Sendum Össur sem friðarboða!

Arabaheimurinn logar í mótmælum. Sumsstaðar hafa þær þróast út í borgarastyrjöld. Bæði Líbanon sem er á valdi Hisbolla, Sýrland á valdi harðlínumanna hafa gert Ísrael að mesta fjanda þeirra. Nú er þess krafist að þesssar þjóðir komist aftur til landamæra sem þær skömmtuðu Ísraelum frá 1948 til 1967. Þá lokast á gríðarlega marga merkisstaði sem við nú komumst til vegna þess að Ísraelsmenn halda þeim opnum ferðamönnum.
Talsverð reynsla er komin af friðarviðleitni Ísraela. Öll þau viðbrögð við friðarferlinu sem Ísraelar hafa framkvæmt, hafa ekki skilað þeim friði og öryggi því það vantar rétt viðbrögð Arabamegin. Sem dæmi skal nefna Líbanon. Ísraelar héldu S-Líbanon sem stuðpúða til varnar norðursvæðum Ísraels. Palestínumenn voru þá í vopnaðri baráttu við Ísrael (1982) studdir af stjórnvöldum í Teheran. Þeir eyðilögðu Líbanon og Beirút sem hafði áður verið kölluð París Mið-Austurlanda og Líbanon eitt glæsilegasta ríki hins arabíska heims.
Þegar Ísraelar hörfuðu frá S-Líbanon, mættu hersveitir Hisbolla, studdar írönskum vopnum og fjármunum, hertóku svæðin og hófu að skjóta eldflaugum á N.- Ísrael. Líbanir ráða ekki sínu eigin landi og enginn þrýstingur er á frá "Alþjóðasamfélaginu" að þeir fái landið til baka til fullra yfirráða.
Árið 2006 slepptu svo Ísraelar búsetu á Gaza sem átti samkvæmt samningum að verða svæði Araba. Þá hófust eldflaugaárásir sem ekki sér enn fyrir endann á.
Síðan eru þessi lönd í kringum Ísrael að leysast upp í uppreisnir og borgarastríð. Til að beina athygli yfirvalda og ráðamanna frá þessum mótmælum reyna sumir t.d. Assad að siga fólkinu frekar á Gólan-hæðir eða Ísrael, til að ögra Ísraelum og rugla fjölmiðlafólk í ríminu.
Okkar Össur mætti á svæðið og hvatti Hamas (hryðjuverkasamtökin) og Abbas að standa saman (gegn Ísrael) því mesti óvinurinn (Ísrael) væri of sterkur fyrir sundurlynda stjórnendur Palestínu.
En þessi upplausn á sér rætur og skýringar. Hluti skýringarinnar er að finna í spádómsbók Jóels þar sem fjallað er um "upplausn þjóðanna í kring" sem munu stefna gegn Jerúsalem. Þetta gæti hæglega verið nefnilega að gerast.
Íranir, Hisbolla, Hamas og islamska bræðralagið hafa öll það á stefnuskrá að ná Jerúsalem og eyða Ísrael, með Össur í ráðum. Það er ekki friðvænlegt yfir að líta.
Í blöðum frá Ísrael er það að sjá að þeir búast við stríði en ekki nýju vori í lýðræðisátt. Við eigum sorglega óhæfan utanríkisráðherra sem var ólæs á hvað til friðar heyrir en tók sér stöðu gegn eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda og hvatti hryðjuverkamenn til illverka gegn Ísrael. Það er illt að vera Íslendingur og sitja uppi með þessa afstöðu hins gamla Þjóðviljaritsjóra.
Snorri í Betel
mbl.is Átök í mótmælum í Jórdaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ja hver andskotinn.Verðurðu ekki að siga andskotanum á Össur,eða þá að biðja til Guðs að Össur sjái að sér.

Sigurgeir Jónsson, 16.7.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ekki kæri ég mig um verri Össur svo ég siga alls ekki Kölska á kallinn; en ég bið bæði fyrir honum og þér, Sigurgeir!

Kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 17.7.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 240814

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband