21.3.2008 | 17:58
Endurmenntun fyrir hvað? Imman Madí? Messías?
Allt er breytingum háð. Nú sjá Saudar að Islam gengur ekki upp, Sharialögin koma ekki nema takmarkað að gagni því trúin hefur ekki borð þann ávöxt sem vænst var eftir.
Trúlega má tengja þetta við illvirkin og spennuna sem hefur myndast milli Vestur- og Miðausturlanda. En ég hallast að annarri skýringu. Allir vita að gyðingar, kristnir og múslimar bíða eftir birtingu "Messíasar, "Jesú" eða "Imman-Madí". Sá sem Biblían kynnir hann mun birtast sem snillingur bæði í hernaði og fjármálum. Kallar samtíminn ekki einmitt á birtingu slíks manns?
Hann á að geta sameinað gyðinginn, Evrópubúann og múslimann undir eina stjórn, ein lög og einn markað. Þessi markaður verður með höfuðstöðvar í Róm og lætur alla smáa, stóra, ríka og fátæka vígjast inní heilagt samband friðar og viðskipta. Hann mun sjálfur heimta það að verða meðtekinn sem Guð og ætlar að setjast að í Musteri Guðs sem á eftir að rísa á Móríafjalli (Musterishæðinni) í Jerúsalem. Þeir sem gangast honum á hönd munu taka merki hans á enni og hægri hönd. Þá verður þeim fjálst að kaupa og selja að vild án áhættunnar að tapa milljónum vegna gengistaps. Hinir sem ekki fá merkið verða þrælar og réttlaus vinnulýður.
Nú er greinilegt að tíminn er kominn til að stórviðburður eigi sér stað í trúmálum veraldar. Evrópa er á barnmi trúarstyrjaldar eins og greinilegt er af fréttum frá Hollandi, Danmörku, Serbíu og fleirri stöðum.
Hinn þátturinn kemur frá Dalaí Lama. Er hann ekki "Endur-holdgaður guð"? Hvernig getur slíkur sagt af sér? Aðeins ef annar kemur og tekur stöðu hans. Því er það svo að bæði frá Tíbet, Saudi-Arabíu og hinni trúlausu Evrópu þá standa menn frammi fyrir páskavalinu. Það er hvern á ég að gefa lausan Jesú eða Barrabbas (Imman Madí, Antikrist eða konung Evrópu)?
Hvað velur þú, kæri lesandi?
Jesús frá Nazaret leið krossdauða fyrir þig svo þú mættir vita að trú á hann mun færa þér eilíft líf og frelsi frá trúarbrögðum sem þurfa að endurmennta kennimenn eða blekkja áhangendur. Jesús er eini vegurinn og eini meðalgangarinn milli Guðs og manna!
Þú þarft ekki að vera bókstaftrúar kristinn, heldur af hjarta hlýðinn Drottni okkar, Jesú Kristi. Þá þarf ekki að heilaþvo þig heldur hreinsa hjartað þar sem lögmál Drottins verður ritað fyrir kraft heilags anda.
Gleðilega páska!
Snorri í Betel
![]() |
Klerkar endurmenntaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðs ríki er innra með yður.
Sigurður Árnason, 22.3.2008 kl. 06:27
Hvernig fer and-kristur að því að fá trúlausa Evrópubúa til að samþykkja sig sem Guð? Verður vantrú.is lögð niður þá? Ég sé ekki fyrir mér Evrópubúa, sem flestir eru frekar „jarðbundnir“ og „trúlitlir“, trúa því að maður sem hefur sest að í musteri Guðs á Musterishæðinni í Jerúsalem sé Guð. Skrítnar eru hugmyndir þínar Snorri.
Ég man eftir að hafa lesið bók eftir predikara nokkurn. Hann sagði frá því að á sjötta og sjöunda áratugnum hafi hann verið alveg viss um að endurkoma Jesú væri rétt handan við hornið. Fyrir lægi styrjöld, þar sem þjóðir heimsins, undir forystu Sovétríkjanna, myndu gera árás á Ísrael. Bandaríkin ein myndu koma Ísraelum til hjálpar. Í hamaganginum myndi svo Jesús koma aftur og fresla Ísrael.
Þegar ég var ný "frelsaður" (kringum 1993), töldu flestir hinna trúuðu sem ég umgekkst, að Jesús kæmi aftur ekki mikið seinna en árið 2000, ef ekki fyrir þann tíma. Árið 2000 kom og fór. Ég reikna með að þú hafir talið á þínum yngri árum, að endurkoman væri rétt handan við hornið, og hafir ekki talið mjög líklegt að það myndi dragast til ársins 2010. Þá ert þú ekki sá fyrsti, eins og Nýja testamenntið ber með sér.
Sindri Guðjónsson, 23.3.2008 kl. 00:02
Kæri bloggvinur, ég óska þér og þinum gleðilegra páska.
Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 14:18
Sindri gleðilega páska.
Jesús er upprisinn eins og þú máttir sjá á myndinni "The Fabric og time" - amen.
En guðlausir Evrópubúar taka And-Krist ekki endilega sem Guð, það munu því miður gyðingar gera. Arabar veita honum viðtöku sem Imman -Madí.
Þó að við vitum ekki alla leyndardóma þá er niðurstaðan mjög skýr - þetta verður. Hinn vantrúaði mun heldur ekki trúa sínum eigin augum og kemst þess vegna ekki undan valdi Antikrists - sama hvort hann trúir því eða ekki. Stundum taka menn yfirvegaða ákvörðun og komast síðan ekki undan alvarlegum afleiðingum hennar sbr. Júdas.
Vissulega hafa kristnir menn oft trúað að skammt væri í endurkomuna og atburðir síðustu aldar hafa ekki bent til neins annars. Eitt stærsta táknið er og var endurkoma gyðinganna til Landsins helga. Þá var gjarnan bent á að þessi kynslóð mun ekki líða undir log fyrr en allt er komið fram. Ein kynslóð er ekki langur tími en hve langur?
Ísraelsríki fagnar 60ára afmæli sínu á þessu ári og Tel-Aviv 100 ára afmæli. Tími kynslóðarinnar er ekki mikið lengri en hvað 67 ár?
Svo við vitum að mjög skammt er eftir til endurkomu Jesú Krists. Ég bið og vona að við verðum báðir viðbúnir.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 23.3.2008 kl. 17:30
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Snorri
Takk fyrir frábæra grein. Það væri gagnlegt ef þú myndir halda áfram í sama dúr, lið fyrir lið um endatímana.
Gleðilega páska
Biðjum Jerúsalem friðar
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:36
Já, þetta eru spennandi pælingar. Að vísu virðast kenningar um endatímana vera eins misjafnar og kristnir eru margir, en þetta er spennandi.
Andri (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.