Illar hugsanir..?

Þessi frétt minnti mig á orð spámannsins Esekíel sem spáði um síðustu tíma og benti á hverjir yrðu kallaðir til síðustu orrustunnar sem við gjarnan köllum Armageddon. Rússar hafa verið ötulir stuðningsmenn Araba í átökum þeirra og útrýmingatilburðum þeirra gegn Ísrael. Í þessu samhengi er einnig frétt í dag um kröfu Tyrkja þess efnis að NATO kreppi hnefana og undirbúi aðgerðir gegn Sýrlendingum sem hafa skotið niður Phantom þotu Tyrkjanna. Þetta segir Esekíel:

"Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mese, og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þigt ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum, Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma-lýður hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar sem safnast hafa til þín og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefur verið saman frá mörgum þjóðum Ísraelsfjöll sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og búa allir öruggir. Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér.

Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum og segja: Ég vil fara í mót bændabýlalandi, ráðast á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggjalausir og hafa hvorki slagbranda né hlið til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir sem aftur eru byggðar orðnar og á þjóð sem saman söfnuð er frá heiðingjunum sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn sem búa á nafla jarðarinnar."

Þessi orð eru að ganga í uppfyllingu. Þetta þýðir tvennt. Hið fyrra er að friðurinn verður tekinn af jörðinni og enginn mun ráða við ástandið. Ófriður færist hratt í aukana og mun einnig gleypa Ísland. Von mannsins mun að engu verða. Hið síðara verður að endurkoma Jesú Krists mun eiga sér stað og hann mun stöðva hið illa, binda endi á ófriðinn og setjast í hásæti sitt í Jerúsalem og stjórna þjóðunum þaðan. 

Maðurinn á nenfilega aðeins eina vonaruppsprettu, einn frelsara og einn lífgjafa. Sá er Jesús Kristur - þeir sem á hann trúa munu halda sér frá siðspillingu, taka mark á Biblíunni og láta orð hennar leiða sig. Þeir munu vakna upp af sínum "þyrnirósarsvefni" og hafa samt olíu í krúsinni svo þeir taki á móti brúðgumanum og fái inn gengið til fagnaðarins.

Trúðu á Jesú og sjáðu orð hans rætast.

Snorri í Betel 


mbl.is Rússneska skipið aftur í heimahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég vil ekki segja að ég skilji Esekíel en þú sérð eitthvað sem erfitt er að koma auga á, sem segir bara að þú sért gamall hvítasunnu-tarfur með reynslu sem ekki margir hafa. Skilur frelsisverkið mikið.

Þessi blogg fá ekki þá athygli sem maður mætti vænta en þeir sem fylgja Jesú horfa framm á veginn... líkt og ég... ég horfi til verðlaunanna á himnum.

Mér finnst mjög gaman að lesa það sem þú skrifar.

Aron Arnórsson, 25.6.2012 kl. 18:41

2 Smámynd: Aron Arnórsson

Snorri! Snorr.

Setjast í hásæti sitt í Jerúsalem? Meinaru þá að hann verði einn af okkur? Varla akkurat hann sjálfur í sama holdi og alveg eins út lítandi og fyrir 2000 árum?

Aron Arnórsson, 25.6.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Takk fyrir þetta, því vissulega mega menn spyrja og kanna hvað það er sem ég segi. Svarið er að finna t.d. í Opinberunarbókinni 20: 4 - 6. Þessi opinberun er á jörðinni og þá er sá tími sem kallaður er þúsundára-ríkið. Því verður stjórnað frá Jerúsalem og höfðingi sköpunarinnar verður þá bæði borgarstjóri sem og alheimskonungur. Þeir sem verða í ráðherrastólum hans eru einmitt hinir heilögu sem öguðu sig gegn holdi og djöflum og höguðu lífi sínu í samræmi við Orð Guðs, reglur hans og fyrirmæli.

Jesús verður í holdi eða sínum dýrðarlíkama þar sem þú getur bæði séð sár hans sem og dýrðina sem einkennir hið himneska.

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 25.6.2012 kl. 22:23

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Svo merkilegt að ég er einsog villuráfandi sauður þegar ég hef ekki Andann sem gefur skilning á Orðinu. Ég held að himnaríki SÉ til akkurat núna og meðan við búum í líkamanum fáum við að sjá það upp að vissu marki, ekki satt?

Ég tek samt Guði og Jesú ekki sem sjálfsögðum hlut.. varast það og mun varast.

Snorri ég trúi því að ég sé búinn að kanna djúp Satans, og mér er SLÉTT sama hvað verður um kölska. Ég vorkenni honum ekki fyrir 5 aur. Og hann sendir út djöfla reglulega til að gera árás á það góða sem ég á með Guði föður. Það er bara alveg "mindboggling" að þessi vera skuli vera til. Sem myndi drepa Guð ef hann gæti það.

Aron Arnórsson, 29.6.2012 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband