Mannréttindi og Jesús!

"Leyfið börnunum að koma til min og varnið þeim eigi því að slíkra er Guðsríkið." Nú segir mannréttindaráð Reykjavíkur nei! Jesú Kristur fékk heldur ekki að njóta mannréttinda í sinni jarðvist. Hann var dæmdur saklaus en samt krossfestur.
Af hverju er kristnin, Gideon-testamentin, bænir og kristin lífsskoðun ógnun við mannréttindi? Þetta er merkileg niðurstaða vinstri aflanna á "Besta staðnum", Reykjavík. Þetta snertir óneitanlega skólastarfið með jóla- og páskafríum. Svo kemur uppstingingardagur og hvítasunnan með skemmtileg frí og tilbreytingar í náminu. Verður það ekki næsta skref að afnema frí á trúarlegum grunni? Þá er helgin eftir og varla má mismuna fólki út frá því hvort það haldi föstudag, laugardag eða sunnudag sem helgidag? Svo skólinn verður væntanlega "10-11" skóli eða opinn alla daga. Þá eru allir jafnir og mannréttindin búin að afnema allt sem tekur tillit til trúar og Guðs.
Þessi niðurstaða mannréttindanefndar Reykjavíkur er því undarlegri í ljósi þeirra frétta sem heyrast frá Hollandi, Þýskalandi of Frakklandi að áhrif múslima fara stórum vaxandi, svo kröftuglega að sum hverfi í stórborgum Evrópu lúta ekki mannréttindaráðum borganna heldur Sharíalögum múslima. Þá koma "bestu-fulltrúarnir" á Íslandi með þetta útspil að útiloka kristin áhrif úr skólastarfi. Þau eru einu svörin gagnvart ágangi múslima í vestræn þjóðfélög. Þar finna múslimar sanngirni og kærleiksríkt viðmót til að leysa deilur trúarhópa og hjálpsemi við andstæðinga sína.
Kristnin er ekki óvön því að lifa og starfa í skugga kúgunar. Hún fæddist í slíkum jarðvegi þar sem að Kristi var ógnað á allan hátt. Trúin breiddist út um stórveldi undir ógnunum og manndrápum sem yfirvöld í þá daga beittu gegn kærleiksboðskapnum um að Guð hafi í Kristi opnað mönnum dyr til eilífs lífs.
Þetta er því nöturlegra sem ég veit að kristnum mönnum er boðið uppá að nú sé sá tími kominn að best sé fyrir kristna að þegja um hvað Biblían segir um kynhneigð, lauslæti og slíka hegðunarlesti samtímans. Kristin sjónarmið eru þar af leiðandi, illa þokkað af yfirvöldum og mannréttindafrömuðum.
Nú er sá tími runninn upp að því meira frelsi sem samkynhenigðin fær þá skerðist réttur kristinna manna, kristinnar kirkju og fjölskyldugildi kristninnar send í útlegð frá skólakerfi okkar.

Miðað við þær fréttir um kynsjúkdómafaraldur hjá ungu fólki þá er bersýnilegt að kristnu gildin hafa ekki náð til ungafólksins svo landið stendur frammi fyrir vali á mannréttindum sem hafna kristinni trú og kristnum siðferðisreglum. En var það ekki einmitt kristnin sem gaf manninum réttinn til sóma, jafnréttis og bræðralags?
Ef rót mannréttindanna verður drepin (kristin trú) þá munu mannréttindin breytast í forréttindahópa og elítuúrval sem fær öll réttindi og fátæklinga eða smælingja sem hafa engin réttindi.
En þessi ályktun mannréttindanefndarinnar er einnig gríðarleg áminning fyrir kristna kirkju að ekki semja um grunngildi kristninnar og gengisfella t.d. hjónaband og afstöðu kristins boðskapar um hvað fær ekki að erfa Guðs ríkið. Umræðan leiðir það í ljós að kristin trú er ekki útsöluvara til að kirkjan fái vinnufrið, óskert fjárframlög eða vinsældargælur.
Guð lætur ekki að sér hæða. Hann segir að syndir feðranna koma niður á börnunum. Þessi niðurstaða mannréttindanefndar "Besta hópsins" er skaðræði fyrir börnin okkar, komandi kynslóðir.
Snúum málum til betri vegar, veljum Krist.
kær kveðja
Snorri í Betel


mbl.is Tillögur valda óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Frumforsenda greinarinnar er kolröng. Foreldrum er frjálst að fara með börn sín til Jesú í þeirra eigin tíma.

Jóhannes Birgir Jensson, 19.10.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snýst þetta eki fyrst og fremst um að losna við ykkur hina sjálfskipuðu og breysku boðendur?  Snýst þetta ekki um þau mannréttindi að ein trúarbrögð séu ekki inni í ríkisstofnunum umfram önnur. Það er líka stjórnarskrárbrot í raun.

Það er enginn að eyða kristni per se. Fólk getur verið kristið á alla vegu í sínu prívati án ykkar aðkomu. Bókin er öllum nærtæk og auðvitað er það á ábyrgð foreldra hverslags lífskoðun er innrætt hjá börnum. Það á ekki heima inni í menntastofnunum enda er þetta metafysiskt og afstætt þvaður, sem engan vegin á heima þar.

Það er skiljanlegt að þið viljið ekki missa handfestuna á þeim yngstu og auðtrúuðustu með uppspunann ykkar. Aðrir kaupa hann einfaldlega ekki.

Það er verið að mata börn hér á sköpunarsögunni og Nóaflóði, sem heilögum sannleik, þótt þið vitið betur. 

Ísland er lýðræði en ekki trúræði. Boðið ykkar trú í ykkar húsum og haldið ykkur fjarri börnum. Reynslan er ekki góð af slíku og ekki öll kurl komin til grafar þar.

Þú lætur eins og heimurinn sé að farast og ættir því að gleðjast, því það er það sem þið hafið legið á bæn um svo Kristur fari nú að standa við margboðaða komu sína.

Við getum hagað frídögum okkar nákvæmlega eins og okkur sýnist án ykkar aðkomu og liggur næst við að halda þeim sem hefð er komin á.

Ofstæki þitt og móðursýki er mælanleg á jarðskjálftamælum. Endilega haltu áfram að gera veður út af þessu. Þá er von að fleiri hrökkvi frá þessari svika og lygamyllu ykkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2010 kl. 20:26

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

jóhannes

Jesús var ekki aðeins að tala við foreldra barnanna heldur allra sem hafa með börn að gera. Syndin er að halda Kristi frá börnunum. Menn fá ekki eilíft líf nema fyrir samband sitt við Jesú, t.d. Ég gæti líka trúað því að þeir sem vilja halda trúboðunum utanskóla hafi sjálfir lofað að gera Jesú að leiðtoga lífs þeirra?

Forsenan er því rétt!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 19.10.2010 kl. 20:32

4 identicon

Það er verið að mata börn hér á sköpunarsögunni og Nóaflóði

ég gekk til prests sem átti að vera tákn sannleika og heiðarleika

Taldi ég 13 ára að ég væri kominn af öpum

en hinn aldraði prestur reyndi að ljúga öðru

og trúði því að hann væri af adam og evu kominn þó svo að vísindinn og mannkynnsagan segði annað

13 ára uppgötvaði ég bullið sumir lifa enn í því greyin 

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 20:57

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Æsir

Þú ert kominn af öpum! Annarsstaðar segist þú vera kominn af mönnum og áum þínum. Finnst þér þú heiðra foreldra þína, afa og ömmur að kalla þau apa?

Fyrt þú villt blanda vísindunum inní umræðuna þá veist að vísindin segja það útilokað að lífvera fæði af sér annarskonar lífveru. Enginn hundur kemur úr hrafnseggi t.d.

En ég get skilið afstöðu sumra að það er óþægilegt að gera ráð fyrir tilveru Guðs, þá þurfum við að haga okkur betur - Og það er kjarni málsins.

Snorri Óskarsson, 19.10.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón

Við erum búnir að taka sennu um nákvæmlega þessi sömu atriði sem þú nefnir, aftur og aftur. Lokaorðin mín til þín eru þessi: Sagan um Jesú Krist, líf, boðun, dauða, upprisu og endurkomu er allt annað en skáldskapur. Þá sögu hafa öll börn rétt á að heyra. Sú saga er til menntunar í réttlæti sem þig vantar. Ekki óska ég börnum þessa lands að lenda í þeim rússibana sem þú ert að glíma við. Ég bið þess að þú náir að losa þig út úr hugarfari og samfélagi Júdasar og Marðar.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 19.10.2010 kl. 23:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir kröftugan og góðan pistil, Snorri.

Hef ekki tíma til þess núna að lesa athugasemdirnar.

Jón Valur Jensson, 20.10.2010 kl. 03:09

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Takk fyrir skelegan pistil, Snorri!

Hann sannar af hverju halda á trúmönnum eins og þér frá börnum annarra, sem fylgja ekki ykkar trúarskoðunum. Því þið berið ekki virðingu fyrir annarri heimsmynd og öðrum lífsskoðunum en þeim sem ykkar líf grundvallast á.

Ef ég á að bera virðingu fyrir ÞINNI trú og lífsskoðunum þá verð ég að fara fram á hið sama gagnvart mér.

Skeggi Skaftason, 20.10.2010 kl. 10:15

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Snorri  minn kæri vinur Sérkenni kristins manns.

Eins og þú veist er ég ekki  biblíufróður maður en hef samt alltaf verið trúaður, og hef gegnum tíðina reynt að fræðast og skilja Biblíuna. Hún er flókið rit og virðist hægt að túlka hana á ýmsa vegu eftir því hvað menn þurfa að rökstyðja eða verja, er þá sama hvað það er sem menn eru að verja, menn sem þekkja Biblijuna vel  finna alltaf eitthvað í þessari helgu bók sem staðfestir að þeir hafi rétt fyrir sér og að þeirra mati engin annar.

 

Í litlum bæklingi gefin út 1974 af Kristilegu stúdentafélagi  og heitir Sérkenni kristins manns eftir Francic A. Schaeffer, er skilgreint samkvæmt hinni helgu bók hver eru sérkenni kristins manns en þar segir m.a.:

“Það er mjög oft sem biblíumaðurinn verður til þess að gefa slæma mynd af trúnni, þegar hann leggur mikla áherslu á , að mannkynið skiptist í  tvær fylkingar, þá sem glatast, og hina sem frelsast, - þá sem lifa í uppreisn gegn Guði, og hina sem hafa snúið sér aftur til Guðs í Kristi ”.

Ég spyr mig í huganum, hvort þessir einstaklingar sem eru svo dómharðir á samkynhneigð og geta endalaust verið að þvarga og rífast um túlkun Biblíunar, t.d. á skírn, hvort hún eigi að vera niðurdýfingarskírn eða ekki, hvort skírn ungbarna eða ferming hafi tilgang eða ekki.

Eru þessir einstaklingar og svokallaðir biblíumenn með þessu að breiða út fagnaðarerindið eins og þeim ber skylda til. Ég set spurningamerki við það, held reyndar að þeir séu frekar að fæla frá kristinni trú eins og nýleg dæmi sanna.

 

Og svo ég vitni aftur í þetta litla rit  Sérkenni kristins manns en það stendur:

“Um aldarraðir hafa menn notað mismunandi tákn til þess að sýna , að þeir séu kristnir: þeir hafa borið merki í barminum , hengt festar um háls sér eða jafnvel gengið með sérstaka klippingu.Auðvitað er ekkert rangt við neitt af þessu ef þér finnst að þú eigir að gjöra það. En okkur er gefið miklu betra tákn, það er algilt merki, sem ætlað er að endast allan aldur kirkjunnar, þar til Jesús kemur aftur.Hvaða tákn eða sérkenni er þetta?Sjálfur Jesús segir skýrt til um, hvað eigi að verða einkennandi tákn kristinna manna, serkenni þeirra: ,, Börnin mín , aðeins skamma stund er ég en þá hjá yður ; þér munið leita mín; og eins og ég sagði við Gyðinga: Þangað sem ég fer , getið þér ekki komist, það segi ég nú við yður. Nýtt boðorð gef ég yður : Þér skuluð elska hvern annan, á sama hátt og ég hef elskað yður, að þér einnig elskið hvern annan. Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars “ ( Jóh. 13, 33-5).

Þessi ritningargrein sýnir okkur sérkennið , sem Jesús gefur kristnum mönnum.

 

Mér finnst Snorri minn, að margir Biblíu fróðir menn fari  ekki eftir þessu og þess vegna eru þeir ekki að stuðla að frekari útbreiðslu kristinnar trúar eins og dæmin sanna, heldur þveröfugt. Það koma öruggleg hér einhverjir inn og túlka þetta á annan veg, en þarna stendur þetta og ef allir kristnir menn færu eftir því þá væri heimurinn okkar betri og minna um rifrildi um hluti sem að mínu mati skipta ekki megin máli í okkar kristnu trú.

Kær kveðja til þín og Hrefnu

Sigmar Þór

  

 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.10.2010 kl. 22:33

10 identicon

Góðan dag/Gott kvöld Snorri í Betel.
Ríkharður heiti ég og er 18 ára nemi.
Ég skráði mig á þessa síðu því ég taldi mig verða að tjá mig aðeins hérna.

Trúabrögð hafa fylgt manninum í gegnum tíðina og þau hafa verið all mörg og eru það enn til dagsins í dag.
En hvað gerir eitt trúarbragð betra en annað? Ætti barn ekki að fá að mynda sér sína eigin skoðun og velja hverju það trúir án þess að fá utan aðkomandi áhrif?
Það er allt í besta ef þú trúir á Guð, sem kristinn maður, kaþoliki eða gyðingur, hvort þú ert búddisti eða múslími, bara á meðan að þú heldur því útaf fyrir þig og ert ekki að reyna að fá annað fólk til að trúa því líka bara því þinn guð sé betri en guð náunga þíns, það er bara í mjög einföldu máli barnalegt og, ég verð að segja, hálfvitalegt.

Ég, eins og kom fram hérna fyrr, er 18 ára og ég á enþá eftir að velja mér mína trú og ég vill ekki að það sé verið að troða einhverjum áróðri ofan í mig, ég vill mynda mína eigin skoðun. Ég tel það bara minn rétt sem persóna að geta tekið mínar eigin ákvarðanir, bygðar á mínum skoðunum. 

Ég tel að þetta hérna lýsi minni skoðun best

"Religion is like a penis
It's fine to have one.
It's fine to be proud of it.
But please don't whip it out in public and start waving it around,
And PLEASE don't try to shove it down my children's throats."

 Biðst afsökunar ef ensku kunnátta þín sé ekki næg til að skilja þetta en í stuttu máli þá er þetta svona

Þín skoðun er þín eigin, haltu henni útaf fyrir þig og ekki reyna að breyta skoðun annarra. 

Persónulega fagna ég því að það er tillaga til að aðskilja menntun og trúarskoðanir þar sem menntun er eitt það mikilvægasta sem þú getur fengið og ég tel persónulega að helstu vandamál heimsins geta öll verið rakin að einum punkt, fáfræði.

En til að koma aftur að máli mannréttinda og trúarbragða þá er það grundvöllur mannréttinda að maður/kona megi hafa sína eigin skoðanir. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á málefnum og sannast það í þessum þræði.

Fullorðið fólk getur rökrætt þessi mál en börn eins áhrifagjörn og þau eru, sérstaklega á seinni árum grunnskóla þar sem þau vilja falla inn í einhvern hóp, þá geta börn ekki rökrætt svona hluti því þau hafa enþá ekki myndað sína eigin skoðanir.

 Ummæli þín um kynhneigð fólks og hvernig hún skerðir réttindi kristins fólks er fáránleg!
Hvernig getur þú sagt að kynhneigð fólks skerið réttindi þín?
Þetta er bara eitt það heimskulegasta sem ég hef lesið lengi og svona ummæli fara í mínu dýpstu taugar!
Rétt eins og að fólk eigi sinn rétt til að mynda skoðanir á trúarbrögðum hefur það einnig rétt til að ákvarða sína kynhneigð og það á ekki að skaða neinn í kringum hann en það er fólk eins og þú sem lætur mig skammst mín að vera maður, fáfræði þín í þessu máli hefur engin takmörk og þú ættir að skammast þín fyrir þessi ummæli.

Hvernig getur Guð þinn sagt að aðrir menn séu verri en aðrir þegar við erum öll börn Guðs?

Fáfræði og ekkert annað.

Aukning á kynsjúkdómum hjá ungu fólk hefur ekkert með trúarskoðun að gera heldur bara lélegt uppeldi hjá foreldrum þeirra krakka.
Foreldrar eiga að fræða krakka sína um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir, því skólinn getur bara gert svo mikið og þetta er mjög viðkvæmt mál fyrir suma einstaklinga og þá er gott að hafa einhvern sem maður treystir til að tala við um þessi mál.

Ég gæti haldið áfram endalaust um Trúarbrögð og fáfræði en ég ætla mér það ekki

Tek það fram að þetta er allt mínar skoðanir og endurspegla ekki skoðun ykkar/annarra.

Kveðja 
Ríkharður

Ríkharður Þór Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:22

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snorri svarar örugglega fyrir sig hér, en er kannski upptekinn við að taka inn og svara efni á nýrri vefsíðu sinni. Ríkharður, ég ætla að reyna að hafa þetta stutt:

Trúarbrögð er ævinlega fleirtöluorð. Og þegar þú segir:

"Það er allt í besta ef þú trúir á Guð, sem kristinn maður, kaþólikki eða gyðingur, hvort þú ert búddisti eða múslími, bara á meðan að þú heldur því útaf fyrir þig og ert ekki að reyna að fá annað fólk til að trúa því líka,"

þá er þetta undarleg afstaða í hæsta máta. Fá menn ekki að "reyna að fá annað fólk" til að taka upp sínar skoðanir í þjóðfélagsmálum og pólitík, um umhverfis- og virkjanamál og um andlega hluti, t.d. indversk fræði og jafnvel spíritisma, eða hafa menn nokkurn tímann samþykkt að einhver hugsanalögregla banni slíkt? Og er frjáls dreifing skoðana og fræðsluhefða, vísinda og fræða og trúarkenningar frá kristninni arfeifð jafnt sem nýuppfundinna theoría og tilgátna ekki í samræmi við eðli opins upplýsingasamfélags? Hvað heimilar þér eða öðrum efnis- og veraldarhyggjumönnum að halda því fram, að einungis megi leyfa dreifingu YKKAR hugsanakerfa, en ekki annarra?

Og viltu þá banna allt trúboð? Hvernig hefði þá kristindómurinn átt að ná til íslenzku þjóðarinnar? Hvað hefði þá orðið úr bókmenntum hennar?

Ertu ekki með þessu viðhorfi fulltrúi þess, sem þú hefðir kannski sízt ímyndað þér, þ.e.a.s. valdsstefnu, forsjárhyggju og ofríkis?

Think about it and come back with a better solution.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 240979

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband