Islam, trú friðarins?

Okkur berast daglega fréttir af ofbeldi og hryðjuverkum. Þau eru framkvæmd í Evrópurríkjum sem og þeim sem falla undir skilgreininguna sem Múslimsk ríki. Það eru engin grið í þessum væringum. 

Lítið er hægt að segja því þá eru menn krossfestir sem ,,rasistar" og það vill enginn vera rasisti. Ekki er hægt að spóla til baka og endurhæfa hryðjuverkamennina því þeir margir fórna sjálfum sér í illvirkinu. Fjölskyldurnar bera blak af viðkomandi, því hann var svo góður og yndislegur að hann gerði ekki flugu mein. En samt logar Evrópa og í öllum tilvikum eru þeir að verki sem kalla sig múslima. Fjölskylda gerandans fær milljónir lagðar inná bankareikning sinn. 

Aðferðirnar eru kunnar. Þær voru æfðar 1972 þegar Palestínumenn réðust á gyðingana í Ólympíuþorpinu í München með hríðskota byssum. Þá skildu allir gremju Palestínumanna vegna meintra grimmdarverka gyðinga og þeir höfðu ,,stolið landi" þeirra.

Svo voru annarskonar hryðjuverkaárásir hafðar í frammi. Flugvélar, strætisvagnar og lestir sprengdar. Sveðjur og axir í almenningssamgöngum sem og stórvirkar vinnuvélarn notaðar á almenna borgara. Og nú er ráðist inní hin helgu vé. Kirkjur njóta ekki friðhelgi eða griða. Allt eru þetta æfð atriði og háþróuð útfærsla fyrst hjá Yassir Arafat og ,,skæruliðum PLO" og nú þeim sem tengjast ISIS. En mótmæla íslamskir klerkar? Þessar árásir sem koma óorði á Islam og hinn venjulega múslima, andmæla einhverjir þeirra? Og fjölskyldur gerendanna fá milljónir lagðar inná bankareikninga sína. Það eru blóðpeningar og ættu auðvita að vera upptækir af stjórnvöldum.

Nú er annar svipur að færast yfir Evrópu sem hýsir í dag 52 milljónir múslima. Það eru borgarhverfin sem meira að segja lögregla viðkomandi lands fer ekki inní öðruvísi en að spyrja leyfis. Allt eru þetta þekktar aðferðir sem tíðkaðar hafa verið í Ísrael og beitt sem vopni gegn Ísraelsríki. 

Allar þjóðir Evrópu hafa ályktað Palestínumönnum í vil og kennt Ísrael um allar þessar hörmungar sem hafa bitnað á gyðingunum. Og gyðingarnir svöruðu þannig að berjatínslu sérfræðingunum og lækninum líst ekki á blikuna. Hinir illu Ísraelar eiga ekki að hafa rétt til sjálfsvarnar að hans mati ekki skal einu sinni versla af þeim.

Meðan Evrópa ályktaði gegn gyðingum út af hryðjuverkaárásum Palestínumanna óx tala hinna friðelskandi Múslima í Evrópu. Nú stendur álfan frammi fyrir sömu vandamálum og gyðingar. Beitt er sprengjum, hnífum, byssum og bílum.

Hvað er til ráða?  Við á Íslandi höfum gert sömu kórvillu og Evrópa og það er að flokka flóttamenn í æskilega og óæskilega. Kristnir Arabar hafa ekkert hingað að gera og þeim er ekki boðið að koma hingað úr óhrjálegum flóttamannabúðum. Múslimum er boðið. Það er svo sem allt í lagi ef það fólk tileinkar sér okkar siðferði og verðmætamat en leyfir Islam það?

Allir sjá nú hversu ótrúlega hratt Tyrkland en sett undir alræðisstjórn. Þetta er auðvelt því Islam boðar Kalífaveldi eða einveldi.

Betra væri að Evrópa hefði lesið rétt í ofbeldisverkin í Ísrael og staðið með gyðingunum. Við á Íslandi höfum enn tíma til að byrgja brunninn og forðast ,,Tyrkjaránið" hið síðara þegar stúlkur eru ginntar í hjónabönd og landnám hefst í okkar landi af því að við tókum ekkert mark á viðvörunum sem berast okkur frá fréttahaukum samtímans.

Besta meðalið gegn ógn Islams er að við sjálf endurnýjum fermingarheitið og styrkjum trú okkar á Krist Jesú og það sem hann kenndi. Eina haldgóða meðalið gegn kolrangri heimspeki er réttur boðskapur kristinnartrúar og kærleika. Það er verið að steypa okkur í þriðju heimstyrjöldina. Eigum við að láta sem ekkert sé?

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 241027

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband