða allavega þessu bloggi þínu eins og það er skrifað. Tek það hinsvegar skýrt fram að ég er algerlega ósammáli mati þessa ágæta frænda okkar á samkynhneigð. Ég kann líka að meta að þú sneiddir nett framhjá þínum eigin skoðunum á málinu, sem gerir mun auðveldara að vera sammála efninu, þó ég sé ekki alltaf sammála skrifandanum :)

Durtur, 7.9.2010 kl. 14:19

4 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Þeir sem eru á móti samkynhneigð annarra eru að skipta sér af því hvernig aðrir lifa sínu lífi. Það kemur þér ekkert við, Snorri Óskarsson, hvaða lífi ég lifi með kærustunni minni. Ef þú skiptir þér af því hvors kyns minn maki er, ertu að fara út fyrir þitt svið.

Þið öfgakristna fólkið er oft það fólk sem minnsta umburðarlyndið hafa gagnvart öðrum. Það að dæma fólk eftir því hvernig það lifir er ekki í anda Jesú og mér er andskotans sama hvað stendur í Bilblíunni. Hvort sem er, er hún skáldsaga sem allir vita nema þið ofurskírðu. Biblían segir líka að skilnaður sé bannaður, ekki hafið þið skipt ykkur af því hvort fólk skilur eða ekki.

Takið þið hausinn upp úr leðjunni og kíkið inn í 21. öldina, það er kominn tími til!

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 7.9.2010 kl. 14:36

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Adda

Þú segir: "Það að dæma fólk eftir því hvernig það lifir er ekki í anda Jesú og mér er andskotans sama hvað stendur í Bilblíunni. Hvort sem er, er hún skáldsaga sem allir vita nema þið ofurskírðu. Biblían segir líka að skilnaður sé bannaður, ekki hafið þið skipt ykkur af því hvort fólk skilur eða ekki."

Þú vilt greinilega hafna Biblíunni og notfæra þér hana eins og sjá má.

Ég vil ekki hafna Biblíunni, tel hana enga skáldsögu heldur handbók lífsins okkur til hjálpar sem viljum gera rétt en okkur til dóms þegar við gerum rangt. Hið ranga er alltaf rangt því Guð leggur línurnar. Guð setur mér sömu reglur og þér. Dag einn stöndum við bæði frammi fyrir honum og lúkum honum reikningsskil lífsins.

Gerum rétt!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.9.2010 kl. 17:56

6 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Já Snorri....dag einn stöndum við frammi fyrir Guði og ég þori að veðja að honum er slétt sama þó við eigum bæði konur. Heldur þú Snorri, að Guð sé svo vondur og grimmur að hann vilji hafa okkur samkynhneigða óhamingjusama?

Þá er þinn Guð ekki sá sami og minn eða þinn skilningur á honum eitthvað öðruvísi.....ég er nokkurn veginn viss um að ég lendi ekki í helvíti af því ég á kærustu........

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 7.9.2010 kl. 18:51

7 identicon

Adda, ég er alveg sammála þér í því að það komi mér ekkert við hvað þú gerir við þitt líf.  Þið getið hinsvegar ekki ætlast til þess að kirkjan gefi samkynhneigða saman í heilagt hjónaband.

Heilagt hjónaband er jú tilkomið samkvæmt tilskipun guðs.  En samkynhneigðir hafa mikið barist fyrir því að fá að gifta sig í kirkju.  Mér stekkur á forvitni að vita hvað samkynhneigðir vilja fá frá kirkjunni ef viðhorf þeirra til hennar er eins og þú lýsir hér áður.

Annars þá styð ég það heilshugar að þeir sem það KJÓSA að vera samkynhneigðir geti fengið borgaralegt brúðkaup og hafi öll sömu lagalegu réttindi og aðrir sem eru í staðfestri sambúð.

Það virðist nefnilega alveg gleymast í þessari umræðu að það að skipa kirkjunni að gifta samkynhneigða er brot á okkar trúfrelsi.

Annars þá er vert að koma því við í umræðuna að allir menn eru syndugir og þar með taldir eru kristnir.  Það er ekki okkar mannana að dæma aðra fyrir að fremja eina synd á meðan við gerumst sjálfir sekir um aðrar syndir.  En biblían talar ekki um það að samkynhneigð sé eitthvað verri eða stærri synd en hvað annað eins og t.d. öfund eða lygar.

Hinsvegar er það þannig með syndina að þegar hún er samþykkt að þá breiðist hún út.  Eftir að samkynhneigð er samþykkt þá verða stöðugt fleiri samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir og þegar samkynhneigð verður orðin normið hvað samþykkir samfélagið þá næst ? fjölkvæni, kynlíf með dýrum...eða kannski...kynlíf með ungmennum og börnum ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 18:52

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Adda

Þetta er góður punktur hjá þér varðandi hamingjuna. Ég er þess fullviss að hamingjan er ekki fólgin í því að fá það sem ég elska, heldur elska það sem ég fæ. Við getum allavega verið sammála um það að Guð sem allt hefur skapað, skapaði þau karl og konu til að þau tvö verði eitt. Af körlum er t.d. þess krafist að þeir leggi líf sitt í sölurnar fyrir eiginkonuna eins og Jesús lagði líf sitt í sölurnar fyrir kirkjuna. En því miður þá hafa karlar fengið allt annað veganesti í samskiptum sínum við konuna en að fórna sér fyrir hana. Því eru mál samtímans svo flókin og við vitum bæði að margur heldur t.d. framhjá til þess að "verða hamingjusamur" en uppgötvar hið gagnstæða - og getur ekki snúið við.

Að þú farir til helvítis má ég bara alls ekki hugsa til og þess óska ég ekki nokkrum manni. Helvíti er ekki skapað fyrir okkur mennina heldur Satan og hans illu ára. Okkur er ætlað að ná himninum vegna trúarinnar á Jesú. Sú trú er breytingaferli frá hegðun sem er Guði andstæð til hegðunar sem Guð blessar. Þú átt að erfa blessunina - úr rugli í réttan lífsmáta, Guði að skapi.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.9.2010 kl. 19:59

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Arnar!

Þú segir: "Eftir að samkynhneigð er samþykkt þá verða stöðugt fleiri samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir og þegar samkynhneigð verður orðin normið hvað samþykkir samfélagið þá næst ? fjölkvæni, kynlíf með dýrum...eða kannski...kynlíf með ungmennum og börnum ?"

Nú ertu farinn að rita eins og Jenis á Rana. Ertu viss um að þú viljir vera í okkar hópi?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.9.2010 kl. 20:01

10 Smámynd: Hörður Finnbogason

Ég hef ekki kynnt mér Jóhönnu í Færeyjum neitt mikið en sennilega hefði átt að horfa fram hjá því að hún sé lessa.  Hún samþykkir ekki Ritninguna eins og hún er svo að varla verður hægt að slá á fingur hennar.  Hún hefur rétt á að lifa sínu lífi þó kristum finnist það vera ósæmilegt lif.  Ég veit um homma sem les Biblíuna og tekur mark á Ritningunni.  En það á bara við hann og hans trúarlíf að hann lifir samkvæmt kristinni hegðun.  Til eru svo samkynhneigðir sem trúa ekki né leita eftir kristnum lífsgildum en lifa samkvæmt tilfinningalífi sínu.  Þeir vilja helst að við hin sem erum gagnkynhneigð samþykki það nú þegar ella erum við hlúnkar eða hlussur, tali ekki um þá sem vitna í Biblíuna að þeir eru fordómafullir hlunkar.  Við eigum eða megum ekki hafa okkar skoðanir né láta okkar lífsmáta í ljós.  Nýjasta tíska á Íslandi er að réttlæta samkynhneigða og jafnvel búa til úrklippubók úr Biblíunni að hætti Þjóðkirkjunnar. 

Hörður Finnbogason, 7.9.2010 kl. 21:18

11 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Algerlega sammála Snorri.

Óskar Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 21:49

12 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Arnar....það að ætlast til að kirkjan gifti okkur rétt eins og þig er ekki brot á trúfrelsi, heldur virðing fyrir ólíkum lífsháttum. Við borgum í Þjóðkirkjuna ekki satt? Reyndar gekk ég úr henni í vor þegar kirkjuþingið samþykkti ekki að ég fengi að giftast kærustunni minni í þeirri kirkju sem ég hef borgað í.

Hvernig getur þú litið á samkynhneigð eins og öfund eða lygar? Ef ég lýg að þér eða eitra út frá mér með öfund í þinn garð, er ég vissulega að brjóta á þér. En ef ég elska kærustuna mína er ég ekki að brjóta neitt á þér er það? Þér kemur það einfaldlega ekki við.

Kynlíf með þeim sem maður elskar, af hvoru kyninu sem er, er ekki sambærilegt dýraklámi eða því að níðast á börnum. Tveir fullorðnir aðilar að elskast með beggja samþykki er fallegt en maður að riðlast aftan á kind eða nauðga barni er ekki fallegt eða ég vona að þér finnist það ekki.

Snorri, að elska það sem maður fær...jahá! Maður á semsagt að giftast kannski bara einhverjum sem valinn er fyrir mann eða...??? Á hvaða öld ertu?

Guð skapaði ekkert bara mann og konu, Guð skapaði aðallega mannkynið. Við vitum það alveg að aldrei verða allir samkynhneigðir svo það er ekki nokkur hætta á að mannkynið deyi út. En það verður að vera pláss fyrir alla ekki satt? Hversu mörg óhamingjusöm hjónabönd hafa jú skapast í gegnum tíðina vegna þess að annað hjónanna eða bæði voru með aðra kynhneigð en normalið segir til um? Myndir þú vilja sofa hjá karlmanni í mörg ár Snorri? Ég býst nú ekki við því, ekki ætlast til að ég geri það......

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 7.9.2010 kl. 22:20

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæl Adda. Þú segir Biblíuna skáldsögu en samt krefstu þess að fá að gifta þig í kirkj?. Kirkjan lítur á Biblíuna sem heilaga ritningu en ekki skáldsögu. Viltu gifta þig í kirkju "af því bara" eða af því að þú ert trúuð?

-----

Ég er sammála þér Snorri að það er vantar upp á umburðarlyndi á ólíkum skoðunum og siðferðismati fólks. Arnar Kári þú ert algerlega að oftúlka hlutina ef þú heldur að samkynhneigð sé smitandi. Ég veit líka heldur ekki betur en það verði valfrjálst fyrir presta hvort þeir gifti samkynhneigða eða ekki. Kirkjan á að bjóða samkynhneigða velkomna í kirkjuna með kærleika og hætta að berja hausnum við steininn. Ef ég ætti að giska já tel ég að það sé það sem Jesús hefði gert.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 00:21

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Benti einmitt á hið sama í bloggi mínu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2010 kl. 01:59

15 Smámynd: Durtur

Adda, þú veist að Jenis var ekkert að banna Jóhönnu að vera samkynhneigð, er það ekki? Hann vildi bara ekki sitja matarboð til heiðurs Jóhönnu, vegna þess að konunni hans var ekki boðið og honum finnst ekki við hæfi að fara í boð án konunnar (afþakkaði kvöldverð til heiðurs danska forsætisráðherrunum af sömu ástæðu) og honum fannst heldur ekki við hæfi að sitja kvöldverð til heiðurs samkynhneigðri manneskju afþví klúbbi hans (Kristilega Miðflokknum) þóknast ekki "þannig fólk". Ég er ekki sammála þessum manni en það er ekki eins og þetta sé þjóðhöfðingi, hann er þingmaður, kosinn af fólkinu í flokknum hans og hann þarf að bera sig í samkvæmi við óskir þess fólks. Færeyingar eru soldið á eftir í þessum málum (ég held t.d. að allir samkynhneigðir Færeyingar hrökklist til Danmerkur frekar ungir) en þetta kemur hjá þeim. Þangað til þurfum við að sýna þeim umburðarlyndi. Þú veist, eins og þú ert að heimta frá öðrum.

Í fyrstu athugasemdinni þinni segirðu "Þið öfgakristna fólkið" og kemur svo með einhverjar alhæfingar um hvernig kristnir haga sér. Það eru fordómar, ekkert "betri" en þeir sem Jenis hefur. Ég er hvorki kristinn né heldur hef ég neitt á móti samkynhneigð eða samkynhneigðu fólki, raunar er ég almennt miklum mun meira þín megin í þessu "máli" en á hlið Snorra (ekkert illa meint, Snorri) en þú ert ekki beint að vera málstaðnum til sóma. Fyrr sér flís í annars auga, stendur einhversstaðar...

Durtur, 8.9.2010 kl. 03:53

16 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Sæll Guðmundur. Ég trúi á Guð og þess vegna vil ég gifta mig í kirkju. Guð skapaði mig eins og þig. Aftur á  móti get ég ekki litið á Biblíuna sem heilaga ritningu þar sem ég veit að hún er meira og minna skrifuð af þeirra tíma mönnum, þess vegna er hún full af boðum og bönnum sem ekki eiga við í dag.

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 8.9.2010 kl. 08:03

17 Smámynd: Snorri Óskarsson

Adda

Þú segir:" ég veit að hún er meira og minna skrifuð af þeirra tíma mönnum, þess vegna er hún full af boðum og bönnum sem ekki eiga við í dag"!

Þessi Biblía segir okkr líka frá því að stela ekki, bera ljúgvitni, elska náungann eins og okkur sjálf, ágirnast ekki, - ættum við að ógilda þessi atriði vegna aldurs eða af því að þau eru rituð af mönnum?

Öll landslög eru einnig rituð af mönnum og peningar prentaðir af mönnum, sem auðvita falla líka úr gildi.

En eitt er þó klárt og það er að orð Drottins varir að eilífu.

Kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 8.9.2010 kl. 10:03

18 identicon

Guðmundur, þegar það þykir orðið eðlilegt í samfélaginu að t.d. stelpur gamni sér saman þá er þetta víst farið að verða "smitandi".

Það þykir orðið normal að stelpur leiki sér með sama kyni og um 90% af stelpum sem ég þekki hafa prófað það.  Margar af þeim sem eru ekki lesbíur en gera það annað slagið afþví að það er spennandi og gaman og getur alveg haft sömu kynferðislegu örvun og venjulegt kynlíf.  Þegar hluturinn þykir orðið eðlilegur þá prófa þetta fleiri og margir sem láta sér gott þykja og margir sem að velja að verða bara samkynhneigðir.

Ég þekki stelpur sem gáfust upp á strákum og sneru sér bara alfarið að stelpum.  Og eflaust eru dæmi um slíkt meðal karl peningsins.

Samkynhneigðir benda oft máli sínu til stuðnings á að í dýraríkinu fynnist samkynhneigð en ég skal segja þér það að hvergi í dýraríkinu finnur þú fyrir kvenkyn sem eðlar sig með kvenkyni.  Þú finnur hinsvegar dýr eins og hunda sem riðlast á hverju sem þeir komast uppá, meðal annars löppum á fólki ef þeim er leyft það!

Slíkt þekkist í fangelsum og hjá hermönnum að þegar mennirnir verða of graðir þá finna þeir einhvern aumingja sem þeir geta þröngvað sér uppá þegar þeir verða orðnir þreyttir á lófanum.

Hvað þykir fallegt og hverju menn laðast að er svo ekki innbyggt eðlislega það er samfélagsleg áhrif sem ákvarða það hvað er fallegt í augum fólks.

Í afríku þykja kjötmiklar og helst feitar konur fallegar þar sem þær eiga nógann mat!
Í vestrænum löndum þar eru ofur grannar konur hylltar og allir slefa yfir þeim.  Það er ekki eitthvað líkamslögmál sem ákveður hverju fólk laðast að það eru uppeldisleg og menningarleg áhrif sem stjórna því í bland við smá dass af persónulegum smekk.

Fólk sem stundar BDSM kynlíf byrjar ekki á því að stunda þannig kynlíf.  það stundar venjulegt kynlíf fyrst og svo prófar það eitthvað öðruvísi og áður en það veit af þá verður eina kynlífið sem vekur áhuga þess BDSM kynlíf.  Annað hreinlega vekur ekki áhuga.  Ekki afþví að líkaminn þeirra vill það ekki, heldur afþví það hefur vanið sig á það.

Samkynhneigð er ávani og VAL ekki meðfædd.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:15

19 identicon

Og Adda,  eitt af boðorðum drottins er að ég er drottin guð þinn þú skallt ekki aðra guði hafa.

Guð biblíunnar segir skýrt hvernig við eigum að hátta lífi okkar og við sem erum kristin trúm því.  Það er því okkar trú.

Ef þú trúir ekki því sem Guð sagði, þá trúir þú ekki á sama Guð og ég.  Ef þú ætlar svo að heimta að ég sleppi minni trú og sannfæringu til að elta duttlinga í þér þá ertu bara víst að veitast að mínu trúfrelsi.

Þú getur vel leitað að öðru trúfélagi eða jafnvel bara stofnað þitt eigið þar sem samkynhneigð er leyfð.

Samkynhneigða vil ég gjarnan fá í krikjuna þar sem þar hafa þeir gott af því að vera.  En kirkjan á ekki að gefa blessun sína yfir samkynhneigðina.  Rétt eins og drykkjusjúkir leita athvarfs í krikju en kirkjan fer ekki að opna pöbb fyrir þá.  Heldur hjálpar kirkjan fólki að losa sig við slæma ávana og syndir úr sínu lífi.

Þú villt kannski að kirkjunni verði gert að opna ölkelduhús líka eins og að leyfa giftingar sem eru andstæðar okkar trú ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:20

20 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvort samkynhneigðin smitist er myta sem erfitt er að sanna eða afsanna. En Danir gáfu það út fyrir 7 árum að þessi hneigð færi vaxandi meðal unglinga í Danmörku. Fari eitthvað vaxandi þá er gjarnan talað um "smit". Tíska smitast, skoðanir breytast álit koma og fara þannig að margt í manninum tekur breytingum og kynhneigð er breytilegt fyrirbæri þess vegna koma sumir út úr skápnum.

Þess ber að geta að ekki fyrir löngu sagði sálfræðingurinn sem barðist mest fyrir því að samkynhneigð yrði viðurkenndur lífsmáti á vesturlöndum, að sumir samkynhneigðir hafi hætt að vera samkynhneigðir og þá risu margir upp og úthrópuðu manninn eins og hann hafi svikið málstaðinn. Fólk frelsast og breytist aðrir vilja það alls ekki.

Snorri Óskarsson, 8.9.2010 kl. 14:12

21 Smámynd: Durtur

Eru ekki til söfnuðir sem gifta samkynhneigða? Adda, ekki ertu að leita uppi einn söfnuð og agnúast útí hann frekan en að finna þér bara annan söfnuð? Auðvitað trúið þið á sama guðinn, þó þið túlkið hann á mismunandi máta, og mér finnst ári hart að úthýsa einhverjum frá "sínum" guði fyrir það eitt að vera óssammála um einn pínulítinn hluta af útfærslunni. Alveg hreint stórfurðulegt orðaval hjá Arnari, og sýnir kannski vel hvaða hliðar á kristinni trú hann ákveður að hampa öðrum fremur. Hvort samkynhneigð smitist finnst mér bæði vera absúrd umræða ef maður hefur nokkurntíma þekkt samkynhneigða manneskju, og koma málinu ekkert við. Guð skapaði Öddu eins og hún er, Snorra eins og hann er og Arnar eins og hann er, og hvert ykkar fyrir sig er fullkomið eintak af sjálfu sér--enda færi guð varla að klúðra eigin sköpun. Við erum öll fullkomin í ófullkomleika okkar, eða eitthvað svoleiðis.

Allavega, ég hugsa að ég bakki hérmeð útúr þessu en tek það fram að ég trúi á sama guð (Hann er nú einn) og þið öll, og "minn" guð elskar og fyrirgefur, hann hatar hvorki né mismunar. Hvernig gæti öll þessi sköpun í kringum okkur orðið til af neinu öðru en ást, hvaða birtingarmynd sem hún tekur sér? Trúið því sem þið trúið og segið það sem þið segið, en verið nógu huguð til að taka ábyrgð á skoðunum ykkar. Ekki nota "minn" guð sem afsökun fyrir einhverju sem þið trúið eða trúið ekki.

Durtur, 8.9.2010 kl. 15:41

22 Smámynd: Steinunn

Snorri:

Málsvörn þinni er mjög ábótarvant en mér sýnist þú einkar lunkinn við að koma þér frá því að svara öllu því sem hentar þér ekki.
Til að byrja með undrast ég ekki, ef að málum hefur verið háttað svo, að Jóhanna og kona hennar hafi forðast þig, enda ætti fólk ekki að ónauðsynju að sitja til borðs með þeim sem vinna staðfast að því að mótmæla almennum mannréttindum, sérstaklega þegar það varðar réttindi manns sjálfs. Hvað varðar Jenis þá er það nú einu sinni þannig að umburðarlyndi gagnvart umburðarleysi er hugleysi og umburðarleysi þessa manns er til skammar, sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir.

Ég ætla að taka það skýrt og greinilega fram að ég tek ekki nokkurt mark á biblíunni en skilst á þér að þú fylgir bókinni þeirri arna út í ystu æsar. Nú velti ég því fyrir mér án þess að vita það hvort þú sért giftur? Eflaust áttu dætur, frænkur, systur eða vinkonur og ég sá það mér til skelfingar að þú værir kennari, svo eflaust hefurðu kvenkyns nemendur. Þegar þú mætir í fjölskyldumatarboð eða í kennslustund fullvissar þú þig alltaf  um að enginn kvennanna sé á túr? Í ljósi þess að í þriðju Mósesbók 15:19-24 kveður á um að öll samskipti við konur sem hafa á klæðum séu forboðin. Það hlýtur að vera erfitt að vera þú ha!

En svo uppgötvaði ég að kannski væri mjög hentugt fyrir þig að vera kennari(fyrir utan það þegar stelpurnar eru á túr auðvitað...) í ljósi 5 daga vinnuvikunnar. Ég vona allavega innilega þín vegna að þú hafir aldrei nein brýn vinnuerindi á sunnudögum enda mundi það bitna á nemendum þínum, ekki satt? Í annarri Mósesbók 35:2 stendur nefnilega: „Sex daga skal verk vinna en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur,hátíðarhvíld Drottins. Hver sem verk vinnur á þeim degi skal líflátinn verða." Þú ert ekki að standa þig nógu vel, eflaust eru margir af þínum vinum og ættingjum sem ætti að vera búið að lífláta ekki seinna en núna.
Svo má alltaf ræða um kærleiksboðskap og umgengni Jesú við „syndgara“ og þá sem áttu við ramman reip að draga. Ég gæti haldið lengi áfram en læt staðar numið hér í ljósi þess að ég hef margt annað að segja.
Þú vitnar stanslaust í þín elskuðu bók, verr ganga málin er þeirri bók er svo beint gegn þér enda er þá fátt um svör en það hef ég oft orðið var við á skrifum þínum.

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir segir. :
„Það að dæma fólk eftir því hvernig það lifir er ekki í anda Jesú og mér er andskotans sama hvað stendur í Biblíunni. Hvort sem er, er hún skáldsaga sem allir vita nema þið ofurskírðu. Biblían segir líka að skilnaður sé bannaður, ekki hafið þið skipt ykkur af því hvort fólk skilur eða ekki."
Þú vitnar í orð hennar og segir því næst:
 „Þú vilt greinilega hafna Biblíunni og notfæra þér hana eins og sjá má“.

Fyndin tilviljun að þetta síðasta er nákvæmlega það sama og ég vildi segja við þig.
 Þótt ég geti ekki talað fyrir hönd Öddu þá tel ég að hún sé bara að benda á vitleysunu í þessu öllu saman, hvernig þú velur það úr sem þér hentar en sleppir því sem verr reynist að standa undir, verandi fordómafullur og fáfróður upp úr öllu valdi. Hún er ekki að segja að hennar trú sé sú að skilnaðir ættu að vera óheimilaðir...þú ættir að lesa þetta aftur yfir.

Adda segir:
„dag einn stöndum við frammi fyrir Guði og ég þori að veðja að honum er slétt sama þó við eigum bæði konur. Heldur þú Snorri, að Guð sé svo vondur og grimmur að hann vilji hafa okkur samkynhneigða óhamingjusama?“
Þú svarar svo:
 „
Ég er þess fullviss að hamingjan er ekki fólgin í því að fá það sem ég elska, heldur elska það sem ég fæ.“

Ég vona innilega þín vegna að ef þú ert giftur að kona þín lesi þetta ekki...því þetta hljómar eins og hún sé ekkert sérstök, þú myndir hafa sætt þig við hverja sem er í hennar stað.

 Talið berst svo að framhjáhaldi og ekki get ég séð hvað það kemur málinu við nema þú viljir setja framhjáhald á sama stall og samkynhneigð, þá vil ég benda á að framhjáhald skaðar eina eða fleiri manneskjur, samkynhneigð ekki. Svo segirðu:
„Við getum allavega verið sammála um það að Guð sem allt hefur skapað, skapaði þau karl og konu til að þau tvö verði eitt“
 Svar Öddu segir allt sem segja þarf (og enn meira segir að þú svaraðir þessu atriði ekki) en hún segir:
„Guð skapaði ekkert bara mann og konu, Guð skapaði aðallega mannkynið.“
 
Einnig varpaði hún upp góðri spurningu sem þú svaraðir ekki heldur en hún segir:
„Myndir þú vilja sofa hjá karlmanni í mörg ár Snorri? Ég býst nú ekki við því, ekki ætlast til að ég geri það......“
 Já Snorri, myndir þú vilja sofa hjá karlmanni í mörg ár?

Þú segir :
“ Danir gáfu það út fyrir 7 árum að þessi hneigð færi vaxandi meðal unglinga í Danmörku“
og vil ég benda þér á svar mitt til Arnars með von um að þú lesir það.

Nú komum við aftur að skemmtilegu atriði, Snorri þú vitnar í Öddu en hún segir:
„ég veit að hún er meira og minna skrifuð af þeirra tíma mönnum, þess vegna er hún full af boðum og bönnum sem ekki eiga við í dag!“
þegar rætt er um biblíuna sem heilaga ritningu. Á móti segir þú:
 „Þessi Biblía segir okkr líka frá því að stela ekki, bera ljúgvitni, elska náungann eins og okkur sjálf, ágirnast ekki, - ættum við að ógilda þessi atriði vegna aldurs eða af því að þau eru rituð af mönnum?“
Mér er enn og aftur spurn um afstöðu þína gagnvart biblíunni...hvað gerirðu varðandi konur á túr? Mega konur opna munninn í þinni kirkju? Líturðu eða myndirðu líta á syni þína sem dýrmætari en dætur þínar? Og já, ég vona að það kenni engar konur í þínum skóla, það er nefnilega lagt bann við kennslu kvenna í biblíunni.

Þú skalt sleppa því að segja að ég sé að velja það úr biblíunni sem mér hentar, ég tek ekki mark á stöku orði af því sem stendur í þessari bók bábilja, hindurvitna og ofbeldis. Ég er hins vegar að benda þér á hluti sem standa í henni þar sem þú virðist ansi duglegur við að vitna í hana og nota hana sem rökfærslu fyrir öllu því sem þér hentar hverju sinni.
Þegar þú talar um umburðarlyndi og rétt allra til að hafa skoðanir, þá er í fyrsta lagi ekki hægt að tala um að hafa umburðarlyndi gagnvart því sem vinnur að því að skerða réttindi og skaða aðrar manneskjur, slíkt umburðarlyndi ber einungis vott um hugleysi eins og ég sagði í byrjun. Í öðru lagi  þá virði ég rétt annarra til að hafa skoðanir en virði alls ekki skoðanir annarra þegar þær gangast út á fordóma, fáfræði og árásir á friðhelgi annarra og réttinda þeirra til lífs.

Steinunn, 9.9.2010 kl. 12:23

23 Smámynd: Steinunn

Arnar Geir

Þú segir:
 „Þið getið hinsvegar ekki ætlast til þess að kirkjan gefi samkynhneigða saman í heilagt hjónaband.“
Samkynhneigðir eru margir hverjir trúaðir, samkynhneigðir hafa margir hverjir fara í messu alla sína ævi, samkynhneigðir borga margir hverjir í ríkiskirkjuna eða aðra trúarstofnun. Kirkja og þá sérstaklega ríkiskirkjan, sem er náttúrulega ekkert nema stofnun á vegum ríkisins, ætti ekki að hafa neinn rétt á að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Þú segir:
„Heilagt hjónaband er jú tilkomið samkvæmt tilskipun guðs.“
Ég spyr þig að því sama og Snorra, forðastu konur á túr eins og heitan eldinn? Annars áttu náttúrulega vísan stað í helvíti, samkvæmt tilskipun guðs.

Þú segir svo:
 „...þeir sem það KJÓSA að vera samkynhneigðir...“
og undirstrikað þar greinilega þá skoðun þína að fólk kjósi að vera samkynhneigt sem kemur enn betur fram seinna í skrifum þínum. Nú vil ég benda á þær rannsóknir sem hafa verið gerðar og sýna verulega auknar líkur á því að sé annar eineggja tvíbura samkynhneigður þá séu báðir það, í samanburði við líkur tveggja systkina sem eru ekki tvíburar. Einnig sú staðreynd að eftir því sem eldri bræður eru fleiri því líklegra er að yngri bróðir sé hommi.
 Við heyrum oft fréttir af því að samkynhneigðir séu teknir af lífi eða refsað á annan máta fyrir kynhneigð sína. Hví ætti fólk að KJÓSA sér eitthvað sem veldur þeim jafnvel skaða, mismunun og erfiðleikum, þess að ættingjar og vinir afneiti einstaklingnum o.s.frv. Fólk kýs sér þetta ekki, fólk bara ER svona.
Þú segir einnig:
„Hinsvegar er það þannig með syndina að þegar hún er samþykkt að þá breiðist hún út. Eftir að samkynhneigð er samþykkt þá verða stöðugt fleiri samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir og þegar samkynhneigð verður orðin normið hvað samþykkir samfélagið þá næst ? fjölkvæni, kynlíf með dýrum...eða kannski...kynlíf með ungmennum og börnum ?“
Svar Öddu við þessu var mjög gott og vil ég benda á það.

 Sjálf vil ég segja að samþykki samkynhneigðar eykur ekki samkynhneigð heldur veitir það fólki kjark til að vera það sjálft og vera hamingjusamt. Það eina sem samþykki við samkynhneigð hefur í för með sér er að fleiri lifa lífinu eins og þeim var ætlað, en ekki lokaðir inn í viðjum lyga og óhamingju. Samkynhneigð á ekkert sameiginlegt með kynlífi með dýrum, ungmennum og börnum. Kynlíf samkynhneigðra á milli tveggja fullveðja einstaklinga með samþykki beggja skaðar ekki neinn á nokkurn hátt. „Kynlíf“ með dýrum er afbrigðilegt og refisvert. „Kynlíf“ með  börnum kallast nauðgun á íslensku og er ólöglegt og ósiðlegt á allan máta. Þar er manneskja að notfæra sér yfirburði sína (sama með dýrin) yfir einhverjum ósjálfbjarga með minna líkamsafl og afleiðingar þess eru skelfilegar og ævilangar fyrir þolanda. Kynlíf samkynhneigðra á ekkert skylt við það.

Stelpur sem gáfust upp á strákum? Er þér alvara? Heldurðu virkilega að þetta sé svona auðvelt? Ef svo er ættir þú núna að geta farið í samband með strák og stundað með honum kynlíf á jafnt við það að hann væri kvenkyns.Þú segir að 90% stelpna sem þú þekkir hafa „leikið sér“ með sama kyni. Í fyrsta lagi efast ég stórlega um að þær stelpur sem þú þekkir séu marktækur hópur tölfræðilega séð í þessu máli. En hvað um það þótt sumar stelpur njóti annarra stelpna af og til? Finnst þér að þér sem karlmanni sé ógnað eða hvað er málið?

Þú segir:
„
Samkynhneigðir benda oft máli sínu til stuðnings á að í dýraríkinu fynnist samkynhneigð en ég skal segja þér það að hvergi í dýraríkinu finnur þú fyrir kvenkyn sem eðlar sig með kvenkyni. Þú finnur hinsvegar dýr eins og hunda sem riðlast á hverju sem þeir komast uppá, meðal annars löppum á fólki ef þeim er leyft það!“

Þú ættir að kynna þér málin áður en þú tjáir þig svo sterklega. Samkynhneigð meðal kvenkyns dýra finnst víst í dýraríkinu, m.a. hjá sumum apategundum, dúfum, eðlum, hýena, ljóna, gíraffa, fíla, máva og mörgæsa.

Svo læturðu þessi orð út úr þér:
“ Slíkt þekkist í fangelsum og hjá hermönnum að þegar mennirnir verða of graðir þá finna þeir einhvern aumingja sem þeir geta þröngvað sér uppá þegar þeir verða orðnir þreyttir á lófanum.“
Nú veit ég ekki hvaða óeðlilegu hugmyndir þú hefur um kynlíf en ég tel að mannkyninu standi meiri ógn af þínum hugmyndum um „kynlíf“ heldur en kynlífi samkynhneigðra. Líkt og  þegar þú talar um „kynlíf“ með börnum þá nefnist þetta nauðgun og er skaðlegt fyrirbæri.
 Þú segir einnig:
„Hvað þykir fallegt og hverju menn laðast að er svo ekki innbyggt eðlislega það er samfélagsleg áhrif sem ákvarða það hvað er fallegt í augum fólks [...] Það er ekki eitthvað líkamslögmál sem ákveður hverju fólk laðast að það eru uppeldisleg og menningarleg áhrif sem stjórna því í bland við smá dass af persónulegum smekk.“
Hvernig ætlarðu þá að útskýra þann aragrúa af fólki sem elst upp við jafn fordómafullar og forneskjulegar hugmyndir og þið Snorri hafið en er samkynhneigt? Fólk sem elst upp við það að samkynhneigð sé álitin röng, óeðlileg og ógeðsleg? Hvar koma samfélagslegu áhrifin þar að?
Svo bendirðu á menningarlegan mun varðandi fegurðurhugmyndir. Fegurðarhugmyndir og kynhneigð eiga lítt sameiginlegt. Hugmyndir um hvað sé fallegt og hvað ekki gera út á „hentugt“ útlit manneskja af hvoru kyni fyrir sig en segir ekkert til um að hvaða kyni skal laðast.  Ég þekki gagnkynhneigt fólk sem laðast bara að ljósu hári eða stórum brjóstum eða brúnum augum. Það laðast samt bara að gagnstæðu kyninu með þessa eiginleika en ekki því sama. Menning getur vissulega mótað fegurðarsmekk en menning mótar ekki kynhneigð. Ég skil ekki hvað þú sérð sammerkt milli feitra kvenna í afríku, BDSM kynlífs og svo samkynhneigðrar.
Þú vilt svo líkja samkynhneigð við alkóhólista, þá erum við komin að sama punktinum aftur, samkynhneigð skaðar engan en áfengi getur vissulega gert það

Þú virðist vera einn af þeim sem dulbýr fordóma þína í krafti kærleiksboðskapsins, þú ættir kannski að huga að fyrstu orðum þínum hér :
“
Það er kærleikurinn sem vonar allt, umber allt og breiðir yfir allt og að neita að sitja til borðs með manneskju vegna þess að hún er "syndug" eins og allir aðrir menn eru er enginn kærleikur.“ Og
„Menn eins og þessi Janis og að því er virðist þú líka eru ástæða þess að kristnir menn eru allir litnir hornauga“

Þú ættir kannski að líta í eigin barm, allavega hljómar þú alveg eins og „menn eins og þessi Janis“.

Steinunn, 9.9.2010 kl. 13:44

24 Smámynd: Snorri Óskarsson

Steinunn

Ég ætla að bjóða þér á samkomu til mín á Akureyri, t.d. á sunnudegi kl 16:30, þá færðu að sjá hvernig ég nota Biblíuna og á samskipti við konur. Þér verður það mjög lærdómsríkt en trúlega framandi. Mig undrar samlíking þín við að svartir og samkynhneigðir séu svona frá fæðingu. Hvaðan hefur þú þessa speki?

Svara spurningum þínum í votta viðurvist í hvítasunnukirkjunni á Akureyri.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 9.9.2010 kl. 22:51

25 identicon

Steinunn, auðvelt er að færa rök fyrir því með eineggja tvíbura.  Þeir eiga sömu forfeður, og hljóta að öllu jöfnu sama uppeldi og ganga fremsta partinn af lifinnu nánast samstíga í flestum tilfellum.

Alkahólistar og dópistar eiga það flestir sameiginlegt að láta sér það gott þykja að nota sín eiturlyf.  Allt þangað til allt fer á versta veg.  Sumir þeirra vilja meira að segja lögleyða dópið sitt.

Samkynhneigð er kannski ekki skaðleg nema að óverulega liyti, en nú spyr ég er öfund, ágirnd ( svo lengi sem ekki er framfylgt henni ) og fleiri hlutir sem teljast vera synd nauðsynlega "skaðlegir" öðrum.

Það sem þú segir um konur á túr og fleira úr Biblíunni lýsir því kannski einna helst hversu litla þekkingu þú hefur á Biblíunni.

Til að konur gætu hreinsast af þessum "óhreinleika" þá þurftu þær að færa fórn.  Jesús var síðasta fórnin sem guð krefst af okkur mönnum og honum var fórnað í stað lambanna sem við hefðum annars þurft að fórna.  Þar sem þegar hefur verið fórnað fyrir allar okkar syndir þá erum við nú "hrein" og enginn þarf því að sniðganga "óhreina" manneskju.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:41

26 Smámynd: Steinunn

Arnar

Hvernig útskýrir þú þá hvernig stendur á því að eftir því sem strákur á fleiri eldri bræður því meiri eru líkurnar á að hann verði hommi? hins vegar á þetta ekki við þegar strákur á eldri fósturbræður eða hálfbræður(úr föðurætt)

Alkóhólistar og dópistar stunda eitthvað sem skaðar þá líkamlega og andlega og getur dregið þá til dauða vegna fíknar sinnar. Samkynhneigð er ekki fíkn og ekki eiturefni sem manneskja innbyrgðir til að framkalla skammvinna ánægju.

Þetta sem ég benti á stendur orðrétt í biblíunni, og viljið þið taka sumt upp úr biblíunni orðrétt en túlka annað á ykkar hátt þá er það hápunktur hræsninnar.

 Ég á mjög erfitt með að botna eitthvað í þessu um Jesú og óhreinleikann enda fyrir neðan minn skilning hvernig nokkur manneskja getur lesið þetta og fundist þetta rökrétt. Ég undra mig þó ekki mikið yfir því, því mér finnst t.d. skilningur þinn og tal um kynlíf fyrir neðan allar hellur og lýsa mikilli vanþekkingu og hugsunarleysi.

Steinunn, 10.9.2010 kl. 17:17

27 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvaðan hefur þú þetta? " því sem strákur á fleiri eldri bræður því meiri eru líkurnar á að hann verði hommi"

Margt er birt sem niðurstöður kannana eða með vísindalegu ívafi en er aðeins tómt rugl.

Veistu hvað margir samkynhneigðir eiga við fíkn að stríða? Það er ekki ólíklegt að hjá mörgum er um kynlífsfíkn að ræða.

Snorri Óskarsson, 10.9.2010 kl. 21:07

28 Smámynd: Steinunn

Það eru margar vísindalegar rannsóknir sem styðja þetta og ég get vel fundið þær óskir þú þess.

Ég hef séð það og sé það enn betur nú að rökræður eða "rökræður" við bókstafstrúarmenn eru gagnslausar með öllu.

Þú vilt halda því fram að vísandarlegar rannsóknir séu margar hverjar tómt rugl en sjálfur vitnar þú í eldgamla bók fulla af bábiljum og fornaldarhugsunum eins og um óskekjanlegan sannleika sé að ræða. Vísindarlegar rannsóknir eru framkvæmdar á hlutlausan hátt og eru tilgátur ekki staðfestar nema aðrir vísindamenn fái út sömu niðurstöður. Aðferðirnir eru skilmerkilegar og nákvæmar og unnið eftir ákveðnum reglum. Ég endurtek að hlutleysi er fyrst og fremst það sem gerir vísindalegar rannsóknir hvað mest trúverðugar og haldbærar.

 Þú segir: "Það er ekki ólíklegt að hjá mörgum er um kynlífsfíkn að ræða."
Hvaðan færð þú það? Varla ertu að vitna í rannsóknir, enda eru margar bara tómt rugl, ekki satt? Er þetta þá eitthvað sem þú  hefur ákveðið með sjálfum þér? Trúverðugt það...Fyrir utan það, kynlífsfíkn? Afhverju ætti fólk að "gerast" (eins og þú vilt eflaust orða það) samkynhneigð til að svala kynlífsfíkn sinn. Kynlífsfíkn er m.a.

"* áráttukennd þörf fyrir kynlíf
* algert ófrelsi gagnvart annarri (eða öðrum) manneskju(m)
* stöðugir dagdraumar eða umhugsun um ástarsambönd og kynlíf
* einangrandi atferli eins og sjálfsfróun, gægjur og sýnikynlíf
* óhamið lauslæti, kaup á vændisþjónustu, nafnlaus skyndikynni, símakynlíf, niðurhal kláms o.fl.
* kynferðislegar sjálfsmeiðingar eða misnotkun á öðrum
* kynferðislegt lystarstol."

Ekki veit ég hvaðan þú færð þær upplýsingar að samkynhneigðir þjáist af þessari fíkn, enda er fullt af gagnkynhneigðum sem þjást af þessu og órökrétt að áætla það að fólk snúi sér að eigin kyni vegna þessarar fíknar.

Steinunn, 10.9.2010 kl. 22:15

29 Smámynd: Snorri Óskarsson

Steinunn

Lestu færsluna hans Sölva á Pressunni í dag - hún er fróðleg. En það" veit" enginn af hverju samkynhneigð stafar hún kemur fram af ýmsum persónulegum ástæðum og er hægt að yfirvinna- það hafa sálfræðingar, geðlæknar og samkynhneigðir vottað.

Snorri Óskarsson, 11.9.2010 kl. 00:13

30 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Biblían segir margt og mikið, og fólk svona velur hitt og þetta sem hentar þeim og segir að það sé synd og notar Biblíuna til að réttlæta eigin fordóma. Á meðan þeir kvarta ekkert yfir því að kirkjan giftir fólk alveg í annað, þriðja, fjórða sinn. Enginn að æsa sig neitt yfir því þó Biblían banni það líka, svo það að vinna á sunnudögum synd líka, og hvernig eru alltaf mættir til vinnu á sunnudögum? Prestarnir sjálfir! Skemmtileg kaldhæðnin í þessu öllu saman.

Ég er bara fegin að ég tek ekki þætt í svona heilaþvætti sem fær mig til að dæma fólk hægri vinstri um hluti sem mér kemur ekkert við. Samkynhneigð pör mega aaalveg vera í friði fyrir mér, fólk má alveg gifta sig án í annað sinn án þess að ég fari í fýlu og ég skal ekkert grýta helgarstarfsmennina í 10-11. 

THANK GOD I'M AN ATHEIST! 

Júlíana Ingveldardóttir, 11.9.2010 kl. 00:26

31 Smámynd: Snorri Óskarsson

Júlíana

Þú ritaðir eftirfarandi:

"Menn í engu nema pínu litlum G-streng að striplast um, konur í spes leðurgöllum eins og þær séu annað hvort í mótorhjólagengi eða í einhverri undarlegri kynlífsfantasíu, menn með gervibrjóst hangandi utan á sér, rasslausar leðurbuxur, margir að reyna að vera í eins litlu og þeir mögulega geta. Svo er maður hissa að fáfrótt fólk haldi að það sé eitthvað að þessu fólki."

Þú einmitt bendir á það sem allir sjá en til að vera hvorki flokkaður sem "fáfróður" eða "fordómafullur". Þá segja þeir ekki neitt eða þykjast styðja athæfið.

Vissulega er mjög margt í þinni færslu sem ég tek alveg undir og þau atriði opinbera hvað maðurinn er útsmoginn í eigin réttlætingu. Það er rangt að skilja, endurgiftast, halda framhjá og hafa fordóma. En það er rétt að hafa dómgreind sem fer eftir Guðs Orði. Þá sjá menn að það sem þú mátt, má ég, það sem þú mátt ekki má ég ekki heldur - Guð er nefnilega löggjafinn og éttlátur löggjafi.

Snorri Óskarsson, 11.9.2010 kl. 09:08

32 Smámynd: Steinunn

Snorri:
Ég las færsluna hans Sölva og veit ekki afhverju þú bendir mér hana. Hún fjallar nefnilega um klám ekki samkynhneigð.

Samkynhneigð er kannski hægt að "yfirvinna" með nógu miklum heilaþvotti og með því að nýta sér örvilnun þeirra sem hafa alist upp við fordóma og fáfræði. Þú talar um sálfræðinga og geðlækna og ert væntanlega að tala um þær örfáu manneskjur sem hafa haft sig frammi með þessar skoðanir, og eru oftar en ekki, ekki samþykktar af læknaembættum viðkomandi lands. Samanber Richard Cohen.

Hins vegar hefur heill hellingur af læknum og sálfræðingum sagt að það séu varla neinar líkur á því að hægt sé að "lækna" fólk af samkynhneigð sinni. Hins vegar geta slíkar tilraunir skaðað fólk til æviloka.

Þú hefur ekki svarað nema brotabroti af þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir þig og einnig virðast nokkrar athugasemdir mínar hafa týnst og ekki verið birtar hér...

Þú kannt greinilega ekki reglurnar í rökræðum og þetta er eins og að tefla við manneskju sem kann ekki mannganginn, það hefur ekkert upp á sig.

Steinunn, 11.9.2010 kl. 11:54

33 Smámynd: Steinunn

Snorri:

Þú tekur orð Júlíönu rækilega úr samhengi en þetta segir hún:

"Ég myndi halda að eitt af baráttu málunum fyrir réttindi samkynhneigðra væri að samkynhneigðir séu ekki eitthvað öðruvísi en venjulegt fólk. Margir sem eru á móti samkynhneigð halda að þetta séu bara einhverjir kynvillingar, fólk með eitthvað brenglaða hugsun, ættu ekki að fá að ala upp börn í slíkum soraheimi og öll sú þvæla. Ég hef alltaf sagt að ég skil ekki fólk sem hugsar þannig... en svo ef maður spáir í því að fólk sem kannski þekkir enga samkynhneigða og fá skoðun sína af samkynhneigð út frá bara einhverju sem þau sjá í sjónvarpinu... t.d. Gay Pride! Hver er þá þeirra ímynd af samkynhneigð? Menn í engu nema pínu litlum G-streng að striplast um, konur í spes leðurgöllum eins og þær séu annað hvort í mótorhjólagengi eða í einhverri undarlegri kynlífsfantasíu, menn með gervibrjóst hangandi utan á sér, rasslausar leðurbuxur, margir að reyna að vera í eins litlu og þeir mögulega geta. Svo er maður hissa að fáfrótt fólk haldi að það sé eitthvað að þessu fólki. Mér finnst það svooo röng ímynd af samkynhneigð að breyta þessu í sirkus eins og er búið að gera.[...]Finnst að það mætti alveg draga úr því hvað þetta er mikill sirkus/freak show og nektarsýning og byrja að einblína meira á það að þetta eigi að vera fjölskyldu hátíð fyrir alla!"

Hér er hún að viðra skoðanir sínar sem er skoðun margra samkynhneigðra að þróun Gay Pride hátíðarinnar sé ekki í rétta átt. Því mörgum finnst þetta gefa ranga mynd af samkynhneigðum og gefa fáfróðu fólki byr undir báða vængi. Hún vill sem sagt bara að þetta sé fjölskylduhátíð, fyrir alla, og sýni rétta mynd af samkynhneigðum sem eru bara eins og allt annað fólk og eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir. Vissulega á lýsing hennar um hátíðina við í sumum löndum en væri vel ýkt ef þetta ætti að lýsa henni á Íslandi.

Þú segir að það sé rétt að hafa dómgreint sem fer eftir orði guðs en af mörgum athugasemdum mínum hér áður hef ég komið rækilega inn á það hvernig þú velur og hafnar "orði guðs" eftir þínu eigin höfði og þú hefur ekki komið með neitt haldbært á móti sem sýnir eitthvað annað. 

Steinunn, 11.9.2010 kl. 12:20

34 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Það sem ég var að benda á í minni færslu er að fólk setur oft samasemmerki þarna á milli, sem er bara engan veginn rétt að gera. Ég gagnrýndi Gay Pride hátíðina, hversu kynferðisleg hún hefur verið gerð í stað þess að hafa þetta sem fjölskyldu hátíð, en ég styð samkynhneigð 100% þar sem ég veit fullvel að það að vera samkynhneigður er ekki val eða "lífstíll" eða eitthvað álíka sem fólk ákveður að tileinka sér, ég er sjálf samkynhneigð og óskaði þess í mörg ár að svo væri ekki, sagði ekki sálu frá því enda alin upp hjá fordómafullri fjölskyldu, fordómar sem fengu mig til að líða mjög illa sem unglingi, fólk sem skrifar bloggfærslur um það hvað samkynhneigð sé röng, það særir mig persónulega, það rífur niður mitt sjálfsálit. Hvaða rétt hefur fólk til að dæma og rífa niður einstaklinga? Er það rétt? Er það rétt og kristilegt að skapa vanlíðan hjá öðrum? Hefur fólk rétt til þess bara því það kallar sig trúað? Er ég að særa einhvern og á skilið svona niðurrif?

Svo er talað um það þegar fólk "velur" sér samkynhneigð, eina fólkið sem hefur eitthvað val um það hvort þeir vilji vera með körlum eða konum eru þeir sem eru tvíkynhneigðir. Ég réð því ekki að ég fæddist samkynhneigð frekar en fólk velur sér að vera örvhent. Mér finnst ekki mjög rétt né "kristilegt" að rífa niður sjálfsálitið hjá fólki sem menn þekkja ekki neitt. Ef það væri ekki fyrir fordóma (sem eru flestir hjá trúðu fólki) þá hefði ég ekki haft lágt sjálfstraust sem unglingur. Mér finnst að fólk ætti aðeins að hugsa sig tvisvar um áður en það fer að tjá sig hægri vinstri (særandi einstaklinga og fjölskyldur) um hluti sem tengjast þeim ekkert og koma þeim ekki við.

Ég er ekki að særa þig, ekki þú særa mig og fela þig á bakvið Biblíuna. 

Júlíana Ingveldardóttir, 11.9.2010 kl. 12:33

35 Smámynd: Snorri Óskarsson

Steinunn

Fólk ber saman tilvísun mína á orðum Júlíönu og orðum þínu,. Ég ætla rkki að elta ólar um það við þig hvort ég hafi slitið orð J. úr samhengi, læt aðra dæma um það. En hún sér greinilega að eitthvað er öfugsnúið við háttalagið. Hvers vegna samkynhneigðir velja "sirkus" yfirbragðið má eflaust deila um en eitt er alveg öruggt það er ekki auðvelt að flýja eðli samkynhneigðarinnar endalaust - hún opinberast í hegðun fólksins.

Snorri Óskarsson, 12.9.2010 kl. 00:23

36 Smámynd: Snorri Óskarsson

Smáathugasemd í viðbót Steinunn og það er með að svara öllum spurningum þínum og skauta framhjá atriðum sem erfitt er að svara þá vil ég segja þetta. Biblían setur mönnum forskrift að lífsmáta sem Guði er að skapi. Sú forskrift hefur "fullkomnast" í tímans rás og endar sem fullkomnin forskrift á dögum postulanna. Þess vegna segir Biblían: "Þér eruð bygging sem grundvölluð er á postulunum og spámönnunum með Jesú Krist sem hyrningarstein" - þess vegna er bggingin (kristnir, trúaðir ) sem grundvalla trú og boðun sína á því sem þessum 3 aðilum hefur borið saman um í gagnum aldirnar. Móse talar um konuna á blæðingum en það gera hvorki hinir spámennirnir né postularnir þess vegna er staða hennar "tímabundið" vandamál en náði ekki inní tíma Nýja-Testametisins. Aftur á móti er kynvillan dæmd á dögum Abrahams (Sódóma), lýst sem Guði andstyggileg á dögum Móse og sögð ekki erfa Guðsríkið á dögum postulanna. Þess vegna segir sannkristin kirkja að samkynhneigðir verði að snúa sér frá syndum sínum alveg eins og hórkarlar, frillulífismenn, þjófar, ræningjar, ágjarnir, drykkjumenn o.fl eins og þú getur lesið um í 1.Korintubréfi 6. kafla þar sem postulinn Páll kennir um dómsvald heilagra. Þeim er nefnilega ætlað það hlutverk að dæma heiminn sem glöggt má sjá.

Þegar ég svara ekki endalausum spurningum þá er það ekki vegna vanþekkingar heldur af því margar passa ekki við málefnið sem bloggið fjallar um.

Snorri Óskarsson, 12.9.2010 kl. 00:34

37 Smámynd: Snorri Óskarsson

Júlíana

Það getur enginn gert að því að fæðast sem drengur eða stúlka. Af náttúrunnar hendi hefur þú þá fengið hlutverk sem kyn þitt segir til um. Hlutverk okkar er að láta lífið halda áfram, skaffa einstaklinga inní tilveruna - vel fóstraða og með rétta lífssýn. Að særa ekki með orðum er vandrötuð leið. Stúlka sem neitar manni bónorði særir. Maðru sem gengur á bak orða sinna særir líka. Meira að segja var sagt við Jesú, "þú særir okkur með orðum þínum"!

Ein sagði :"Sannleikurinn særir, þess vegna lýg ég"! Vel meint eru vinarsárin. Við sleppum ekki við sárindi. Sjálfstraustið þitt á að vera byggt á öðru en tilfinningum sem standast ekki ætlun tilverunnar né vilja Guðs skapara þíns.

Vinur minn einn, sem var að glíma við samkynhneigð sá enga leið útúr ógöngum sínum og ætlaði að svipta sig lífi. Svo heyrði hann frá fyrrverandi homma um breytingu og hægt væri að losna. Það gaf honum líf, von og trú. Í dag er þessi maður kvæntur, faðir og í allt öðrum lífsmáta fyrir Guðs hjálp. Af hverju gat hann breyst en ekki þú?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.9.2010 kl. 00:45

38 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Ástæðan fyrir því að sumir geta "breyst" en aðrir ekki er að tvíkynhneigð er til, sem útskýrir hvernig maður sem hefur verið ástfanginn af manni getur seinna orðið ástfanginn af konu. Svo einfalt er það. Ef þessi vinur þinn hefur þá einhvertímann á ævinni verið ástfanginn af manni og einnig konu, þá er um tvíkynhneigð að ræða, en þar sem ég er samkynhneigð þá get ég ekki "breyst" eins og hann. Fyrir utan það að ég er fullkomlega sátt við það að vera lesbía og það myndi alveg bara fullkomna allt ef öllum svona fordómum væri eytt.

Hér eru niðurstöður úr Bandarískri rannsókn síðan 2001, segir allt sem segja þarf um svona afhommunar "meðferð": 

Study subjects: 202
Number that were no longer struggling and were fully heterosexual: 8
Of those 8, number that were not employees or volunteers of ex-gay groups: 1
Number that felt they had failed: 176
Number who felt conversion had done long term harm: 155
Number who attempted suicide during therapy: 23
Number who attempted suicide after therapy: 11
Number who reported spiritual harm: 100

Dæmi nú hver fyrir sig um það hvort rétt sé að ráðleggja samkynhneigðum að fara í svona "meðferð". 

Það sem þú segir er að samkynhneigðir velji "sirkus" yfirbragð á Gay Pride er ekki satt, það er lítill hópur fólksins sem fær af augljósum ástæðum mesta athyglina. Og ég vona innilega að ég sé að misskilja þig þegar þú segir að "eðli samkynhneigðarinnar" opinberist í hegðun fólks og ert þá að tala um hegðunina á Gay Pride (sem LÍTILL hluti tekur þátt í) sem ég bloggaði um að mætti sleppa. Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að segja að eðli mitt og annarra samkynhneigðra séu "sirkuslæti". 

Þú segir að hlutverk okkar sé að láta lífið halda áfram, skaffa einstaklinga inn í tilveruna. Samkynhneigðir eru fullkomlega færir um það að stofna fjölskyldu. Vil minna þig á fyrirbærin "tæknifrjóvgun" og "ættleiðing", er það ekki bara frábært að það séu til samkynhneigð og önnur ófrjó pör (sem er kannski bara synd líka? Ekki geta þau skaffað nýja einstaklinga í heiminn?) sem vilja ættleiða og gefa börnum gott líf sem annars myndu alast upp fjölskyldulaus og fátæk? 

Það að særa... ég myndi ekki líkja fordómum gagnvart samkynhneigð við það þegar kona neitar bónorði. Ef hún gerði það ekki yrði hún óhamingjusöm og væri þannig að fórna sjálfri sér til að særa ekki tilfinningar mannsins. Hverju væri fólk að fórna ef það myndi ekki skipta sér af ástarlífi annarra, s.s. samkynhneigðra? Þú tókst líka dæmi um að maður sem gengur á bak orða sinn særir líka, en er það ekki að ganga á bak orða sinna rangt? Skil ekki hvernig þú getur líkt því að ljúga við það að særa samkynhneigða með fordómum... þegar þú ert að reyna að réttlæta fordómana? Ertu þá líka að réttlæta það að ljúga? Stundum er það að særa nauðsynlegt, ég er sammála þér með það, eins og að neita bónorði ef maður er ekki ástfanginn. En hvað myndi gerast ef fólk myndi bara sleppa þessum fordómum og leyfa fólki að lifa í friði? 

Dæmi a) Kona er lesbía, konan er sátt við að vera lesbía og er í hamingjusömu sambandi, maður út í bæ segir henni að það sé synd að vera samkynhneigður = lesbíunni sem áður leið vel líður nú illa

Dæmi b) Kona er lesbía, konan er sátt við að vera lesbía og er í hamingjusömu sambandi, maður út í bæ skiptir sér ekki af hennar ástarlífi eða kynhneigð = enginn er særður

Segðu mér svo, kæri Snorri, hvort dæmið hér að ofan hljómar betur? Við þessu vil ég fá svar og rökstuðning takk.

Júlíana Ingveldardóttir, 12.9.2010 kl. 02:54

39 Smámynd: Steinunn

Snorri:

Þessi langloka þín um biblíuna sýnir einna besta hvernig þú túlkar allt eftir eigin höfði, velur það sem þér hentar og finnst það bara vera það eina rétta (og finnst sjálfsagt að allir aðrir taki mark á þér) Fyrir utan það að ég kom inn á margt annað en blæðingar kvenna.

Þú segir við Júlíönu:

"Af náttúrunnar hendi hefur þú þá fengið hlutverk sem kyn þitt segir til um. Hlutverk okkar er að láta lífið halda áfram, skaffa einstaklinga inní tilveruna."

Hvað með ófrjósamar konur? eru þær eitthvað "rangar" frá náttúrunnar hendi? Einhvers konar "gallaðar vörur guðs"?

Þú hefur greinilega ekki tekið eftir því en það það er árið 2010, flestir eru eða ættu að vera frekar upplýstir nú til dags. Tæknifrjóvganir eru alltaf möguleiki og geta lesbíur sem og aðrar konur eignast börn þannig. Fyrir utan það að það eru milljónir og aftur milljónir barna út í heimi sem eiga enga foreldra og þess vegna fáránlegt að eina takmark okkar vesturlandsbúa sem lifum í velmegun sé að unga út börnum þegar þegar hægt er að rétta munarlausum hjálparhönd.

Vinur þinn þessi samkynhneigði hefði örugglega ekki þótt þetta svona erfitt mál væri ekki fyrir fólk eins og þig. Fyrir utan það að kannski er hann tvíkynhneigður og lætur sér nægja að snúa sér einungis að hinu kynin.

Þú skilur það ekki að Júlíana og aðrir samkynhneigðir vilja ekki hjálp, því þeir þurfa ekki hjálp. Fólki líður aðeins illa þegar það veit af fordómum þeirra sem þeim standa næst (og jafnvel sinna eigin vegna áhrifa þeirra sömu) þeim líður ekki illa af samkynhneigð sinni sem slíkri heldur skoðunum annarra. Það er ekki að undra að ungmenni mótist af skoðunum foreldra sinn og sjálfsmynd þess bíði hnekki ef foreldrar eru fordómafullir í garð þeirra.

Þetta með að særa og dæmin sem þú kemur með eru engan veginn rökrétt né í samhengi, svar Júlíönu við því segir best það sem segja þarf við því. Fyrir utan það að það er fáránlegt að fegra sjálfan þig með að benda á annað slæmt, þá gætu allir réttlátt allt sem þeir gera með því að benda á aðra. Lífið gengur bara ekki þannig. Þú velur að særa aðra að ónauðsynju og felur þig bakvið biblíuna í leiðinni til að réttláta gjörðir þínar. Þú virðist ekki átta þig á þeim afleiðingum sem orð þín geta haft, þú áttar þig ekki á eða lokar að minnsta kosti augunum fyrir þeim skaða sem þú getur valdið einstaklingum. Ég meira að segja þekki einstaklinga sem hafa verið í þínum söfnuði og átt við hrikalega vanlíðan að stríða vegna samkynhneigðar sinnar vegna þeirra fordóma sem þrífast hjá þér. Þessir einstaklingar hafa svo komið sér úr söfnuðinum og fundið fyrir gífurlegum létti og lifað lífinu hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.

Þú ert greinilega blindur á gjörðir þínar og afleiðingar þeirra. Hverri fullorðinni manneskju ætti að vera það ljóst að einkalíf annarra kemur manni ekkert við svo lengi sem einkalíf þeirra gengur ekki út á að skaða annað fólk. Það skaðar þig ekkert þótt að í næsta húsi búi kannski tvær giftar konur eða að maðurinn í næsta húsi stundi kynlíf með öðrum manni. Það einfaldlega kemur þér ekkert við. Þú sérð það samt ekki...

"Hugur bókstafstrúarfólks er eins og sjáaldur augans. Því meira ljósi sem varpað er, því meira dregst það saman."

Steinunn, 12.9.2010 kl. 16:09

40 Smámynd: Snorri Óskarsson

Júlíana

Veistu hvað niðurstöður á öðrum meðferðum myndu leiða til? Þeir sem fóru í áfengismeðferð? Veistu hver var árangurinn þar miðað við að geta haldið sér edrú í 5 ár?

Það var ekki há prósenta, aðeins 8%. Þellt er að fólk sem fær meðferð og tekur inn ný gildi ná árangri enda hafa kristnir sýnt meiri árangur en þetta. Hitt er svo á að líta að menn eru ekki endilega sáttir við árangurinn og telja hann jafnvel til tjóns svo sem þessir 155 gera.

Ég hef engar staðreyndir séð sem sanna að menn séu fæddir með þessar samkynhneigðu kenndir en ljóst var uppúr 1970 að þær "smituðust" með umræðunni ekki ólíkt sjálfsmorðshugsunum. Menn eru svo ótrúlega opnir fyrir hinu illa.

Þú kannast við það sem Jesús Kristur sagði við gyðingana: Frá hjarta mannsins koma vondar hugsanir...." og svo taldi hann upp nokkrar. Það herjar á margan manninn ennþá þó svo að þetta hafi verið ljóst í 2000 ár. Og þó að við séum á árinu 2010 þá hefur mannkynið ekkert breyst um umgjörðin er nokkur önnur á mörgum sviðum.

Dæmið sem þú leggur fram og vilt fá rökstutt svar frá mér er afar einfalt. A-dæmið er svarið því við beituþví á börn sem gera ekki rétt, þau eru upplýst um rangt mat, ranga hegðun og að kalla fram rétta hegðun hlýtur að vera hið rétta í stöðunni. Í skólanum er það kallað uppbyggingarstefnan - uppbygging til ábyrgðar. Þú mátt ekki miða allt siðferði við það að mönnum verði að líða vel.

Það er t.d. þannig með framhjáhald. Það getur verið sælt og skemmtilegt en...Það er svipað með eiturlyfin það getur verið gaman og gott að fá sér jónu en... Við mennirnir erum með miklu fleirra en tilfinningar og þær þarf að stilla af með réttu siðferði.

Hvað sagði Guð ekki við Kain? Syndin liggur við dyrnar og hefur hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni! Það er ennþá regla fyrir hvern þann sem vill gera rétt. Kristnu gildin segja líka "Deyðið hið jarðneska í fari yðar, hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun. Af þessu kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki." (Kól.3:5)

Og Júlíana, þú átt ekki að lenda fyrir dómi Guðs og höfnun hans en þú verður að snúa við, koma Guðs reglu inní þitt líf - ekki fara í hundana.

kær kveða

snorri

Snorri Óskarsson, 12.9.2010 kl. 22:17

41 Smámynd: Snorri Óskarsson

Steinunn

Þú segir:"Þú skilur það ekki að Júlíana og aðrir samkynhneigðir vilja ekki hjálp, því þeir þurfa ekki hjálp."

Hvað ert þú þá sínkt og heilagt að hjálpa og leggja henni lið? Vertu nú einu sinni samkvæm sjálfri þér og leyfðu samkynhneigðum að tjá sig í friði!

Snorri Óskarsson, 12.9.2010 kl. 23:03

42 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Þessi 8% sem náðu að halda sér edrú eftir áfengis meðferð er kannski ekki há tala, en þó er hún 16 sinnum hærri en í dæminu sem ég tók hér áður. Fyrir utan það að áfengisfíkn og samkynhneigð ættu engan veginn að vera borin saman, áfengisvandamál leiðir til vanlíðunar, ég þekki mjög marga samkynhneigða einstaklinga sem eru samkynhneigðir og ég þekki ekki einn sem líður illa út af því (fyrir utan það þegar maður lendir í einhverju skítkasti frá þessu góða kristna fólki sem rakkar mann niður því þeir vita allt, þar eru að sjálf sögðu fordómarnir vandamálið en ekki kynhneigðin).

Þegar þú svarar því að dæmi A sé betra, því við beitum því á börn, þá þurfum við líka að skoða dæmið í samhengi. Við beitum því á börn því það er væntanlega einhver tilgangur, sem sagt ef barnið myndi velja rangt myndu koma upp afleiðingar, erum sem sagt að gera það fyrir barnið, svo það t.d. fari sér ekki á voða í umferðinni eða eitthvað álíka. Þessi dæmi eru mjög ólík, svo ólík að það þarf varla að benda á það. Munurinn er að það eru ekki afleiðingar af samkynhneigð, fólk finnur sig loks í lífinu þegar það sættir sig við kynhneigð sína og finnur hamingjuna. 

Ég vil því fá betri rökstuðning fyrir því af hverju þú velur A því þessi dæmi eru ekki sambærileg. Og í guðana bænum ekki fara að segja að maður fari til helvítis fyrir að vera samkynhneigður eða eitthvað í þá áttina, enda ég 100% trúlaus og það er því ekki svar fyrir mér. Fyrir utan það ef helvíti er til þá myndi ég frekar vilja enda þar heldur en vera þvinguð til að sofa hjá karlmanni. Það væri mitt helvíti. 

Og þegar þú segir Steinunni að hætta að "hjálpa" mér því samkynhneigðir vilji ekki hjálp, þá er hún nú væntanlega ekki að tala um almenna hjálp hahahaha, og þú veist það fullvel. Enda er hún nú ekki að hjálpa mér neitt hér, er bara einfaldlega sammála mér, fyrir utan það að hún byrjaði að kommenta á þetta blogg á undan mér. Fyrir utan það að þú segir henni að leyfa samkynhneigðum að tjá sig í friði, hvað veist þú um hennar kynhneigð? Gæti ekki alveg eins verið að hún sé samkynhneigð manneskja að tjá sig, svo ég sný orðum þínum bara aftur að þér og segi "leyfðu samkynhneigðum að tjá sig í friði!" 

Því meira sem ég hlusta á öfgatrúarfólk tjá sig um þetta og önnur málefni, því fegnari er ég að ég er ekki svona heilaþvegin og dæmandi fólk hægri vinstri, svona hatursríkt líf hlýtur að vera hræðilega þreytandi. 

Júlíana Ingveldardóttir, 13.9.2010 kl. 00:10

43 Smámynd: Steinunn

Snorri

Afsakið en það að ég leggi henni lið kemur þessu ekkert við, ég er bara sammála henni,  ég er meira að svara orðum þínum (að hverjum sem þau beinast er aukaatriði) því ég er ósammála því sem þú segir. Mér finnst nokkuð fyndið að þú skulir ergja þig yfir að ég leggi henni lið líkt og þú vilt kalla það, ég hef nú átt í þessum samræðum við þig mun lengur og það sem þú segir við hana tengist því beint sem við höfum verið að ræða.

Ekki skil ég hví þú segir "vertu nú eini sinni samkvæm sjálfri þér" því ég hef í það minnsta ekki rekið mig á það að vera ósamkvæm sjálfri mér, né að þú hafir bent á það áður (með rökstuddum dæmum).

 Þú segir:
"...og leyfðu samkynhneigðum að tjá sig í friði!"

Júlíana má sko vel tjá sig í friði fyrir mér, í reynd gleður það mig að hún tjái sig. Ég get ekki séð að ég sé á nokkurn máta að skerða tjáningarfrelsi Júlíönu, né nokkurra annarra...af hvaða kynhneigð sem þeir svo sem eru.

Steinunn, 13.9.2010 kl. 02:08

44 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir

Þú ert eitthvað að misskilja hvað tjáning er, Snorri. Ekki ert þú að leyfa fólki að TJÁ ást sína í friði. Því síður er þessi guð að því, ef hann/hún er á þeim skoðunum sem þú vilt meina að hann/hún sé. Þetta er óhófleg afskiptasemi, náunginn verður bara sturlaður af þessari forvitni. Það kemur þér ekkert við hver elskar hvern svo framarlega sem ást þeirra sé byggð á gagnkvæmri virðingu. Hvers vegna er það þitt að dæma og gera lítið úr fólki, rífa niður sjálfsálit þeirra? Er það ekki þessa guðs að dæma? Ekki er það lögbrot á Íslandi að vera samkynhneigður, en ég er nokkuð viss um að mannréttindasáttmáli sameinuðu þjóðanna taki það skýrt og greinilega fram að fólki skuli ekki mismunað vegna kynhneigðar. Mikið hlýtur þitt líf að vera ástarsnautt og biturt fyrst þú leggur svo mikið kapp á að koma í veg fyrir ást annarra. Væri ekki betra ef þú byggir í sátt við bæði guð og menn? Þú talar líka um þetta eins og þetta sé þjáning, en ég þekki fullt af samkynhneigðu fólki sem er sátt við kynhneigð sína og mjög hamingjusamt í lífinu og þú getur ekki dæmt um slíka hamingju því þú hefur ekki upplifað samkynhneigð. Það væri sennilega hollara fyrir þig, sem og hvern þann sem ÞJÁIST af fordómum að kynna sér samtökin sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en að bjóða fólki í messu til þín þar sem alið er á slíkri þjáningu sem fordómar jú eru.


"Hvað ert þú þá sínkt og heilagt að hjálpa og leggja henni lið? Vertu nú einu sinni samkvæm sjálfri þér og leyfðu samkynhneigðum að tjá sig í friði!" - Af hverju hefur þú einhvern frekari rétt á að tjá þig um þessi mál en aðrir? Þú ert víst varla samkynhneigður svo leyfðu þeim að tjá sig í friði. Ekki eru samkynhneigðir með fingurnar ofan í þínum persónulegu ástarmálum. Kominn tími til þess að trúaðir menn á við sjálfan þig boði ást og frið en ekki eintómt hatur og fordóma. Það eiga bara að vera takmörk á svona fíflalátum eins og þú starfar víst við.

Tinna Gunnarsdóttir, 13.9.2010 kl. 03:22

45 Smámynd: Snorri Óskarsson

Júlíana, Steinunn og Tinna.

Ég kýs að svara ykkur sameiginlega því skoðanir ykkar virðast eins og athugasemdirnar líka.

Ást og að elska er hið besta mál. Ég á að elska óvini mína. En það er ekki sama og hvernig ég fer með ástina og líkama minn. Ást á penignum er illa séð í kristinni trú og er flokkuð undir skurðgoðadýrkun . Ástin er því ekki markmiðið út af fyrir sig heldur í hvaða farvegi hún er. Menn sem eru sjálfselskir eru líka gagnrýndir vegna þess að þeir rjúfa samhengið í ástinni. Það er sama hugsunin varðandi samkynhneigðina að sú ást er í skökkum farvegi.

Það ætti ekki miklu að breyta um þessi atriði hvort þið trúið á Guð eða ekki. Eina leiðin til að ný kynslóð komist á legg og kennarar haldi vinnu sinni er að börn verði til. Kynlífið er því rétti vettvangurinn ekki satt. Tæknifrjóvganir eru neyðaraðstoð þeirra sem ekki geta - höldum þeim utan umræðunnar. En það er í okkar verkahring að mannréttindin verði þannig að kona verði kona og karlinn karl. Ég get ekki samþykkt mannréttindi þar sem önnur konan er í karlahlutverki eða annar karlinn í kvenhlutverki. Líkamir okkar eru ekki gerðir fyrir það.

Hvort samkynhneigðir hafi fingurna ofan í mínum málum þá er það einmitt því að heilsa. Ég er sakaður um að svipta þá réttindum ef ég gifti ekki samkynhneigt par. Réttindabarátta homma og lesbía var ekki að byrja í vor. Hún er búin að standa í mörg ár meðan þið voru enn litlar og sumar ekki fæddar.

Svo er þessi orðanotkun hjá ykkur, fordómar, þjást af fordómum, öfgatrúarfólk, heilaþvegin og hatursríkt. Ég fæ ekki séð rök ykkar þessum atugasemdur til stuðnings því eru þetta í ætt við sleggjudóma hvernig þið tjáið ykkur.

Júlíana óskar eftir því að ég sleppi helvíti úr umræðunni, hefur það nokkur verið í umræðunni? Vissulega nefni ég Guð og Biblíuna því ég er kristinnar trúar og tel því þennan lífsmáta í andstöðu við kristna trú og siðferði hennar. Þið allar hafið heitið því og lofað að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Þess vegna ættuð þið að vera meira sammála mínum skoðunum en þið eruð.

Fordómar eru skoðanir án rökstuðnings eða undangenginnar íhugunar. Þær koma þegar menn kynna sér ekki málin. Þess vegna megið þið ekki slengja þessu fram að ég tjái mig út frá fordómum þar sem þið vitið af fyrri skrifum mínum að ég hef kynnt mér málin og komist að niðurstöðu - sú niðurstaða er að samkynhneigð er lífsmáti í andstöðu við kristna trú og í andstöðu við náttúruna. En ég get alveg sagt það að þessi orð mín eru enganveginn sögð vegna haturs á hommum og lesbíum. Ég hef aldrei fengið hroll eða haturstilfinningu gagnvart þessu liði og ekki gera mér það upp.

Snorri Óskarsson, 13.9.2010 kl. 11:00

46 identicon

"Eða eru málin þannig að ef menn samþykkja ekki samkynhneigð þá teljast þeir þjóðarskömm, óalandi og illþýði?"

Það sem þykir óafsakanlegt við hegðun Jenis er að hann skuli hafa neitað að koma fram við Jóhönnu á sama hátt og aðra stjórnmálamenn út af staðreyndinni að hún er samkynhneigð. Sambærilegt væri ef að hann hefði móðgað svarta manneskju á þennan hátt, enda hefur maður um það bil jafn lítið að segja um kynhneigð sína þegar maður er fæddur líkt og lit húðarinnar. Einnig efast ég ekki um að talsvert fleiri mótmælaraddir hefðu heyrst ef að það hefði atvikast.

" Ég hald að hann sé lærður læknir og veit því vel hvað er óæskilegur lífsmáti!"



Til að byrja með er rökstuðningurinn að halda ekki nóg í svona máli, hefurðu einhverjar sannanir fyrir menntun hans í heilbrigðisgeiranum ?

Einnig er það að vera læknir ekki samheiti yfir það að vera góð manneskja, þó þessu tvennu fari oft saman. Vil ég benda þér á manninn Joseph Mengele sem að var einnig læknir og stundaði það m.a. að sauma saman tvíbura og að sprauta litarefni í augun á börnum ásamt öðrum martraðakenndum gjörðum sem að hann framdi sem yfirlæknir í útrýmingarbúðum Nazista. Þar af leiðandi getur þú vonandi skilið hvað ég meina þegar ég segi að jafnvel þó að læknar eigi samkvæmt starfseið sínum að hjálpa fólki, þá þýðir það ekki endilega að gjörðir þeirra og skoðanir séu réttar, hvort sem þú miðar samkvæmt guði þínum eða okkur mannfólkinu.



Það eru fleiri ámælisverðir hlutir í grein þinni en ég ætla að stoppa mig af hér og að gefa þér færi á að svara ummælum mínum.



Ég vona innilega að þú ákveðir að birta þessar skoðanir mínar og hræðist ekki það að ef að þú vilt hafa rétt til að viðra þínar skoðanir á almannafæri þá hafi hinn almenni borgari einnig færi á að mótmæla þeim.

Ásta Lovísa Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:09

47 Smámynd: Steinunn

Snorri

Þú segir: „Ást á penignum er illa séð í kristinni trú og er flokkuð undir skurðgoðadýrkun . Ástin er því ekki markmiðið út af fyrir sig heldur í hvaða farvegi hún er. Menn sem eru sjálfselskir eru líka gagnrýndir vegna þess að þeir rjúfa samhengið í ástinni. Það er sama hugsunin varðandi samkynhneigðina að sú ást er í skökkum farvegi.“

Ást á peningum er ást á veraldlegum hlutum, ást sem sem oft veldur því að ást til annarra manneskja bíður hnekki, ást sem oft getur reynst skaðleg sé henni ekki stillt í hóf og það er flestum greinilegt að öfgakennd ást á lífvana hlutum er ekki í réttum farvegi. Ég held að flestir séu líka sammála um það að ást á sjálfum sér er af hinu góða en þegar hún sýnir sig í eigingirni og sérhlífni (líkt og þú ert væntanlega að tala um) þá  enn og aftur bitnar það á þeim sem manni stendur næst og ást til þeirra getur beðið hnekki. Báðar þessar ástir eru í röngum farvegi vegna þess að þessi ást getur valdið öðrum manneskjum skaða. Ást samkynhneigðra er endurgoldinn ást tveggja einstaklinga og eins og önnur sönn ást þá byggist hún á gagnkvæmri virðingu, trausti og umhyggju sem engan skaðar. Sú ást er ekki í skökkum farvegi, þar er einstaklingur elskaður sjálfs síns vegna og ástin er gagnkvæm og falleg.

Þú segir: „En það er ekki sama og hvernig ég fer með ástina og líkama minn“

Það ert þú sem ferð illa með ástina, þú sem rakkar hana niður og segir hana ranga. Hvað líkamann varðar  þá fari samkynhneigðir almennt ekkert verr með líkama sinn en annað fólk ef þú ert að meina það. Hins vegar fer vímuefnaneysla illa með líkamann og fleira  sem á ekkert skylt við samkynhneigð.

Þú segir: „Það ætti ekki miklu að breyta um þessi atriði hvort þið trúið á Guð eða ekki. Eina leiðin til að ný kynslóð komist á legg og kennarar haldi vinnu sinni er að börn verði til. Kynlífið er því rétti vettvangurinn ekki satt. Tæknifrjóvganir eru neyðaraðstoð þeirra sem ekki geta - höldum þeim utan umræðunnar.“

Já tæknifrjóvganir eru fyrir þá sem ekki geta, þar með talið lesbíur! Og því eiga tæknifrjóvganir  vel heima hér í þessari umræðu. Þó að lesbíur ‚geti‘ í fræðilegri merkingu eignast börn með því að stunda samfarir með karlmanni þá vilja þær það ekki. Ekki nóg með það svo mér leyfist að vitna í orð Júlíönu :“... þvinguð til að sofa hjá karlmanni. Það væri mitt helvíti.“ Þú vilt þvinga konur sem hafa ekki snefil að áhuga á því að sofa hjá karlmönnum, slíka þvingun myndi ég nú bara telja til ofbeldis. Fólk á ekki að stunda kynlíf með þeim sem það vill ekki stunda kynlíf með, það væri öllum hollt að vita frá barnsaldri. Kynlíf er svo miklu meira en bara leið til getnaðar. Hvað með allt gagnkynhneigða fólkið sem stundar kynlíf sem er þér að skapi...en notar getnaðarvarnir? Þá verða enginn börn til og er þá þeirra kynlíf rangt?

Þú segir: „En það er í okkar verkahring að mannréttindin verði þannig að kona verði kona og karlinn karl. Ég get ekki samþykkt mannréttindi þar sem önnur konan er í karlahlutverki eða annar karlinn í kvenhlutverki. Líkamir okkar eru ekki gerðir fyrir það.“
Síðar segir þú: „ Svo er þessi orðanotkun hjá ykkur, fordómar, þjást af fordómum, öfgatrúarfólk, heilaþvegin og hatursríkt. Ég fæ ekki séð rök ykkar þessum atugasemdur til stuðnings því eru þetta í ætt við sleggjudóma hvernig þið tjáið ykkur.“ Og „ Fordómar eru skoðanir án rökstuðnings eða undangenginnar íhugunar. Þær koma þegar menn kynna sér ekki málin. Þess vegna megið þið ekki slengja þessu fram að ég tjái mig út frá fordómum þar sem þið vitið af fyrri skrifum mínum að ég hef kynnt mér málin og komist að niðurstöðu - sú niðurstaða er að samkynhneigð er lífsmáti í andstöðu við kristna trú og í andstöðu við náttúruna.“

Hérna sýnir það sig berlega að þú hefur ekki kynnt þér málin nógu vel líkt og þú vilt meina. Í samböndum samkynhneigðra er ekkert önnur manneskjan kona og hinn karl. Í þeim samböndum eru annað hvort tvær konur eða tveir karlar, punktur.  Því er ekki þannig háttað að annar aðilinn þarf að taka af  sér hlutverk „karls“ eða „konu“. Þessi staðhæfing þín sýnir mikla fávisku og fráfræði, það ert þú sem slengir sleggjudómum. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér málefnið nógu vel víst þú heldur þessu fram.  

Þú segir: „Hvort samkynhneigðir hafi fingurna ofan í mínum málum þá er það einmitt því að heilsa. Ég er sakaður um að svipta þá réttindum ef ég gifti ekki samkynhneigt par. Réttindabarátta homma og lesbía var ekki að byrja í vor. Hún er búin að standa í mörg ár meðan þið voru enn litlar og sumar ekki fæddar.

Tinna sagði : „Ekki eru samkynhneigðir með fingurna ofan í þínum persónulegu ástarmálum.“ Og ekki eru samkynhneigðir almennt að skipta sér af þeim!
Hvað aldur okkar viðkemur þá skil ég ekki hvað það kemur málinu við. Þrátt fyrir að minn aldur telji ekki það mörg ár þá er ég samt víðlesin, lærdómsfús og hef þekkingu sem margir mér eldri hafa ekki. Þú getur ekki notað aldur okkar gegn okkur, við erum ekki vitlausar og við vitum það mjög vel að réttindabaráttan byrjaði ekki í vor. Við vitum hins vegar vel að þetta hefur verið löng og ströng barátta og menn eins og þú hafa hamlað henni og valdið mörgum einstaklingum óbærilegum skaða. Við vitum það vel að margir samkynhneigðir hafa verið líflátnir, mismunað, beittir ofbeldi og þjáðst af völdum annarra, fólki eins og þér.

Þú segir: „Júlíana óskar eftir því að ég sleppi helvíti úr umræðunni, hefur það nokkur verið í umræðunni? Vissulega nefni ég Guð og Biblíuna því ég er kristinnar trúar og tel því þennan lífsmáta í andstöðu við kristna trú og siðferði hennar.“

Þú gefur það sterklega í skyn að hún þurfi að breyta sínu lífi, „snúast“ frá samkynhneigð sinni og þar eftir götunum : „Aftur á móti er kynvillan dæmd á dögum Abrahams (Sódóma), lýst sem Guði andstyggileg á dögum Móse og sögð ekki erfa Guðsríkið á dögum postulanna. Þess vegna segir sannkristin kirkja að samkynhneigðir verði að snúa sér frá syndum sínum.“ Er ekki bara himnaríki eða helvíti það sem um ræðir hjá þér? „Erfi hún ekki guðsríki“ þá ætti hún væntanlega að fara til helvítis.

Þú segir: „Þið allar hafið heitið því og lofað að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Þess vegna ættuð þið að vera meira sammála mínum skoðunum en þið eruð.“

Ekki skil ég hvernig þú færð þetta út. Vissulega var ég skírð og fermd.  Skírð sem barn og fékk engu um það ráðið. Fermd á ungra aldri þegar gagnrýnin hugsun og skoðanir hafa ekki enn náð að fullmyndast, var hálfvegis neydd til fermingar og sé varla meira eftir neinu í mínu lífi. Hins vegar skráði ég mig úr ríkiskirkjunni 16 ára og hef allar götur síðan (jafnvel fyrr) afneitað öllu trúarlegs og yfirnáttúrulegs eðlis.

Þú segir: „ En ég get alveg sagt það að þessi orð mín eru enganveginn sögð vegna haturs á hommum og lesbíum. Ég hef aldrei fengið hroll eða haturstilfinningu gagnvart þessu liði og ekki gera mér það upp.“

Andúðartilfinning þín í garð samkynhneigðar lýsir bersýnilega í gegn í skrifum þínum, „þessu liði“ er þó nokkuð niðrandi talsmáti. Þú getur vel reynt að fegra sjálfan þig og hvítþvo þig af gjörðum þínum, mitt álit er hins vegar að þú hafir málað þig rækilega út í horn.

Steinunn, 13.9.2010 kl. 17:38

48 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Jahh kannski ástæðan fyrir því að við erum mikið að segja það sama að við sjáum ekki kommentin hjá hvor annarri fyrr en þú hefur samþykkt þau og endurtökum okkur þ.a.l. eitthvað.

Ég held að það sé einhver misskilningur í gangi þegar þú segir:  "Þið allar hafið heitið því og lofað að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins", það geri ég svo sannarlega ekki og er 100% trúlaus og þakklát fyrir það, nýbúin að segja mig úr þjóðkirkjunni og er ánægð með þá ákvörðun. 

Í sambandi við helvíti, ég gaf mér það að það að "ekki erfa Guðsríkið" væri það sama og fara til helvítis. Og ég hélt að það væri það sem þyrfti að "bjarga" samkynhneigðum frá. Því það væri verið að beina þeim á "rétta" braut til að bjarga þeim frá helvíti? Ef það voru ekki skilaboðin þá veit ég ekki alveg hverju er verið að bjarga samkynhneigðum frá? Því ég hef ekki rekist á neina slæma afleiðingu samkynhneigðar fyrir einstaklinga sem koma út úr skápnum, þvert á móti segir fólk að því líði betur. 

Þú segir að fordómar séu skoðanir án rökstuðning og ég tek undir það. En ég hef ekki enn séð nein almennileg rök fyrir skoðunum þínum og kalla þetta því fordóma. Þú segir að við ættum að hunsa þá staðreynd að samkynhneigðir geti fjölgað sér með tæknifrjóvgun, en hvað þá með ættleiðinguna? Eigum við að hunsa það líka? Ég held að það hafi bara mjög jákvæð áhrif á aðstæður barna á munaðarleysingjaheimilum, fleiri fleiri þúsundir þeirra fengju heimili hjá samkynhneigðum pörum. Og ættleiðing er ekki neyðarúrræði eins og þú kýst að kalla tæknifrjóvgunina, heldur nauðsyn fyrir þessi börn út í heimi. 

Það sem mér finnst sorglegast við það þegar trúað fólk hafnar því fullkomlega að þau viti kannski ekki allt, að það sé kannski líka sá möguleiki að kynhneigð sé ekki val, neitar þeim möguleika að kannski verði það 100% sannað einn daginn að þetta sé meðfætt. 

Vissirðu að í heilanum er svokölluð "undirstúka" sem stjórnar losun margra hormóna frá heiladingli og er á þann hátt tengiliður milli taugakerfis og innkirtlakerfis. Undirstúkan hefur verið rannsökuð með tilliti til kynhneigðar. Niðurstöðurnar voru þær að undirstúkan í samkynhneigðum mönnum líktist meira undirstúku gagnkynhneigðra kvenna, og undirstúka samkynhneigðra kvenna líktist meira undirstúku gagnkynhneigðra manna heldur en gagnkynhneigðra kynsystra sinna. 

Önnur rannsókn var gerð á viðbrögðum undirstúkunnar við lykt. Annars vegar var skoðað hvernig fólk brást við lykt testósteróns í svita karlmanna og estrógens í þvagi kvenna. Niðurstöður leiddu í ljós að undirstúka gagnkynhneigðra manna og samkynhneigðra kvenna brugðust við lykt estrógensins en ekki testósterónsins, og undirstúka samkynhneigðra karlmanna og gagnkynhneigðu kvennanna brugðust við lykt testósterónsins en ekki estrógensins. 

Þú heldur því fram að samkynhneigð sé val, hvernig útskýrir þú þessar rannsóknir? Finnst þér allt í lagi að loka augunum bara þegar það koma vísindalegar vísbendingar um það að samkynhneigð sé meðfædd en engan veginn val? Þætti vænt um að fá svar við þessu. 

Júlíana Ingveldardóttir, 13.9.2010 kl. 18:13

49 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir

Fyrst vil ég svara orðum þínum þegar þú minnist á það hvað ég er ung. Ég er kjósandi í þessu landi og hef jafnan rétt á við þig að tjá mig þar sem fólk, eldra en ég sjálf veit oft minna um marga hluti.  Samkynhneigð var til staðar fyrir þína tíð líka, og ég þekki fólk eldra en þú sem styður baráttu samkynhneigðar.  Ekki nota ég það til þess að rakka niður mál þitt.  Það er ekki bara unga fólkið sem er á minni skoðun, og svo er nú unga fólkið oft móttækilegra til þess að mynda sér hlutlausa skoðun.  En fyrst og fremst bið ég þig um að móðga mig ekki með aldri mínum, eru ekki allir jafnir fyrir guði?

Sem starfsmaður innan trúhóps þá þarftu vissulega að takast á við hluti eins og samkynhneigð en þegar ég meinti að þeir væru ekki að gera þér neitt persónulega þá átti ég við þeir neyða þig ekki til neins, þú valdir þitt starfssvið alveg sjálfur. Að þú kvartir yfir þessu er eins og ef starfsmaður í kjötverslun sem er grænmetisæta og kvartar yfir því að hafa kjötætur í kringum sig. Þú starfar á trúarlegum vettvangi og allir eiga nú að vera undir guði, gangkynhneigðir og samkynhneigðir. Ég persónulega styð það að fólk í okkar samfélagi sem ekki brýtur lög fái að lifa í friði og hamingju, en samt finn ég alltaf til með samkynhneigðum.  Ekki vegna þess að þeir eru samkynhneigðir heldur vegna þess að það er til fólk eins og þú sem einsetur sér að gera þeim lífið leitt og
ég veit að þetta fólk væri hamingjusamara í sínu lífi ef fólk eins og þú værir ekki að eyðileggja það á opinberum vettvangi.

Þú vilt líka meina að líkaminn sé ekki gerður fyrir samkynhneigð en það er svo sannarlega margt sem gagnkynhneigt fólk gerir í sínum samböndum sem er svo sannarlega ekki það sem líkaminn var gerður fyrir. Í raun er fátt sem þú finnur í samböndum samkynhneigðra sem þú gæti ekki fundið í samböndum fjöldamargra
gagnkynhneigðra.  Líkaminn er nú heldur ekki gerður til þess að éta sætindi og aka bílum en ég heyri þig ekki líkja fólki sem stundar slíkt við lögbrjóta samfélagsins þó svo að sætindi og keyrsla bifreiða sé mun skaðlegri en samskipti samkynhneigðra para. Hvers vegna þarf líka konan að haga sér eins og kona og karlinn eins og karl eins og þú vilt meina? Það hefur ekkert með kynhneigð að gera. langflestir samkynhneigðir haga sér nú bara eins og kynfæri þeirra gera ráð fyrir, og ég þekki svipað mörg dæmi um að samkynhneigðir hagi sér á mis við kyn sitt og að gagnkynhneigðir geri slíkt hið sama.  Þú ættir nú að sjá það á tísku landsins að kvennahlutverkin eru öll að verða karlanna og öfugt,fullkomlega óháð kynhneigð.  Og það hefur engin áhrif á líkamann og fyrir hvað
hann var skapaður, því fyrir utan undirstöðu atriði á við að borða, anda, berjast og æxlast þá er fátt sem við getum fullyrt að líkaminn var gerður fyrir og hann getur margfalt meira en það sem við með vissu vitum og ekki neyðumst við til þess að gera allt sem honum var ætlað. Þá myndi samfélagið standa frammi fyrir miklum vandamálum, því náttúran gerir okkur jú kleift að eiga barn á ári hverju frá því að stúlkur hafa fyrstu blæðingarnar, oftast of ungar til þess
að geta unnið fyrir sér.  Fyrir það var líkaminn gerður.

 
"Svo er þessi orðanotkun hjá ykkur, fordómar, þjást af fordómum, öfgatrúarfólk, heilaþvegin og hatursríkt. Ég fæ ekki séð rök ykkar þessum atugasemdur til stuðnings því eru þetta í ætt við sleggjudóma hvernig þið tjáið ykkur."
Ég get vel sagt að það eru fordómar, hatur og fyrirlitning í orðum þínum og það getur hver heilvita maður sér sem les þessi orð. Þú gagnrýnir fólk fyrir líf sem er fullkomlega löglegt og berð það saman við lögbrjóta án þess að hafa rök fyrir því sem halda undir sér fótunum. Það eru fordómar, hatur og fyrirlitning, allavega eins og ég túlka þau hugtök, og mér var ekki kennt að gæta orða minna þegar viðmælandi minn gerir ekki slíkt hið sama og ég er í fullum rétti að segja heiðarlega frá.  Þú hefur borið saman samkynhneigða og lögbrjóta svo ég get vel sagt mína skoðun á þér og þínum skoðunum, þú virðist ekki veigra fyrir þér að nota ill orð um annað fólk.  Þú ert að gagnrýna nokkuð sem þú ekki skilur, því ekki ert samkynhneigður sjálfur. Samkynhneigð er
lögleg þó kirkjunnar menn hafi komið í veg fyrir það árum saman, en það gerðu þeir einnig við kvenréttindin og varla viltu meina að konur eigi ekki að njóta neinna rétta og virðingar? Við vitum betur í dag, við vitum að með því að gefa fólki rétt á að lifa með sína kynhneigð stuðlum við að hamingju, það hefur reynslan kennt okkur. Ef þú getur ekki séð fólk hamingjusamt í friði þá ert þú á rangri starfshillu í lífinu. Ég vil einnig svara því hvernig þú berð samkynhneigð saman við níðinga. Níðingar fyrir mér er manneskja sem níðist á rétti annarra, kynhneigð gerir fólk ekki að níðingi ef það er í sambandi þar sem gagnkvæm virðing ríki og sambandi sem er lögum samkvæmt.  Lögin leyfa samkynhneigð. Þú níðist á þeim og þeirra löglegu réttindum á opinberum vetvangi.  
Ég held því að þínar skoðanir séu mun sambærilegri við níðinga.  Þetta er nokkuð sem þú þarft að íhuga.

Að lokum við ég segja að ég finn sárt til með þér.  Að geta ekki séð hamingju annarra í friði og notið þess að lifa í sátt við aðra menn er erfiðleiki sem ég sjálf myndi ekki vilja eiga við að etja. Sem betur fer stefnir heimurinn í átt að hamingjunni, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Leyfum guði að dæma ef lögin gera það ekki. Þannig held ég að við tvö getum gengið sátt frá borði.
Með von um betri tíma
Tinna

Tinna Gunnarsdóttir, 13.9.2010 kl. 18:22

50 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir

Svo vil ég benda á eitt atriði til þín sem kannski hefur minna að gera með umræðuna en það er að þú kallar samkynhneigða "þessu liði".  Ég vildi biðja þig um að nota ekki svona niðrandi orð um fólk sem er ekki allt hér til að verja sig.  þú myndir ekki vilja að við töluðum um trúað fólk sem "þetta lið".  Allt fólk er hluti af sköpunarverkinu og við tvö getum verið yfir það hafin að nota svona óvirðingu í garð fólk sem getur hvorki varið sig hér né brýtur landslög.  Þú getur sagt það sem þú vilt um mig og aðra sem tjá sig hér en notum allavega fagleg orð um aðra.  Þetta er samtal milli fullorðins fólks. 

Þetta hefur sært mig og ég veit að það er ekki ætlun þín sem guðs maður að særa svo mér þætti vænt um ef þú afsakaðir þessa orðanotkun þína.

Tinna Gunnarsdóttir, 13.9.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 240812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband