Gildum er hægt að breyta!

Er Anders ekki einmitt að segja satt varðandi umbreytingu gildanna. Norskir hermenn læra að líta á andstæðingana í Afganistan sem eitthvað annað en manneskjur og Talibanar kenna sínum að líta á hina kristnu sem réttdræpa heiðingja? Þannig hafa styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar að andstæðingurinn er gerður að ómenni. Hvað með þá öll illmenni veraldar? Breyttu þeir ekki gildismati sínu? Er ekki saga gyðinga einmitt sönnun þess hvernig þeir voru gerðir að "rottum samfélagsins, afætum og með svínablóð í æðum"?

Sjónarmið kristinnar trúar eru þau að maðurinn getur bætt hegðun sína og það er einmitt nauðsynlegt að hann taki inn heilbrigt gildismat.

Grunnþáttur kristinna gilda er að Guð er til. Hann skapaði manninn í sinni mynd! Við höfum því ekki rétt á að eyða mönnum hvorki á Utöja né í fóstureyðingum.

Næsta er: "að líkami okkar er musteri heilags anda". Þess vegna höfum við ekki rétt á að fara með líkama okkar eins og hverju okkar lystir. Því sá sem eyðir musteri heilags anda mun Guð eyða! Þannig gerum við okkur sek við Guð og tilskipun hans. "En líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottinn og Drottinn fyrir líkamann." (1.Kor 6: 13) Þannig verður hjónabandið heilagt því Guð út bjó það þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífi. Ekki tveir karlar saman og ekki tvær konur saman heldur karl og kona. Svo er: "Hver er þá náungi minn"? Þar komum við að "Miskunnsama Samherjanum" sem leggur hinum þjáða lið og greiðir ekki bara lágmarkslaun sem duga ekki einu sinni fyrir framfærslu á Íslandi. Þessi "miskunnsami" skilur að auðurinn er skapaður af öllum sem starfa við fyrirtækið og þeir allir eiga því réttlátan hlut í framleiðninni. Þessi hugsun er varðveitt í því að náungi minn er jafningi minn, skapaður í Guðs mynd á sama hátt og ég.

Þá má nefna gildin um fjölskylduna, Makar elski og börnin alist upp í heimili elsku og trausts. Hjörtu feðra snúist til barna og óhlýðnir fái hugarfar réttlátra. Þessum gildum hafnaði Anders Breivik en ná þau til okkar á Íslandi? Við hrósum happi yfir því að vera ekki eins og þessi "tollheimtumaður" en ef kristin gildi vantar í okkar þjóðfélag er þá ekki aðeins stigsmunur og okkur og honum en ekki eðlismunur? Eða hvernig getum við látið framhjá okkur fara 900 fóstureyðingar á Íslandi ár hvert án þess að spyrna við fótum. Jú með því að líta ekki á fóstrin sem manneskjur - Og Breivik sá ekki samborgara sína sem "Musteri heilags anda"!

Æ, það er gott að Beivik er ekki hér! Snorri í Betel


mbl.is Þjálfaði sig tilfinningalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fyrsta málsgreinin þín er mjög góð og sönn.

Þannig hafa styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar að andstæðingurinn er gerður að ómenni.

Nákvæmlega.

Hvrot við hins vegar trúum á Guð og berum virðingu fyrir Honum held ég skipti minna máli. Við þurfum að bera virðingu fyrir Manninum.

Ég trúi því ekki að framhaldslíf taki við að lokinni þessari jarðvist. Þess vegan er enn sárara að horfa á eftur ungum lífum fórnað í stríði.

(Með loforðum um himnavist hafa hermenn oft verið hvattir áfram til "dáða" - og fórna - í gegnum aldirnar. Boðskap um Guðs ríki er þannig misbeitt til að gera minna úr jarðnesku lífi.)

Skeggi Skaftason, 20.4.2012 kl. 12:05

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Snorri, þú skrifar:

Grunnþáttur kristinna gilda er að Guð er til. Hann skapaði manninn í sinni mynd! Við höfum því ekki rétt á að eyða mönnum hvorki á Utöja né í fóstureyðingum

Við mennirnir höfum, rétt eins og önnur dýr, barist um lifibrauðið, makana okkar, bæli okkar og það land sem við höfum "eignað okkur".

Í framhaldi af því höfum við líka reynt að vísa á guð eða guði til að réttlæta þessi viðhorf okkar. Þannig hafa frásagnir af ættflokkum í Afríku varðveist til dagsins í dag sem segja frá ævafornum forföður sem gekk upp á fjall og guð vitraðist honum og gaf honum land sem náði frá tilteknu kennimerki til annars kennimerkis.

Þessi hugsun leiddi svo af sér aðra hugsun þess efnis að einstaklingar héldu hópinn, voguðu sér ekki út fyrir "guðs gefna landið" í leit sinni að maka. En auðvitað kom að því að aðrir ættflokkar töldu sig líka hafa fengið hluta landsins frá sínum ættföður.

Til að verja þessa hagsmuni hópsins, vígvæddust allir vopnfærir menn gegn aðsteðjandi hættum og eflaust líka í því skyni að veiða villidýr sér og sínum til matar.

Þannig mótuðust gildi ættflokkanna sem enn búa í hugskoti okkar. Vansköpuðum börnum var umsvifalaust hafnað og þau deydd sem útsendingu hins "illa". Ef börnin sýndi ekki venjulegan þroska var þeim "fórnað", rétt eins og við sjáum gerast meðal dýranna.

Árásir einstaklings á stóran hóp manna getum við lesið um í Njálu, en þá er talað um hetju eða kappa sem var svo og svo vopnfimur. Þessar árásir einstaklinga eru fyrirbrigði sem við fréttum af í hverjum mánuði, héðan og þaðan úr heiminum. Kannski er orsökin sú að þessum mönnum þykir að þeim þrengt. Þeir greina eins konar offjölgunarvanda sem þarf að stemma stigu við. Eða hvers vegna hefur það verið tilhneiging manna að drepa börn, konur og menn í styrjöldum og það oft í stórum stíl?

Hvaðan kemur sú hugsun? Jú, við lesum um hana jafnvel í ritum Gamla Testamentisins sem gefur Gyðingum t.d. fullan rétt til að eyða öðrum ættflokkum, ef þeir ógna ættflokkum Gyðinga.

Sigurður Rósant, 25.4.2012 kl. 08:24

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Sigurður... en hvað ef það er satt að Guð gersigraði Farao, klauf hafið svo að Gyðingarnir gátu gengið yfir einsog á þurru... og hvað ef það er satt að stafur Arons (nafna míns ;) ) hafi laufgast? Og stafur Móse ef ég man rétt breyttist í snák og át stafi falsspámannana.

Ef þetta er lýgi, þá er þetta grimmilegra heldur en að sprengja jörðina í loft upp. Því að með því að rita þetta fyrir einhverjum árþúsundum gerir þessa bók þvílíkt vopn á okkar tímum. Aldur Biblíunnar gerir hana svona epic. Og ef ég væri ekki dáinn með Kristi þá myndi gamla testamentið ekkert höfða til mín... ég er vaninn af brjósti og faðir minn fagnar.

Aron Arnórsson, 1.5.2012 kl. 23:28

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Mér líður einsog Job sem taldi sig ekki geta sagt neitt ánþess að verða sekur fyrir Guði almáttugum

Aron Arnórsson, 1.5.2012 kl. 23:33

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Aron..... hvað ef ég og margir aðrir höfum rétt fyrir okkur, þ.e. að guð hafi aldrei skipt sér af deilum Móse við Faraó og að Rauðahafið hafi aldrei opnast með þeim hætti sem lýst er í Mósebókum? Kannski hefur stafur Arons laufgast. Það hafa margir aspardrumbar laufgast hér á landi sem óvart hafa verið notaðir sem hlið- eða endastaurar, áður en allt líf var úr þeim. Ekki er heldur neitt ótrúlegt við það að stafur einhvers sjónhverfingamanns breytist í snák.

Frásagnir Biblíunnar eru svona bland í poka. Satt og logið, ýkt og skrumskælt. Skoðaðu t.d. stærðina á örkinni hans Nóa, 150 metra löng (300 álnir), breidd 25 metrar (50 álnir) og hæð 15 metrar (30 álnir). Kannski svipuð í laginu og langa blokkin í Fellahverfinu í Breiðholtinu (Langavitleysa eins og hún er stundum kölluð). Og svo sagan í framhaldi af flóðinu sem hermir að þessi risasmíði úr timbri hafi síðan flotið á sjónum í rúmt ár, með pari af flest öllum landdýrum jarðarinnar, með vatni og vistir fyrir alla. 

Nei, Aron. Ekki endilega lýgi, en það má líta á þessar frásagnir sem ýmist skemmtisögur sem sagðar hafa verið mann fram af manni, börnum og unglingum til skemmtunar, með siðfræðilegan boðskap sem kenndi þeim að óttast og virða hið óþekkta, en líka til að hlýða foreldrum sínum og höfðingja samfélagsins, sem var bæði trúar- og veraldlegur leiðtogi.

Sigurður Rósant, 3.5.2012 kl. 08:43

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aron

Þú mátt treysta sögum Biblíunnar því þær eru öruggari en t.d. skoðanir S.Rósant. Vitað er t.d að Nóaflóðið hefur skilið eftir sig sölt vötn hátt í Andesfjöllum (Titicaca vatn) með fiskum og þörungum sem hafa áður verið í sjó.Ostrur hafa fundist uppi á fjallatoppum í S.-Ameríku. Bara t.d. í Ameríku hurfu yfir 35 tegundir dýra eins og Mastódónar. Í yfir 250 fornum menningarsamfélögum( frá Ástralíu til Ameríku) finna menn söguna um stórflóð og fjölskyldu sem bjargaðist á fleka eða báti. Í fornum trjástofnum, ís og jarðlögum er hægt að finna efnasambönd og trufliun á segulsviði jarðar sem staðfesta flóð og miklar hamfarir. Um þetta er hægt að lesa í bók sem Örnólfur Torlacius gerði ágæt skil í laugardagsþætti á Rúv. 2006 (8.ágúst) að mig minnir. Þennan þátt er hægt að fá.

Enoksbók - sem fannst í Qumran- greinir t.d. frá flóðinu og hvað orsakaði það.

Sigurður, hvernig byggðu menn pýramídana ef þeir gátu ekki byggt skip úr timbri? Verktækni var til áður fyrr!

Snorri Óskarsson, 3.5.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband