Leiðrétting?

Ég hef unnið lengi við að leiðrétta ritgerðir og stíla. Þá er gjarnan stuðst við ákv. reglur sem eru stafsetningareglur í íslensku. Þær eru ekki hinar sömu í ensku eða þýsku. Bretar og Þjóðverjar hafa sínar stafsetningareglur. En kennarar leiðrétta ranga stafsetningu, röng svör eða röng viðbrögð. Leiðréttingar eru einnig mikið notaðar í siglingafræðinni hvort sem um skip eða flug er að ræða. Menn taka tillit til segulskekkju, vinda og strauma. Það er kallað leiðrétting af því að menn ætla að ná réttum áfangastað. Nú hefur orðið leiðrétting fengið alveg nýja merkingu. Drengur sem fæddist "drengur" og hefur xy -kynlintning fer í kynskiptiaðgerð. Það er kallað "leiðrétting". Hvaða merkingarbrengl er virkilega komið í Íslenskt tungumál? Þetta tiltekna ætti að vera kynbreyting en ekki leiðrétting. Því frá náttúrunnar hendi er drengurinn karlkyns vera, hvað svo sem honum finnst eða við álítum. Guð gjörði þau karl og konu og þau tvö skulu bindast, stofna heimili og verða einn maður. Ef menn ætla síðan að breyta þessum atriðum og gera karl að konu og/eða konu að karli þá er um að ræða breytingu eða afbökun en ekki leiðréttingu. Sál mannsins er hvorki karlkyns- né kvenkynsvera nema af því að hún er í líkama karls eða líkama konu. Þetta er ekki hægt að leiðrétta heldur breyta og afbaka. Íslenskt samfélag þarf að fá þessa leiðréttingu og rifja upp hve frábær tungan okkar er, hún er svo gagnsæ og skír. Hin kristnu sjónarmið eru þau að karlinn er skapaður karl og til að vera karlmaður til æviloka. Sama er að segja um konuna, hún er fædd kvenvera til að vera slík til æviloka. Snorri í Betel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Arnórsson

En svo að ég minnist á það, sem þér hafið ritað um, þá er það gott fyrir mann að snerta ekki konu. 2En vegna saurlifnaðarins hafi hver og einn sína eiginkonu og hver og ein hafi sinn eiginmann. 3Maðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart manninum. 4Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama, heldur maðurinn. Sömuleiðis hefur og maðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama, heldur konan. 5Haldið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, til þess að þér getið haft næði til bænahalds, og takið svo saman aftur, til þess að Satan freisti yðar ekki vegna ístöðuleysis yðar.

6Þetta segi ég í tilhliðrunarskyni, ekki sem skipun. 7En þess óska ég, að allir menn væru eins og ég er sjálfur, en hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina.

...Ritaði Páll í 1Kor. Það er af hinu góða Snorri að vera ekki við kvennmann kenndur og ég er búinn að fyrirgera því að verða nokkurtíman giftur. Hef gert mig ófæran vegna Guðsríkis =))

Aron Arnórsson, 29.6.2012 kl. 11:48

2 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég er farinn að skilja mósebækurnar.. mér er gefið föst fæða Snorri... skilið?

Aron Arnórsson, 29.6.2012 kl. 20:25

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Hvað er það að rísa upp frá dauðum Snorri félagi, bro?

Aron Arnórsson, 2.7.2012 kl. 11:54

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Þess vegna skulum vér sleppa byrjunar-kenningunum um Krist og sækja fram til fullkomleikans. 2Vér förum ekki að byrja aftur á undirstöðuatriðum eins og afturhvarfi frá dauðum verkum og trú á Guð, kenningunni um skírnir og handayfirlagningar, upprisu dauðra og eilífan dóm.

Afhverju er upprisa dauðra undirstöðuatriði? en ekki eitthvað fyrir lengra komna?

Aron Arnórsson, 2.7.2012 kl. 11:56

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Upprisa frá dauðum er kjarnaatriði kristinnar trúar enda sannaði Jesús stöðu sína með því að rísa upp frá dauðum. Guð sannaði öllum að sá upprisni frá dauðum yrði dómari alls jarðríkis. Þú og ég eigum að erfa þessa reynslu enda frelsar Jesús mennina til að reisa þá frá dauðum.

Að rísa upp frá dauðum er að lifan við, verða aftur lifandi sem andi og sál í áþreifanlegum líkama. Jesús var lifandi gjörður "sem andi". Tómas gat snert á honum en hann gat jafnhliða horfið, farið í gegnum veggi og hurðir, stigið til himna og birst mönnum, fært þeim gjafir og borðað steiktan fisk. Þannig var Jesús "prótótýpa" í hinni nýju og eilífu sköpun enda kallaður hinn síðari Adam.

Fyrir lengra komna er boðskapurinn um helgað líferni og agaða dómgreind sem greinir gott frá illu.

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.7.2012 kl. 16:13

6 Smámynd: Aron Arnórsson

Bara ómetanlegt... ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hátta lífi mínu í samræmi. Guð gefur mér barnaréttinn.

Aron Arnórsson, 2.7.2012 kl. 16:30

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Mundu, fyrir trú á Jesú færðu hlutdeild í öllu því sem hann hefur fyribúið okkur!

Snorri Óskarsson, 2.7.2012 kl. 16:49

8 Smámynd: Aron Arnórsson

"prótótýpa" hahaha þetta er alveg satt ef maður hugsar lengra útí það.

Páll skrifaði eitthvað á þessa leið "Þar til Kristur er myndaður í yður"

Líka að hann hafi borðað steiktan fisk. Ég fer ekki með formlegar borðbænir áður en ég borða en saltfiskur með kartöflum, smjöri og þrumara er ekkert minna en himneskt og ég er fullur þakklætis þegar ég snæði. Við etum saman ef svo má segja.

Aron Arnórsson, 3.7.2012 kl. 14:40

9 Smámynd: Aron Arnórsson

Svo líka Snorri.

And I quote; "Sérhverjum af oss var náðin veitt eftir því, sem Kristur úthlutaði honum. 8Því segir ritningin: "Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir." (9En "steig upp", hvað merkir það annað en að hann hefur einnig stigið niður í djúp jarðarinnar? 10Sá, sem steig niður, er og sá, sem upp sté, upp yfir alla himna til þess að fylla allt.) 11Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. 12Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, 13þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar."

Svo ef ég man rétt þá segja ritarar Biblíunnar að Guð "gangi um á himinnhvelfingunni" ... ef Kristur gerði akkurat þetta "Upp yfir alla himna til þess að fylla allt" þá er þetta orðið soldið snúið. Tók hann út þjáningar sem hann gerði sér ekki grein fyrir? Við vitum núna að sumar stjörnur sem við sjáum eru miklu stærri en jörðin. Sólin er einsog margar jarðir í rúmmáli osfrv. og fjarlægðin til plútó er gígantísk.

Ég er bara eginlega sannfærður um að menn til forna sáu jörðina sem LANG stærðsta hluta sköpunarinnar.

Aron Arnórsson, 3.7.2012 kl. 15:51

10 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sennilega gerum við okkur ekki alveg grein fyrir hvað Kristur gekk í gegnum til að frelsa okkur. Í dag kom t.d. fram að við sjáum ekki nema um 4% af efnisheiminum, 96% er okkur hulið - þar er Guð! Jesús sté upp til himna og niður til Heljar. Þarna eru víddir sem við ekki alveg náum en skiljum samt að upp og niður benda til hins bjarta og hins svarta.

Sólin er 960 000 (eða milljón sinnum) stærri en jörðin. Samt kom Jesús hingað til að verða krossfestur og bjarga mannkyninu - þannig bjargaði hann sköpuninni því við erum kóróna sköpunarinnar.

Menn til forna sáu allt snúast um jörðina og hún væri kjarninn. Þó svo að allt snúist ekki endilega í kringum jörðina þá er hún samt kjarninn, eini staðurinn sem menn vita að finnist líf.

kær kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.7.2012 kl. 14:11

11 Smámynd: Aron Arnórsson

4%!!!! hehehe

takk fyrir að gefa þér tíma til að svara mér Snorri. Hugarró hér!

Aron Arnórsson, 6.7.2012 kl. 14:02

12 Smámynd: Aron Arnórsson

Ok, en hvað er dýrðarfrelsi Guðs barna? Er það að vinna frá 8-16 og mæta á samkomur 1-2 í viku og syngja sálma? Og hvað á Páll við þegar hann segir að "meðan vér búum í líkamanum erum vér að heiman frá Drottni" og "hið sýnilega er stundlegt en hið ósýnilega eilíft" ... ef maður skoðar þetta alltsaman þá er maðurinn, í því ástandi sem hann er, minna blessaður heldur en belja sem veit ekki neitt.

Salómon ritar (og ég trúi því að þetta sé viska Guðs)  Ég sagði við sjálfan mig: Hinn ráðvanda og hinn óguðlega mun Guð dæma, því að hann hefir sett tíma öllum hlutum og öllum gjörðum. 18Ég sagði við sjálfan mig: Það er mannanna vegna, til þess að Guð geti reynt þá, og til þess að þeir sjái, að þeir eru sjálfir ekki annað en skepnur. 19Því að örlög mannanna og örlög skepnunnar - örlög þeirra eru hin sömu: Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn, og allt hefir sama andann, og yfirburði hefir maðurinn enga fram yfir skepnuna, því að allt er hégómi.

Afhverju er mönnum gefin þessi bók með öllu gamla testamentinu? Til hvers er það ritað? Og hver er tilgangurinn með því að gefa út bara sálmana + nýja testamentið? Er lögmálið og spámennirnir of gróft?

Ég hef lesið Jesaja frá byrjun til enda alveg logandi í andanum og það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, ég hló, ég grét og langaði að öskra af gleði.

Þessu er þannig komið fyrir. Prestarnir ganga stöðugt inn í fremri tjaldbúðina og annast þjónustu sína. 7Inn í hina innri gengur æðsti presturinn einn, einu sinni á ári, ekki án blóðs. Það ber hann fram vegna sjálfs sín og fyrir syndir lýðsins, sem drýgðar hafa verið af vangá. 8Með því sýnir heilagur andi, að vegurinn til hins heilaga er enn eigi kunnur orðinn, á meðan fremri tjaldbúðin enn stendur. 9Hún er ímynd þess tíma, sem nú er. Hér eru fram bornar gjafir og fórnir, sem megna ekki að færa þeim, sem innir þjónustuna af hendi, vissu um að vera fullkominn. 10Þetta eru aðeins ytri fyrirmæli, ásamt reglum um mat og drykk og ýmiss konar þvotta, sem mönnum eru á herðar lagðar allt til tíma viðreisnarinnar. (Tekið úr Heb)

Vegurinn eigi kunnur orðinn. Það er eitthvað að fara gerast (trúi ég) sem er á Biblíulegum skala. Og mér fyndist ekkert skrítið ef einhverju væri bætt við þessar 66 bækur... ekki með vilja manns heldur reynslu manna.

Það eru 2 bækur sem ég er alveg hættur að lesa. Það eru 2 síðustu bækur nýja testamentisins. Ég lét skoðun mína í ljós á netinu fyrir einhverjum árum síðan að mér fannst Júdasarbréfið skrifað í reiði og af manni sem setti sig í dómarastól. Hvað veit hann um það hvaða glímu Míkael átti við djöfulinn? Hvar segir ritningin að hann hefði "barist um líkama móse"? Svo var NT sett saman af einhverjum rómverjum, ekki Gyðingum. Og það 300 árum eftir krist.

Það er svo margt sem mig langar að segja og mér er bara alveg sama hver lest þetta. Ég er orðinn einsog sorp Vestmannaeyja... horfa mig allir hornauga því ég er öryrki sem ekki vinnur, get það ekki.

 Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. 13Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. 14Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. 15Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla. 16Og þeir segja við fjöllin og hamrana: "Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; 17því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?"

Ég las þetta ekki sem ég paste-aði úr Opb... ég bara man eftir "Hrynjið yfir oss!" opnaði opb, ýtti á Ctrl-F og skrifaði hrynjið og paste-aði allri klausunni.

Aron Arnórsson, 6.7.2012 kl. 15:32

13 Smámynd: Aron Arnórsson

Það er ekkert betra til með mönnum en að eta og drekka og láta sálu sína njóta fagnaðar af striti sínu. En það hefi ég séð, að einnig þetta kemur af Guðs hendi. 25Því að hver má eta eða neyta nokkurs án hans? 26Því að þeim manni, sem honum geðjast, gefur hann visku, þekking og gleði, en syndaranum fær hann það starf að safna og hrúga saman til þess að selja það þeim í hendur, er Guði geðjast. Einnig það er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Aron Arnórsson, 10.7.2012 kl. 09:24

14 Smámynd: Aron Arnórsson

Jesús lifir! Svo sannarlega. Ef ekki, afhverju styrkir hann mig þegar ég er í nauðum staddur. Gefur mér hugarró og KRAFT til að standast mótlæti heimsins?

Gerðu þig að vini heimsins og þá ertu jafnskjótt óvinur Guðs. Líttu á HELVÍTIS heiminn einsog hann er.

Aron Arnórsson, 10.7.2012 kl. 11:55

15 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég vil ekki ganga framm af þér. Ég er bara að athuga hvort þú sért postuli.

Aron Arnórsson, 10.7.2012 kl. 20:37

16 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gangi þér vel Aron - láttu orð Jesú og elsku hans umlykja þig á bak og brjóst

Snorri Óskarsson, 11.7.2012 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 240816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband