er þá ríkinu ekki treystandi fyrir kristniboðinu?

Ég þykist vita að í Danmörku er ríkiskirkja, Lútersk og umburðarlynd. Þar hefur kirkjan verið tengd konungsvaldinu og framlengd hönd konungs/drottningar og þings. Um aldir hefur þetta fyrirkomulag verið varðveitt og talið mjög hagstætt enda stýrt siðferðisviðmiði Dana og Íslendinga áður með ívafi valdsins. Stjórnarskráin okkar sem er frá Dönum komin gerir ráð fyrir samskonar tengingu við ríki, kirkju og forseta. Forsetinn er ,,verndari" íslensku þjóðkirkjunnar.

En í Danmörku og hér hallar undan fæti. Bólu Hjálmar sagði: ,,Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti"! Má ekki spyrja hvers vegna hefur valdastofnuninni ekki tekist að tengja danskinn við kristnina? Er sama þróun hér að Íslendingurinn sér sig ekki sem kristinn mann og Ísland og Kristni eiga trauðla lengur samleið? Við eigum okkar þjóðsöng: ,,Ó, guð vors lands", okkar þjóðfána með krossum vegna krists og Passíusálma vegna trúarhita miðalda sem mótuðu menningu landsins um aldir. Sama er hjá Dönum með fánann sem af mörgum er álitinn einn sá fallegasti í veröldinni.

En af hverju er danska samfélagið ekki með ,,erfðaefni sem er bundið kristnum gildum"? Nýlega sagði Kári Stefánsson frá því að skv. rannsóknum ÍE þá fer Íslendingum aftur í gáfnafari á sama tíma er talað um hningnun Guðstrúar hjá þjóðinni! Ætli sé hið sama að gerast í Danmörku að ungir menn hjá báðum þjóðum eru að forheimskast?
Biblían er mjög skír á því að: ,,Heimskinginn segir í hjarta sínu,:,,Enginn Guð er til" Sálm. 53. Samtíminn bergmálar af þessu og rannsóknir sýna sömu niðurstöðu. Óyggjandi er að við stefnum niður á við!

Trúin á Guð er nenfilega ræktuð og æfð. Postulinn segir:,,En hafna þú vanheilögum kerlingaævintýrum og æf sjálfan þig í Guðhræðslu. Líkamleg æfing er nytsamleg í sumu en guðhræðhefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda." 1.Tím.4:7

Guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og ef þjóðkirkurnar eru ekki að ráða við verkefni boðunar kristinnar trúar þá ætti ríkisvaldið að einkavæða trúboðið og kaupa þjónustuna af hinum trúuðu sem æfa menn til guðhræðslu og draga ekkert undan. Við köllum það hin frjálsu kristnu trúfélög.  Líf þjóðarinnar og þjóðarvitund okkar liggur við. Þeir einir eiga að verða prestar og boðberar sem trúa og mæla fram Biblíuorðið

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði Guðs. Sálm.119:9

Nú höfum við öðlast óskorað málfrelsi,skv Dómsniðurstöðum. Tjáum okkur, trúum og björgum þjóðunum. Áfram Ísland og áfram Danmörk.

Snorri í Betel


mbl.is „Fávisku borgaranna að kenna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti gjarnan vera meiri samkeppni um biskups-stólinn í Þjóðkirkjunni og að það væri alltaf einhver sem að "bankaði uppá" / sæktist eftir því að komast í það embætti með því að sýna hvað mætti gera betur með einföldum ábendingum:

=Embættið vantar heilbrigt aðhald.

Jón Þórhallsson, 16.3.2016 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ps. Á ekki alltaf að vera stór stafur í byrjun hverrar setningar?

Jón Þórhallsson, 16.3.2016 kl. 11:18

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Stór stafur í byrjun setningar nema setningin sé innskotssetning eða aukasetning. En eftir punkt, upphrópun- eða spurnarmerki skal vera stór stafur s.k.v. íslenskri stafsetningu.

Snorri Óskarsson, 16.3.2016 kl. 21:47

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég skil ekki hvernig biskup íslands hafi geta vígst inn í samfélag heilagra á meðal margra biskupa á sínum tíma og fótum-troða svo BIBLÍUNA/ORÐ GUÐS með því að blessa samkynhneygð hjónabönd.

http://www.dv.is/folk/2012/8/5/hlynnt-hjonabondum-samkynhneigdra/

--------------------------------------------------------------------

Varðandi stafsetningarmálin sem eru væntanlega auka-atriði þessa pistils; að þá átti ég nú reyndar við FYRIRSÓGNINA á pistlinum.

Jón Þórhallsson, 17.3.2016 kl. 10:04

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Það er víst eitt, að fá að vera forseti Biblíufélagsins og biskup þjóðkirkjunnar og svo annað að trúa því sem Biblían boðar og þjóðkirkjan á að kenna. Þar sem ,,kreddufesta" í trúmálum hefur verið á undanhaldi þá er skiljanlegt að menn lendi í ógöngum trúarlega en það er óskiljanlegt að fræðingar og varðhundar kenningar kirkjunnar skuli hafa villst svona rækilega af leið. 

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 17.3.2016 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband