Forpokaður Færeyingur?

Í dag fóru þeir Bogi Ágústsson fréttamaður og Hjálmar Árnason yfir stöðu stjórnmála í Færeyjum. Í þeirri umræðu töluðu þeir um Jenis af Rana, lækni og utanríkisráðherra, og spiluðu hljóðbrot þar sem læknirinn var að biðja fyrir sjúkum í beinni á Lindinni, kristilegu útvarpsstöðinni í Færeyjum. Auðvelt var að finna bæði í raddblæ og á orðum þeirra beggja, undrunina á að læknir skyldi biðja fyrir manni með liðagigt. Læknir að biðja er auðvitað vanvirða við læknavísindin, eða hvað? 

Ef læknir fær sjúkling til meðhöndlunar þá er sko ekkert víst að hann geti grætt sárin eða fjarlægt meinið, Gigtarsjúkdómar eru "torfærur" fyrir alla lækna. Þeir ávísa á lyf, töflur og smyrsl. En ná þeir árangri? Það veit Jenis af Rana betur en Bogi og Hjálmar og jafnvel þeir báðir til samans. Þess vegna bætir læknirinn bæn við meðferðina. Er það skömm að biðja Guð um hjálp eða aðstoð? Nei, auðvitað ekki.

Næst fóru þeir orðum um Jenis og afstöðu hans til Samkynhneigðar og hjónabandsins. Þá flokkaði Hjálmar Árnason lækninn trúaða sem "forpokaðan"! Hvað er "forpokaður"?

Þetta orð var gjarnan notað um prest sem kulnaði í starfi! Er Jenis kulnaður í landsstjórn? Kulnun er nokkuð algeng orðnotkun hér á landi en forpokun á undanhaldi því kannski hafa menn freistast til að nota orð sem hefur óljósa merkingu en hægt að nota til að sá inn tortryggni!

Að hafa sterkan siðferðisgrunn er allt annað en að vera "forpokaður"! 

Hjálmar og Bogi, þið þurfið að vanda orðalag ykkar betur og mæta ekki í fréttatíma með sleggjudóma og orðnotkun sem þið hafið ekki á hreinu hvað þýða.

Jenis af Rana hefur gott orð á sér bæði sem heiðarlegur, réttsýnn, trúaður og göfugur maður. Það er aðeins sanngjörn krafa að RÚV allra landsmanna gæti hófs og sanngirni í umfjöllun sinni um góða menn.

 

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv er allt gegnsýrt af gaypride-öflum þar sem að þau gjamma "SÓDÓMUNA" upp,

Alveg eins í sjónvasrpsþáttaröðinni HUNGURLEIKARNIR; sem að nýbúið er að sýna í rúv-sjónvarpi.

Þar hét samfélagið CAPITAL; það samanstóð af gaypridegöngufólki

og þau höfðu náð heimsyfirráðunum, alþingishúsinu, fjölmiðlunum og háskóilanum: 

https://www.imdb.com/video/vi2988484633/?playlistId=tt1951264&ref_=vp_rv_0

Jón Þórhallsson, 25.11.2022 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 241024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband