Páskar - framhjáganga!

Ég hef tekið eftir því að undanfarin ár hafa nokkrir ritstjórar og blaðamenn notað hátíðirnar jól og páska til að fylla blöð þeirra af efni vantrúar og niðurrifs á sögum og tilefni þessara kristnu hátíða. Frelsið til að spyrja og efast hefur verið fullnýtt til tjáninga og svo bætt um betur til að hræpa þá sem trúa þessum gömlu sögum.

En þessar sögur eða upplýsigar eru þó staðfestar bæði af fornleifafræðignum sem og sagnfræði. Ég vona að þú hafir einhverja ánægju af lestri þessarar færslu:

Orðið "páskar" er komið úr hebresku og þýðir framhjáganga. Sagan bak við orðið er að Ísrelsmönnum var skipað að slátra páskalambinu og taka blóð lambsins og rjóða á dyrastafi og dyratré. Þá færi engill dauðans framhjá hverju því húsi sem hefði blóðið á hús dyrum. Þeir sem ekki höfðu blóði á dyrum hússins misstu frumgetning (fyrsta barn sem opnaði móðurlíf).

Fyrir fáeinum árum (1936 ) fundu fornleifafræðingar áletraða rósrauða granít steinhellu við uppgröft milli framfóta Sfinxins. Þar var sagt  frá óvæntri valdatöku Tutmósis IV, hann ætti að bera kórónu Suður- og Norður Egyptalands. En þessi Tútmósis IV komst til valda þó svo að móðir hans hafi ekki verið konungborin og að hann var yngsti  sonur. Elsti sonurinn átti að verða erfingi krúnunnar. En hvar var hann? Hann hafði dáið óvænt eina nóttina. Faðir Þessara drengja, Amenhotep II hafði einnig dáið óvænt. Af múmíunni má ráða að hann hafi drukknað.

Þessi Amenhotep II átti móður er var ein valdamesta drottning í allri sögu Faraóanna og hét hún Hatsepsut; sú giftist bróður sínum Tutmósis III en hann reyndi að afmá öll merki um þessa drottningu. Eitt af því merkilega við hana var að hún lét reisa hof, eða fórnarstað á Sínaískaga þar sem mátti fórna nautum, kvígum, kindum og geitum. Egyptar höfðu nautin í guðatölu og hvergi var nautum fórnað nema í þriggja dagleiða fjarlægð úr Egyptalandi á stað sem heitir Serabit. Þessi Drottning átti kjörbarn, sá var talinn bróðir Amenhoteps II.(Archaelogy 2. e. Dr Victor Pearce, eagle, guildford, surrey)

Þessar upplýsingar tengjast óneitanlega við sögu Biblíunnar af Móse sem var talinn dóttursonur Faraós og fór fram á að ísraelar fengju fararleyfi til þriggjadagaferðar út í eyðimörkina til að dýrka Guð Ísraelsmanna. Við erum að tala um um fólk sem var uppi á sama tíma, árabilið 1400 - 1300 f.kr.

Svo er vert að taka annað atriði inní þetta blogg. Það átti sér stað árið 52 e.kr. Þá gerði  þrætumaðurinn Þallus hverjum sem vildi tilboð um aðrökræða af hvaða völdum sólin hafði myrkvast í þrjár stundir fáeinum árum áður. Hann bjó í Róm og sú borg varð einnig vitni að myrkrinu mikla. Þar var kristinn maður Júlíus sem benti á að þegar fullt tungl er þá er útilokað að sólmyrkvi eigi sér stað og það á páskum. Aldrei snérist þrætan um það hvort sólin hafi myrkvast, það höfðu allir séð_ aðeins var leitað skýringa á því af hvaða völdum myrkrið varð!

Flegon nokkur ritaði  að á dögum Tíberíusi keisara hafi sólmyrkvi orðið undir fullu tungli.

Vert er að minna á bréfið hans Serapion sem geymt er í British Museum. Það er dagsett um árið 73 e.Kr. Hann er þar að fjalla um hefnd Guðs vegna dauða Sókratesar, Pyþagórasar og Jesú frá Nasaret. Um Krist segir hann:" Hvaða ávinning höfðu gyðingar af því að aflífa þeirra vitra konung? Það var stuttu eftir það að ríki þeirra var eytt. Guð hefnir réttvíslega."

Hér væri vert að skjóta inní sögu Gyðingaráðsins sem missti völdin fljótlega uppúr árinu 30, þurfti að fara að Zippoury í Galíleu (nálægt Nazaret), og þaðan til borgarinnar Tíberías. Ráið var rekið frá Jerúsalem vegna þess að þeir er í því voru urðu uppvísir að því að hafa logið sök uppá saklausa. Rómverjar gátu því ekki treyst ráðinu.

Við sem höldum páska, krossdauða og upprisu Jesú Krists höfum ærið tilefni til að fagna og horfa á hátíðina sem örugga sönnun þess að Guð keypti þig undan dómi og valdi syndarinnar. Jesús opnaði þér nýja veröld í gegnum eyðimörk og táradal ævinna, til hins eilífa lífs- þeirrar veraldar sem aldrei mun hrörna né farast. Þessi boðskapur var á dögum Páls postula studdur af 500 sjónarvottum sem  flestir voru á lífi fram til ársins 63 e.kr.

Biblían segir okkur meiri sannleika en þú trúir.

Gleðilega páska!

Snorri í Betel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Snorri.

Það fer lítið fyrir umfjöllun um Páskana í fjölmiðlum,hverju nafni þeir nefnast og er það miður.

Þess vegna er það kærkomið að þú,

sjáir þér fært að birta okkur sem lesum Bloggið, boðskapinn um Páskana.

Kærleikskveðja

Shalom !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þessar upplýsingar tengjast óneitanlega við sögu Biblíunnar af Móse

Ha? Ef þetta er rétt hjá þér, þá dó einhver sonur faraós og síðan er eitthvert hof einhvers staðar. Mikið finnst mér gaman að sjá hvað þú seilist langt til þess að finna eitthvað sem gæti hugsanlega tengst þessum goðsögum.

Svo er vert að taka annað atriði inní þetta blogg. Það átti sér stað árið 52 e.kr. Þá gerði  þrætumaðurinn Þallus hverjum sem vildi tilboð um aðrökræða af hvaða völdum sólin hafði myrkvast í þrjár stundir fáeinum árum áður. Hann bjó í Róm og sú borg varð einnig vitni að myrkrinu mikla. Þar var kristinn maður Júlíus sem benti á að þegar fullt tungl er þá er útilokað að sólmyrkvi eigi sér stað og það á páskum. Aldrei snérist þrætan um það hvort sólin hafi myrkvast, það höfðu allir séð_ aðeins var leitað skýringa á því af hvaða völdum myrkrið varð!

Til að byrja með þá langar mig að vita hvaðan þú fékkst þær upplýsingar að Þallus hafi verið í Róm og það árið 52 e.o.t., held að það sé bara skáldskapur hjá einhverjum trúmanni. Síðan er það eina sem við vitum að Þallus talar um einhvern sólmyrkva og það er bara óskhyggja að hann sé að tala um einhvern goðsögulegan sólmykva sem á að hafa myrkvað Jerúsalem við dauða Jesú.

En hvað ertu að halda því fram að sólmyrkvinn hafi náð yfir alla Evrópu (Róm og Jerúsalem)? Kannski allan heiminn?

Flegon nokkur ritaði  að á dögum Tíberíusi keisara hafi sólmyrkvi orðið undir fullu tungli.

Flegon talar um sólmyrkva, ekki undir fullu tungli. Enda er það ekki hægt.

Vert er að minna á bréfið hans Serapion sem geymt er í British Museum. Það er dagsett um árið 73 e.Kr.

Það er talað um 73 sem terminus post quem, eða fyrsta hugsanlega dagsetningin, og hann talar ekkert um Jesús. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2009 kl. 03:32

3 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæll.

Ég vil þakka þér kærlega fyrir góða grein og fróðlega,og td er Sagan öll með grein um krosvestingunna.

Eygló Hjaltalín, 9.4.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll og gleðilega páska, Hjalti Rúnar.

Satt segirðu, þessar sögur tengjast, við Móse, við páskana við Jesú og okkur í dag.

Ekki kemur það flatt uppá mig að þú teljir upplýsigarnar skáldskap en athgaðu að á fyrstu öld voru menn ekki að efast um almyrkvann á sólu, hann hefur náð um alla jörð þar sem dagur átti að vera. Rökræðurnar voru í þeim farvegi að finna skýringar á því að undir fullu tungli hafi orðið "sólmyrkvi". Frá náttúrunnar hendi er það útilokað svo reynt vað að finna trúlegri skýringu. En á 21.öld eru flokkar manna sem efast og telja allt sem þeir ekki skilja, vera skáldskap..

kveðja

Snorri

Hjalti, það er tími kominn fyrir þig að meta páska boðskap Biblíunnar rétt.

Snorri Óskarsson, 9.4.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki kemur það flatt uppá mig að þú teljir upplýsigarnar skáldskap....

Hvaðan fékkstu þær "upplýsingar" að Þallos hefði verið í Róm árið 52?

...en athgaðu að á fyrstu öld voru menn ekki að efast um almyrkvann á sólu, ...

Þú hefur ekki bent á neitt sem styður þessa fullyrðingu þína.

....hann hefur náð um alla jörð þar sem dagur átti að vera.

Og tók enginn eftir þessum ótrúlega sérstaka sólmyrkva?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Snorri og gleðilega páska.

Ég vil þakka þér þetta frábæra blogg, það er alltaf upplýsandi og gaman fyrir mig að lesa það sem þú setur á síðuna þína og á stóran þátt í því að styrkja mig í trú minni. Mér finnst það sorglegt hvað fagnaðar boðskapurinn um Jesú er hulinn mörgum og hversu vantrúin er rík hjá íslensku þjóðinni.

Kærar kveðjur trúbróðir.

Þórólfur Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Einn semj greinir frá myrkvanum hét Þallus, annar Flegon og sá þriðji á bréf sitt í British Museum, hann hét Serapion. Svo voru gyðingarnir Mattheus, Markús.. þarftu fleirri nöfn?

Þessi nöfn voru kannski "Nóbelsskáld" á fyrstu öld?

gleðilega páska.

Snorri

Snorri Óskarsson, 9.4.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Snorri, enn og aftur spyr ég: Hvaðan fékkstu þær "upplýsingar" að Þallos hefði verið í Róm árið 52?

....annar Flegon...

Flegon minnist á sólmyrkva um leið og hann minnist á jarðskjálfta á norðurströnd L-Asíu. Auk þess skrifaði hann á 2. öld.

....og sá þriðji á bréf sitt í British Museum, hann hét Serapion.

Og hann minnist ekki á neinn sólmyrkva.

Svo voru gyðingarnir Mattheus, Markús.. þarftu fleirri nöfn?

Höfundar guðspjallanna eru ekki þekktir.

Þessi nöfn voru kannski "Nóbelsskáld" á fyrstu öld?

En já, þessir menn (höfundar Mt og Mk) skálduðu marga hluti. Sem dæmi þá segir höfundur Mt að við dauða Jesú hafi orðið fjöldaupprisa heilagra manna. Hvernig stendur á því að höfundur Mt er eina manneskjan sem tók eftir þessum stórkostlega atburði?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Hvers vegna þarftu að vita um heimildir? Er ég ekki allur í skáldskapnum?

Mattheus segir frá því sem aðrir skráðu líka en það eru mjög fá handritasöfn sem hafa varðveist frá Jerúsalem enda veistu að borgin var brennd og lögð í rúst um 70 e.kr og þá fór afar margt forgörðum.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 9.4.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvers vegna þarftu að vita um heimildir? Er ég ekki allur í skáldskapnum?

Ég hélt bara að það væri ekkert vitað um það hvenær hann Þallos á að hafa verið uppi. Af hverju er svona erfitt fyrir þig að segja hvar þú fékkst þessar upplýsingar (að hann hafi verið í Róm árið 52)?

En já, höfundur Mt var líklega sá eini sem fannst þetta nógu merkilegur atburður. Höfundar Mk, Lk og Jh, svo ekki sé minnst á Jósefus fannst augljóslega fjöldaupprisa ekki nógu merkilegur atburður til þess að skrá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2009 kl. 22:40

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Það er ekkert erfitt fyrir mig. Heimildarinnar er þegar getið í greinarstúfnum. Ég nefni heimildina Archaelogie 2, skoðaðu bloggið þá sérðu sannleikann.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 9.4.2009 kl. 23:03

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Archaelogy 2 / Dr Victor Pearce virðist vita meira en góðu hófi gegnir um Þallus!

http://www.infidels.org/library/modern/richard_carrier/thallus.html

En þessi bók er nefnd fyrir neðan umræðuna um egypska Faraóa, þannig að Hjalti (og ég), gátum varla séð að hann væri heimild þín um Þallus. Á hverju byggir hann Pearce alla þessa vitneskju sína?

Sindri Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 11:19

14 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sindri

Ætli Pearce geri ekki sama og margur annar, hann kynnir sér efnið!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 13.4.2009 kl. 22:22

15 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Miðað við allt það efni sem ég hef komist í um Þallus (og sumt af því er skrifað af kristnum trúvarnarmönnum), þá virðist Pearce vera að skálda. Það er afar takmarkað sem við höfum til um efni um Þallus, og það er t.d. ekkert sérstaklega líklegt að hann hafi verið uppi árið 52.

Sindri Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 23:13

16 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sindri

Ekki veit ég um skáldskapinn en hitt veit ég að margir sítera í Þallus og öllum ber saman um að hann hafi verið uppi á fyrstu öld. En það er jafn sorglegt að elstu heimildir eru frá 9.öld, það ætti samt ekki að koma okkur á óvart þar sem handritaútgáfa var að mestu leiti hægfara ritun sem og að handritin entust ekki marga mannsaldra. En heimildir um Þallus, Júlíus Cesar og Sókrates er frá 9.öld. En því er ekki svo farið með heimildirnar um Jesú Krist þær eru frá 1.öld, samtímaheimildir frá samtímamönnum - samt er erfitt að trúa þeim!

snorri

Snorri Óskarsson, 14.4.2009 kl. 01:03

17 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þallus gæti alveg verið frá 1. öld, en heimildir fyrir því eru afar ótraustar. sbr:

One of the key pieces of "evidence" used to prove a 1st-century date for Thallus was actually innocently invented in the 18th century. The item in question is a supposed reference in Josephus to a Samaritan freedman of Tiberius, which places a man by the name of Thallus from Samaria, a region in the East (from where a historian of Syrian affairs might come), in a position which would produce historians in later years (Phlegon, a freedman of Hadrian, also wrote a chronicle), in a definite first-century date (Tiberius reigned from 14 AD to 37 AD). Too good to be true? Indeed. First of all, it has long been noticed that Josephus says nothing about this "freedman" composing any literary work, and thus it is already a leap to suppose it would be the same man. Thallus, as it turns out, is a common name, appearing regularly in inscriptions throughout antiquity.

But most importantly, the name does not in fact appear in any extant text of Josephus. The passage in question (Antiquities of the Jews 18.167) does not have the word THALLOS in any extant manuscript or translation, but ALLOS. The addition of the letter theta (TH) was conjectured by a scholar named Hudson in 1720, on the argument that ALLOS didn't make sense, and that Thallus was the attested name of an imperial freedman of Tiberius in inscriptions: in his own words, "I put 'Thallos' in place of 'allos' by conjecture, as he is attested to have been among the freedmen of Tiberius, going by the inscriptions of Gruter" (p. 810, translated from Hudson's Latin). But there is no good basis for this conjecture. First, the Greek actually does make sense without the added letter (it means "another"), and all extant early translations confirm this very reading. Second, an epitome of this passage does not give a name but instead the generic "someone," which suggests that no name was mentioned in the epitomizer's copy.

Finally, the most likely name, if one were needed here at all, would be HALLOS, requiring no added letters (there is no letter for the H-sound in Greek), since an imperial freedman by this name is also known in the time of Tiberius from inscriptions. Thus, Hudson's conjecture is groundless and is to be rejected. Although we still have an inscription recording a man named Thallus as an imperial freedman, this name we know is common, and appears often in inscriptions. And the inscription in question says nothing about the man being a Samaritan, much less an author. Therefore, this attempt to place Thallus in the 1st century fails. It also fails to establish him as a Samaritan, a detail which is still cited as if it were a fact, even by good scholars.

Sindri Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 10:43

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Varðandi sólmyrkvann og Þallus, þá er það eina sem við höfum eru skrif munks frá 9. öld (syncellus), sem sagði að Júlíus Africanus, sem var uppi á 3 öld, hafi sagt að Þallus hafi skrifað um sólmyrkva í þriðju bókinni sinni.

Það er erfitt að sjá, að þar með hafi Þallus verið að rökræða árið 52 í Róm við einhvern Júlíus, og fleiri menn, um af hverju sólin haf myrkvast í þrjár stundir fyrir fáeinum árum. Júlíus Africanus benti á það á 3. öld (ef marka má munkinn syncellus sem vitnar í hann) að það hafi verið fullt tungl, sem útiloki náttúrulega sólmyrkva. Þallus var því allaveganna ekki að rökræða við Júlíus Africanus. Hvaða Júlíus var hann að rökræða við?

Pearce er að skálda.

Sindri Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 10:59

19 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Sindri

Sagnfræðingurinn Will Durant ritar í sögu Rómarveldis um þessa atburði á fyrstu öld og styðst við þessar heimildir sem eru nokkuð nýjar um Þallus. Þar er hægt að skilja að hann staðsetur kappann einnig í Róm um miðja fyrstu öldina en það má vera umdeilanlegt og skiptir ekki öllu máli. Þá eru þeir báðir að skálda!

Ég átta mig vel á því að handrit frá 9.öld eru nokkuð á eftir og óáreiðanlegri gögn heldur en handrit frá fyrstu öld. En sorgarsagan er samt sú að fyrstualdar handritum er heldur ekki trúað. Þú veist hvað þú ert að glíma við varðandi áreiðanleikann, Guð og tilveru Jesú Krists. En miðað við hvað er sagt í gögnum um þá kristnu einmitt um miðja fyrstu öld þá er öruggti að Jesús hafi verið uppi. Svona sagnapersóna (helgimynd)  verður ekki sköpuð af einni kynslóð.

Cládíus keisari rak í útlegð "gyðinga sem af hvötum Krists ollu óspektum", það er atburður skráður 52 e.kr. Neró ofsótti kristna eftir því sem Tacitus geinir frá. Svo kristnin var vel þekkt þá strax á fyrstu öldinni!

Þú veist líka, Sindri, að handritin um Júlíus Cesar, Pyþagoras og fleirri kappa eru frá 900 - 1100 e.kr. Ef sú saga yrði dregin jafnmikið í efa og þú gerir gagnvart sögunni um Jesú frá Nasaret þá væri mannkynssagan ekki eldri ef frá 900 e.kr. 

Þú veist að það eru ekki góð rök fyrir því að hafna tilveru Hebreanna í Egyptalandi. Ef mönnum finnst eitthvað óljóst um Biblíuna og sögu hennar í dag þá hafa rannsóknir frekar bent á að frásagnir biblíunnar eru nær niðurstöðum rannsókna en ekki. Auðvitað er ekki allt komið fram en við fáum áreiðanlega ekki að sjá allt fyrr en við endurkomu Jesú Krists - rétt bráðum.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 14.4.2009 kl. 18:02

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Snorri hvernig gæti Þallus hafa verið að þræta við Júlíus Africanus, sem var uppi á 3.öld, í Róm (eða annarsstaðar) árið 52? Kunni Þallus að rífast við hina ófæddu?

Sindri Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 18:13

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

það er atburður skráður 52 e.kr.

Nei, Takítus skrifaði ekki árið 52 e.o.t.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.4.2009 kl. 18:24

22 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Eini sagnfræðingurinn sem ég gat fundið á netinu, og heitir Will Durant og hefur skrifað um sögu Rómar, er fæddur árið 1885 og lést árið 1981, þannig að hann getur ekki verið að styðjast við mjög nýjar heimildir. Ég hef skoðað samantekt um allt sem hægt er að vita um Þallus, sem var skrifuð meira en 15 árum eftir að þessi Will Druant dó. Er þetta einhver annar Will Durant sem þú ert að vísa í ?

Sindri Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 18:49

23 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hefur það nokkurntíma komið fram? Hafa menn verið að etja þeim saman í rökræðum? Eina sem ég veit er að Júlíus nefnir hvað Þallus hafi verið að rökræða, ekki endilega við Júlíus heldur aðra.

Snorri Óskarsson, 14.4.2009 kl. 22:49

24 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sindri og Hjalti

Komumst við  nokkuð lengra í þessum rökræðum? Stendur málið ekki í þeim sporum að við trúum upplýsingunum eða ekki? Við getum hvorki sannað né afsannað. Enn einu sinni stöndum við frammi fyrir því hverju við trúum og "veljum" það sem hentar skilningi hvers og eins?
þallus var til. Árið 52 e.kr. var til og um það leyti var gyðingum og kristnum gert að fara frá Róm. Rómverskir keisarar viss þegar á fyrstu öld um trúflokkinn sem hélt fram upprisu Jesú. Það var frétt sem sumir höfnuðu og aðrir tóku við. Er þetta eitthvað öðruvísi í dag?
Efasemdamenn véfengja og trúmenn meðtaka.

Ég trúi að Mattheus segi satt um fæðingu, dauða, upprisu og uppstigningu Jesú. Sjálfur var ég ekki á staðnum en trúi þessu eins og Biblían greinir frá.

Ég trúi því líka að Hammúrabí, Sókrates og Júlíus Cesar hafi verið til þó svo að heimildir um þessa menn séu ekki eldri en frá 900 e.kr. 

Ég get alveg trúað því að Þallus hafi verið uppi á fyrstu öld og þá líka 52. e.kr. af hverju ekki?
kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 14.4.2009 kl. 23:28

25 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Snorri ég er ekki að reyna að rökræða við þig um neitt. Ég hef aðeins reynt að benda þér á að Júlíus Africanus var uppi á 3. öld, og skirfaði þá. Það er óumdeilt. Það er því fullkomlega ómögulegt að Þallus hafi nokkurntímann rökrætt við hann. (Hvað þá í Róm árið 52!)

Þú skrifaðir: " þAR VAR KRISTINN MAÐUR JÚLÍUS SEM BENTI Á AÐ ÞEGAR FULLT TUNGL ER AÐ ÞÁ ER ÚTILOKAÐ AÐ SÓLMYRKVI EIKI SÉR STAÐ o.s.frv."

Munkurinn Syncellus (uppi á 9.öld) hefur þetta eftir Júlíusi Africanus (uppi á 3. öld). Júlli skrifaði þessa um fulla tunglið og sólmyrkva á 3.öld.

Ég hef ekki svarað tilraunum þínum við að dreifa athyglinni frá þessu atriði með því að ræða allt möuglegt annað, eins og um Cesar eða Sókrates, og að guðspjöllin hafa verið skrifuð á 1.öld. 

Sindri Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 07:21

26 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sindri

Ég kannaði fræðin og skoðaði hvað var sagt um þennan Júlíus. Skv. því sem Dr.Victor Pearce greinir þá var Júlíus þessi sem vísað er til uppi á fyrstu öld. Hann er líklega annar en sá sem við þekkjum undir heitinu Jílíus Africanus. Svo ég læt fullyrðingu mína standa en er jafnframt sammála að því að Þallus og Júlíus Afrícanus hafi ekki getað rökrætt að neinu viti saman með svo mikinn tímamun að nokkrum kynslóðum nemur.

Ég tel einnig líklegt að nafnið Júlíus hafi verið á fjölda manna í hinu rómverska ríki.

Flegon sem var uppi á fyrstu öld greinir einnig frá sólmyrkvanum á dögum Tíberíusar keisara. Telja má það harla öruggt að myrkvunin hafi átt sér stað eins og Mattheus greinir fra, Þallus talar um, Flegon skráir og tímasetur og Júlli vinur okkar segir að hafi átt sér stað við fullt tungl.

Er fingur Guðs ekki einhvarsstaðar í þessu?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 16.4.2009 kl. 00:17

27 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Dr.Victor Pearce virðist hafa aðgang að heimildum sem ég hef aldrei séð, né nokkur af þeim mönnum sem hafa skrifað um Þallus og sómyrkvann og ég hef lesið. Hvaða heimildir eru þetta? 

Mér er alveg sama hvað Pearce segir, ef það hefur engan stuðning í heimildum. Að vísa bara í einhvern Pearce, eru sömu vinnubrögð og myndin Zeitgeist notar.

Sindri Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 09:10

28 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Snorri, Felgon skrifaði eftir árið 140.

"Most scholars have assumed that Africanus is here quoting Phlegon, too, as a witness to the darkness story--although we know for a fact that Phlegon wrote in the 140's AD, and was fond of fantastic stories,"

Það er annars merkilegt að þessi Júlli frá 1. öld segi orðrétt það sama og Júlíus Africanus segir á 3.öld, þegar hann gagnrýnir sólmyrkva Þallusar.  Júlíus Africanus minnist aldrei á neinar rökræður, og nefnir engan Júlla frá 1. öld .

Hér er smá lesning um tilvitnunina í Phlegon, sem þú vísar til:

Eusebius quotes Phlegon verbatim (the only one to do so), and what Phlegon actually said is telling--the text is attested in Syncellus in the original Greek, but also in the Latin of Jerome, the Syrian epitome, and the Armenian:

Jesus Christ..underwent his passion in the 18th year of Tiberius [32 AD]. Also at that time in another Greek compendium we find an event recorded in these words: "the sun was eclipsed, Bithynia was struck by an earthquake, and in the city of Nicaea many buildings fell." All these things happened to occur during the Lord's passion. In fact, Phlegon, too, a distinguished reckoner of Olympiads, wrote more on these events in his 13th book, saying this: "Now, in the fourth year of the 202nd Olympiad [32 AD], a great eclipse of the sun occurred at the sixth hour [noon] that excelled every other before it, turning the day into such darkness of night that the stars could be seen in heaven, and the earth moved in Bithynia, toppling many buildings in the city of Nicaea."

This quotation shows that Phlegon did not mention Jesus in this context at all (he may still have mentioned him in some other obscure context, if we believe Origen). Rather, Phlegon merely recorded a great earthquake in Bithynia, which is on the coast of the Black Sea, more than 500 miles away from Jerusalem--so there is no way this quake would have been felt near the crucifixion--and a magnificent noontime eclipse, whose location is not clear. If the eclipse was also in Bithynia, as the Phlegon quote implies but does not entail, it also could not have been seen in Jerusalem, any more than partially, since the track of a total eclipse spans only 100 miles and runs from west to east (Jerusalem is due south).

In fact, the only coincidence with the gospel story is the year (although some modern scholars calculate the eclipse in question to have actually occurred in 29 AD) and time: it began at the sixth hour. Prigent suspects this last detail is a corruption by another scribe drawing from the gospel stories, although a noon eclipse is particularly startling and might get special mention (although the total eclipse would only occur at noon in one location--are we to suppose it was in Nicaea?). What is most important, however, is that Phlegon says nothing about the eclipse occuring during a full moon or lasting three hours (both physical impossibilities), yet these details are attributed to him in the lines added to Africanus. Clearly the quote has been altered over time.

Africanus wrote in the early 3rd century. His contemporary, Origen, also cites Phlegon's mention of an earthquake and eclipse but does not repeat the exaggerations. Indeed, he expressly denies one of them in his commentary on Matthew, stating that "Phlegon, who mentioned an eclipse during the reign of Tiberius Ceasar, did not say that it happened during the full moon." This suggests that the exaggerated quote, which would surely have been seized upon as a valuable testimony, did not yet exist, in Africanus or anywhere else. But it appears in Agapius in the 10th century. And by the time of Michael the Syrian, in the 12th century, the Phlegon quote had already gone way over the top, to include the astonishing sentence: "the dead were resurrected, entered Jerusalem and said 'Woe to the Jews!'" Syncellus wrote in the 9th century. So a copier of his work who had also read Agapius probably put two and two together and gullibly added the note, which was eventually pulled into the text as copies continued to be made by other scribes.

Sindri Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 09:32

29 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Snorri

Eftirfarandi eru allar heimildir sem til eru um Þallus sýnist mér. Engin þeirra styður það að hann hafi staðið í rökræðum við einhvern Júlíus og aðra menn árið 52 í Róm (það er ekki einu sinni hægt að draga þá ályktun að hann hafi örugglega verið til árið 52, hvað þá meira):

(1)    Chronicle of Eusebius in Armenian translation

(2)    Julius Africanus, as preserved by Eusebius in his Praeparatio Evangelica

(3)    Tertullian in Apologeticus Adversus Gentes

(4)     (a) Tertullian in Apologeticus Ad Nationes (b) Lactantius in Divinae Institutiones (c) Minucius Felix in his Octavius (Minnst er á Þallus í einni setningu í þessum öllum þremur heimildum)

(5)    Justin Martyr [Pseudo--tr.] in Cohortatio ad Graecos

(6)   Chronicle of Malalas

Tveir Þjóðverjar Jacoby og Carolus Müller tóku saman og birtu allar heimildir sem til eru um Þallus

http://www.bowness.demon.co.uk/jacobe1.jpg

http://www.bowness.demon.co.uk/jacobe2.jpg

http://www.bowness.demon.co.uk/jacobe3.jpg

Sindri Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 09:46

30 Smámynd: Snorri Óskarsson

Takk fyrir þetta Sindri.

Þessir aðilar hafa verið greinilega að taka saman heimildir. Þeir voru uppi á þeim tíma í Þýskalandi þegar "Hin æðri ganrýni" upplýsti guðfræðina og skildi Biblíuna eftir í tætlum en hlífði mannkynssögu Grikkja, Rómverja o.fl.

Ég held þessu til haga.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 16.4.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 241018

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband