Hvað er hægt að kjósa?

Kosningar á Íslandi eru leynilegar. Einn helsti kostur þess er sá að menn þurfa ekki að segja neitt hvern þeir kjósa. En ég hef verið að gera upp hug minn undanfarið og borið saman stefnur og efndir í stjórnmálum á Íslandi.

Fyrir mörgum árum komu þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin fram í nafni ríkisstjórnarinnar og báðu verkalýðshreyfinguna að stilla kaupkröfum í hóf. Þjóðarsáttin var sett á laggirnar og menn þáðu lág laun svo fyrirtækin gætu hagnast og dafnað. Þegar þau síðan hafa treystg sig í sessi þá gætu þau gaukað molum af borðum sínum til smælingjanna. Enn eru fyrirtækin ekki nægilega vel stödd til að geta borgað mannsæmandi laun til starfsmanna sinna en milljónatekjur falla þeim í skaut sem stjórna. Þeir fá að stjórna okurvaxtastigi á okkur, hafa verðtryggingu í gangi og búa við sjálfvirkt kerfi sem mokar stjórnlaust fjármunum í bankakerfið. Vinstri menn (Framsókn) hefur ekki lagað ástandið.

Nú berjast vinstrimenn fyrir því að taka Reykjavíkurflugvöll frá landsbyggðinni og stöðva atvinnuöryggi á höfuðborgarsvæðinu með því að bregða fæti fyrir Álverinu í Straumsvík.

Það var ekki fyrr en Steinunn Valdís var á síðustu mánuðum starfsferils síns sem borgarstjóri að hún þorði að jafna laun láglaunakvenna og sýna í reynd að R-listinn stóð fyrir jafnrétti. En hvað með starfsfólk Háskólasjúkrahúss? Af hverju eru ekki mannsæmandi laun þar í boði nema hjá læknum? Annað starfsfólk var hneppt í fjötur "þjóðarsáttar" vinstrimanna og enn er ekki búið að láta fjötrana rakna!

Á ég að kjósa þetta fólk yfir mig? 

Kvótakerfið hefur reynst afar viðsjárvert. Fiskifriðun hefur ekki komið fiskimiðunum til góða. Kvótakerfið hefur komið því til leiða að allir sjómannaskólar (vélskólar) hafa horfið í námsvali unglinganna. Þessari dauðahönd er ekki lyft af landinu í "öllu góðærinu".

Flýtur á meðan ekki sekkur, má segja en kvótinn og sjávarútvegurinn er kominn uppí "harða grjót"  þar sem nefna má eyðileggingu sjávarbyggðanna í kringum landið sbr. Vestmannaeyjar, Vestfirðir. Aðeins einn flokkur berst fyrir afnámi þessa kerfis!

Siðferði þjóðarinnar og frelsi til athafna skiptir okkur öll miklu. Nú er svo komið að ég heyri alla flokka státa af því að þeir vilja setja lög yfir mig að ég "megi gifta" samkynhneigð pör. Kristinn boðskapur telur þennan lífsmáta Guði vanþóknanlegan og því fæ ég engin aukin réttindi. Ég fæ aðeins það að "samkynhneigðir" geta farið fram á að ég hlíti lögum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þessa stefnu á síðasta landsfundi. En til hvers mun þetta leiða? Eftir því sem birtist í "The Advocate" (sept.1987), málgagni samkynhneigðra í Bandaríkjunum þá kemur baráttuáætlun þeirra í 7 liðum. í lið  nr. 2 er sagt: " þið getið annaðhvort látið okkur ganga í hjónaband eða við útrýmum kirkjubráuðkaupum sem og synagógu giftingum". Í lið nr. 6 er sagt:" Að lokum, að öllum líkindum munum við fá breytt nokkrum köflum Ritningarinnar og endurrita aðra, útrýma nútímaskilningi á hjónabandinu og notum orð sem leyfa samkynhneigðumað túlka kaflana okkur í vil."

Er eitthvað annað en þetta í gangi? Þegar ég ber þessar upplýsingar við stefnumál stjórmálanna þá finnst mér þeir allir stefna að því að svifta mig rétti til að gifta, prédika og kenna það sem Biblían  boðar.

Þessi hópur mun síðan sverfa að öllum frjálsum kirkjum og koma því til leiðar að þær missi opinbera viðurkenningu og réttindin frá löggjafanum til að gifta hjón ef við neitum samkynhneigðum þeirri þjónustu.

Af þessu leiðir að nútíma-stjórnmálaflokkar eru ekki traustsins verðir til að stýra Íslandi til heilla og hamingju. Góðærið hefur leitt til misvægis. Skattleysismörkin eru miðuð við öryrkja og bankar sem borga starfsmönnum sínum hátt í milljarð í starfslokasamning borga smáaura til ríkis, skóla og heilbrigðiskerfis. 

Kerfið snýst um PENINGANA en ekki FÓLKIÐ ! Og kirkjurnar tala ekki gegn ranglætinu en biðja jafnvel um löggjöf sem heimilar þeim að blessa syndina! Í hvað erum við komin?

Vil ég tilheyra þannig þjóðfélagi? 

Ég held ég skili auði og hvet alla trúaða til hins sama! 

kær kveðja

Snorri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Ekki er þetta svona svart, Snorri.  Það er margt sem mætti betur fara, vissulega og ég var komin með sömu niðurstöðu eins og þú, vegna eins máls, og það var afstaða flokkanna til Palestínu, sú kjaftasaga gekk um að allir ætluðu þeir að koma á stjórnarsamstrarfi við Paló. Mér blöskarði þetta rosalega, hvernig er hægt að fara í stjórnasamband sem eru hryðujverkjasamtök, hóta að útríma Israel og Gyðingum, sem geta ekki einu sinni unnið sín á milli án þess að drepa hvorn annan og meiða. Og hvað stóð eftir að sjálfstæðisflokkurinn væri eini sem ætlaði ekki út í þetta samstarf. Við vitum alveg að VG eru Anti fasistar, einn er sérlegar grófur.  Að minu mati er samfylkingin eina leiðinn, þetta er málefnalegur og sterkkur hópur, oh maður er ekki sammála öllu, Enn þau hafa verulega sterka og góða velferðarstefnu, og nota bene hafa aldrei rætt sín á milli hvorki stjórnarformenn eða aðrir  um að koma á stjórnar samstarfi við Palestinu. (fékk svar frá flokknum þess efnis)

Það má heldur ekki gleyma því að Alþingi mun ekki setja lög um hvað Kirkjan á þessu landi má eða ekki má gera, það er í bágu við trúfrelsi og málfrelsi.

Samkynhneigðir eru ekki vondu karlarnir eða konurnar. Og ég veit og geri mér grein fyrir hvað ritningin segir um þau mál og ég er gjörsamlega ósammála því að gifta H og L enn hvað sem því við kemur þá hafa þeir barist harðri báráttu um mannréttindi sem þau hafa fengið,enn núna virðist baráttan hjá þeim hafa snúist út í öfgar og er ekki með fullu réttlát.  Páll Óskar sagði í viðtali, að fólk yrði að bera virðingu fyrir trú fólks, (man ekki orðrétt svo ég get ekki skrifað allt sem hann sagði) enn þarna er maður á ferð sem er einstakur, hann er meira enn að vera samkynhneigður alveg eins og við erum meira enn að vera gagnkynhneigð.

Ég þarf ekki að skila auðu, trúarafstaða mín er ekki bitbein í þeim flokki sem ég kýs, flokkurinn sem ég kýs ætlar ekki í samstarf við þá sem hata Gyðinga og Kristna menn með því að flæma þá burt úr Betlehem og senda sprengjur yfir landamærin til fullveldis ríkis.  Innan floksins sem ég kýs er persónur hafa barist baráttu þeirra sem minna mega sín, ég get ekki ætlast til meira af mínum flokki.

Nota bene svona í lokin vegna trúar afstoðu minnar var ég tilbúin að skila auðu, enn og fórna mínum hagsmunum.  Enn ég þarf þess ekki.   Hvernig sem trúaðir kjósa verða þeir að vera sáttir við Guð og menn, finna heilbr. jafnvægi.  Sem ég hef fundið hjá ...flokki valkyrjanna.  segi ekki meir.

Friður til þín og þinna.

Linda, 8.5.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Snorri, við höfum hvorki hitst né talast við. Samt finnst mér eins og ég kannist dálítið við þig, kannski eins og margir aðrir landsmenn. Mér hefur ekki, frekar en öðrum, dulist að þú hefur skoðanir á þjóðfélagsmálum, sem mótast af kristinni lífsýn og réttsýni. Stundum hef ég ekki verið sammála þér í upphafi jafnan hefur sannfæringarkraftur þinn og röksemdafærsla hrifið mig.  Núna er Bleik brugðið.  Stjórnmálamennirnir eru allir breyskir en ég trúi að þeir vilji amk flestir vel.  Það er skylda okkar að taka afstöðu og reyna að hafa áhrif til góðs. Það hefur þú reyndar gert allt þitt líf  og átt að halda því áfram.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður minn, ég skil Snorra vel. Hér hafa verið flokkar (Framsókn og Sjálfstæðisfl.) sem hafa oft haft á orði í stefnuskrám sínum, að þeir styðji kristin gild, kristna arfleifð. Svo auglýsir Framsókn nú opinskátt stefnu sínma í samkynhneigðramálum, sem alls ekki samrýmist þessum gildum, og Sjálfstæðisflokkurinn er engu betri, fyrir utan að hann hafði forgöngu að því að aflétta öllum hömlum á einkareknu vændi, vill stofnfrumufrumvarp í gegn og heldur áfram sinni fósturdeyðingastefnu á fullri ferð. Því kýs ég hvorugan flokkinn við næstu kosningar. En þinn eigin flokksmann, Magnús Þór Hafsteinsson, finnst mér heiður að fá að kjósa, enda veit ég vel af hans góðu framgöngu í stofnfrumumálinu og tel hann hafa talað af bæði ábyrgð, skynsemd og hyggindum um innflytjendamálin, kvótamálin og fleira. Ef þið Frjálslyndir tengið þessi fólksfjöldamál við fósturdeyðingarnar, eins og rökrétt er, þá gætum við kannski vænzt bandalags þess flokks og margra kristinna manna um að stefna að stífari löggjöf á því sviði eftir allt það taumlausa stjórnleysi sem þar hefur ríkt lengi. - Með kærri kveðju til ykkar, Linda, Snorri og Sigurður, og hvatningu til kristinna stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna að endurskoða afstöðu sína til þeirra í ljósi kristilegs siðgæðis og kristinnar kenningar frá upphafi,

Jón Valur Jensson, 9.5.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef ítrekað lýst þeirri skoðun minni að virða verði frelsi trúfélaga í þessu efni og mun beita mér gegn því að frelsi þeirra verði skert að þessu leyti. Vígslurétti frjálsra trúfélaga verður að vera þeirra og það má ekki ganga gegn því inntaki sem trúfélögin standa fyrir. Hugmyndir í þá átt er beiðni um valdníðslu.

Jón Magnússon, 9.5.2007 kl. 14:07

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón

Mér líst vel á þessa yfirlýsingu þína og vona að þingflokkurinn sé þér sammála. Sigurður, ef bróðir þinn er sama sinnis og þú þá veit ég alla vega um 3 innan F-listans sem mundu ekki löglefa giftingu samkynhneigðra í kristnum trúfélögum. Svo líst mér afar vel á að þið beytið ykkur gegn landeyðingarsefnu kvótakerfisins.

Ég segi Guð blessi ykkur og auki fylgi við ykkur!

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 9.5.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég trúi varla að ég sé að lesa greinar eftir trúað fólk. hafið þið gleymt "af ávöxtunum skulið þið þekkja þá?" Snorri þú segir:

Vil ég tilheyra þannig þjóðfélagi? 

Ég held ég skili auði og hvet alla trúaða til hins sama! 

Einmitt, þetta er stóra spurningin, viltu tilheyra þjóðfélagi sem öryrkjar þurfa að fá ráðherra sakfelldann til þess að ná fram því sem þau eiga rétt á? Viltu tilheyra samfélagi þar sem gamalmenni eru orðinn annars flokks borgar og fá ekki einu sinni að ljúka lífdögum sínum með betri helmingnum. Þar að auki eru þau tvísköttuð og fá varla aura sem nægja til framfærslu á einföldustu hlutum!!

Að skila auðu jafngildir því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, kosningarkerfið virkar þannig að þau atkvæði sem auð eru virka sem styrkur stærsta flokksins. Þannig með því að skila auðu ertu í raun og veru að veita stærsta flokknum styk. Þetta hef ég eftir Ólafi H. Þórðarsyni Próf. í Stjórnmálafræði.

Ég hvet ykkur eindregið til þess að kjósa flokk sem fer eftir hjartanu, það verður að laga velferðarkerfið svo sjúklingar þurfa ekki að bíða í marga mánuði eftir bráðaþjónustu! Þetta allt þarf að laga Sjallarnir hafa fengið 16 ár og framsókn 12. Þeir eru búnir að fá sín tækifæri og nú er kominn tími á breytingar!!

Ég hvet alla trúaða að skoða hug sinn og hjarta betur, ég skal ekki segja hvaða flokkur það á að vera en ég treysti skynsemi fólks!

Guð blessi ykkur og varðveiti!

kveðja,

Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Snorri, það er gaman að eiga skoðanaskipti við þig og mér segir hugur að framhald verði á því.  Mér hefur aldrei dulist að þú ert einarður þegar þú þarft að beita þér fyrir góðann málstað. (t.d. Kristnihátíðin)  Hann bróðir minn á það sameiginlegt með þér, Þess vegna  býst við að hann eigi um þessar mundir of annríkt til að taka virkann þá í bloggi og tek ég mér því bessaleyfi til að svara fyrir hans hönd.  Sigurjón sagði mér af kumpánlegu spjalli ykkar í flugvélinni um daginn.  Við metum góð orð þín og stuðning mjög  mikils og ég heiti því að  bregðast aldrei því trausti. -------------

Sigurður Þórðarson, 9.5.2007 kl. 22:21

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er líka gott að fara með bæn, áður en gengið er inn í kjörklefann!

Ég er ekki vís til að skila auðu, nema Drottinn tali það sterkt til mín!

G.Helga Ingadóttir, 9.5.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Guðsteinn Haukur

Ég er aðeins að segja "Ég held að.."

Ég er sársvekktur út í meðferðina á öryrkjum. Hér á Akureyri á ég kæran vin sem hefur verið að berjast við krabbamein undanfarin ár. Bati varð á meininu og hann nældi sér í vinnu til að auðga sig og félagslega stöðu sína. Hann hafði ánægju af því að taka aftur þátt í atvinnulífinu en við það skertust kjör hans um 82%. Skatturinn tók af laununum og kerfið tók af bótunum!

Ég spyr, hverjir reikna þessa velferð út? Hvaða snillingar búa til svona kerfi? Vildi ég búa í því landi að ef ég veiktist þá væri ég orðinn eignalaus að ári liðnu? Vil ég búa í landi þar sem bankinn minn má krefja mig um rúmlega 20% vexti en bankastjórinn hefur tækifæri til ofurlauna án áreynslu?

Eru öll landamæri siðferðis og sanngirni horfin úr Sjálfstæðis- Íslendingum ?

Munu vinstri menn laga kjörin?  Má ekki benda á þá staðreynd að kjör kvenna löguðust fyrst undir R-listanum rétt í lok valdatíð þeirra? Verður ekki sama með öryrkja að kjör þeirra verða ekki lagfærð fyrr en í lok tímabilsins?
Ég get ekki annað en tortryggt þá sem setið hafa  við stjórnvölinn og dregið lappirnar.

Samkynhneigðum er lofað ótakmörkuð réttindi en öryrkjum hvað?

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 10.5.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Snorri, ég held ég viti hvaða vin þú átt sem er með krabbamein, hann er einn af þeim sem leiddi mig til trúar á sínum tíma þegar ég bjó á Akureyri og tilheyrði Hvítasunnukirjunni þar. Hann er í bænum mínum á hverjujm einasta degi og einmitt hans vegna eigum við að skipta um stjórnendur þessa lands. Það þarf fólk sem hugsar með hjartanu og þjónar ekki mammón eins og Sjálfgræðismenn.

Varðandi málefni samkynhneigða þar erum við sammála, en ekki á sömu forsendum. Ég minni þig á orð Geirs Haarde þegar hann lýsti því yfir að  hann hugðist beita valdi sínu samkynhneigðum í vil. Þetta á við um alla flokkanna, meira að segja Frjálslynda, þú getur nálgast þátt á rúv.is þar sem formaður frjálslyndra lýsir því yfir að hann sé hlynntur giftingu þeirra. Þannig þú sleppur ekki við það, því allir flokkar eru sammála þessu.

Það er einnig ekki rétt hjá þér að kjör kvenna löguðust ekki fyrr en undir lok R-listans, þvert á móti. Ingbjörg byrjaði á borginni sjálfri og breytti þar talsvert um áherslur og jafnaði laun þeirra og fjölgaði konum í störfum borgarinnar. Svona var þetta alla valdatíð R-listans, þ.e. að kjör kvenna bötnuðu smátt og smátt. Róm var ekki byggð á einum degi eins og sagt er, og eftir áralanga valdatíð íhaldsins, þá var það mikið verk að lagfæra það sem hafði farið úrskeiðis. Auk þess vil ég minna á þann skuldahala sem sjallarnir skildu eftir sig þegar R-listinn komst til valda.

Ég get ekki annað en tortryggt þá sem setið hafa  við stjórnvölinn og dregið lappirnar.
Einmitt!! Þetta eru þín eigin orð! Hvað í ósköpunum græðir þú þá á því að kjósa íhaldið?

En samkynhneigðum hefur verið lofað meira en nokkrum öðrum minnihlutahóp, ég tek undir það. Við erum sammála í þessum efnum. En fyrst allir flokar lofa þessu, þá er varla hjá því komist en að velja einhvern þeirra.

Eins og nýafstaðinn prestastefna sýndi þá eru kirkjunnarmenn ekki tilbúnir að breyta orðum Guðs og ganga þvert á boðskap fagnaðarerindisins. Það sem ég sé fyrir mér að gerist á næstu missurum er að lögð verði fram málamiðlunartillaga, sem myndi heimila prestum að gefa þetta fólk saman, en ekki með blessun Guðs. Þeir myndu ganga frá lagalegu hliðinni og ekkert meir. Prestarnir eru hræddir og standa ekki vörð um boðskap frelsara okkar, þess vegna held ég að þessi skulum við segja 'pólitíska' leið verði farinn. En við skulum bíða og sjá hverjar málalyktirnar verða. Eina sem við getum gert er beitt mátt bænarinnar og beðið fyrir þessu, og vonað að Guð hafi hendi sína í þessum málum og opinberi sinn vilja fyrir Íslendingum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.5.2007 kl. 00:57

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Guðsteinn,

Ég trúi því ekki að formaður minn Guðjón Arnar Kristjánsson hafi sagst vera "hlyntur giftingu samkynhneigðra", eins og þú orðar það.  Í Frjálslynda flokknum er margt trúað fólk, sem á það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða, þó allir hafi ekki sömu trú. Kristnir menn sem eru í miklum meirihluta hafa sýnt okkur hinum skilning og kristilegt umburðalyndi.  Allir sem þekkja Guðjón vita að hann er grandvar maður. Hann hefur sagst vilja draga úr beinum tengslum ríkis og kirkju (ríkis- eða þjóðkirkju) ekki til að gera veg kristni minni heldur þvert á móti.  Frjálslyndir vilja umfram allt virða gildi safnaða og trúarinnar.  Í þessu felst að þeir myndu aldrei íhlutast um málefni þjóðkirkju eða frjálsra safnaða í þá átt að menn gangi gegn trú sinni og kenningum Biblíunnar, eins og sumir stjórnmálamenn vilja gera.  Fríkirkjan og einstaka prestar eru þegar byrjaðir að blessa samband samkynhneigðra. Á sömu forsendum hefur Guðjón væntanlega ekki viljað  blanda sér í innri málefni þeirra.  Kirkjurnar verða sjálfar að ráða sínum málum.

Sigurður Þórðarson, 10.5.2007 kl. 08:51

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurður, hér er umræddur kastljósþáttur. Hann reyndar bendir á að trúfélögin eiga sjálf að ákveða þetta og því er ég sammála. Hvert trúfélag verður að vera ábyrgt fyrir sínum gerðum. Takk fyrir greinargóð svör og ég sé til hvað ég kýs, þegar menn eins og þú sem og Jón Magnússon eru annars vegar, þá er aldrei að vita að maður skiptir bara um skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.5.2007 kl. 18:38

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Sæll Guðsteinn og takk fyrir jákvæð svör.

Ég smellti mér á heimasíðuna þína og fannst hún dálítið áhugaverð.  Sjálfur hef ég ekki komið því í verk að koma mér upp síðu. Sjálfur er ég gamall sjóari og réri m.a. um tíma frá Grindavík með þeim öndvegismanni Ólafi R. Sigurðssyni:   

http://www.visir.is/article/20070510/SKODANIR/70510020/1222/SKODANIR 

 Nú skilur þú af hverju mér rennur blóðið til skyldunnar.  Hann er milli steins og sleggju. Í helgri bók stendur að sannleikurinn geri menn frjálsa.  Í vissum skilningi er það rétt en ef Ólafur stígur fram  í Kompas , eins og honum hefur verið boðið, og játar það sem allir vita, fer hann í fangelsi.  Þannig er nú þetta kerfi. 

Sigurður Þórðarson, 11.5.2007 kl. 00:41

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil það manna best, ég frá þessu sjávarplássi og sumir frændur mínir eru einmitt kvótagreifar, þeir þurfa ekki einu sinna að vinna!! En ég þekki Óla og þann mann sem hann hefur að geyma og fullyrði að þar er sterkur kakarkter á ferð. En ég skil afstöðu þína og lofa að lesa mig betur til fyrir kosningar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.5.2007 kl. 10:39

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hverjir þora í slaginn að laga kerfið gallaða?

Ég spurði Ísólf Gylfa þessarar spurningar og hann sagði mér þá að þetta kæmi aldrei til umræðu á þingi. Síðan eru liðin 6 ár og enn eru aðeins örfáir sem nefna kerfið og vilja breyta því.

En mundi eitthvað mikið breytast þó svo kerfið yrði lagt af? Sjósókn minnkaði ekkert, og trúlega myndu aflatölur aðeins breytast- við yrðum líklega með sannari samsetningu og tveggjanátta fiskur kæmi þá í saltstakka fiskverkunarinnar. Það yrði engum refsað fyrir að koma með verra háefni að landi.

Þannig sé ég það sem grundvallarforsendu til að laga fiskveiðikerfið og það er að 1. byrja á því að opna það, 2. auka kvótann, 3. hleypa öllum frjálst á miðin og setja síðan nýjar reglur sem byggðust á samanburðartölum um afla undanfarin 10 ár og eftir einhver ? t.d.2 - 3!

Þá þyrfti enginn að skerðast útgerðarlega séð.

En svo má líka spyrja, hvenær hafa menn "grætt" nóg? Það er alltaf takmörk fyrir allri uppskeru og viðkomu í dýraríkinu en lána- og peningakerfin virðast hafa rétt til að heimta ótakmarkaðan hagnað. Ég tel að meista meinin í þessu öllu er spilltur hugsunarháttur manna, þar er stóra meinið!

kær kveðja

snorri 

Snorri Óskarsson, 12.5.2007 kl. 10:46

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú er þessi kosning afstaðin. 11 atkvæði greidd Framsóknarflokki þurfti til að hreyfing færi af stað sem hefði skilað Frjálslyndum 5 þingmönnum og fellt stjórnina.  Þetta gerist vegna þess að uppbótaþingmenn eru of fáir.                       Þessi leikur fór svona.     Við megum aldrei missa móðinn. Ég trúi því að rétt eins og vatnið rennur niður halla (nema við afbrigðilegar aðstæður og það sé ís eða gufa) muni  réttlætið sigra að lokum.  Hvar er gamla slagorð Heimdellinganna "Gjör rétt þol ei órétt"?  Er það gleymt og grafið í  græðgisvæðingunni?

Sigurður Þórðarson, 14.5.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 240982

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband