Jesús, besti vinur mannanna?

"Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg."

Svona greindi ég frá málinu! Það er nefnilega búið að koma málum þannig fyrir að orðið kynvilla er bannorð í íslenskri umræðu. Menn hafa hótað lögsókn notkunar þess sem er talið meiðandi. Frekar var valið að koma með nýyrðið samkynhneigð yfir það sem áður  i Biblíunni  var orðið kynvilla. í Nýja-Testamenti Odds frá 1540 var sagt "sem skömm drýgja með karlmönnum". Sama hvaða orð Íslenskan notar þá eru þau þýðing á gríska orðinu "arsenóikitis" sem þýðir að "serða karlmann". Slíkur lífsmáti erfir ekki Guðs ríkið.Sú fullyrðing gefur ekki mér né öðrum rétt til að segja við hommann, haldu bara áfram Guð skapaði þig svona og hann elskar þig skilyrðislaust.

Jesús Kristur segir okkur að hjá mönnum eru engin ráð til að eignast eilíft líf. staða okkar er því þannig að við erum útilokuð frá Guði NEMA fyrir Jesú Krist! Hann er þessi stóra breyta í jöfnunni. Hann frelsar, umbreytir og endurgerir manninn þegar við tökum mark á hans orði. Vissulega hljóma mín orð eins og dómur fyrir þá sem ekki þýðast Guðs orð, en frelsun þeirra sem hlýða. Framhjá þessu verður ekki komist.

Menn sem vilja kalla sig kristna og hafa Jesú sem leiðtoga lífsins verða að samþykkja pakkann að hann einn leysir menn frá þessu ægivaldi syndar og dauða. Hann einn gerir manninn færan um að erfa Guðs ríkið fyrir trúna á hann.

Að flokka þessi orð hvort sem þau koma frá Páli postula eða mér sem hatursáróður er auðvitað hið sama og að kenna Veðurstofunni um vonda veðrið.

kær kveðja

Snorri


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

"Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg."

Þetta er óskiljanlegt bull!

Vinsamlegast að virðingu slepptri.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 11:55

2 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Hver sá sem viðrar trú sína á þann hátt sem þú gerir er annaðhvort bjáni eða hræsnari.

Ég held að þú sért bjáni.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 9.2.2012 kl. 12:31

3 identicon

Viðhorf þitt til samkynhneigðra er sorglegt Snorri, en ég ætla samt að biðja fyrir þér Snorri minn og vona að þú finnir einhvern tíman frið í þínu hjarta.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 15:24

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Viðhorf Snorra til samkynhneigðar er samkvæmt því sem boðað er í Biblíunni. Karlar eiga ekki að leggjast með körlum sem konur séu, það er viðurstyggð.

En það er líka tekið á dýrahneigð í Biblíunni, en þar er sagt að menn eigi ekki að eiga samlag við nokkra skepnu, og konur eiga ekki heldur að standa fyrir skepnum til samræðis við hana, slíkt er viðurstyggð, ekki bara í augum Guðs, heldur í augum flestra manna.

Páll postuli segir að sumir í Korintu hafi verið í svona sambandi, en þeir urðu helgaðir, þeir voru réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og anda Guðs.

Það er til lausn Jesús Kristur er svarið, hann er lausnarinn. Saurlífsmaðurinn syndgar á móti eigin líkama sínum, flýið saurlifnaðinn. Saur-lifnaður er synd. Við eigum að vegsama Guð í líkama okkar!

Aðalbjörn Leifsson, 9.2.2012 kl. 16:22

5 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Bréf Páls til Rómverja 2 segir, meðal annars;

1Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.

-

5Með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiðidegi, er réttlátur dómur Guðs verður opinber.

6Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans:

7Þeim eilíft líf, sem með staðfestu í góðu verki leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika,

8en þeim reiði og óvild, sem leiðast af eigingirni og óhlýðnast sannleikanum, en hlýðnast ranglætinu.

-

11Því að Guð fer ekki í manngreinarálit.

-

15Þeir sýna, að krafa lögmálsins er rituð í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eða afsaka.

-

18Þú þekkir vilja hans og kannt að meta rétt það, sem máli skiptir, þar eð lögmálið fræðir þig.

19Þú treystir sjálfum þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra sem eru í myrkri,

20kennari fávísra, fræðari óvita, þar sem þú hefur þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.

21Þú sem þannig fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig? Prédikar þú, að ekki skuli stela, og stelur þó?

22Segir þú, að ekki skuli drýgja hór, og drýgir þó hór? Hefur þú andstyggð á skurðgoðum og rænir þó helgidóma?

23Hrósar þú þér af lögmáli, og óvirðir þó Guð með því að brjóta lögmálið?

-

Hans Miniar Jónsson., 9.2.2012 kl. 18:12

6 Smámynd: Anepo

Það væri GAMAN ef fólk sem segist vera kristið LÆRIR að LESA!

Jesú OG Guð nefna aldrei samkynhneigð í henni!

Né eru fóstureyðingar og margt annað sem páfagarður lýgur upp á almenning til í bókinni.

Hvernig væri að fara eftir því sem Jesú sagði en ekki það sem hann sagði ekki?

Anepo, 9.2.2012 kl. 18:18

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jesú er besti vinur mannana. Enn það ert ekki þú kallinn minn...langt frá því.

Óskar Arnórsson, 9.2.2012 kl. 19:30

8 Smámynd: Tómas

Þú vilt sum sé meina það.. að guð hafi vitandi komið mönnum í þá aðstöðu að vera samkynhneigðir (er guð ekki alvitur..?) og muni vísvitandi ekki hleypa þeim inn í himnaríki..?

Feginn er ég að guð er ekki til (þ.e. að engin merki eru um tilvist hans) - því heimurinn væri miklu verri staður ef svo væri.

Tómas, 9.2.2012 kl. 20:50

9 Smámynd: Hörður Finnbogason

Ég veit að Snorri er fús til að segja og standa með sannleikann hvernig svo sem viðbrögðin verða og afleiðingar fyrr hann. En er ekki sannleikurinn ekki alltaf sagnabestur!

Hörður Finnbogason, 9.2.2012 kl. 23:44

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snorri veit ekkert um sannleikan um Guð. Ég er alveg viss um að hann trúir öllu sem hann sjálfur segir. Innbyggð afneitun er kennd í biblíuskólum og málið afgreitt rétt og slétt að allir sem eru ósammála eru á mála hjá þeim vonda sjálfum...svo hleypir hann ekki hvaða skoðun sem er, heldur ritskoðar eins og sá sem vill stjórna og drottna. Hann hefur alltaf leyfi til að koma og segja það sem hann vill á minni síðu, enn það gildir ekki á hans...

Óskar Arnórsson, 10.2.2012 kl. 00:17

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Anepo hefur greinilega ekki kafað djúpt í sína Biblíu ...

En kristnir menn eiga að nota sína ályktunarhæfni, þó ekki í neinu bráðræði.

Sjá annars umfjöllun mína HÉR og áfram.

Jón Valur Jensson, 10.2.2012 kl. 01:37

12 identicon

svo er fólk hissa á að sumt fólk banni börnum sínum að umgangast svona fólk fyrir mitt leiti mun ég trúa en ég vil eginlega fá að sjá hvar hann er eða var því fyrr er ekki sannað að guð hafi verið hér hvar er upprulega biblían. mín er frá langa langa langa langa afa frá um 1730 og hún er ekkert lík þeirri sem kom út 1950 þær eru mjög ólókar en ég á frænda í brekkuskóla og satt best að segja þá ættla ég að vona að snorra verði sagt upp störfum og þó ég þekki marga presta þá myndi engin þeirra láta sér detta svona viðbjóður í hug hann veit ekkert um hvað hann er að tala hann er heilaþvegin ég fer með bæn og allt heila klabbið en almáttugur snorri vaknaðu þú ert mörgum öldum eftir nútíma kinnslóðinni í dag er svona eðlilegt hjá flestum vona þú fáir ekki inngöngu í akureyrarkyrkju því þá brenni ég skírnar biblíunna sem mér var gefin þar

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 02:46

13 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Snorri þú ætti nú kannski að lesa þig aðeins betur til. Menn eru nefnilega alls ekki sammála um hvað orðið "arsenokoitēs" þýðir og er það þýtt á marga vegu í mismunandi þýðingum á biblíunni, allt frá því að vera þýtt sem homosexuals yfir í að vera þýtt sem "sexual perverts" (Good News Bible).

Hér eru einnig rök fyrir því að þetta orð sé ekki að tala um samkynhneigð (Tekið af Wikipedia)

Boswell (1980) argues that this is a term specifically created by Paul, and that given its unusual nature, the fact that Paul did not use one of the more common pagan Greek terms, and given its direct reference to the Levitical laws, it is a matter of debate whether Paul was referring generally to any person having homosexual sex, or whether (as discussed below) it referred only to anal sex of any form (cf. Elliott 2004). Other translations of the word, based on examinations of the context of its subsequent uses, include Martin's (1996), who argued it meant "homosexual slave trader" and Boswell's (1980) who argued it referred to "homosexual rape" or homosexual prostitutes. Scroggs perceives it as referring to exploitative pederasty.

Það er því nokkuð ljóst að menn eru alls ekki sammála um merkingu þessa orðs og um leið boðskap Páls. Það því með ólíkindum að þú skulir dæma fólk jafn hart og þú gerir með því að fullyrða að þín túlkun sé sú eina rétta.

Þú ættir kannski frekar að taka þér Bréf Páls til Rómverja 2 sem Hans Miniar talar um hér að ofan til fyrirmyndar.

Gunnar Valur Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 02:54

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Það kæmi mér mjög á óvart að lítið hirðingjasamfélag í eyðimörk hefði sætt sig við samkynhneigð. Eða hvernig er "stemmingin" fyrir samkynhneigð á sama svæði í dag?

Menn geta beygt og sveigt þýðingar á grísku, en hver heldur því í alvöru fram að samkynhneigð hafi verið viðtekin í hirðingjasamfélagi Gyðinga fyrir 2000 árum?

Það besta sem fólk getur gert fyrir sálarró sína er að byggja lífsskoðanir sínar á eigin samvisku og gera ekki öðrum það sem þeir vilja ekki að sé gert við sig, en ekki bók sem segir allskonar og er hægt að túlka hvernig sem er, allt eftir því hvaða kafli er lesinn (allt frá því að boða tönn fyrir tönn og til þess að fyrirgefa allt sem aðrir leggja á mann).

Geir Ágústsson, 10.2.2012 kl. 09:27

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar Valur, þú ert ekki einu sinni kominn á þrep 1 að læra um þessa hluti. John Boswell var enginn Biblíufræðimaður, heldur enskukennari og höfundur einnar hlutdrægustu bókar sem til er um þessi mál í sögulegu samhengi, enda samkynhneigður sjálfur og mistúlkaði hluti að eigin vild.

Til er mikill litteratúr um orðið "arsenokoitēs", sérfróðir textafræðingar í háskóla-kennslustöðum í Biblíufræðum hafa fjallað um þau í dýpt, og óhætt er að fullyrða, að það blasi við, hvað Páll var að tala um, og það var sannarlega ekki þessi falstúlkunarmeining Boswells eða Martins, og túlkun Elliotts er ennfremur ekki kórrétt (hitt er staðreynd, að orðið sódómía var notað bæði um afturenda-"samfarir" karls við konu rétt eins og karls við karl, bæði í íslenzkri löggjöf og erlendis).

Jón Valur Jensson, 10.2.2012 kl. 09:41

16 Smámynd: Mofi

Boðorðin tíu segja skýrt að drýgja hór er synd og skilningur kristinna í tvö þúsund ár er að það er kynlíf utan hjónabands. Sem sagt, að sofa hjá einhverjum sem þú ert ekki giftur er synd eins og kynlíf milli tveggja karlmanna er synd. Biblían skilgreinir hvað er synd og hefur gert það í meira en þrjú þúsund ár og það er ekkert sem menn geta gert til að breyta því. Fyrir Snorra þá t.d. þarf hann að horfast í augu við að vanhelga hvíldardaginn, sjöundadaginn er líka synd eins og samkynhneigð. Ég er samt nokkuð viss um að Snorri saki mig ekki um haturs áróð fyrir að benda honum á þessa staðreynd.

Mofi, 10.2.2012 kl. 09:54

17 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Jón Valur þér er velkomið að gera lítið úr Boswell og væna hann um henti túlkanir af því að hann var samkynhneigður.  Að sama skapi mætti væna ykkur um henti túlkanir af því að þið eruð trúaðir. 

En hvernig hafa "Biblíufræðingar" þýtt þetta orð en það kemur einnig fyrir í í 1 Timothy 1:10.

New International Readers Version:
It is for those who commit adultery. It is for those who have a twisted view of sex.

Good News Translation:
for the immoral, for sexual perverts

Það er því nokkuð ljóst að þó svo þú hunsir Boswell þá þarftu líka að hunsa þessar þýðingar en það er líklega auðvelt því þið túlkið hlutina bara eins og ykkur hentar eins og venjulega.

Gunnar Valur Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 11:16

18 identicon

“Þeir vilja útskýra lögmálið þótt þeir hvorki skilji sjálfir hvað þeir segja né það sem þeir telja öðrum trú um. 8Við vitum að lögmálið er gott sé það rétt notað 9og þess gætt að það er ekki sett vegna réttlátra heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara, vanheilaga og óhreina, föðurmorðingja og móðurmorðingja, manndrápara, 10saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. 11Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir.” (1. Tim 1: 7-11)

“Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki. 11Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs.” (1. Kor 6: 9-11)

“22Þú mátt ekki liggja með karlmanni eins og legið er með konu, það er viðurstyggð.”(Lev. 18:22-23)

“13Leggist karlmaður með karlmanni eins og þegar lagst er með konu fremja þeir báðir viðurstyggilegt athæfi. Þeir skulu báðir líflátnir. Blóðsök þeirra skal koma yfir þá. (Lev. 20:13-14)

“7Gleymið ekki heldur Sódómu og Gómorru og borgunum umhverfis þær sem drýgt höfðu saurlifnað, á líkan hátt og englarnir, og stunduðu óleyfilegt kynlíf. Guð setti þær til viðvörunar og refsaði þeim með eilífum eldi.” (Júdasarbréf 6-7)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 13:30

19 Smámynd: Mofi

Gunnar, heldur þú virkilega að þessi túlkun henti kristnum???

Mofi, 10.2.2012 kl. 14:28

20 Smámynd: Snorri Óskarsson

Að túlka hlutina eins og okkur hentar?

Myndi ekki henta öllum að túlka ekki og taka málin skv. orðana hljóðan? Þannig förum við með peningaseðlana, það sem á þá er prentað segir um verðgildi þeirra - hvorki meira né minna. Við getum svo endalaust deilt um verðgildi hlutanna sem við kaupum. Biblían er eins og prentaður seðill með ákveðnar upplýsingar. Þær henta öllum og segja okkur satt. Þess vegna mun himin og jörð fyrr líða undir lok en að stafkrókur lögmálsins falli úr gildi. Enn er synd að stela, og ljúga og drýgja hór og bera ljúgvitni og kalla góða menn öllum illum nöfnum og að vera sam.... (má ekki segja)!

Snorri Óskarsson, 10.2.2012 kl. 15:02

21 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Já Mofi hún virðist henta Kristnum afar vel.  Nýr skilningur og sannindi eiga afar illa uppá pallborðið hjá þeim ef sá skilningur stangast á við hinn upprunalega heilaþvott sem átt hefur sér stað. 

Vandamálið með Biblíuna Snorri er að Biblían er afar loðin og mjög opin fyrir túlkun.  Sem dæmi, afhverju eru til svona mörg trúarfélög sem byggja á Biblíunni en eru engan vegin sammála um hvað stendur í henni.  Því er erfitt og nánast rangt að segja að ein túlkun hennar sé hin eina rétta eins og þú er að gera.  Það er einnig gaman að þú minnist á orð Jesús úr fjallræðunni:

"jörð fyrr líða undir lok en að stafkrókur lögmálsins falli úr gildi"


Segir þetta okkur ekki að öll lögmál Gamla Testamentsins séu í fullu gildi og því er þrældómur, kúgun kvenna og annar viðbjóður ennþá í fullu gildi? Eða eru einhverjir túlkunakrókar í kringum það?

Og svo að auki.  Í Íslensku biblíunni er "arsenokoitēs" þýtt sem "mannhórum" í fyrra bréf Páls til Timót 1 1:10

Gunnar Valur Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 15:55

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar, þetta orð, arsenokoitēs, hefur líka verið þýtt með ýmsum hætti á íslenzku í Nýjatestamentisþýðingum allt frá 16. öld,* en það breytir því ekki, að merkingin liggur ljóslega fyrir. Páll býr til þetta orð út frá tveimur orðstofnum, sem eru til staðar í grísku sjötíumannaþýðingunni af Gamla testamentinu, í III. Mós. 18.22. Þarna og hjá Páli er það dæmt alvarleg synd, að karlmaður leggist með karlmanni til samræðis.

Að feimnir líberalar reyni að finna einhverja mollulega "þýðingu" sem stekkur frá frummerkingu orðanna í frummálinu, er ekki til neinnar eftirbreytni, heldur er það þeim sjálfum til vansa.

* Hér má sterklega mæla með vandaðri og faglegri grein, Biblíuþýðing og fordómar (Lesbók Mbl. 28. maí 2005), eftir Jón Axel Harðarson, dósent í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands, ennfremur grein hans í sama tímariti 19. nóv. 2005: Mjúkir menn hjá Páli postula.

Jón Valur Jensson, 10.2.2012 kl. 15:58

23 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gunnar

Æ,æ - kúgun kvenna lög? þrældómur lögmál? Nei það er ekki lögmál Biblíunnar heldur lögmál karlmanna. Þeir gera bræður sína að þrælum og kúga konur. Enn eru laun kvenna mun lægri en karla. Er það lögmál? já, lögmál syndar og dauða en ekki lögmál til dýrðarfrelsis Guðs barna.

Snorri Óskarsson, 10.2.2012 kl. 17:00

24 identicon

veistu gunnar guð mismunaði ekki börnum sínum en það gerir þú þú tekur bara þennan hóp fólks út og í ran gefur það út að þú hatir þetta fólk ég túlka það þannig og það er ekki vilji guðs hann elskaði alla eins og þeir voru

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 17:40

25 Smámynd: Vantrú

Af forvitni: Er samkynhneigð stærri synd en til dæmis sjálfsfróun, kynlíf utan hjónabands eða munnmök?

-Óli Gneisti

Vantrú, 10.2.2012 kl. 18:41

26 Smámynd: Mofi

Gunnar
Já Mofi hún virðist henta Kristnum afar vel.  Nýr skilningur og sannindi eiga afar illa uppá pallborðið hjá þeim ef sá skilningur stangast á við hinn upprunalega heilaþvott sem átt hefur sér stað.
Prófaðu að ímynda þér að vera í sporum kristins einstaklings með samfélagið svona upp á móti þér. Heldur þú virkilega að það sé eftirsóknarvert? 
Gunnar
Vandamálið með Biblíuna Snorri er að Biblían er afar loðin og mjög opin fyrir túlkun.

Hefur það verið ágreinings mál meðal gyðinga og kristinna síðustu tvö þúsund árin hvort að samkynhneigð sé synd?

Gunnar
Sem dæmi, afhverju eru til svona mörg trúarfélög sem byggja á Biblíunni en eru engan vegin sammála um hvað stendur í henni.

Ég tel að það séu nokkrar ástæður sem valda því, hérna eru nokkrar:

  • Pólitískar. Það myndast hópar af fólki þar sem svæði, menning, samfélags aðstæður og fleira aðskilur það.
  • Sögulegar. Þegar róm varð kristið þá blandaðist kristin dómurinn við heiðið samfélag og það var mikið af málamiðlunum. Þegar síðan mótmælenda hreyfingin fór af stað þá var eins og fólk þurfti að uppgvöta Biblíuna upp á nýtt. Í dag held ég að mikið af kirkjum einfaldlega stoppuðu þar sem þeirra upphafsmenn enduðu í staðinn fyrir að halda áfram.
  • Stollt. Fólki líkar illa við að láta segja sér fyrir verkum og þess vegna þegar Biblían segir eitthvað sem fólki líkar illa við eins og t.d. Snorra líkar illa við að ég bendi honum á hvað boðorðin tíu segja um hvíldardaginn þá koma upp alls konar ástæður þótt að textinn sé alveg skýr.

Gunnar
Segir þetta okkur ekki að öll lögmál Gamla Testamentsins séu í fullu gildi og því er þrældómur, kúgun kvenna og annar viðbjóður ennþá í fullu gildi? Eða eru einhverjir túlkunakrókar í kringum það?

Hefur þú rannsakað lög Gamla Testamentisins?  Ertu alveg viss um að þau lög hafi verið svona slæm? 

Mofi, 10.2.2012 kl. 20:24

27 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Hún er synd, um það snýst málið nú. Ekki stærðina eða jafngildi einhvers annars. 

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 10.2.2012 kl. 21:11

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að samkynja mök séu synd, er ótvírætt boðskapur Biblíunnar í þessu efni.

Þar kemur ennfremur fram, að þetta sé meiri synd en sumar aðrar syndir. M.a. kemur það viðhorf fram í þessu: Ekki eru allar syndir para phýsin* eða contra naturam (gegn náttúrunni), en þessi er sögð það í Rómverjabréfinu 1.26.

* Eins og ýmsir þekktir grískir heimspekingar töldu einnig.

Jón Valur Jensson, 10.2.2012 kl. 22:55

29 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þið gleymið því í  allri þessari umræðu´að svokölluð "Biblía" er ekkert nema skáldsaga, tales from the past!

og þar af leiðandi er þessi umræða út úr kortinu.

Guðmundur Júlíusson, 11.2.2012 kl. 00:11

30 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Snorri.

Ég stend með þér en ég verð að segja það að við ættum ekki að kasta perlum fyrir svín og því held ég mig frá þessari umræðu.

Þórólfur Ingvarsson, 11.2.2012 kl. 00:34

31 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Óli, Guð mismunaði víst fólki opnaðu bara GT og allt er yfir fullt af útvaldri þjóð, þrælum, o.s.fv.

Snorri það er skrítið að sjá hvað þú tekur mismunun kvenna léttúðlega þegar þú veist vel að konur hafa verið kúgaðar með vísan í trúarbrögð í margar aldir og eru enn þó mis mikið sé.

Hvað með t.d. þetta í Biblíunni.

Bréf Páls til Efesusmanna 5:22-24 þar sem segir að konur eigi að vera undirgefnar eiginmönnum sínum í öllu.

Fyrra bréf Páls til Korin 14:34-35 þar sem konur eiga að þegja í safnaðarstarfi og spyrja eiginmenn sína síðar.

Fjórða bók Móse 27:8 kemur fram að synir hafa fyrsta erfðarétt fram yfir dætur.

Og hvað um Lot sem var tílbúinn að láta dætur sínar tvær í hendur pervertanna í Sódoma svo þeir gætu gert við þær það sem þeim sýndist? Guð taldi þennan mann hin eina réttláta í Sódoma.  Humm...?

Meira að segja boðorðin 10 vísa til þess að kona sé eign eiginmannsins, en þar er hún talin upp í sömu andrá og þrælar hans, uxar og asni og svo er endað á, né nokkuð það sem hann á.  Og já, þarna er minnst á þræla eins og það sé bara sjálfsagður hlutur.

Svona mætti lengi telja en þú þekkir þetta örugglega miklu betur en ég.


Mofi
Hefur það verið ágreinings mál meðal gyðinga og kristinna síðustu tvö þúsund árin hvort að samkynhneigð sé synd?

Kannski ekki en það breytir því ekki að í dag lifum við í meira rannsóknar samfélagi en áður og upp hafa komið um efasemdir um hvað Páll átti við og sést það í ýmsum nýrri þýðingum á Biblíunni eins og ég hef bent á.

Ég viðurkenni það fúslega að hafa ekki rannsakað Biblíuna og tel mig engan fræðimann um hana en ég hef hinsvegar lesið þónokkuð í henni og eftir þann lestur er ég mikill efasemdamaður um ágæti hennar.

Gunnar Valur Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 01:38

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju er kirkjan svona upptekin af kynlífi annara enn sínu eigin? Kanski sérfræðingarnir í Guði, Snorri og JVJ geti svarað því.

Ég er í fínu ágætu sambandi við Guð akkúrat núna og núna nýlega við kom Jesú í heimsókn. Með foreldrum mínum heitnum sem átti að sanna eitthvað fyrir mér líklegast, í annað skipti á æfinni. Hann hafði samband við mig að fyrra bragði enda hef ég ekkert sóst eftir neinu sambandi við hann sérstaklega.

Þekki hann ekkert og þegar ég sagði honum það, þá hló hann bara. Það var samt heilmikið vit í honum. Og víst er hann er heilagur. Það vantar ekki. Ég er enn undir áhrifum af þessum samfundum og ætla samt ekker að gera það sem hann var að mælast til enda er það algjörlega mitt mál...Stórfurðuleg veröld sem þetta er...

Synd er ekki svona eins og þið spekingarnir teljið hana vera...hún er allt annað og merkilegra enn eitthvað kynlífsrugl sem skiptir engu máli raunverulega í heildarmyndina...

Óskar Arnórsson, 11.2.2012 kl. 10:09

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju, Óskar minn, eru spámenn Biblíunnar svona "uppteknir af" þjóðfélagsréttlæti? Af hverju hafa Mósebækur jafn-skýr ákvæði um vernda fátækra, ekkna og munaðarleysingja og "útlendinga í landinu", þ.e. landinu helga, eins og raun ber vitni (sjá t.d. HÉR, í kaflanum 'Hvað segir Biblían um “útlendingana í landinu”?')? Af hverju er Biblían og Guð sjálfur "upptekinn af" sáluheill manna?

En þú spyrð þeirrar skondnu spurningar, af hverju kirkjan sé "svona upptekin af kynlífi annarra en sínu eigin". Er hún það? Þú virðist horfa á þetta býsna þröngt, Óskar, kirkjusamfélögin horfa nú yfirleitt á flest annað meira en kynlífið. Það sæirðu bara í venjulegri messu hjá hefðbundinni kirkju eða á vakningasamkomu hjá yngri kirkjunum.

Hins vegar verður kristin kirkja að standa undir nafni og fylgja leiðsögn Biblíunnar, hvað sem veraldlega sinnuðum mönnum kann að finnast um það. Eins og ýmis veraldleg samtök hafa sínar stefnuskrár og grundvallartexta sem tengjast hugsjónum þeirra eða verkefnum, þannig hafa kristnar kirkjur það líka, og þar er grundvallarritið Biblían og síðan á henni byggt í trúarjátningum og mörgu öðru. Biblíuleg trú og siðferði hlýtur líka að taka til kynlífsmála eins og annars, og Páll postuli hefur m.a. bent okkur á, að syndir á því sviðinu séu alvarlegri en ella vegna þess að þær snerti ekki bara eitthvað sem er utan við manninn, heldur séu þær syndir gegn hans eigin líkama.

Gunnar Valur Gunnarsson pælir svolítið í Biblíunni, en alveg er orðið ljóst af innleggjum hans hér, að hann er fordómafullur gegn Ritningunni og haldinn fráleitum ranghugmyndum og stundar rangtúlkun í samræmi við það (m.a. á boðorðunum tíu og frásögunni um Lot, sem er reyndar einmitt dæmi um alvöru synda á sviði samkynja maka). Hann er sem sé ekki fulltrúi einhverra frjálslyndra Biblíufræðinga í heimi kristninnar, ef einhver hélt það í byrjun innleggja hans, heldur vantrúar og andófs gegn kristindómi og Biblíutrú.

Guðmundur Júlíusson, vinur minn, telur Biblíuna "skáldsögu", er sem sagt enn ekki kominn á upphafsreit á því stóra skákborði að kynna sér Biblíuna af alvöru. Gangi þér vel við það, Gummi, þú getur byrjað í dag! Flettu t.d. upp í Samúelsbók, Ljóðaljóðunum, Predikaranum eða Orðskviðum Salómós – eru það "skáldsögur"?!

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 12:02

34 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Snorri. Trúar-brögð hafa einungis sundrað og tortímt.

Raunveruleg trú á hið almáttuga og góða, finnst í sál og visku hverrar persónu.

Kærleikstrú er hin eina sanna trú.

Jesús var misnotaður af misvitrum mönnum, í stríðsáróðurs-tilgangi. Þessir misvitru menn stálu viskunni hans, skrifuðu um hana bók á afskræmdan hátt, sem kölluð er Biblía. Hótanirnar í þessari svokölluðu Biblíu, eru svo sannarlega ekki í anda umburðarlyndis og kærleika Jesú til allra.

Jesús vildi ekki svíkja neinn, en hann var svívirtur og svikinn af misvitrum og sjúkum valdagræðgi-stjórnmálamönnum, sem smíðuðu mestu hræsni sem til er á jörðinni, sem kölluð er kristin trú, með blekkingar-hótunar-boðskap Biblíunnar.

Enginn prestaskóli getur strokað visku sálarinnar út á þann hræsnandi hátt sem kristnin hefur reynt. Skólakennd kristni er mesta tortímingar-hræsni sem uppi hefur verið á þessari jörð.

Raunveruleg kristni (trú á visku og skilyrðislausan kærleiks-boðskaps Jesú) útskúfar ekki, dæmir ekki og er byggð á skilyrðislausum og óflokkuðum kærleika til náungans, og óflokksbundna kærleiks-alheims-kraftsins.

Það er bara til ein góð alheimsorka, og þá alheimsorku er ekki mögulegt að trúar-bragða-flokka. Hún dæmir ekki, og hefur umburðarlyndi náungakærleikans einan sem markmið.

Ég bið almættið algóða að hjálpa þér Snorri, og öllum öðrum blekktum sálum jarðarinnar, til að skilja skilyrðislausan kærleika og virðingu fyrir einstaklingunum og visku hverrar sálar.

Kærleikurinn er ó-flokksbundinn, ó-trúarbragða-flokksbundinn, og fyrir allar sálir á þessari jörð.

Sumir kalla alheimsorkuna Guð. Ég kalla þessa raunverulegu góðu alheimsorku almættið algóða, sem er til fyrir alla jafnt, hvernig sem þeir eru gerðir, og hvað sem þeir hafa látið blekkja sig til að gera.

Raunverulegur kærleikur gerir ekki mannamun, og verður aldrei trúarbragða-flokkaður. Það er ó-hrekjandi staðreynd.

Heimsbyggðin þarf marga miskunnsama samverja, til að friður náist á jörðinni.

Við þurfum samstöðu, kæra fólk.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 12:05

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Snorri. Almættið algóða hjálpi þér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 12:07

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Anna Sigríður, brjótsvitstrú nægir ekki.

Kristur kom hingað m.a. vegna þess.

Súbjektíf brjóstvitstrú leiðir heldur ekki til samstöðu. Og trúarbrögð hafa líka gefið heiminum margt gott og mikilvægt, og það á ekki aðeins við um kristna trú.

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 14:17

37 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Jón Valur þegar menn eru rökþrota snúa þeir sér að því að skýta út einstaklinga í stað þess að færa rök fyrir máli sínu eins og þú gerir hér fyrir ofan.  Ég get fullkomlega viðurkennt að það sem ég sagði um boðroðin 10 eru kannski ofur túlkunar aðtriði.

Ég tel mig þó skilja söguna um Lot mæta vel.  Sódoma er full af viðbjóð og ólifnaði hverskonar og Guð vill eyða henni. Guð telur Lot eina réttláta manninn í Sódoma og er sendiboðar sendir til að vara hann við.

Hinsvegar get ég ekki séð hvernig hægt er að afsaka athæfi Lots þegar hann býður lýðnum að gera við dætur sínar það sem þeim listir.  Syndir eins manns er ekki hægt að afmá með þeirri staðreynd að syndir annara séu stærri, hann er jafn syndugur fyrir því og á engan hátt réttlátur maður en Guð virðist skella skollaeyrum við þvi.

Ég hef einnig aldrei sagt að í Biblíunni sé bara slæmur boðskapur því svo er sannarlega ekki, hinsvegar er hann þarna inná milli og ég er einfaldlega að benda á það.

Eða telur þú t.d.
Bréf Páls til Efesusmanna 5:22-24 fallegan boðskap?

Ég er einnig ekki sammál því að ég sé andófsmaður gegn kristindómi, ég er hinsvegar andófsmaður gegn þeim sem nota hann til að dæma aðra, saman ber Snorra sem dæmir samkynhneigða.

Og varðandi samsett eins og arsenokoitēs.  Merking þeirra er ekki alltaf samsett merking þeirra orða sem þau eru búin til úr eða hvað?

Hvað með orðið Trúar-Brögð?  Eru þarna kannski um að ræða brellur og brögð sem þeir trúðu beita hina?

Gunnar Valur Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 14:36

38 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gunnar

Ég tel boðskap Páls góðan, gildan og fagran boðskap. Mundu að hann var maðurinn sem ritaði 1.Kor. 13, óðinn um kærleikann. Páll var maður haturs og manndrápa þá hét hann Sál. Svo vitjaðist Kristur honum og Páll brettist í þennan frábæra postula, vísdóms, sannleika og kærleika. Við eigum það samt til að bindast aðeins einu orði "kærleikurinn" eða "sannleikurinn"! Bæði þessi orð saman opinbera fullkomnunina að Guð eiskaði heiminn, fórnaði syni sínum, svo sá sem trúir á Jesú eignist fyrir hann eilíft líf. Þessi boðskapur skapar og umbreytir hegðun og háttarlagi fólks. Menn hætta að drekka, hórast, stela og flytja sig á betri lífsmáta. Þeir sem aftur á móti sitja fastir við sinn keyp og stunda sín vondu verk telja okkur ráðast á þá við að tala orð og boðskap Biblíunnar. Framhja þessu verður ekki komist þetta er fylgifiskur trúboðsins.

En þessi fallegi boðskapur í Efesusarbréfinu leggur til að konan verði "undirgefin". Hvað þýðir það? Undirgefni er dyggð. Allir vinnustaðir með góðan vinnuanda eru hlaðnir fólki með undirgefið hugarfar. Ég sem launþegi hef verið undirgefinn stjórnendum. Þú sem vinnuveitandi losar þig við fólk sem ekki sýnir undirgefni. Verslun sem hefur afgreiðslufólk án hugarfar undirgefninnar fer snarlega á hausinn.

Konan, sem Páll vísar til, giftist ekki endilaga af ást eða draumaprinsinum. Faðir hennar valdi ráðahaginn - ástin kom seinna vegna þess að konan bjó með réttu hugarfari með manni sínum. Hún vann honum allt í haginn og reyndist tillitsöm, fórnfús, hjálpleg og blíð. Páll er því að tala um mjög þarft nútíma mál.

Við eiginmanninn segir hann: Þér menn elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana... Hvaða eiginmaður hugsar svona til eiginkonunnar. Gunnar, ég vona að við báðir séum með þessa hugsun gagnvart eiginkonunni. Páll er ekki að tala um að konan eigi að vera gólftuska og karlinn tarfur öðru nær.

Stundum erum við að agnúast út í þætti Biblíunnar vegna þess að við skiljum ekki merkingu íslensku orðanna.

Fordómar er eitt vandræða orðið. Veistu að þegar þú hefur kynnt þér efnið þá hefurðu skoðun eða álit en ekki fordóma. Fordómar eru þegar ekki er að yfirlögðu ráði fjallað um atriðin eins og undirgefnina!

Andófsmaður? Andóf er mótþrói. Að andmæla er sama og mótmæla. Þú mótmælir mér en villt ekki vera kallaður andófsmaður. Þú andæfir (eins og stundum er gert til sjós, þá halda menn uppí vindinn, gegn straumi) og vilt meina að ég hafi ekki rétt til að dæma. Gott og vel. Ég tek því að ég hafi ekki dómsvald. En hefur Páll postuli það? Eða Biblían? Pétur segir í bréfi sínu: "En dómurinn yfir þeim er löngu felldur og frnist ekki og glötun þeirra blundar ekki" (2.Pét.2:3)

Páll segir líka: "Eða vitið þér ekki að hinir heilögu eiga að dæma heiminn?" (1Kor.6: 2) Þannig er dómurinn í málinu fallinn og hefur því fordæmisgildi í nútímanum því Guð hefur sama álit á gjörðunum hvort sem þú eða ég framkvæmum lögbrotið. Þess vegna er ég ekki að dæma heldur að segja frá hvernig þessi mál hafa verið dæmd, t.d. samkynhneigði lífsmátinn, ágirndin, ræningjahátturinn, mannhatrið (t.d. á gyðingum). Öll þessi atriði liggja klár fyrir í dómsbókinni miklu Biblíunni.

Í Opinberunarbókinni er greint frá hinum mikla Dómsdegi þar sem við öll mætum og  þetta sagt: "Og ég sá  þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu, og bókum (Biblios) var lokið upp." Op.20: 12

Það er því hin mesta viska að bera saman eigin lífsmáta, skoðanir og trú við Biblíuna því "sýnir oss hvað sé leyft eða bannað, hún skal þitt leiðarljós" . Biblían greinir frá hvað er synd og hana eigum við að forðast í hvaða mynd sem hún er.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 11.2.2012 kl. 15:28

39 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kæri Jón Valur og aðrir. Ég kann enga skýringu á því, að sumir telji mína sannfæringu í mínum pistli hér að ofan ekki trúverðugan.

Ég er svo takmörkuð í skilningi á sértrúar-stjórnsýslu-fullyrðingunum, sem stangast á við sannan náungakærleika og heiðarleika.

Ég er bara rökþrota gagnvart þessari athugasemd þinni Jón Valur, og viðurkenni vanmátt minn í að skilja einstefnu-flokka-trúna.

Ég bið kærleiksríka kristniboða og aðra að sýna mér miskunn og fyrirgefa mér allar mínar syndir, eða alla vega sumar af mínum syndum. Í það minnsta bið ég um fyrirgefningu fyrir þær syndir sem ég hef drýgt, vegna ofríkis og svika-pólitíska kerfisins.

Ég er nefnilega ein af þessum ófullkomnu og ó-flokksbundnu, sem eru gestir í samfélaginu misvitra á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 15:58

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var ég að "skíta út einstaklinga", Gunnar Valur? HVAÐA einstaklinga? Óskar?! Þig? Vin minn Guðmund?! Ekki kannast ég við það, en full fáfræði og fordóma eru ýmis skrif þín hér um Biblíuna, ég fer ekki ofan af því, en sé það ekki sem skít á þér, heldur vöntun.

Þessi sama vöntun birtist í "orðskýringu" þinni á 'arsenokotes', orðið trúarbrögð er þar engin hliðstæða, enda ekki verið að nota það orð. Orðsmerkingin sést bezt í III. Mós. 18.22, þú ert bara á flótta frá staðreyndum og vilt ganga um með bundið fyrir augun, sýnist mér.

Það er ekkert rangt við Efesusbréfið 5:22-24, þú vilt einfaldlega ekki taka við opinberun Guðs til postula hans, og svo sérðu væntanlega – en þegir þó um – fagran textann um konuna og skyldur mannsins við hana í beinu framhaldi: 5.25–33.

Stærilátir hafna menn orði Guðs og segja sig frá söfnuðum hans og lífæð trúarinnar. Aðrir búa sér til sína einkatrú, synkretiska eða blöndutrú, en lúta þar ekki Guði, heldur fara að eigin þótta, setja sig þar með í efsta sætið.

Textar Páls um konuna myndu, ef farið væri vel eftir þeim, fullkomna miku betur líf kristinna manna en raun er, og frelsisskrá væru þau fyrir konur í mörgum trúarbrögðum, m.a. islamstrú.

Og Lot vildi ekki nauðgan dætra sinna. Honum bar skylda til að vernda gesti sína, en ásetningur ofsækjendanna, sem sóttu að húsi hans, var að nauðga þeim. Sú synd er ekki minni og jafnvel meiri en að nauðga konunum að biblíulegum skilningi (sbr. m.a. það sem fram kemur í innleggi mínu hér í gærkvöldi, kl. 22:55). Samt er það hvergi málflutningur Biblíunnar, að menn eigi nokkurn tímann að leyfa nauðgun í tilfellum sem þessum.

Fólk Guðs í Gamla testamentinu gerir stundum hluti, sem Biblían felur ekki, af því að hún lýsir raunsætt mannlegri tilveru, eins og hún hefur átt sér stað, ekki í felulitum, en þar með er ekki verið að segja, að þetta fólk hafi breytt siðlega í hverju tilviki. Sagan er ekki boðorð um það, hvernig aðrir eiga að breyta.

Orð Lots til ofsækjendanna skaltu taka eins og þau virðast vera: örvæntingarfullt neyðaróp hans vegna yfirvofandi glæps.

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 18:16

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var ekki að bera neina synd upp á þig, Anna Sigríður mín.

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 18:18

42 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Snorri, ég er hvorki sammála þér hvað varðar trúarleg málefni né samkynhneigð. Ég efast þó ekki um að skoðanir þínar byggist á trúarsannfæringu og góðum hug.

Í þessu máli kemur það ónotalega við mig að sjálfskipaðir málsvarar umburðarlyndis skuli reyna að telja fólki trú um að málflutningur þinn sé sprottinn af illum hug og kalla hann jafnvel haturáróður eða eitthvað þaðan af verra. Í stað yfirvegaðrar umræðu er brottrekstrar krafist.

Mín reynsla er reyndar sú að þó svo að málflutningur Hvítasunnumanna geti verið herskár, að þá séu fáir sem taka ógæfufólki sem vill bæta ráð sitt jafn fagnandi. Ekki er horft til þess að þeir sem áður hafa gengið langt í að telja samkynheigð synd hafa snúið við blaðinu.

Sigurjón Þórðarson, 11.2.2012 kl. 23:32

43 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Snorri
Við eiginmanninn segir hann: Þér menn elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana...

Ég hugsa sannlega svona til sambýliskonu minnar en á móti fæ ég ekki undirgefni og þætti það frekar ógeðfelt ef svo væri.  Í staðinn ber hún sama hug til mín.

Ég er einnig alls ekki sammála þér að á vinnustöðum eigi að ríkja undirgefni starfsmanna við yfirmann. Vinnustaðurinn sem ég vinn á er miklu meira eins og fjölskylda þar sem allir eru að að vinna að sameiginlegu markmiði.  Eigandinn vinnur sömu verk og allir aðrir og er reyndar sjaldan í húsi. Ég hef fullkomlega rétt á að vera ósammála honum og svo lengi sem ég get rökstutt mál mitt líkt og hann gerir við mig, gagnkvæm virðing.

Jón Valur ég notaði orðið trúarbrögð einungis til að sýna að samsett orð þýða ekki endilega það sem þau tvö orð sem þau eru búin til úr þýða.

Ég veit að arsenokoitai er samsett úr orðunum arsen sem þýðri karlmaður og koite sem þýðir rúm eða að sænga með.  Þú segir að Páll hafi búið til orðið úr þessum tveimur orðum og því merking þess fullkomlega skýr. 

Ég bendi einfaldlega á að þá áliktun er ekki hægt að draga.  Munu menn eftir 2000 ár sjá enska orðið motherfucker og telja að það þýði maður sem sængar með móður sinni?

Lestu þetta ef þú hefur tíma:
http://www.westarinstitute.org/Periodicals/4R_Articles/homosexuality.html

Ég viðurkenni fúslega fáfræði mina um Biblíuna og hef greinilega stígið óvarlega úti djúpu laugin.  Ég hætti því núna, fordómafullur andófsmaðurinn, en vona að einhver annar lesi skýringar ykkar og aftöðu til stöðu kvenna í Biblíunni því hún er ansi ógnvænleg.

Gunnar Valur Gunnarsson, 12.2.2012 kl. 00:19

44 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gunnar

Þú ert heppinn að hafa svona yfirmann. Stattu með honum hann er fágæti í dag! Þannig ertu undirgefinn án þess að taka eftir því. Undirgefni er nefnilega ekki kúgun heldur dygð.

Varðandi þýðinguna á orðinu "arsenoikitis" er það að segja að menn hafa ekki sjálfval heldur aðeins þröngur stakkur skorinn. Nútíminn setur samt þrýsting á að orðið verði ekki "rétt þýtt" til að hinn pólitíski rétttrúnaður fái mótað skoðanir samtímans en ekki Guðs orð.

Snorri Óskarsson, 12.2.2012 kl. 02:53

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar Valur, þú ert ekki aðeins fáfróður um margt um Biblíuna, heldur einnig í grískri tungu, miðað við hvernig þú skrifar hér, og getur þar með ekki lagt rétt mat á orðið arsenokoites, ἄρσενοκοίτης (flt. arsenokoitai) út frá þessum tilfærðu orðum þínum, 'trúarbrögð' og enska orðinu sem þú nefndir sem dæmi; það er einfaldlega fráleitt og tekur ekkert tillit til gríska orðsins sjálfs, sem um er að ræða.

Páll notar nákvæmlega þá orðstofna sem eru í LXX (Sjötíumannaþýðingunni, Septuaginta) í III. Mós. 18.22, það vers er hér á grísku:

καὶ [og] μετά [með/hjá] ἄρσενος [karlmanni] οὐ [ekki] κοιμηθήσῃ [leggstu] κοίτην [í (samræðis)hvílu = til samræðis] γυναικείαν [kvenlega], βέλυγμα [viðurstyggð] γάρ [því að] ἐστι [er].

Hér er þýðing New Jerualem Bible: "You will not have intercourse with a man as you would with a woman. This is a hateful thing."

Okkar Biblía 1981: "Eigi skaltu leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð." 2007-Biblían: "Þú mátt ekki liggja með karlmanni eins og legið er með konu, það er viðurstyggð."

Önnur ensk þýðing: "And thou shalt not lie with a man as with a woman, for it is an abomination." [English translation of the Septuagint by Sir Lancelot Charles Lee Brenton (1807-1862) originally published by Samuel Bagster & Sons, Ltd., London, 1851]

Þekkt er í fræðunum, að Páll notaði Septuagintu. Orðið ἄρσενοκοίτης er augljóslega myndað af framangreindum orðum í því Gamla testamenti Páls, og þar er seinni hlutinn enginn orðaleppur. Orðið allt merkir karlmann sem liggur (þ.e. hefur samfarir við) karlmann.

Slíkir eru í I. Kor. 6.9-10 og I. Tím. 1.10 taldir meðal þeirra sem syndga alvarlega og eru þannig sagðir andstæðir hinni heilögu kenningu og að þeir erfi ekki Guðsríkið – nema þeir láti hreinsast fyrir kraft Krists og Heilags Anda (I. Kor. 6.11).

Verður ekki að leyfa postula Krists að flytja boðskap sinn hér sem annars staðar?

Jón Valur Jensson, 12.2.2012 kl. 04:24

46 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hverjar svo sem persónulegar skoðanir Snorra eru þá finnst mér aðal málið vera hvort hann sé góður kennari og haldi sig við námsefnið innan veggja skólans. Ef við viljum ekki að kennarar geti tjáð óþægilegar og umdeildar persónulegar skoðanir á sínum persónulegu miðlum - þá erum við komin út á hála braut...!

það er alveg ljóst í mínum huga að ef fram færi kennsla í trúarbragðafræðum þá ættu skoðanir eins og þær sem Snorri viðrar ekki að koma neinum á óvart. Þetta stendur jú allt í stóru leiðbeiningabókinni - ekki satt? Það er hins vegar farið í krignum þetta eins og heitan graut - sennilega til að reyna að styggja engan.

Þegar málið er skoðað liggur það einfaldlega þannig að Snorri er bókstafstrúarmaður og heldur því fram ýtrustu túlkun þess sem hann telur rétt. Nútímasamfélög eiga hins vegar í miklum vandræðum með bókstafstrú (kristna, gyðinga og múslíma o.s.frv.) vegna þess að þær reglur og siðfræði sem þeir fara eftir eru að stórum hluta 2-3000 ára gamlar og eiga þess vegna misvel við í samfélagi 21. aldarinnar.

Eina leiðin til að fást við þetta er umræða og fræðsla. Þess vegna er alveg út úr kú að ætla sér að fara að múlbinda menn og hóta atvinnumissi fyrir það að halda fram sinni sannfæringu (þó vitlaus sé) í sínum frítíma. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að fólk vilji bannfæra menn fyrir það.

kennsla í trúarbragðafræðum er hins vegar öll í skötulíki og mýflugumynd - einmitt vegna þess hve þjóðkirkjan hefur verið ráðandi. Hvernig stendur t.d. á því að í nýlegum lögum um grunnskóla er þessi klausa; "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi." http://www.althingi.is/lagas/140a/2008091.html

Svona uppákomur eru leiðinlegar en þær geta líka verið gagnlegar hafi menn hugrekki til að taka umræðuna. Ég er líka sannfærður um að ef almennileg fræðsla um trúarbrögð væri í boði þá mundi vesenið vegna þeirra snarminnka.

Haraldur Rafn Ingvason, 12.2.2012 kl. 11:59

47 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Snorri,

Ég held að þú hafir bakað þér mikla andúð almennings að ósekju með ónákvæmu orðalagi í fréttaskýringu þinni. Þar talar þú um að evangelískir álíti samkynhneigð vera synd. Ég spyr þá: Er þá ofbeldishneiðgin synd sem þó blundar í öllum mönnum? Vinur minn sagði eitt sinn að girndin væri amma dauðans, þar sem að girndin elur af sér synd og syndin af sér dauða. Samkvæmt þessu er girndin sem slík ekki synd en elur af sér synd falli menn í freisni. Samkvæmt mínum biblíuskilningi er lágar hvatir manna ekki synd heldur þeir verknaðir sem þær geta leitt af sér.

Svo eru það orðin samkynhneigð og kynvilla sem þú virðist leggja að jöfnu. Í mínu huga er munur þarna á þar sem samkynhneigðin vísar til langana manna en kynvillan til gjörða. Það sem Páll postuli og lögmál gyðinga fordæmir í þessu sambandi eru endaþarmsmök karlmanna sem er tiltekinn verknaður en ekki löngun eða hneigð. Í framhjáhlaupi má svo geta þess að fyrrum landlæknir Sigurður Guðmundsson varaði fólk við því að stunda endaþarmsmök af læknisfræðilegum ástæðum við lítinn fönguð samkynhneigðra. Ég held síðan að samkynhneigð kvenna hafi verð óþekkt á ritunartíma Biblíunar þar sem feður giftu ávalt dætur sínar karlmönnu sem voru þeim svo undirgefnar.

Að þessu sögðu tel ég evangelískir álíti kynvillu vera synd en samkynhneigðina ekki, en þarna vísa ég til skilnings míns á þessu hugtökum.

Nú liggur mér forvitni á að vita hvort þú ert sammála mér um þetta eða ekki.

Kveðja,

Helgi Viðar

Helgi Viðar Hilmarsson, 12.2.2012 kl. 12:11

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er að mörgu leyti gott innlegg frá Haraldi Rafni og ágætt hjá honum líka að minna á þessi orð úr grunnskólalögunum.

Jón Valur Jensson, 12.2.2012 kl. 13:20

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var mjög gott innlegg frá þér, Helgi Viðar Hilmarsson. Hann Snorri þurfti á þessu að halda. Hann fór hér, að mínu mati líka, óvarlega að með ónákvæmu orðavali sínu. Hann verður einnig að gæta þess, að kristin kenning verði ekki fyrir aðkasti vegna þess að hann sjálfur hafi reynt að setja hana fram með afar ófullkomnum hætti og villandi. Herskáum trúleysingjum kemur það t.d. ágætlega, að við kristnir menn setjum fram kristna kenningu í stuðandi (og í rauninni röngu) formi.

Og þetta var ekki fyrsta viðvörun mín til þín, Snorri minn.

Ef Snorri talaði einungis um það, sem Biblían í raun sagði, væri það alls ekki eins og harður áfellisdómur yfir samkynhneigðar-hugsunum eða freistingum manna eða ungmenna, heldur miklu fremur hægt að sjá það sem eðlilegan vitnisburð og viðvörun, sem sumir sjá og aðrir ekki, eins og gengur. Þá geta menn síðan í ljósi trúar sinnar og þekkingar (líka þeirrar sem felst í vísindalegum upplýsingum, sbr. þetta hér ofar [kl. 12.11, frá Helga Viðari, og í þessu innleggi mínu hjá Aðalbirni í gær], þ.e. upplýsingum frá fyrrv. landlæknum Íslands og Bandaríkjanna) – þá geta menn síðan, endurtek ég, tekið sjálfir sína ákvörðun, eins og tilheyrir hjá siðferðisverum sem falið er að stýra lífi sínu til góðs.

Skólayfirvöld eru hér einnig undir þeirri skyldu að gera ekkert sem heitið geti viðleitni til að fela vísindalegar staðreyndir af því tagi, sem hér var vísað til frá landlæknum tveggja landa. Nú þegar hafa aðrir starfsmenn landlæknisembættisins þurft að beita sér vegna heilsutjóns sem unglingsstúlkur hafa orðið fyrir vegna endaþarmsmaka. Þetta á ekki að vera felumál, það gerir það einungis erfiðara að fækka slíkum tilfellum.

Jón Valur Jensson, 12.2.2012 kl. 14:45

50 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Valur. Þú ert í raun að ásaka mig og mín skoðana-systkini, á ómánefnanlegan og ósanngjarnan hátt, með því að undirstrika einstefnuna og mótsagnar-svikin, sem einkenna kristna trú, og þeirra hótana, sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð notað á falskrar-trúar-hótana, fölsku kristninnar.

Ég held að þú vitir þetta innst í þínu hjarta Jón Valur, en hafir einhverra hluta vegna ekki leyfi til að segja það berum orðum.

Þú ert nefnilega réttlætis-sinnuð sál Jón Valur. Þú verður bara að standa með réttlætinu í þinni sál, en ekki pólitískum áróðurs-öflum misviturra stjórnmála-afla. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 16:23

51 Smámynd: Snorri Óskarsson

Helgi og Jón

Takk fyrir þetta en við eigum þá eftir að leysa 10. boðorðið "þú skalt ekki girnast..." Sú framsetning gerir girndina sekari en við höldum. ég viðurkenni það vel að undarlegar hugsanir gera okkur ekki endilega að sakamönnum en benda til þess að við erum verri en við höldum. 

Ég ætlaði að nota kynvilluna í einu bloggi af því að það er orðið í Biblíunni fram að 2009. Þá fékk ég hótn frá mbl. um að bloggi mínu yrði lokað verði þetta orð oftr notað í umfjölluninni. Kynvilla nær yfir víðara svið en samkynhneigð. Hún að mínu mati nær til tvíkynhneigðar alveg eins. En það leysir ekki vandann að halda því fram að girndin sé saklaus en verknaðurinn sekur því þá væri klámfengnar hugsanir og kynórar saklaus þankagangur sem eru það auðvitað ekki. Hinn kristni boðakapur segir :"Hertakið hverja hugsun til hlýðni við Krist"!

Nákvæmt eða ónákvæmt orðalag er afstætt, því stundum þarf að ná athyglinni og vekja áheyrandann.

Ég las einnig eftir breskan lækni um hættuna á endaþarmsmökum en hann sagði að endaþarmurinn væri hluti ristilsins sem uppsýgur vökva inní æðakerfið. Sæðisvökvi er með hvata sem geta orsakað eyðileggingu á ónæmiskerfi líkamans. Auðvitað er margt í áhættusömum lífsmáta fjandsamlegt lífi og heilsu en ég kýs á þessum tíma að tefla fram Biblíunni og kristnum gildum.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.2.2012 kl. 20:15

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Nákvæmt eða ónákvæmt orðalag er afstætt, því stundum þarf að ná athyglinni og vekja áheyrandann."

Þetta er ekki nógu gott hjá þér, Snorri minn. Okkur ber "ekki að fara fram yfir það, sem skrifað er" – í þessu tilviki: af reglum Biblíunnar, – og ekki heldur til þess að vekja athygli. Nákvæm (og þannig hófsöm) framsetning sannleikans á að nægja, án þess að vera með upphrópanir, tilfinningasemi eða athyglissæknar aðferðir á kostnað nákvæmrar, trúverðugrar framsetningar á því, sem Biblían boðar um þetta. Hitt er ekki trúverðugt að fara lengra en ritað er (sbr. líka Opb. 22.18), enda leiðir það til óþarfa vandræða fyrir viðkomandi, jafnvel önnur kristin systkin hans líka.

Jón Valur Jensson, 12.2.2012 kl. 21:38

53 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón Valur

Það var einmitt það sem ég gerði enda ekkert farið útaf í framsetningu á orðum Biblíunnar nema á einn hátt að nota nýyrðið í stað hins skýra orðs sem enn er í Biblíunni frá 1981. Þú veist að nýyrðasmíðin er farin að toga málið út um víðan völl.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.2.2012 kl. 22:19

54 Smámynd: Einar Rúnar Sigurðsson

Sæll Snorri,

Vá þetta er aldeilis eldfimt efni. Óskiljanlegt hvað setningin: "Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg." hefur vakið ótrúlega mikil og ruddaleg viðbrögð. Þar sem ekki er hægt að tjá sig hér á blogginu nema menn séu skráðir (ég hafði fyrir því að skrá mig áðan til að geta skrifað þessa færslu) þá hafa menn farið offörum á öðrum vefmiðlum eins og t.d. Facebook, og á útvarpsstöðvum, og alls staðar heyrir maður lýsingar á þér sem hálfvita, mannhatara, og mjög margt því verra.

Þetta er algjörlega komið upp í andhverfu sína. Það er ekkert annað en kærleikur í setningunni sem þú skrifaðir, en viðbrögðin þarna úti eru svo full af hatri, og ofsóknum að mér finnst frekar að við ættum að hneykslast á Snorrahatri, frekar en nokkru öðru.

Ekki gefast upp á þessari þjóð, þó maður sjái best á stundum sem nú hversu gegnsýrð þjóðin er af illsku. En ég er viss um að það er fullt af fólki þarna úti sem ekki tjáir sig, en stendur með þér, hvort sem þau eru í Hvítasunnukirkjunni eða ekki. Og ég ætla rétt að vona að allir í Hvítasunnuhreyfingunni standi með þér og treysti þér. Ég geri það 100%.

Kær kveðja, Einar Öræfingur

Einar Rúnar Sigurðsson, 12.2.2012 kl. 22:27

55 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir með Einari Rúnari.

Kær kveðja Þórólfur Ingvarsson.

Þórólfur Ingvarsson, 12.2.2012 kl. 23:17

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil nú taka undir það með Einari Öræfing, að það er ekki nokkur ástæða til að telja Snorra fjalla um þessi mál með hatur í huga. Hér má líka vitna í Kristin Ásgrímsson, sem segir á vefsíðu Ómars Geirssonar um þessi mál: "Þar sem ég hef þekkt Snorra frá barnæsku, og einnig foreldra hans, þá veit ég að hann er ekki uppalinn í hatri, því síður hatar hann fólk."

Athugasemd Snorra hér, kl. 22:19, svara ég kannski seinna.

Jón Valur Jensson, 13.2.2012 kl. 00:07

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka þér fyrir að yrða á mig, Anna Sigríður, en ég næ bara mjög illa merkingunni í upphafsmálsgrein þinni í þessu innleggi kl. 16:23.

Þú segir mig "undirstrika einstefnuna og mótsagnar-svikin, sem einkenna kristna trú, og þeirra hótana [þær hótanir?], sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð notað á falskrar-trúar-hótana, fölsku kristninnar [svo]." – Ekki hjálpar mér fallbeyging þín í þessum texta ...

Hvaða "stjórnvöld á Íslandi" ertu að tala um þarna ... veraldleg?

Hvaða "einstefnu" ertu að tala um?

Hvaða "mótsagnar-svik" (aldrei heyrt hugtakið!) telurðu "einkenna kristna trú"?

O.s.frv., því að ekki skýrist það, eftir því sem á líður málsgreinina.

OG lokaspurning: Með hvaða "pólitískum áróðurs-öflum misviturra stjórnmála-afla" telurðu mig standa (ég kem alveg af fjöllum!).

Jón Valur Jensson, 13.2.2012 kl. 02:35

58 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Snorri,

Ég held að það sé almennt viðurkend staðreynd að samkynhneigð er meðfætt ástand sem uppgvötvast yfirleitt ekki fyrr en fólk er komið á kynþroskaaldur eða síðar á lífsleiðinni. Þar sem þú heldur því fram að samkynhneigð sé synd, þó ég telji að þú sér að vísa til ákveðinnar kynhegðunar, má auðveldlega halda því fram að þú sért að beina spjótum þínum að samkynhneigðum sem hópi og gera lítið úr þeim. Það telst vera hatursáróður. Þess vegna er nákvæmni og skýr framsetning skoðana mikilvægt þegar jafn eldfimt mál samkynhneigð er annars vegar. Kynhneigð eða tilfinningar geta að mínu viti aldrei talist vera synd þar maðurinn velur sér hvorugt. Hann hefur hins vegar val um hvernig hann spilar úr tilfinningum sínum og hvötum, en þar hefur þroski viðkomandi líka mikið að segja.

Kv. Helgi Viðar

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.2.2012 kl. 09:01

59 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Talað er um að Snorri sé með hatursáróður og hati fólk. En hvað með stjórnendur og foreldra barna í Brekkuskóla? Hvað með bæjarstjórnina? Mér finnst þetta fólk fullt af hatri gagnvart manni sem skrifaði uppúr Biblíunni. Það var alls ekki hann sem samdi þetta svo foreldrar í Brekkuskóla þið verðið að hringja í Guð almáttugan og biðja hann að segja ykkur af hverju hann hefur andstyggð á samkynhneigð.

Þessi skrif áttu sér stað hér á blogginu og hefur ekkert með Brekkusníglana að gera. Það er ennþá tjáningarfrelsi en mér sýnist það vera á undanhaldi hér í kommúnistaríkinu Íslandi. Þetta minnir mig á Sovétríkin sálugu, Kína, Norður Kóreu, Kúpu og víðar.

Megi almáttugur Guð bjarga þjóðinni úr klóm hins Illa sem hefur því miður unnið ötull að afvegaleiða fólk. Þjóðin er komin langt frá Guði og það er alvarlegt.

Við njótum ekki blessunar Guð fyrir að deyða um 1000 einstaklinga í móðurkviði.

Við njótum ekki blessunnar Guð ef við ætlum að breyta kennisetningum Biblíunnar og velja það sem er auðvelt og henda hinu.

Við njótum ekki blessunnar Guð á meðan við brjótum boðorðin tíu.

Við bjóðum Samtökum 78 inní skólana okkar til að kynna ungu fólki um samkynhneigð sína. Getur einhver sem les innleggið mitt afsannað að það hafi haft lífbreytandi áhrif á einhverja eða ekki og hvort að ungt fólk hafi prufað að vera með sama kyni því það er inní dag s.s. kúl eins og unglingarnir tala um eftir heimsókn samtakana 78?

Jógakennsla er í leikskólum landsins. Getur verið að það sé leikin tónlist með leikfimisæfingunum þar sem einhver er að kyrja. Ef svo er þá eru þetta  trúarbrögð frá austurlöndum sem eiga enga samleið með kristinni trú. Austlensk trúarbrogð eins kundalini  geta haft lífbreytandi áhrif á börnin. Ég sé auglýsingar um jóga á facebook og þar er talað um kundalini sem er austlenskur andi sem getur klínt sér inní líkama og sál og það er grafalvarlegt.

Mér finnst þurfi að fara yfir ýmsa hluti í skólunum. Og ekki veitir af að breyta ýmsu í kennslunni. Við komum ekki vel út í skoðunum. Minnir að einn drengur af fjórum sé ekki læs þegar hann klárar grunnskólann og það er mikið brottfall í framhaldsskólum. Mér finnst þetta grafalvarlegt.

Ég kvíði ekki framhaldinu. Ömurlegir kostir sem Snorra voru boðnir - fer í frí í hálft ár og ef hann er stilltur og góður strákur má hann koma aftur í skólann í haust. Ég ætla að vona að Snorri láti ekki kúga sig.

Við verðum að fara að skoða alla þessa hluti og við verðum að bjarga þjóðarskútunni sem er að sökkva vegna gjörða okkar og synda okkar.

Guð veri með ykkur öllum.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2012 kl. 00:02

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kundalini eru ekki trúarbrögð heldur andleg og líkamleg tækni Rósa, ég veit að það er sama ruglið í mörgum austurlenskum trúarbrögðum eins og þeim kristnu. Trúarbr-gð eru ekkert nema hugsanasýstem sem er stjórnað af gömlum fræðum. Snorri á ekkert erindi meðal barna fyrst hann getur ekki hagað sér eins og kennari. Skólaráðið biður hann um að hætta að særa, hræða og ásakabörn og hann segir nei. Mér var misþyrmt af sona manni sem krakka og þetta er ekki neitt fyndið.

Það á auðvitað að vera góður við Snorra, enn hann er orðin óviti af Biblílestrinum....honum vantar kanski bara samtal við Guð því honum líkar þetta ábyggilega ekki heldur...það má ekki verja svona hegðun.

Óskar Arnórsson, 14.2.2012 kl. 01:11

61 Smámynd: Tómas

Já, Rósa. Við skulum fara eftir boðorðunum. Mig grunar samt að lögreglan muni skipta sér af ef við ætlum að fylgja þeim bókstaflega:

http://www.evilbible.com/ten_commandments.htm

Ef þú ert með númerið hjá guðinum þínum, þá væri númerið vel þegið. Ég hef eitt og annað að spyrja hann að :)

Annað: Er eitthvað að því að samtökin 78 hafi áhrif á líf ungs fólks? Er betra að kristin kirkja hafi áhrif á líf þeirra? Það finnst mér ekki.

Enn eitt: Þú virðist vera alveg á móti austurlenskum trúarbrögðum. Hvað er eiginlega verra við þau, frekar en kristni? Er slæmt að Kundalini hafi áhrif á börn, ena gott að kristni hafi áhrif á þau? Í hverju liggur munurinn?

Ég hef innilegan áhuga á að vita hvað þér finnst um þetta, því afstaða þín að ofan kemur mér á óvart. Skólar eiga nefninlega enga samleið með trúarbrögðum að mínu mati, og ekkert sérstaklega með kristni heldur.

Meira: Hvað kemur læsi drengja trúarbrögðum við? Ég er sammála því að slæm lestrarkunnátta er alvarlegt vandamál. En það hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Ég vona sannarlega að kennarar vinni að því að bæta þetta, ef þetta er vandamál.

Snorri var sendur í (launað) frí vegna þess að í starfi er ætlast til að hann tali af hlutleysi um trúmál og kynhneigð. Það eru amk. hlutir sem ég myndi krefja kennara minna barna um. Honum text að brjóta báðar reglurnar í einu. Mér finnst brottvísunin því nokkuð eðlileg - enda var skólinn nokkru áður búinn að biðja hann um að skrifa ekki á þennan hátt opinberlega (skv. fréttinni).

Tómas, 14.2.2012 kl. 01:15

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna innleggja hér ofar (12.2. kl. 12:11, frá Helga Viðari, og þarnæsta innleggs, þ.e. míns) endurbirti ég hér eftirfarandi heimild, úr Fréttablaðinu:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060107/FRETTIR01/101070074/1091

"Fréttablaðið, 07. jan. 2006 05:30

Þurfa bleiur eftir endaþarmsmök

mynd

Þverfaglegur starfshópur Landlæknisembættisins vill bæta kynlífsfræðslu unglinga og ungmenna til að koma í veg fyrir afbrigðilega kynlífshegðun, sem er sögð meiri hjá óhörðnuðum unglingum en þeim sem eldri eru.

Þverfagleg nefnd, með Landlæknisembættið í fararbroddi, starfar nú að því að miðla betri upplýsingum til barna og unglinga um þá hættu sem stafar af afbrigðilegu kynlífi, svo sem endaþarmsmökum. Í nefndinni sitja meðal annars fulltrúar frá Heimili og skóla, Barnaheillum, prestum, skólakerfinu, umboðsmanni barna, læknanemum í HÍ og Barnaverndarstofu.

"Markmiðið með starfi hópsins er að börn og ungmenni fái betri upplýsingar, og það fyrr en áður," segir Salbjörg Bjarnadóttir, forvarnafulltrúi hjá Landlæknisembættinu. "Jafnframt að það sé talað við þau þannig að þau geri sér grein fyrir hættunni sem hlotist getur af endaþarmsmökum. Við viljum vekja foreldra til umhugsunar og eins huga að því hvernig byrjað sé að ræða kynfræðslu við krakka. Við erum að ræða þetta mjög ítarlega og stefnum á að hafa málstofu um klámvæðingu. Við höfum verulegar áhyggjur af munnmökum og endaþarmsmökum, ekki síst þegar krakkarnir lýsa því áliti sínu að hin fyrrnefndu séu ekki kynmök, heldur bara greiði sem maður gerir öðrum, til að mynda inni á salerni."

mynd

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Salbjörg Bjarnadóttir Segir unglinga sem byrja snemma að stunda kynlíf oft fara illa út úr því.

Salbjörg segir að ekki sé um stóran hóp unglinga að ræða sem lendi í þessu. Hins vegar geti þeir farið mjög illa út úr endaþarms–mökum, bæði stúlkur og drengir, því þau geti orsakað lömun, þannig að fólk eigi erfitt með hægðir og geti jafnvel endað með bleiu. Æfa verði hringvöðvana upp á nýtt sem sé heilmikið mál. Þess vegna sé svo mikilvægt að unglingar fái réttar upplýsingar en ekki einungis hræðsluáróður. Einnig að þeir viti að þeir geti spurt foreldra og kennara og rætt málin.

"Það hefur komið fram í viðtölum við unglinga í framhaldsskólum, að þetta afbrigðilega kynlíf sé meira hjá óhörðnuðum unglingum sem viti ekki betur, en taki þátt í einhverju sem eldri krakkar fái þá til að gera. Þess vegna finnst okkur svo mikilvægt að 12 til 13 ára krakkar fái góða fræðslu."

Salbjörg bendir á að unglingar geti haft aðgang að endalausu ofbeldis- og kynlífsefni í sjónvarpinu og á netinu. Þess vegna sé afar áríðandi að þau fái rétta mynd af hlutunum strax í grunnskóla.

"Þeir sem byrja snemma að stunda kynlíf fara oft illa út úr því. Þeim fer að ganga illa í skólanum, hann fer að skipta minna máli, vinkonurnar eða vinirnir skipta ekki lengur máli og af þessu getur leitt þunglyndi og kvíði. Stúlkur á aldrinum 17 til 23 ára hafa lent í því að detta út úr öllu, því þær hafa byrjað svo snemma "að lifa lífinu" og því fylgja miklar vökur, áfengi, fíkniefni og fleira óæskilegt, sem þau leiðast út í vegna innri óróleika. Þessi kvíði gagnvart því að vilja að öllum líki við sig og geta ekki sagt stopp, brýtur niður sjálfsmyndina. Þetta litar alla veruna inn í fullorðinsárin. Þessi atriði, og fleiri, tökum við inn í vinnuna í nefndinni, sem á viðamikið starf fyrir höndum.""

Jón Valur Jensson, 14.2.2012 kl. 01:21

63 Smámynd: Gunnl. Bj.

Rannsóknir hafa fyrir margt löngu sýnt fram á martækan mun á heila- og taugastarfsemi gagnkynhneigðra (heterosexuals) og samkynhneigðra (homosexuals) (sjá m.a. umfjöllun í bókinni Physiology of behavior) og í Atkinson og Hilgard's Introcutions to psychology segir m.a. "Gay men and lesbians do not choose to have erotic feelings toward persons of the same sex any more than heterosexual persons choose to have erotic feelings toward person of the other sex."

Í ljósi þessa velti ég fyrir mér hvaða ráð mér fróðari menn um vilja, skoðanir og fyrirætlanir Guðs vilja gefa fólki "í þessum sporum". Er lausn þeirra að lifa með þessum "meðfæddu einkennum sínum" en til að forðast syndina sem í erótísku sambandi við samkynja einstakling felst skulu þeir ganga gegn eigin sannfæringu og leggjast heldur með einstaklingi af andstæðu kyni eða hreinlega lifa skírlífi? Er þá samkynhneigðin sem slík ekki "synd" heldur eingöngu það að stunda "samkynhneigt kynlíf"?

Ja sei sei. Merkilegt að hinn algóði himneski faðir skuli hafa skapað manninn með svo flókna heila- og taugastarfsemi að slík skelfingar vandamál geti komið upp í daglegu amstri hversdagsins. Ég segi nú ekki annað.

Gunnl. Bj., 14.2.2012 kl. 04:02

64 Smámynd: Hildur Guðlaugsdóttir

Ekki tel ég mig til Kristinnartrúar, en hér ríkir  trúfrelsi.

Væri þá ekki hægt að lenda þessu með þvi að kynvillingar/samkynhneigðir trúi ekki á sama hátt og Snorri?

og haft umburðarlyndi að leiðarljósi????

Snorri, það er aðför að tjáningarfrelsi, að fara fram á að þú hættir að blogga og standa með þvi sem þú trúir, en kanski væri rétt að sleppa því að predika "ríkistrúnna í ríkisskólum"

Hildur Guðlaugsdóttir, 14.2.2012 kl. 08:50

65 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég ætla ekki að tjá mig hér um þetta mál. Ég er aftur á móti mjög sammála því sem Eygló Harðardóttir segir í sinni grein er birtist í einu dagblaðanna í dag. Þar vitnar hún í tjáningarfrelsið hér á landi. Gangi þér vel Snorri.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.2.2012 kl. 12:09

66 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er með eindæmum hvað það á að afsaka ofbeldi sýknt og heilagt með trúarbrögðum. Það á að vera trúfrelsi og tjáningarfrelsi. En kennarastaða er ekki réttur vettvangur til að predika trúmál. Það er ætlast til að Snorri fylgi heilbrigðri skynsemi og ekki trúarsannfæringu í skólanum. Hann vill það ekki og á þess vegna ekkert erindi sem kennari í neinn skóla.

Óskar Arnórsson, 14.2.2012 kl. 14:52

67 Smámynd: Hörður Finnbogason

Nú eru 76.5 % sem kjósa á útvarpi Sögu sem segja að skólayfirvöld brjóti mannréttindi á Snorra! Og auðvitað kaus ég líka það mannréttindi séu brotinn á honum.

Hörður Finnbogason, 14.2.2012 kl. 16:12

69 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snorri var ekki að predika neitt í skólanum, a.m.k. ekki trúmál, Óskar.

Veiztu til þess, að hann fylgi öðru en heilbrigðri skynsemi í skólanum?

Jón Valur Jensson, 14.2.2012 kl. 21:40

70 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Snorri, er ekki rétt hjá mér að þú predikar ekki inn í tímum hjá nemendum?

Mig minnir að það hafi verið svo hér í Eyjum, Óskar fullyrðir það hér að ofan.

Gangi þér allt í haginn Snorri.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.2.2012 kl. 22:13

71 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Hvar má kennari prédika um trúmál?

Snorri

Snorri Óskarsson, 14.2.2012 kl. 22:21

72 Smámynd: Óskar Arnórsson

Till JVJ. Ég geri ráð fyrir að kennari á Íslandi þurfi að fylgja manual og etiskum reglum í sinni vinnu eins og allstaðar annarstaðar. Lögin eru alla vega svipuð í öllum Norð'urlöndum. Bðrn eru í skólum á þeim aldrei þar sem þau eru að mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Kennari með undarlegar hugmyndir og í Snorra tilfelli hreint ofstækisfullar, á ekki að vera með þær í skóla. Blogg er hluti af þessu. Kennari hefur persónuleg áhrif hvað sem hann segir í skólanum, hvernig sem hann formulerar mál sitt. Hann hættir að vera kennari strax og svona "einkahugmyndasmíði" verður til. Það hefur áhrif á nemendur, síðan foreldra eins og hefur sýnt sig og öllum þykir þetta óþægilegt nema þeim sem eru haldnir sama kvilla í ranghugmyndum sínum. Það er bara "sannfæring" Snorra sem veldur í og í þessu tilfelli hugarfarslegt "dilemma" stutt af hópdáleiðsluáhrifum þeirra sem eru sannfærðir um sömu hugvillu eins og þú sjálfur í einmitt þessu atriði og nokkrum fleirum.

Til Snorra. Kennari er næstum það sama og predikari. Og kennara er uppálagt að predika sem kennari það prógram sem skólinn ákveður og ekki það sem fæðist í þér persónulega. Ég nenni ekki að tala við þig um Guð. Guð er persónulegt fyrir hvern og einn, fyrir þig, fyrir mig og allt fólk. Að þú sért að dreifa ofstækisfullum hugmyndum sem veldur reiði foreldra, áhyggjum barna í þeirri trú að þú gangir á "Guðs vegurm" á alls ekki að líðast. Þér er alveg ómögulegt að halda mikilvægum hugmyndum bara fyrir þig sjálfan.

Ég vinn ekki sem prestur eða predikari. Enn eiginlega ætti að banna öllum prestum að vinna sem kennarar vegna áhættunar á þeim áhrifum sem þeir hafa sem predikarar. Að þú skulir ætla að fljóta á tjáningarfrelsinu er bara vottur um hversu lúmskur óheiðarleiki er. Þú þarft að læra meira um þig sjálfa Snorri, hver þú ert og hvað veldur að þessi ofstopi er í þér gagnvart samkynhneigðum og sjálfsagt einhverju öðru. Þú veist ekkert meira um Guð enn neinn annar og munnt líklegast aldrei vita vegna þrjósku og þrákelkni. Þú veist meira um Biblíunna en margir aðrir og sú kunnátta gerir að allur Guð er upp í hæfðinu á þér.

Sannfæringarkrafturinn er eitt af því sem tengir okkur við sköpunarkrafturinn (Guð) og margir segja að það sé sami hluturinn. Það er líklegt enn ekki alveg vitað. Þú hefur engan áhuga á neinu öðru enn því sem hægt er að bera saman við túlkanir Biblunnar og ert .þara af leiðandi staðanaður í þroska, hver veit síðan hvenær. Þú ert ekki hæfur sem kennari ef þú fylgir ekki kennsluskrá skólans. Skólin á að vera skjól fyrir börn gagnvart allskonar áhrifum sem byggir á trúmálum og almennri pólitík.

Prestar eiga að halda sig í kirkjunni með svona heilaþvottarstarfsemi. Ég veit ekki hvort það þýðir að segja það við þig, enn trúarbrögð eru lærdómur sem síðan hver og einn á að hafa frelsi til að draga eigin ályktun af. Þú vilt ræna börn þessu frelsi á lúmskan hátt, og það á ekki að líðast í skólum nútímans. Það skiptir engu máli hvort þú ræðst á samkynhneigða nemendur þína í sjálfum skólanum, á skólalóðinni, í einkasamtölum eða á opinberum vettvangi.

Perrsónulega áttu að biðja foreldra og nemendur afsökunar á þessu og segja bara eins og er. Að þú getir ekkert gert að þessu enn ætlir að reyna að hætta þessu...

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 03:30

73 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar segir:

"Skólin á að vera skjól fyrir börn gagnvart allskonar áhrifum sem byggir á trúmálum og almennri pólitík."

Hvað með þá yoga í skólanum, kalla börnin á sal og kenna þeim um tvíkynhneigð og transgent? Til margra áratuga hafa skóladagar hafist með bæn - finnst þér það brottrekstrarsök? Hvað með að færa börnum Guðsorðið að gjöf eins og Gideon hefur gert?

Þetta hefur tíðkast áratugum saman og hefur þú séð meinbugi eða eyðileggingu á börnum vegna þessa?
Getur verið að þú sért haldinn blindu fordómanna af því að þú skilur ekki og kannt ekki að vera kennari?

Fyrir barnið skiptir öllu máli að því líði vel í návist kennarans. Þá fer það að blómstra og lærir mun betur.

Óskar ég get ekki hrósað þér fyrir skoðanir og álit því m.a. segir þú að börn myndi sér sjálfstæðar skoðanir á skólaaldri - þetta gerist á öllum aldri. Með þessum orðum ertu að ýja að því að ekki megi kenna kristinfræðina eða um indversk trúarbrögð né islam af því að börn geta fengið "ranghugmyndir".

Hvað eru ranghugmyndir? Að til sé Guð? Að hegðun þurfi að móta? Að til er lögmál um sáningu og uppskeru? Að til sé rangur lífsmáti og réttur lífsmáti? Að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga?

Óskar þú átt greinilega mikið ólært og mátt vita það að meðan þú lifir getur þú aukið við þig þekkingu með því t.d. að lesa bloggin mín!

Gangi þér vel.

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 09:33

74 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ranghugmynd í þeirri mynd sem þú ert fastur í Snorri, er algeng og ekkert hættuleg þannig séð. Bara óþægileg fyrir fólkið í kringum þig. Til þess að geta verið fastur í svona tegund af ranghugmynd þarf maður að vera narcissist. Það þarf samt að passa að fólk með þína gerð af ranghugmyndum ekki komist til valda né hafi mannaforráða. Fólk sem skiptir á eigin skynsemi á móti Biblíu sem gæti alveg eins verið tölvuprógram eða leikur, á ekki heima innan um börn. Ég skyldi nóg í Biblíunni 12 ára gamall til að upplifa mannvionskuna í Biblíunni sem var falin innan um fallegu orðin... Skrítin skoðun er ekki ranghugmynd. Ranghugmynd þegar einhver verður sannfærður um að hann eða hún sé með sannleikan í lífinu, finnst hann eltur af gerfitunglum og leyniþjónustum eða er sannfærður að hann eigi að koma skilaboðum frá Guði á framfæri hvað sem það kostar.

Þú ert í syndadeildinni. Elta fólk til að segja þeim það og sú þörf er studd af þinni eigin ranghugmynd. Það hættulega með þína ranghugmynd miðað við annara, er að þú hefur stóran hóp sem styður þína. Nú geturðu ímyndað þér hvernig unglingagengi verða til og öfgahópar.

Ranghugmynd er akkurat það sem öll umræðan snýst um og þá aðallega þín. Það sem skilur þína ranghugmynd frá einstakri ranghugmynd, er að þú hefur stuðning þinn frá hóp. Þetta er velþekkt meðal unglinga og þess vegna verða gegngi og grúppur til. Sumar með hörmulegum afleiðingum. Nasistar bjuggu til óvini úr gyðingum og trúmenn nota sömu aðferð með samkynhneigðum og á nokkrum stöðum eru þeir hengdir í nafni Guðs eins og t.d. Íran.

Hugmyndafræðin sem þú ert fastur í Snorri og þú ert búin að gera að þínum raunveruleika er velþekkt ástand sem fer illa með fólk og alla í kring um þá. Nú má ég ekki segja hvaða ástand það er vegna MBL.is enn það er alla vega velþekkt diagnósa innan geðlæknisfræðinnar. Flesstir í þinni stöðu lifa með þetta alla æfi, enn þessar tegundir af ranghugmyndum eru látnar í friði vegna þess að það er tengt trúarbrögðum. Það gerir ekkert til að lifa með tranghugmynd ef þú vinnur sem húsasmiður eða bifvélavirki.

Ég er ekki óvinur þinn Snorri. Það ert þú sjálfur sem ert það. Ég hef engan áhuga á fordómum þínum sem þú reynir síðan að eigna öðrum. Þú átt bara að hætta þessu og hafa vitlaust fyrir þér kanski í fyrtsa skipti á æfinni Snorri. Yrðir meiri maður fyrir vikið.

Ég get ábyggilega lært af að lesa bloggin þín eins og ég get lært eitthvað af öllum Snorri. Jafnvel þér. Ég er ekkert að eltast við þekkingu á Guði, né hvað Kristur hafði fyrir stafni áður enn hann var drepinn. það nægir mér að vera tengdum Guði. Yoga er hugarfarsleg og tilfinningaleg leikfimi og á ekkert skilt við trúarbrögð. Það er nákvæmlega eins og leikfimi er holl fyrir líkaman.

Svo ert ekkert góður í að blanda kortunum og það er einfalt að sjá að þú ert að reyna að "gefa undan stokknum" þegar þú ert að tala um að banna trúfræðslu í skólum. Ég hef aldrei sagt að ég vilji banna fræðslu um trúmál í skólum. Gideón á ekkert erindi inn til barna, enn mig minnir að þeir gefi bara Biblíunna og lati svo fólk ráða því sjálft hvert það les hana.

Trúarkúltur annara landa og hvernig trúmál hafa þróast er mikilvægt að kenna að sjálfsögðu. Enn ekki af þér því þú hættir að hafa vit á trúarbrögðum sama dag og þegar þú varðst fórnardýr ranghugmyndanna í þeim. Það gerir þig óhæfan kallinn minn.

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 10:48

75 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Þú segir: "Ranghugmynd þegar einhver verður sannfærður um að hann eða hún sé með sannleikan í lífinu"

Skoðum bara þennan hluta setninarinnar. telur þú þig vera sannfærðan um að hafa sannleikann á lífinu? Þu sérð að orð þín elta sjálfan þig og Jesús segir:"Af orðum þínum muntu réttlættur og af orðum þínum muntu sakfelldur". Hin forna bók tekur ekki af okkur ábyrgð orða og skoðana. Hún segir okkur frekar hversu afvegaleidd kynslóð við erum. Því er gjarnan haldið fram að við látum hjarta okkar leiða okkur og "guð" í okkur sé sá besti, friðsamasti og réttlátsti. En Guð almáttugur gaf mönnum boðorð og lög svo við hefðum viðmið og málikvarða á hvað er rétt, satt, rangt og lygi. Þegar þessir mælikvarðar sem eru Orð Guðs, Biblían, fá að stjórna þá fær samfélagið besta yfirbragð, fullkomin mannréttindi og heilbrigðasta lífsmátann. Guð sem vill varðveita líf og veita mönnum farsæl ár og langa ævi hann fær þá stýrt og stjórnað. 

Mundu það Óskar, að Biblían er með barnvænan boðskap -" leyfið börnunum að koma til mín því slíkra er himnaríki". En þú vilt varna þeim þess og reka mig úr starfi af því þú telur Guðs Orð, Biblíuna, skaðræði í hugarheimi barna!

Yoga er indverskur trúararfur og hefur ekki hjálpað Indverjum - þar eru börn í milljónatali vannærð til anda sálar og LÍKAMA! Trúarkúltúr annarra landa kemur fram í mannlifi þeirra og er uppskera frá trúararfi þeirra. Við erum sáðjörð sem tökum á móti og berum ávöxt. Veistu að gyðingar eru ávöxtur bókarinnar, Biblíunnar. Frá gyðingum hafa yfir 100 þeirra fengið Nóbelsverðlaun - það er t.d. góður málikvarði uppá menntun og árangur hennar hjá þeim. Þar er ekki hægt að sjá að Biblíusögurnar hafi skemmt á nokkurn hátt fyrir þeim!

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 12:05

76 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ágæti bloggari.

Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú getir tengt bloggfærslur við fréttir á mbl.is.

Kveðja,
blog.is

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 12:09

77 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þannig fór um tjáningarfrelsið hjá Mbl.is

Akureyrarbær, Árvakur - frelsi ?

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 12:10

78 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svakalegt rugl er þetta i þér Snorri minn. Hefurðu enga skoðun sjálfur persónulega og lætur tilvitnanir og frasa úr bók um málið? Ég hef hvergi sagt að og búi yfir neinu sannleika. Og yoga er eru engin indversk trúarbrögð. Langt frá því. Ekki frekar enn dáleiðsla eru ekki trúarbrögð og það væri kanski eina þerapían sem myndi hjálpa þér út úr þessari einangrun hugsunarv sem þú býrð í.

Banvænn boðskapur biblíunnar er vel falin innan um frasa eins og þessi ágæta tilvitnun sem þú notar. Þessi aðferð að tala og skrifa eins og sorpblaðamaður og vitna síðan í Jesú, er versta Guðlast eins og þú sjálfur veist. Í samskiptum mínum við fólk sem hefur orðið fyrir þessum ranghugmyndum þá eru þeir með það sameiginlegt að gefast ekki upp nema við alvarleg mótlæti.

Ég held að Gyðingar sé hvorki betra eða verra fólk enn gengur og gerist. Enn það hefur fylgt þeim að hafa óstjórnlegan áhuga á peningum og völdum. Ef þú endilega telur það vera fyrirmynd í lífinnu, þá ertu bata að staðfesta einu sinni enn það sem ég er að segja. Biblían og þeir sem notuðu hana til að stjórna mannfólkinu eru frægir fyrir pyntingar, galdrabrennur, nauðganir og morð um allan heiminn. Allt gert í nafni bókarinnar. Guð hefur andstyggð á þessu öllu saman bara svo þú hafir það á hreinu.

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 12:53

79 Smámynd: Mofi

Óskar, ef þú kynntir þér mannkynssöguna þá myndir þú sjá að það var einmitt þegar Biblían komst til fólksins á máli sem það skildi að kirkjan missti vald sitt yfir fólki. Ástæðan var sú að Biblían boðar að enginn maður hafi vald til að hleypa fólki til himna og þú þarft engan mann til að koma þér í samband við Guð og þegar fólk áttaði sig á þessu gat kirkjan ekki lengur skipað fólki fyrir og sagt ef það hlýddi ekki þá færi það ekki til himna og gat ekki lengur selt fyrirgefningu til að fjármagna sinn munað.

Það er alveg ógeðslega pirrandi að lesa vitleysuna sem veltur upp úr þér Óskar, reyndu að lesa þér eitthvað smá til í mannkynssögunni og í Biblíunni til að þú getir tjáð þig um þessi efni út frá smá þekkingu á málinu.

Mofi, 15.2.2012 kl. 13:21

80 Smámynd: Ugla Stefanía Jónsdóttir

Sæll elsku Snorri,

Þínar skoðanir á samkynhneigð eru víst alls ekki tvíræðar og má ekki lesa mikið nema hatursfullar skoðanir úr því. En við skulum samt sem áður ekki gleyma því að ekki allir eru sömu trúar og ríkja mismunandi skoðanir varðandi allskonar málefni, þannig að við skulum alls ekki vera að reyna að alhæfa neinar skoðanir yfir á neinn. En ég vil samt sem áður benda á að Biblían er skrifuð löngu eftir dauða Krists og eflaust ekki allt orðrétt. Einnig er hún mjög fylgjandi tíðarandanum á þeim tíma, sem hefur töluvert breyst í gegnum tíðina, enda er gangur lífsins svo. Hlutirnir breytast, mismunandi skoðanir verða til, mannréttindi verða meira áberandi með hverjum degi og fólk verður uppfrætt um þann dásamlega margbreytilega heim sem við lifum og hrærumst í.

Sjálfri finnst mér fræðslu um öll málefni vera að hinu góða og finnst trúarfræðsla alls ekki síðri en annarskonar fræðsla. Hinsvegar er ég á móti þeim skoðunum sem finnast innan um flestrar trúr, sem mismuna fólki fyrir það eitt að vera eins og það er. Og það er hlutur sem ég mun líklegast aldrei skilja. Og ég er sátt við það. Ég heyrði eitt sinn vitran mann segja að besta form skilnings væri að segja: "Ég skil þetta ekki, og það er í góðu lagi."

En ég ákvað nú ekki að skrifa hérna til að fara í eina aðra umræðuna varðandi þetta við þig, enda hef ég ekki séð miklar framfarir í þeim rökræðum hingað til.

Það sem mig langaði til að spurja þig að, í fullri einlægni er hvað þín trú og söfnuður segir um transgender fólk? Transgender einstaklingar eru þeir einstaklingar sem geta t.d. fæðst í "röngum líkama", ef svo má að orði komast, og undirgangast kynleiðréttingu til að fá leiðréttingu á sínu kyni. Endilega segðu mér frá þínum skoðunum, ég hef mikinn áhuga á að forvitnast um það.

Kær kveðja,

Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Ugla Stefanía Jónsdóttir, 15.2.2012 kl. 14:08

81 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heyrðu Snorri! Hvenær ætlarðu að innleiða tjáningarfrelsi á þínu bloggi? Af hverju þarf málsvari tjáningafrelsis að ritskoða allt sem er skrifað?

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 14:17

82 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ugla

Guð skapaði Adam og Evu, karl og konu. Sálin fer ekki á flakk né villist á líkama. Þetta vandamál kallar greinilega á leiðréttingu ekki satt. Andi Jesú Krists, hinn heilagi, talar til okkar í Biblíunni og hann hjálpar hverjum sem í auðmýkt biður Guð. Hann fær leiðréttingu. Hugarfarið verður hugarfar hins réttláta.

Sagt er um Jóhannes skírara "hann mun snúa hjörtum feðra til barna og óhlýðnum til hugarfars réttlátra". Það er svo stór og mikill vandi sem blasir við okkur þegar tilfinningar og þekkingarleysi á Orði Guðs fær að ráða för. Guð hefur fyrirætlanir með þig, fyrirætlanir til heilla en ekki óhamingju" !

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 15:24

83 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Ég reyndi fyrst að hafa allt opið en sorinn sem ég fæ og fúkyrðin eru ekki sæmandi þessari síðu. Ég er að bjarga mörgum svarendum frá skömm með því að birta ekki bullið. Þú hefur þína síðu og getur þar tjáð þig óhindrað! Þú sérð nú hvað Mofi segir við þig og það er allt of stór punktur sem þar kemur fram um þekkingarleysið á mannkynssögunni. Hún styður það sem ég, hann, JVJ og fleiri trúaðir halda fram.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 15:29

84 Smámynd: Ugla Stefanía Jónsdóttir

Sæll Snorri,

Þakka þér fyrir svarið. Ég vil samt sem áður benda á að margir aðhyllast læknisfræðilega og vísindalegar aðferðir þegar kemur að þessum málum og hefur verið sýnt fram á að vera transgender telst sem líkamlegur fæðingargalli. Þess vegna tel ég að leiðrétting sé vegurinn til lífshamingjunnar. Enda hefur slíkt sannað sig í flestum tilfellum þeirra sem ákveða að undirgangast leiðréttingu.

Ég býst svo sem við að aðferðir mannsins til lífshamingjunnar séu eins flóknar og margar sem einstaklingar eru. Þú hefur þína, ég hef mína, einhver annar hefur eitthvað annað og svo framvegis. Og engin leið skal vera talin röng. Það væri afskaplega hrokafullt. Því fyrir þeim einstaklingi er hans eigin sannfæring það réttasta í hans huga. En ég þarf svo sem ekkert að benda í hið augljósa, þrátt fyrir að margir kjósi að vera blindir fyrir því.

Takk aftur fyrir svarið!

Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Ugla Stefanía Jónsdóttir, 15.2.2012 kl. 15:36

85 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu að bjarga fólki frá skömm Snorri. Þú getur ekkert vitað hvað skömm er þar sem þú miðar allt við Biblíu. Það sem þú telur sora getur annar kallað skoðun og báðar tegundirnar eiga jafn mikin rétt á sér. Ég les mannkynssöguna öðruvísi enn þið þrír sem eru enn í afneitun á mannkynssöguna. Það er til samtök sem heita "The Flat Earth Society" og er félagskapur með fjölda meðlima sem trúa því að jörðin sé flöt og allt annað sé þvæla. Þeir halda úti ráðleggingum fyrir meðlimi syna hvernig þeir eiga að ferðast um heimin svo þeir detti ekki niður af jarðarbrúninni.

Rökin þeirra eru keimlík ykkar, þar eru hámenntaðir menn með og þykjast vita allt. Enn rökfræðin þeirra eru af sama meiði og ykkar úr biblíunni um mannkynssögunna. Ég hef meðvita ahaldið mér frá að tala um transgender og viðhorf biblíufólks gagnvart því, því einmitt þar kemur fram þessi villimanslega afstaða sem vandamál um allan heim hjá fólki sem festist í biblíugildrunni.

Ég veit að það þýðir ekkert fyrir mig að tala um þetta Snorri. Ég er ekkert í fyrsta skipti að tala við fólk eins og þig. Haltu bara áfram að vera sannfærður um litlu spekina þína. MOFI lagar alla sýna þekkingu að biblíunni og verður til uppfinning í heiminum og uppfinningamaðurinn er trúaður, þá þakkar hann biblíunni árangurinn. Og ætlar svo að kjafta sitt í gegn með rökum sem ekki halda vatni í höfðinu á neinu fólki nema sem eru innvígðir í sama hugarfar.

Alla vega er vandamálið illvíg afneitun og þörfin fyrir að drottna yfir öðrum sem eru aðalafleiðingar af þessari hugarfarslegu gildru sem þið þrír eruð fastir í. Þið lifið í draumaheimi sem þið vaknið síðan úr einn góðan veðurdag. Annaðhvort í þessu lífi eða einhverju öðru...

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 17:25

86 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Þá ertu búinn að sálgreina mig og veist allt um mína vanlíðan. En trúlega hefur þú hitt naglann á höfuðið með að ég lifi í "draumaheimi". Það er svo margt yndislegt í mínu lífi. Vonandi eins hjá þér.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 18:32

87 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekki gott ef "draumaheimalífið" veldur ótta hjá börnum og unglingum kallinn minn. Sýndu nú einhvern manndóm í þér og biddu nemendur og foreldra þeirra afsökunar á þessu og haltu svo bara áfram að vinna sem kennari. Er ekki nóg að tala um syndirnar við fólk í kirkjunni eða einhverstaðar sem fólk verður ekki hrætt við þig?

Enn annars á ég mér drauma enn vil ekki festast í þeim. Ég er ekkert að sálgreina þig og ég held að þér líði ekkert sérlega illa. Trúin þín sterka verndar þig líklegast gegn því og innbyggða afneituninn sem felst í að skoða alla sem mótmæla sem talsmenn hins vonda sjálfan. Ég kann allt sem er þess virði að vita það um afneitun guðsmanna og notkun þeirra á trúarbrögðum. Það eru fleiri enn kristnir sem eru fastir í þessum hugarfarslega pytti...

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 19:36

88 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alltaf að bulla og tala illa um hópa fólks stundum jafnvel nafngreinda einstaklinga. Ókeypis!

Þú Snorri ert á fullum launum frá almenningi, algjör snillingur.  

Björn Heiðdal, 15.2.2012 kl. 23:26

89 Smámynd: Jón Valur Jensson

"For the record" – eins og sagt er :

Í næstsíðust skoðanakönnun Útvarps Sögu var spurt: Eru skólayfirvöld á Akureyri að brjóta mannréttindi á Snorra Óskarssyni? – Úrslitin birtust rétt fyrir hádegi á þriðjudaginn var. 530 atkvæði voru greidd. Hlutlausir: 1,13%. Nei: 20,98%. JÁ: 77,88%. Konur voru rúm 39% svarenda, karlmenn tæp 61%.

Jón Valur Jensson, 16.2.2012 kl. 00:14

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er mjög athyglisverður leiðari í Mogganum í dag og einnig greinin eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur – um Snorramál og málfrelsið!

Jón Valur Jensson, 16.2.2012 kl. 09:57

91 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta snýst ekkert um málfrelsi og þeir sem eru að vitna í það vita ekkei hvað þeir eru að tala um og skilja ekki eðli málsins...

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 14:12

92 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Auðvitað snýst þetta um tjáningarfrelsið, skoðanafrelsið og trúfrelsið. Í gær voru 3 þingmenn að ræða þetta mál á ÍNN. Sigmundur Ernir vildi mig úr skólanum vegna þess að unglingar væru á viðkvæmu mótunarskeiði þar sem kynhneigð þeirra væri að mótast. Ég  er þessu atriði að unglingar mótist á þessu skeiði og við mótum leirinn meðan hann er mjúkur. Það er hluti þess að vera kennari að hafa góð mótandi áhrif á nemendur, vera fyrirmynd og leiða þeim fyrir sjónir hvernig réttast sé að haga lífi sínu. Við reynum að hefta það að þau hefji reykingar, drykkju og áhættulífsmáta. Ef ég er hindaraður í því þá er ég einnig hindraður í að gegna starfi mínu og það varðar við lög, er ámælisvert og nemandinn tapar að fá ekki góðar lífsreglur inn í hugsun sína. Hin kristnu gildi eru löngu búin að sanna sig í að vera þau bestu sem völ er á Annarsstaðar getur þú séð nokkuð góð gildi en án Krists erum við útilokuð frá því að mega kallast Guðs börn. "Því öllum sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs barn" segir Jóhannes. Þetta er ekki fæðingarréttur barnsins heldur "endurfæðingarréttur" þess sem trúir. Amen

k.k.

Snorri 

Snorri Óskarsson, 16.2.2012 kl. 14:42

93 Smámynd: Óskar Arnórsson

Finnst þér ekkert athugavert hvernig áhrif þú hefur Snorri? Auðvitað er engin að banna skoðanir þínar. Né frelsi til að tjá þær. Þú hefur ekkert brotið af þér nokkurstaðar. Etik og mórall skólans hafa sín eigin lög eða húsreglur. Ég ég bið þér heim í kaffi og þú færið að básúna út akkurat þessa skoðun um samkynhneigða myndirðu verða hissa ef ég vísaði þér á dyr?

Þú skilur ekki Snorri minn að það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið í þessu máli. Þú "mótar" ekkert ungling til þess að hætta við að verða samkynhneigður. Ég hef sjálfur setið á fundum með kennurum vegna dóttur minnar sem gekk í gegnum þetta. Þú hefðir aldrei fengið vinnu í þeim skóla. Það er ekkert pláss fyrir fólk sem ekki getur eða vill taka ábyrgð á undarlegurm skoðunum sínum. Ég er alveh viss um að þú trúir í einlægni á þetta. Ég er sannfærður um að þetta er engin illgirni í þér og ábyggilega eitthvað heilagt við þetta allsaman hjá þér.

Enn þú verður bara að vakna úr þessu. Fólk er alltaf að endurfæðast út um allt enn kúnstin að láta fólk í friði er ekki öllum gefin. Þú veldur bara endalausum misskilningi í þessu máli og þú átt að sætta þig við þetta. Ég nenni ekkert að tala við þig um Biblíunnna og ég var t.d. að lesa Jakopsbréf síðast í gær og fanst megnið af því stórgott. Enn ég fer ekki að hlaupa um og segja það við mína "nemendur" því mér yrði ekki líft í "skólanum" þar sem ég hef verið er að vinna og kem til með að vinna í framtíðinni.

Þegar ég hef nemendur eru þeir búnir að vera á öllum tegundum af eiturlyfjum, þeir hafa drepið fólk, nauðgað, skotið, stungið og limlest. Stundum sín eigin börn og þá oftar enn ekki í nafni Guðs síns, ekki þíns. Þetta eru óskapleg mál mörg hver og það er ekkert pláss fyrir neitt kjaftæði um Guð í þeirra eyru. Fái þeir áhuga seinna þegar tilfinningalíf þeirra hefur náð þeim þroska að þeir ráði við það, þá er það þeirra mál.

Þú þarft að hugleiða munin á sannri trú og ofsatrú. Það er alls ekki það sama og margir trúmenn hafa farið verulega illa á þessu. Trúin gerir fólk ekkert heilagri enn annað fólk. Svo áttu ekki að vera að vitna í tjáningarfrelsi því þetta kemur því máli ekkert við. Það er bara fyrirsláttur. Það fer þér illa að leika hugsunaleysi og ábyrgðarleysi. ég held að þú þjáist af hvorugu...

Ég er ábyggilega ekkert minna trúaður enn þú, enn fer öðruvísi með það. Það er allur munurinn.

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 17:59

94 Smámynd: Ugla Stefanía Jónsdóttir

Sæll Snorri,

Ég hef eina spurningu fyrir þig, svona meðan ég man. Leggur þú trú þína upp úr gamla testamentinu og túlkar það sem stendur þar um samkynhneigð í skoðunum þínum, eða ferð þú eftir nýja testamenntinu?

Kv.

Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Ugla Stefanía Jónsdóttir, 18.2.2012 kl. 23:26

95 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæl Ugla

Ég vísa til Hins Nýja-Testamentis t.d. Rómverjabréfið 1.kafli og vers 21 - 28 og 1. Korintubréf kafli 6: 9

en þessi vers ríma alveg við það sem Móse fékk að vita um málið og Abraham og Lot vitnuðu um og urðu sjónarvottar að. Guð dæmdi þennan lífsmáta á þeirra dögum og þá var ekkert lögmál eða sterkar trúarreglur - en fyrst áminntu englarnir íbúana en þeir reiddust og snérust harkalega í gegn siðapostulanum og því varð framhaldið eins og sagan greinir. Þér og mér er ætluð sama leiðin til að erfa fyrirgefningu og eilíft líf en það er að iðrast og snúa við. Það er alger óþarfi að koma einhverju hatri inn þá umræðu því Guð veit hvað er okkur til lífs og unaðar. Orð Drottins munu láta okkur standast, líkt og sagt var um Jósef.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 19.2.2012 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 240819

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband