ógnanir í okkar nafni!

Öllum sem hafa fylgst með málefni Israels og samskiptin við nágranna þess hafa séð ógnanir við gyðingana í öllum hornum. Nægir að nefna Gaza sem Ísraelar yfirgáfu fyrir tíu árum en það skapaði engan frið. Suður Líbanon var hersetin um tíma til að mynda fjarlægð eða stuðpúða vegna fyrirhugaðra árása. Svo yfirgáfu Ísraelar S.-Líbanon og eldflaugum rigndi yfir Ísrael um leið. Krafa var gerð á Ísraela að gefa Gólanhæðir eftir og semja við Assad. Hans þjóð hefur ekki einu sinni þolað Assad en Ísrael átti að friðmælast við hann s.kv. stuðningsaðilum Palestínu.

Nú hefur Ísland sent G.Braga til Mið Austurlanda þar sem ítrekaður var stuðningut við tveggjaríkja lausnina og það á meðan assad hefur hvatt unga fólkið sitt til að stinga og drepa gyðinga hvar sem í þá næst. Þessi frétt er einmitt framhald af þeirri heimsókn og ætti að hafa þau áhrif að Ísland breyti afstöðu sinni til tveggja ríkja lausnarinnar. Öll Jórdanía var gefin af Bretum til Araba og gyðinga svo allir gætu lifað í friði og það var eftir WW1 eða fyrri heimstyrjöldina. Af hverju dugði ekki sú tveggja ríkja lausn?

Það verður aldrei hægt að byggja frið í Palestínu með því að ala á hatri og manndrápum á gyðingum. Utanríkisstefna Íslands er því lóð á vogarskálar haturs og öryggisleysis í Ísrael.

Við, Evrópubúar erum að komast í samskonar togstreitu innan okkar svæða og við sjáum Ísraela hafa búið við áratugum saman. Er ekki kominn tími til, að við, fáum utanríkisstefnu sem stuðlar að alvöru friði með klárri stefnu okkar að við styðjum lífvænlegt land og umhverfi gyðinga í Mið Austurlöndum?

Snorri í Betel


mbl.is Hermenn taki vopn sín heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 241027

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband