stórmerki?

Sagt er að menn hafi þyrpst að ,,frá sér af undrun" er þeir heyrðu þá tala á ,,vorum tungum um stórmerki Guðs"! Þessi frásögn Postulasögunnar vekur góð hughrif þegar þýska lögreglan lýsir bjargvætti ökumannsins í þessari frétt sem Heilögum Anda sem var jú sendur af Jesú Kristi til bjargar kristninni og hjálpari manna.

Það þarf ekki djúpvitran guðfræðing til að sjá áhrif hins Heilaga Anda í kristnu starfi kirkjunnar í gegnum 2000 ár. Reyndar eru margir sem líta á starf Heilags Anda sem ,,annarlegt ástand". Sumir lýkja áhrifum Andans honum við drykkjuskap og að menn sækist eftir annarlegum áhrifum eða nokkurskonar vímugjafa hins kristna manns eins og Guði þóknanlegt fyllerí. En það er ekkert hæft í slíkum kennisetningum. Heilagur Andi er hjálpari en ekki vímugjafi. Hann getur veitt okkur innsýn og skilning, gefið mönnum snertingu og kraftaverk, hann upplýsir sálarsjón okkar manna fyrir einmitt stórverkum Guðs. Það er kirkjunni nauðsyn að hönd Guðs sé í verki í störfum hennar. 

Kirkjan er eins og ökumaðurinn, komin yfir strikið og á slæmum stað. Hún virðist stunda afstöðuleysi í löggjöf og mikilvægum málum samtímans. Dúfan sem bjargaði kauða frá sektarmiðanum og lýst er í fréttinni er líkt og Heilagur Andi að bjarga andliti kirkjunnar þegar hún er komin yfir strikið í undanlátsseminni.

Þegar Heilagur Andi var gefinn söfnuðinum þá færðist líf og kraftur yfir kirkjuna og útlendingarnir urðu orðlausir af undrun. Sama þarf að gerast hjá okkur að kirkjan varðveiti boðskainn um helgi lífsins, mikilvægi réttlætisins og nauðsyn iðrunar.

Við á Íslandi eigum enga von um bjarta framtíð á þessari braut sem við erum komin á aukin réttur til fóstureyðinga, ,,frátekin rými til lögbrota" og afstöðuleysis í siðrænum atriðum. Umburðarlyndið er ekki lengur til staðar heldur aðeins uppgjöf í að halda uppi málstað hins kristna réttlætis.

Dúfa Heilags Anda svífur yfir vötnum en finnur hún lendingarstað eða hverfur hún aftur til heimkynna sinna án þess að drepa niður fæti? Guð hjálpi okkur.

Snorri í Betel


mbl.is „Heilagur andi“ kom í veg fyrir hraðasekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífs rétturinn!

Hvaða stefna var það sem fyrir miðja síðustu öld flokkaði mannslífin í æðri og óæðri menn?

Sú stefna hreinsaði ,,aumingjana” og þá sem minna màttu sín burt úr samfélaginu. Þeir sem réðu höfðu réttindi, voru yfir aðra hafnir og taldir übermench!

Hvaða stefna leysti svarta menn úr þrældómi og barðist fyrir því að allir menn fæddust jafnir og ættu jafnan rétt til lífsins? Hún skapaði eitt mesta stórveldi veraldarsögunnar!

Var Alþingi að velja helstefnu í dag? Börn réttdræp að vilja móður fram að 23.viku meðgöngu! Og konurnar hrópuðu af gleði uppá áheyrendapöllum.

þið sem sögðum nei við þessari nazísku hugmyndafræði, takk!

snorri í betel


mbl.is Frumvarp um þungunarrof samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband