Konan fjarlægð?

Ég ólst upp við það að móðir mín var kona. Hún vann við kvennastörf, klæddist kvenfötum og var sögð húsmóðir eða fiskvinnslukona. Ekkert af þessum orðum tengdist smánun eða þurfti að breyta í jafnréttisbaráttunni. Eina niðurlægingin var titillinn ,,fiskvinnslukona” því launin sögðu mér að hún væri lítils metin. Starfið skaffaði heimilinu lítið.

Ég lærði það í sunnudagaskólanum og kristnifræði barnaskólans að Guð hefði skapað þau karl og konu. Aldrei efaðist ég um tilvist konunnar enda blöstu þær við hvert sem ég fór. Í barnaskólanum voru líka kennslu konur sem stóðu sig vel í kennslu. Seinna starfaði ég með sumum þeirra og sumar voru orðnar skólastýrur.

Ég ólst upp við þessi blæbrigði Íslenskunnar og vissi vel að konur sem karlar eru hinir þörfustu aðilar til samlífs og framhalds þjóðarinnar.

Konurnar urðu mæður og færðu okkur kennurunum og kennslukonunum börnin til menntunar, kynslóð eftir kynslóð. Í þeirri menntun var ævinlega lögð rík áhersla á Íslensku, orðnotkun, málfræði og bókmenntir. Þar kom saga þjóðar og beygingar orða mikið við sögu. Ætlast var til að börnin gætu tjáð sig skammlaust á hinu ástkæra, ylhýra máli sem kallast móðurmálið.

Ég var látinn læra sem kvöldbæn stefið hans Hallgríms:

Gefðu að móðurmálið mitt

minn Jesús, þess ég beiði!

Frá allri villu klárt og kvitt

krossins orð þitt út breiði.

um landið hér til heiðurs þér

helst mun það blessun valda.

Meðan þín náð lætur vort láð

lýði og byggðum halda!

 

Í dag eru þessi sjónarmið öll á undanhaldi. Aðför er að landsbyggðinni, öryrkjum, ræstingarkonum og orðnotkun Íslenskunnar sem aðgreinir kyn manna og starfsheitum tungumálsins. Kristninni og hollri sýn hennar á hlutverk og stöðu kynjanna. Niðurrifsöflin eyða byggðum, landi,sögu og þjóð!

Er ekki kominn tími á að spyrna við fótum gegn villunni og aðför að Íslensku, þjóðrækninni og kyngreiningu tungunnar?

snorri í betel

 


mbl.is Afnám orðsins kona úr íslensku máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2018

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 241020

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband