Afsakið, má enginn móðgast eða særast?

Sæll Jón, ritsjóri Fréttablaðsins.

Í dag tengir þú leiðara blaðsins við þá kröfu að kirkjan biðji ,,Svona fólk" afsökunar á fyrri afstöðu til samkynhneigðra. Eins og þú veist er kirkjan mun eldra fyrirbæri en Íslandssagan í heild sinni og því erfitt að átta sig á því hvers vegna afsökunarbeiðni ætti að koma frá kirkjunni til samkynhneigðra. Samkynhneigður einstaklingur er ekki ný manntegund.

Kirkjan hefur tilverugrundvöll sem er kenning postulanna, spámanna og Jesú Krist sem hyrningarstein. Ef kirkjan fer af þessum grunni þá auðvitað, þarf hún að hverfa frá mörgu sem hún hefur staðið fyrir öldum saman.
Samkynhneigðin (kynvillan) er engan veginn samþykkt meðal spámanna né postula kristninnar og því getur kirkjan, vilji hún kenna sig við Jesú Krist og postulana, beðist afsökunar á 2000 ára gamalli afstöðu til málsins. Samkynhneigð eða kynvilla erfir ekki Guðs ríki og er því leið til glötunar. Enginn sannkristinn vill að nokkur syndari glatist. Því hafa sann kristnir menn, kirkja og prestar, ævinlega boðað mönnum að þeir geri iðrun, snúi við og láti af hegðun sinni. Má kirkjan ekki vera sjálfri sér samkvæm og notast við orð Biblíunnar?

Hjónabandið hefur lent í þessum stormi. Það er, samkvæmt kenningu kirkjunnar greinilega myndað af Guði almáttugum. Eftirfarandi er haft eftir Jesú Kristi í bók Guðspjallamannsins Mattheusar:,, Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði:,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður."(Kafli 19:5) Þetta sjónarmið hefur verið álit kristninnar til hjónabandsins og tilheyrt kirkjunni og kristnum mönnum. Ef kirkjan á að biðjast afsökunar á þessu áliti boðskapar höfundar kristninnar er langt seilst. Mig undrar stórlega hrokann sem birtist í forystugrein þinni að fara fram á afsökunarbeiðni á þessari kenningu kristninnar. Hjónabandið er frá upphafi milli karlsins og konunnar. Guðs hugsun liggur þar að baki. Hjónabandið nær því ekki til tveggja karla, tveggja kvenna eða fjölkvænis svo ekki séu nefnd önnur háttsemi manna í öðrum trúarbrögðum.
Sé krafan þín réttmæt um að kirkja og biskup biðjist afsökunar á fyrri afstöðu til kynvillunnar, hvað á þá að gera við bókina sem þessi afstaða byggist á? Hvað á Sr.Agnes að gera sem forseti Biblíufélagsins? Verður þá krafan að Biblían verði bönnuð af því að hún samþykkir ekki samkynhneigð? Á Agnes að segja sig frá forsæti í Biblíufélaginu vegna afstöðu Biblíunnar til kynvillunnar? Ég gæti haldið áfram á þessari braut.

Viljir þú ekki samþykkja kenningu Jesú Krists þá hefur þú auðvitað frelsi til að yfirgefa kirkju og kristni en vita máttu að þú verður þá í andstöðu við Jesú Krist, postulana og spámenn Drottins. Það er auðvitað ákveðin leið og fjandskapur við Guð almáttugan. Betra væri fyrir Fréttablaðið, frá mínum sjónarhóli séð,  að taka afsöðuna með Guðs tilskipun, þér og blaðinu til blessunar. Þó svo að við öll viljum breyta skoðunum eða afstöðu til ýmissa siðferðilegra mála, þá þarf nútíma afstaðan ekki að vera betri fyrir samfélagið en fyrra álit sem hefur verið á undanhaldi. Það hefur verið kallað Siðrof samtímans! Biblían nefnir þetta fráhvarf og er auðvita tákn um þann tíma sem við lifum á. Samkynhneigðinni fylgja enn sjúkdómar, vanlíðan og margskonar vandamál hins óuppfyllta manns. Er lækningin sú að samþykkja allt sem þeir Samkynhneigðu fara fram á?

Vandinn er ærinn. Krafan er stór en hefur eitthvað lagast í þessum efnum? Er kynfrelsið, kynleiðréttingarnar og eða samkynhneigðin betri fyrir manninn þó svo að við samþykkjum allar þessar kenndir? Má enginn hafa aðra skoðun og Biblíulega kristin sjónarmið í okkar ,,víðsýna og frjálslynda" samfélagi?
Er kannski ekkert umburðarlyndi til? Þú veist að umburðarlyndi er ekki það að samþykkja aðra skoðun!

Jón, ég vildi óska þess að Fréttablaðið færði okkur réttlátari kröfur en forystugreinin þín krafðist í dag. Afsökunarbeiðni Agnesar var auðvitað tengd því að ,,særa fólk"! En hvernig ætlum við að lifa í frjálsu landi með skoðanafrelsi, trúar- eða tjáningarfrelsi án þess að einhver móðgist eða særist? Auðvitað er slíkt sorglegt en má ekki sá sem ,,særist" fá brýningu að hugsa málefnið upp á nýtt? Segir máltakið ekki: ,,Vel meint eru vinar sárin"?

Ég er auðvitað þér ekki sammála og sama þó þú særist yfir því eða ekki, þá bið ég þér Guðs blessunar og brýni þig til að endurskoða afstöðu þína og taka Biblíulega afstöðu, sem hefur staðist 5000 ára mannkynssögu. Hjónabandið er milli karls og konu, enda skapaði Guð Adam og Evu.

Snorri í Betel


Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband