Tungan er ranglætisheimur ....

 Yfirskriftin eru orð Jakobs postula og bróður Jesú Krists. Þeir voru sammæðra synir Maríu en hann sonur Jóseps. Þetta var honum ljóst fyrir 2000 árum og okkur í dag.

Af hverju er mönnum svona brugðið við tal vel drukkinna Alþingismanna?  Salómón konungi var það ljóst 1000 árum fyrir daga Jakobs og Jesú frá Nazaret að konungum sæmir ekki víndrykkja né höfðingjum áfengir drykkir(Orðkv. 31:4). Okkar þingmenn eru án afsökunar. Víndrykkja og fyllerí er engum til sóma og alls ekki til gagns. En vel er að þeir eru fljótir að biðjast afsökunar og auðvita fá hana.

En það er fleira sem vert er að staldra við. Í gær heyrði ég endurflutt viðtal sem Ævar Kjartansson og Örn Tuliníus áttu við Stefán Jón Hafstein. Þeir fóru yfir meðferð og efnistök fjölmiðla á málefnum undanfarna áratuga. Þar var minnst á hvernig raddir andófsins vantaði þegar útrásarvíkingarnir voru að rústa fjármálakerfið og fjölmiðlar sem forsetinn mærðu útrásarvíkingana. Fjölmiðlarnir, Stefán Jón og forsetinn höfðu það þeim til afsökunar að ,,andóf” vantaði! Enginn sagði frá ,,Nýju fötum keisarans”! Þeim var haldið frá sem andmæltu og kirkjan sagði heldur ekki orð!

Fleira hrundi á þeim árum. Nýtt siðferði var leitt til öndvegis, hjúskaparlögum breitt og samkynhneigðin talin eðlileg. Andófsmenn voru kallaðir þröngsýnir, fordómafullir og með rörsýni. Best væri að útiloka þá frá allri umræðu. Sigur samkynhneigðra var helst að þakka fjölmiðlum sem lögðust á eitt að breyta samfélaginu. Myndir voru teknar og lofræður fluttar um samkynhneigð en á meðan voru tugir þeirra að glíma við dauðans alvöru hennar. Lífsmátinn kostaði svo marga Lífið. Eyðni lagðist eins og mara yfir hópinn. Andmælin þóttu ekki svara verð né eiga erindi en voru jafnvel flokkuð sem haturs orðræða og til þess fallin að þeir sviftu sig lífi. Það var andófinu um að kenna.

Er okkur Íslendingum stætt á því að gagnrýna Alþingismenn fyrir óvægin orð, sögð í ölæði og áhættu hegðun í fjármálum meðan fjölmiðlum er í lófa lagið að beita áróðri gegn heiðvirðu fólki, segja það með rörsýni eða gamaldags viðhorf og telja viðhorf Jakobs postula og Salómons konungs ekki gilda fyrir okkar samtíma? Samt eru fylgifiskar rangrar hegðunar augljósir!

Nú er SS búin að leggja fram frumvarp sem rýmkar tíma til fóstureyðinga. Þetta frumvarp er lífshættulegt litlum börnum í móðurkviði. Eru orðin í því frumvarpi ekki skaðlegri en vínspjallið á Klaustur kránni. Fá ,,andófsmenn” að koma í fjölmiðla nú og beita sér gegn barnaeyðingum? Eða getur siðferðisvitund þjóðarinnar og fjölmiðlanna ekki annað en farið léttu og öruggu leiðina niður á við eins og í hin skiptin?

þannig fórum við með útrásina, kynvilluna, hjónabandið og nú eru smábörnin sett í stórhættu! 

Er tilviljun að á sama tíma og Alþingi er niðurlægt með hegðun þingmanna þá er frumvarp um þungunarrof lagt fram? Munu þessir þingmenn hafa þrek til að taka sig á, leiðrétta stefnuna og bjarga börnunum, framtíð þessa lands?

mótmælum og veljum lífið fyrir börnin. Vonandi verða þingmenn allsgáðir við afgreiðslu þessa frumvarps og segja NEI! Guðs orð má enn heyrast því ávextir óhlýðninnar eyðileggja manninn, málefnin og þjóðina!

snorri í Betel


mbl.is „Undir þeim komið að axla ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er rétt hjá þér að stækkandi gayprideganga  og hjónabönd samkynhneigðra er miklu alvarlegra mál heldur  en eitthvert fylleríisraus inni á bar sem að sagt í einhverju ölæði.

Varðandi fóstureyðingarnar að þá þarf að velta fyrir sér ástæðum slíkra gjörninga.

Jón Þórhallsson, 29.11.2018 kl. 18:23

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þetta Snorri. Já ekki virðist alþingi ætla að auka við traust sitt. Þetta er sorglegt og rétt sem þú bendir á að þótt viðbjóðsleg sé orðræða þessarra manna, þá er tillagan um að drepa börnin, ennþá andstyggilegri. En því miður munu margir sem hneykslast á þessum viðbjóði þ.e. orðum þessarra þingmanna, styðja þá hugmyndafræði að það sé í lagi að aflífa lítið barn.

Kristinn Ásgrímsson, 29.11.2018 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 240812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband