Guðlast út en hvað í staðinn?

Sennilega er ákvæðið um guðlast ónýtt þar sem dómstólar hafa lítið fengist við slík mál og mannréttindadómstóll Evrópu vísað öllum slíkum málum frá á undanförnum árum. Þó svo að Guðlast sé ekki endilega refsiverð athöfn í dag þá er hún engu að síður alvarleg því Guð hefur andstyggð á því lasti sem beint er að honum. Pétur postuli teflir fram þessum rökum um guðlastið :"Þessir fífldjörfu sjálfbirgingar skirrast ekki við að lastmæla tignum. Jafnvel englarnir sem eru þeim mun meiri að mætti og valdi fara ekki með guðlast, þegar þeir ákæra þá hjá Drottni." (2.Pét.2:11)

En svo er hin hliðin á málinu sem eykur ekki tjáningarfrelsið og það er grein 233a í hegningarlögum sem var samþykkt í fyrra 2014. Það væri nær að fjarlægja hana til að auka tjáningarfrelsið því í þeirri grein er greinilega verið að hefta t.d. teikningar, bendingar  og orðaval.

Auðvita þurfa allir að gæta orða sinna en hvað með teikningar sem blöðin birta daglega og sneiða að mönnum sem málefnum?

Mér finnst eðlilegast að taka á málinu út frá Fjallræðu Jesú Krists. "Sælir eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður.(Matt.5. 11 - 12)

Væri því ekki best að taka kristilega á öllum þessum málum og um leið að kenna litaráttunum, þjóðernunum, trúarbrögðunum, kynbreyttum eða kynhneigðunum að gera slíkt hið sama? Gera ekkert af þessu refsivert þó svo að verið sé að spauga, smána, ofsækja?

Vandinn er aðeins sá að ekki geta allir sagtst verða fyrir smán, skömm og ofsóknum Krists vegna en gleðjumst samt. "Gleiði Drottins er okkar hlífiskjöldur" (Nehemía 8:9)

 

kveðja

Snorri í Betel


mbl.is „Hefðu átt að hugsa sig tvisvar um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það spurning hvort að það sé heppilegt að það séu of margir ólíkir trúarhópar ofan í hvor öðrum:

Geta Kristnir menn staðið meira og betur saman gegn islam; án þess að beita ofbeldi?

Hver er stefna hinna ýmsu flokka á Alþingi í útbreiðslu múslima-siða hér á landi?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1583418/

Jón Þórhallsson, 26.2.2015 kl. 13:13

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég get alveg tekið undir með þér að það er verið að ganga of langt þegar móðgandi tjáning gagnvart ákveðnum hópur er bönnuð.

Það þarf samt ákveðnar lágmarkstakmarkanir á tjáningu og ég held að þegar við ræðum um smáatriðin að þá geta flestir verið sammála um það þó sumir eigi stundum til að tala um tjáningarfrelsið sem allt eða ekkert. Klassíska dæmið um að ekki megi öskra eldur þegar enginn eldur er til staðar er nokkuð gott því þá er tjáningin á beinan hátt að leggja fólk í hættu (fólk getur slasast eða jafnvel dáið vegna troðnings).

Svo er auðvitað mikill munur á að deila þeirri skoðun að gyðingar séu gráðugir (móðgandi) vs. að gyðinga eigi að drepa (hættulegt).

Það að fólk geti deilt skoðunum sem við erum ósammála er svo auðvitað gott að því leitinu til að þá fáum við tækifæri til þess að rökræða við það. Það er auðveldara að tækla hluti sem eru á yfirborðinu.

En já ég vil hafa rétt til þess að segja að þessi trú sem þú fylgir sé t.d. heimskuleg og ekki af hinu góða. Ég ætla þá ekki að vera hræsnari og heimta að yfirvöld banni þér að tjá skoðanir þínar á minni kynhneigð.

Hallgeir Ellýjarson, 26.2.2015 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 240981

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband