Tungan er ranglætisheimur ....

 Yfirskriftin eru orð Jakobs postula og bróður Jesú Krists. Þeir voru sammæðra synir Maríu en hann sonur Jóseps. Þetta var honum ljóst fyrir 2000 árum og okkur í dag.

Af hverju er mönnum svona brugðið við tal vel drukkinna Alþingismanna?  Salómón konungi var það ljóst 1000 árum fyrir daga Jakobs og Jesú frá Nazaret að konungum sæmir ekki víndrykkja né höfðingjum áfengir drykkir(Orðkv. 31:4). Okkar þingmenn eru án afsökunar. Víndrykkja og fyllerí er engum til sóma og alls ekki til gagns. En vel er að þeir eru fljótir að biðjast afsökunar og auðvita fá hana.

En það er fleira sem vert er að staldra við. Í gær heyrði ég endurflutt viðtal sem Ævar Kjartansson og Örn Tuliníus áttu við Stefán Jón Hafstein. Þeir fóru yfir meðferð og efnistök fjölmiðla á málefnum undanfarna áratuga. Þar var minnst á hvernig raddir andófsins vantaði þegar útrásarvíkingarnir voru að rústa fjármálakerfið og fjölmiðlar sem forsetinn mærðu útrásarvíkingana. Fjölmiðlarnir, Stefán Jón og forsetinn höfðu það þeim til afsökunar að ,,andóf” vantaði! Enginn sagði frá ,,Nýju fötum keisarans”! Þeim var haldið frá sem andmæltu og kirkjan sagði heldur ekki orð!

Fleira hrundi á þeim árum. Nýtt siðferði var leitt til öndvegis, hjúskaparlögum breitt og samkynhneigðin talin eðlileg. Andófsmenn voru kallaðir þröngsýnir, fordómafullir og með rörsýni. Best væri að útiloka þá frá allri umræðu. Sigur samkynhneigðra var helst að þakka fjölmiðlum sem lögðust á eitt að breyta samfélaginu. Myndir voru teknar og lofræður fluttar um samkynhneigð en á meðan voru tugir þeirra að glíma við dauðans alvöru hennar. Lífsmátinn kostaði svo marga Lífið. Eyðni lagðist eins og mara yfir hópinn. Andmælin þóttu ekki svara verð né eiga erindi en voru jafnvel flokkuð sem haturs orðræða og til þess fallin að þeir sviftu sig lífi. Það var andófinu um að kenna.

Er okkur Íslendingum stætt á því að gagnrýna Alþingismenn fyrir óvægin orð, sögð í ölæði og áhættu hegðun í fjármálum meðan fjölmiðlum er í lófa lagið að beita áróðri gegn heiðvirðu fólki, segja það með rörsýni eða gamaldags viðhorf og telja viðhorf Jakobs postula og Salómons konungs ekki gilda fyrir okkar samtíma? Samt eru fylgifiskar rangrar hegðunar augljósir!

Nú er SS búin að leggja fram frumvarp sem rýmkar tíma til fóstureyðinga. Þetta frumvarp er lífshættulegt litlum börnum í móðurkviði. Eru orðin í því frumvarpi ekki skaðlegri en vínspjallið á Klaustur kránni. Fá ,,andófsmenn” að koma í fjölmiðla nú og beita sér gegn barnaeyðingum? Eða getur siðferðisvitund þjóðarinnar og fjölmiðlanna ekki annað en farið léttu og öruggu leiðina niður á við eins og í hin skiptin?

þannig fórum við með útrásina, kynvilluna, hjónabandið og nú eru smábörnin sett í stórhættu! 

Er tilviljun að á sama tíma og Alþingi er niðurlægt með hegðun þingmanna þá er frumvarp um þungunarrof lagt fram? Munu þessir þingmenn hafa þrek til að taka sig á, leiðrétta stefnuna og bjarga börnunum, framtíð þessa lands?

mótmælum og veljum lífið fyrir börnin. Vonandi verða þingmenn allsgáðir við afgreiðslu þessa frumvarps og segja NEI! Guðs orð má enn heyrast því ávextir óhlýðninnar eyðileggja manninn, málefnin og þjóðina!

snorri í Betel


mbl.is „Undir þeim komið að axla ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan fjarlægð?

Ég ólst upp við það að móðir mín var kona. Hún vann við kvennastörf, klæddist kvenfötum og var sögð húsmóðir eða fiskvinnslukona. Ekkert af þessum orðum tengdist smánun eða þurfti að breyta í jafnréttisbaráttunni. Eina niðurlægingin var titillinn ,,fiskvinnslukona” því launin sögðu mér að hún væri lítils metin. Starfið skaffaði heimilinu lítið.

Ég lærði það í sunnudagaskólanum og kristnifræði barnaskólans að Guð hefði skapað þau karl og konu. Aldrei efaðist ég um tilvist konunnar enda blöstu þær við hvert sem ég fór. Í barnaskólanum voru líka kennslu konur sem stóðu sig vel í kennslu. Seinna starfaði ég með sumum þeirra og sumar voru orðnar skólastýrur.

Ég ólst upp við þessi blæbrigði Íslenskunnar og vissi vel að konur sem karlar eru hinir þörfustu aðilar til samlífs og framhalds þjóðarinnar.

Konurnar urðu mæður og færðu okkur kennurunum og kennslukonunum börnin til menntunar, kynslóð eftir kynslóð. Í þeirri menntun var ævinlega lögð rík áhersla á Íslensku, orðnotkun, málfræði og bókmenntir. Þar kom saga þjóðar og beygingar orða mikið við sögu. Ætlast var til að börnin gætu tjáð sig skammlaust á hinu ástkæra, ylhýra máli sem kallast móðurmálið.

Ég var látinn læra sem kvöldbæn stefið hans Hallgríms:

Gefðu að móðurmálið mitt

minn Jesús, þess ég beiði!

Frá allri villu klárt og kvitt

krossins orð þitt út breiði.

um landið hér til heiðurs þér

helst mun það blessun valda.

Meðan þín náð lætur vort láð

lýði og byggðum halda!

 

Í dag eru þessi sjónarmið öll á undanhaldi. Aðför er að landsbyggðinni, öryrkjum, ræstingarkonum og orðnotkun Íslenskunnar sem aðgreinir kyn manna og starfsheitum tungumálsins. Kristninni og hollri sýn hennar á hlutverk og stöðu kynjanna. Niðurrifsöflin eyða byggðum, landi,sögu og þjóð!

Er ekki kominn tími á að spyrna við fótum gegn villunni og aðför að Íslensku, þjóðrækninni og kyngreiningu tungunnar?

snorri í betel

 


mbl.is Afnám orðsins kona úr íslensku máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsstefna eða siðferðið?

siðferðið bendir ekki einungis á heiðarleika í skattgreiðslu, skattframtali, kynhegðun eða dómsmálum. Það snertir verulega lífsafkomu fólks.

Undanfarin ár hafa fréttir fjallað um flóttamenn frá Afríku og Arabalöndum til Suður Evrópu. Um er að ræða ungt fólk sem leitar öryggis og atvinnu.

Héðan streyma eldri borgarar til Spánar eða Portúgal vegna efnahags. Eldra fólkið er fórnarlömb efnahagsstefnu ríkisstjórna Íslands sem byggir á skertum aðgangi að lífeyrinum!

þessar fréttir um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og flóttafólkið frá Íslandi bera þess vott að vont efnahagslegt siðferði svælir fólkið frá landinu þegar tíminn til að njóta rann upp.

Auðvita á eldrafólkið að hafa þetta val að fara til sólarlanda, en ekki eina kostinn til að ná saman endum.

Ætli Guð hafi eitthvað um svona afarkosti að segja?

Hallgrímur Pétursson segir: ,,meðan þín náð lætur vort láð LÝÐUM og BYGGÐUM halda”!

snorri í betel


mbl.is Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður að meini?

Tjáningarfrelsið tapaði í Hæstarétti. Akureyrarbær fékk sína niðurstöðu þó að allur málatilbúnaðurinn hafi reynst innihaldslausar sakir. Ég var síknaður af þeim öllum. Þrjár og hálf milljón er sama og 7mánaða laun en allur málareksturinn tók aðeins 6 ár.

þetta sýnir að yfirvöld eru varin af lögum og dómstólum en einstaklingurinn fær sína 30 silfurpeninga, má ég segja þrælslaun? Ég sé ekki annað en að þeir kollegar mínir sem nú standa í ströngu og hafa verið reknir ólöglegafrá störfum, fá ekki nema litla dúsu fari þeir í mál.

KÍ, stéttarfélag kennara neitaði að fara í þessa vegferð. Þeir höfðu reynslu af því að dómstólar verja ekki kennarann eins og sannast með þessum dómi.

Við segjum að réttlætið sigri að lokum og þá er það svona, skv. Hæstarétti og samkynhneigðin er ennþá synd sem leiðir til dauða er því grafalvarleg!

 

snorri í betel


mbl.is Snorri fær 3,5 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband