samfélagssáttmáli brotinn

Eitt sterkasta boðorðið er :,,þú skalt ekki stela"! Við viljum gjarnan hafa eignarréttinn í hávegum hafðan og samfélagið verði þannig að það sem við eigum fái að vera okkar eign. Sumt sem við eigum er lítils virði en samt tengt minningum sem ekki verða metnar til fjár. Annað er gulls í gildi og selst á uppsprengdu verði fari það á markað.Það er því nauðsynlegt að smáþjófurinn sé gómaður og stöðvaður við að eyðileggja samfélagssáttmálann með því að virða ekki eignarréttinn.

En hvað gerum við gagnvart hinum volduga sem virðir ekki samfélagssáttmálann? Um daginn kvartaði þjóðkirkjan yfir því að sóknargjöldum hennar sé ekki að fullu skilað. Ríkið ,,ræni" 40% þeirra. Ekki er lögreglan kölluð til því að ,,hinn stóri" er nú að láta greipar sópa. Hin ýmsu litlu trúfélög sem eiga einnig að fá sín sóknargjöld hafa þurft að sjá á eftir sóknargjöldum svo árum skiptir. Hvað gera menn þá?

Sagan af Hróa Hetti er einmitt saga um mann sem brást við yfirgangi og þjófnaði hins volduga gagnvart þeim smáu þegnum sem þurftu að búa við kúgun og rán. Í sögu þeirri er Hrói ávallt hetjan sem bjargar. Vantar mann eins og Hróa Hött í okkar samfélag?
Það telst ekki siðaðra manna háttur að bregðast við þjófnaði með ránum. Við höfum okkar lögreglu lið sem má og skal siga á misindismenn samfélagsins sem brjóta ,,samfélagssáttmálann", stela og rjúfa allsherjarreglu.

En lögreglan er ekki kölluð til vegna þjófnaðar á sóknargjöldum! En eins og nafnið hefur að geyma sér lögreglan um lög landsins og reglur samfélagsins.

Það hefur verið einnig ríkjandi viðhorf í árþúsundir að virða líf einstaklingsins. Hér á landi var síðasta aftakan norður í Húnavatnssýslu í Vatnsdalshólum 1830. Hún var vegna þeirrar lagareglu sem þá gilti að manndrápi er refsað með aflífun hafi drápið ekki verið óviljaverk.Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og líf fyrir líf er gamall mælikvarði því ef hann var ekki þá fóru siðleysingjarnir þannig að að bæði augun voru heimtuð eða allar tennur teknar burt og jafnvel öll fjölskyldan drepin eins og fjöldi frásagna er til um. 

Þegar nazistinn Heidrich, landstjóri Tékklands var drepinn þá gilti ekki reglan ,,líf fyrir líf" heldur voru allir karlmenn og drengir þorpanna sem lágu nálægt lendingarstað hryðjuverkamannanna sem drápu Heidrich eytt, konurnar sendar í vændi og þorpin afmáð. Gamli mælikvarði siðferðisins var horfinn úr réttarkerfi nazista.

En hver er reglan í dag? Mannréttindi! En mannréttindi hins smáa og ófullveðja er fórnað fyrir mannréttindi kvenna. Í fóstureyðingarfrumvarpinu nýja um þungunarrof er það borið fram sem gildri ástæðu fyrir þungunarrofi að konan ráði yfir sínum eigin líkama. Meira að segja þegar Ísland var heiðið og mannvíg voru stunduð þá var útburður barna litinn illu auga þó svo að lög bönnuðu ekki. 

En þetta er svo sem ekki alveg nýtt. Á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld voru tvær lífsskoðunarstefnur að keppa um athygli og fylgi almennings. Sú fyrri var Nazismi sem með skelfilegu háttalagi flokkaði lífið í æðra (über-mench) og óæðra (unter-mench). Ekki ólíkt því sem við gerum gagnvart fóstrum í móðurkviði. Jú þá voru mannréttindi og MANNRÉTTINDI!

Sú síðari var tilfinningin eða Ástin sem menn áttu að varðveita umfram skuldbindingu. Það birtist aðallega í aðför að hjónabandinu. Það var ekki lengur heilagt heldur ,,ástin". Ef tilfinningin kólnaði gagnvart makanum mátti finna aðra persónu sem glæddi ástina og hægt væri þá að vera ástinni/tilfinningunni trú og lifa þannig fylltu lífi.

Freud og fylgismenn hans tefldi fram þeirri skoðun að:,,hið kristna siðferði væri fjandsamlegt lífinu þar sem það brýtur í bága við kynferðiseðli mannsins. Hin kynferðislega bindindissemi kristninnar orsakar sjúklegar bælingar sem hafa skaðleg áhrif á alla. Fyrir mörgum lamar hún heilbrigði bæði sálar og líkama með hinum bældu dulhygðum (komplexum) sem kallast ,,neuroser" eða taugaveiklun.(O.Hallesby,Nýja siðferðið,bls 4,kristilegu stúdentafélag,1939)

Þriðja atriðið var sambúðarformið. Hin kristna skoðun er að hjónabandið er milli karls og konu. Samlíf þeirra á að vera innan hjónabandsins og skapa afkvæmum hjónanna öruggan samastað, traust heimili. Ef maður tók sér konu til samlífs og þau voru í óvígðri sambúð var konan ævinlega kölluð frilla. Íslenskan varðveitir þetta orð en það er varla notað á Íslandi því frillulífið, óvígð sambúð er svo sjálfsagt í dag. Hin ,,nýja skoðun" eða ,,hið nýja siðferði" var í Þýskalandi Nazismans birt almenningi í  bók sem vegsamar allar tegundir kynlífs og teflir fram réttlætingu þess frá vændi,til frillulífis og kynvillu.(O.Hallesby bls 6,kristil.stúd. 1939)  Í dag færðu ekki prestsstarf ef þú gefur ekki saman tvo karlmenn eða tvær konur. Ef þú ert kennari sem talar gegn kynvillu og samkynhneigð færðu ekki starf eða að halda starfinu. Hvar eru viðvörunar raddir kristninnar gegn þessum lífsmáta? Hefur þú heyrt þær nýlega?

Fjórða atriðið er hvernig litið er á misnotkun á börnum eða nauðgun. Málefnið með misnotkun barna er núna dregið í efa sem ,,varanleg eyðilegging" á sálarlífi þeirra. Nefnt er í umræðunni um Micael Jackson að drengirnir sem urðu fyrir misnotkun hans eru báðir fjölskyldumenn og sýna ekki af sér óeðlilega hegðun eða brotið lífsmynstur. Þeir komu óskemmdir útúr þeirra reynslu. Varðandi nauðganir þá er tilhneigingin að milda dóma.

Öll þessi atriði eru dæmi um ,,Nýtt siðferði" sem ræðst gegn kristna siðferðinu og er því að brjóta ,,Samfélagssáttmálann" sem lýst hefur þjóðinni í meira en 1000 ár.

Þegar þessi sáttmáli var rofinn milli heimstyrjalda þá átti eitthvað gott að koma yfir þjóðfélögin í Evrópu og víðar. En um leið losnaði um friðinn og ein mannskæðasta styrjöld mannkynssögunnar fylgdi í kjölfarið. Lög og regla hurfu en ólög og upplausn komu í staðinn. Sleppum við?

Þjófurinn í Keflavík með 45 ilmvatnsglösin fær ekki að njóta ilmsins af þeim heldur dúsa í óþef ærumissis og jafnvel vera gerður brottrækur úr landi sé hann ekki íslenskur ríkisborgari.

Hvað verður um okkur hin þegar nýja siðferðið verður viðurkennt sem lög í landinu?

1. Við missum tjáningarfrelsið. Ekkert má segja gegn nýjum húsreglum. Allt verður túlkað sem hatursáróður, kúgunar boð og mannhatur.

2. Við fáum ekki að lifa sem frjáls þjóð með sátt og samlynd viðhorf. Hjónabandsrof og fóstureyðingar munu stórauka á vanlíðan þeirra sem taka þátt í slíku. Vanlíðan í samfélaginu veður ólæknandi. Samfélagið getur ekki bætt skaðann.

3. Við missum af vernd Guðs yfir okkar landi. Þessi atriði sem tilheyra nýja siðferðinu kostuðu Evrópu mannfelli í milljónatali og hrun samfélaganna. Af hverju skyldum við sleppa.

4. Ef vernd Guðs hverfur af þessu landi þá munu náttúruöflin verða mun skæðari fyrir mannfólkið hér. Eldgosin verða ekki túrista eldgos heldur stórskaðleg fyrir menn og málleysingja. Erum við tilbúin að heyja baráttu gegn Guði almáttugum?

Mér finnst við standa frammi fyrir því að varpa frá okkur auðnu og hamingju fyrir ávinning sem við sjáum ekki. Um leið og Guð víkur frá þessu landi þá hverfa mannréttindi og réttlæti í samfélaginu en við tekur samfélag sem hvorki virðir menn, eignir, lög eða líf. Viltu búa í slíku samfélagi? Spurðu Þjóðverja eða Rússa hvað þeir fengu með sínu guðlausa siðferði!

 

Guð hjálpi okkur

Snorri í Betel


mbl.is Stal ilmvötnum fyrir 45 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er  /hver er rödd Þjóðkirkjunar þegar að Alþingi ætlar nú að fara að hringla í kynskárningarkerfum hins opinbera með því  að leyfa fólki að ráða sínu kyni.

Finnst talsmönnum KRISTS að alþingi sé á réttri leið í þeim efnum?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/11/

Jón Þórhallsson, 7.4.2019 kl. 08:17

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Telur þú að það væri til bóta ef að Þjóðkirkjan muyndi inntheimta sín sóknargjöld sjálf

með venjulegum gíróseðlum eins og skátarnir þurfa að gera tengt sínum félagsgjöldum?

Jón Þórhallsson, 7.4.2019 kl. 08:24

3 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Samkvæmt mínum skilning er þetta siðferðis hrun óumflýanlegt. Og vegna þess að myrkrið eykst á jörðinni verður ljós Jesús að skína en sætar en áður!

Jesaja 14:12  Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!

Jesaja 14:13  Þú, sem sagðir í hjarta þínu: "Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.

Jesaja 14:14  Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!"

Jesaja 14:15  Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.

Jesaja 14:16  Þeim sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir virða þig fyrir sér: "Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin,

Jesaja 14:17  gjörði jarðkringluna að eyðimörk, eyddi borgir hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?"

Guð blessi Ísland og leiði vakningu yfir sitt fólk!

Kristinn Ingi Jónsson, 7.4.2019 kl. 09:24

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvort það væri betra fyrir þjóðkirkjuna að innheimta sín eigin sóknargjöld þá fengi hún að vita hug fólksins og sjá viðbrögð einstaklingsins. Er betra fyrir SÁÁ að vera á fjárlögum. Þeir senda gíróseðla um allt og búa við fjárksort samt sem áður. Þjóðkirkjan ætti einnig að láta fórnarbaukinn ganga í messunni því það er eðlilegt fyrir fólk að gefa. Guð gaf sinn son og við hin kristnu eigum að gefa í það sem við trúum á.

Snorri Óskarsson, 7.4.2019 kl. 11:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugmyndin um mannréttindi á sér rætur í kristni, og hvergi annars staðar. En hvað verður um mannréttindin þegar grundvöllur þeirra gleymist?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2019 kl. 12:05

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvernig er þessu fyrirkomulagi háttað hjá Hvítusunnusöfnuðum hér á landi?

Jón Þórhallsson, 7.4.2019 kl. 12:25

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Við fáum skert sóknargjöld en helsta fjármögnunin er með frjálsum framlögum.

Snorri Óskarsson, 7.4.2019 kl. 13:03

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þorsteinn, þetta er svo satt hjá þér en pólitíkin stígur fram, treður á trúmál unum og skerðir aðgang þeirra t.d. í skólum en fleytir ofan af rjómann svo fæstir tengja saman trú, löggjöf, mannréttindi, lífs vernd og réttlæti. Öll þessi atriði eru í samhengi og órjúfanlegum tengslum.

Snorri Óskarsson, 7.4.2019 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 240978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband