Færsluflokkur: Bloggar

Ekki hneikslast á Palla!

Nú er Palli einn í heiminum. Hann er orðinn hálaunamaður og vill engan við tala. Hann hækkar í launum og bara hækkar og hækkar. Þó hann sé uppalinn á heimili jafnaðarmanns þá hefur jafnaðarhugsjónin horfið vegna freistingarinnar að vera meðal hinna háu. Ofurmaður á ofurlaunum!

Palli er samt ekki einn á háum launum. Við eigum marga sem sækja þangað. Eða er undarlegt að núverandi borgarstjórn skuli öll samþykkja Björn Inga og verkin hans - bara til að komast að kjötkötlunum? 

Það er nefnilega afar merkilegir tímar yfir Íslandi. Allar gömlu hugsjónirnar um sanngirni, jafnrétti og náungasamvinnu eru á hröðu undanhaldi úr samfélaginu.

Útrásin og ofurlaunin eru forréttindi sem hinir "kláru" fá að njóta. Þeir eru komnir lengra á veg "þróunarinnar" en hinir sem eru "hjarðdýr" (eins og kennarar) og láta bjóða sér smánarlaun uppeldis- og heilbrigðisstétta til að "bjarga" þjóðfélaginu eiga ekkert betra skilið.

Veistu að 1968 þá var kennarastarfið 4 eftirsóttasta starf ungrar æsku á Íslandi. Árið 2003 var starfið komið niður í 9. sæti og nánast aðeins stúlkur hugsuðu sér að verða kennarar? 

Ekki eru mörg á síðan Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknar og forsætisráðherra. Hann bað samtök launafólks að stilla kaupkröfum í hóf til að bjarga atvinnuvegunum. Úr því kom þjóðarsáttin. En flokksgæðingar hans eru núna í milljarða hópnum sem ætlar að græða og eiga hlöður fullar til margra ára.  Nú er Framsóknarflokkurinn flokkur hinna fámennu, ofurmanna á forréttindalista ríkis og bæja. Hvert fór hugsjónin?

Þarf nokkuð að fjalla um Sjálfstæðisflokkinn? Hann var brautryðjandi þessara breytinga sem hét þá "báknið burt". Allt átti að vera betur rekið af einkaaðilunum og vegna þeirra hafa launin vinnandi stétta stórbatnað. Finna ekki allir fyrir því? 

Ofurlaunin og ofurgróðinn eru afkvæmi Guðleysis sem fer vaxandi á Íslandi. Kirkjan leikur mikið hlutverk í því að eyðileggja traust á Biblíuna. Hennar þjónar (40 stk. eru nefnd) ganga fram í því að segja mönnum að ekki þurfi að taka mark á Biblíunni það megi alveg blessa það sem Guð segir vera andstyggð. Ef Biblían sem grundvöllur kristinnar trúar, má vera afgreiddur á þennan hátt, er þá eitthvað annað í henni sem þarf að fara eftir?  Þurfa þá menn eitthvað að trúa því að allir menn séu skapaðir jafnir? Hver verður þá náungi minn ef hann er ekki á ofurlaunum og aflögufær? Eða eru sumir bara ekki klárari af því þeir eru háþróðir og hinir þess vegna óæðri?

Við stöndum frammi fyrir nýju upphafi á nýju þjóðfélagi þar sem hinir sterku (lengra komnir) ráða og hafa rétt til að nærast á ofurlaunum.

Kristið siðferði og meðaumkun með náunganum eru á hröðu undanhaldi. Þess vegna er kristin trú ógn við nútíma skoðanir og á skjön við taumleysi ofurmennskunnar á ofurlaununum. Þeir menn hafa ekki getað aukið þorskveiðiheimildir eða bætt fiskistofna við Íslandsstrendur. Þeir hafa ekki komið með lausnir fyrir sjávar- og sveitabyggðir sem eru komnar að hruni?

Er ekki tími núna til að hverfa aftur til kristinna gilda og stofna heilbrigt samfélag sem heldur inná við en ekki aðeins út á við. Þá hætti "Palli að vera einn í heiminum".

kveðja

Snorri í Betel 


Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 241010

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband