Jesús og tíðarandinn!

Mikið er sannleikurinn beittur og upplýsandi. Biblían opinberar Jesú Krist sem heilagan enda oftast kallaður Jesús frá Nazaret (heilaga staðnum), Hann er flekklaus eða ,,hin lýtalausa fórn" í Hebreabréfinu 9:14. Hann gekk um kring, gjörði gott og græddi alla þá sem af Djöflinum voru undirokaðir eins og Postulasagan segir. Hún leggur líka áherslu á að:,,ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað oss"!(post.4:12)

En hann var gjörður að ,,synd okkar vegna"!

Það hefur ekkert breyst í 2000 ár. Enn er Þjóðkirkjan að útmála Jesú sem máttlausan frelsara sem fellur inní tíðarandann. Hann leysir engan frá synd heldur gerist ,,þátttakandi með honum í syndum hans"! Það er dæmi um stöðu okkar þegar Jesús er gjörður að því sem samtíminn nærist á.

Auðvitað nýtum við okkur kærleikann til að varðveita okkar hugmyndir og umburðarlyndið má ekki vanta. En ef ég er á annarri skoðun þá fæ ég hvorki að finna til kærleiksþels né umburðalyndis. Ég skal fá að finna til ,,te-vatnsins" eins og Akureyrarbær sýndi landsmönnum.

Það er trúlega viljandi gleymska í öllum þessum kynningum hvað Biblían segir um kærleikann í 1.Kor. 13. En berum saman hvað versin 4 - 7 segja um lyndiseinkunn kærleikans:

 ,,Hann er langlyndur, hann er góðviljaður.

Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi."

Ég gleðst ekki heldur yfir hinu ósæmilega né óréttvísinni sem auglýsingin hefr að geyma! Það er nefnilega stórmerkilegt hvað menn vilja með kærleikann og umburðarlyndið. Í dag eru þau beitta vopnið til að slá á andstæðinginn og mikil hjálp til að við samþykkjum óréttvísi og ósóma. En kærleikurinn samþykkir það ekki þó hann þurfi að umbera það!

Það má kirkjan vita og allir lesendur þessa bloggs líka, að Jesús Kristur þolir það vel að vera gjörður enn eina ferðina að synd og skömm! En þolum við það að eini Frelsari okkar missi tiltrú okkar í skopstælingunni og að vonin verði rænd úr prédikuninni og frá veikum trúarhjörtum?

Jesús var aldrei hommi, en hann er Frelsari homma; Jesús verður aldrei kynskiptingur en hann er Frelsari þeirra. Eini Frelsarinn sem getur leyst hugarfar mannsins og hegðun frá skömm, ósóma og óréttvísi. Syndin er drottnunarvald spillingarinnar í hvaða mynd sem er og trúin á Frelsarann Jesú eina lækningin fyrir okkar spillta hugarfar.

Hann mun gefa þeim sem hans leita trú, von og HEILAGAN ANDA til umbreytandi lífs. Syndin þarf ekki að vera hið mynduga og mótandi afl í þínu lífi. Þú átt ennþá aðgang að FRELSARANUM JESÚ frá Nazaret!

 

Snorri í Betel

 


mbl.is Ætla að segja sig úr kirkjunni vegna auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hárrétt hjá þér Snorri. Hvað hefði gerst hefði Múmameð verið settur í þessa stöðu? ja, hann er allavega ekki frelsari eins eða neins, en það er Jesús hinsvegar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.9.2020 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband