Fölsuð Biblía 21.aldar!!!

Mér brá þegar fréttaþulur um nýja Biblíuþýðingu bar saman 1.Korintubréf 6. kafla og vers 9. Þá kom í ljós að þýðingarnefnd sleppti gríska orðinu "arsenokoitis" og bjó til heila setningu sem höfðaði til ólifnaðar. Fram til þessa var þetta orð þýtt sem kynvilla en það gengur víst ekki í dag. Vissulega er kynvillan ólifnaður og 40 prestar hafa verið á málþingi í þjóðminjasafninu til að róa að því öllum árum að ólifnaðinn skuli leiða að altari þjóðkirknanna og blessa. Þó vita þessir 40 að Biblían segir við okkur að taka ekki þátt í "annarra syndum" 1.Tím.5:22

En hvers vegna má ekki Biblían vera þýdd yfir á íslensku án þess að vera brengluð og fölsuð? Hér er greinilegt dæmi um að mönnum er hætta á að falla undir tíðarandann og láta hann ráða. Þetta er svo sem ekki nýtt. Dæmin eru um slíkt í Biblíunni eins og með Lot í Sódómu og Pétur í garði Æðstaprestssins. Það gat tekið á að vera einlægur fylgjandi Jesú Krists - Orðs Guðs. Og enn þurfa menn að fylgja honum með djörfung. Prestalaunin uppá nærri hálfa milljón blása þeim ekki kjark í bringu!

En eftir þessar upplýsingar úr fréttum kvöldsins þá verð ég að "snýta mér í foragt" yfir þessu falsaða verki þýðinganefndar sem skilar því ekki til kynslóðar 21. aldar sem Guð hefur ætlað okkur að koma til skila.

Páll lagði ríka áherslu á það við Korintumenn að þeir (postularnir) framgengju ekki í fláttskap né fölsuðu Guðs orð heldur birtu sannleikann og skírskotuðu til sannleikans sem hver maður veit að birtir okkur álit Guðs á málum. Auðvitað vita allir að kynvilla er ólifnaður og trúlega vita meðlimir Samtaka 78 það allra best.

Þessar upplýsingar sem ég fékk um Biblíuþýðinguna nýju gefa mér ekki tilefni til að kaupa mér eintak né nota til skírskotunar í prédikunum mínum þar sem sannleikanum er breytt, hann afbakaður og ekki lengur "skírt og klárt Guðs orð".

Skiptir þessi litla breyting svona miklu? Það er ekki mikil mengun í norska vatninu en áhrifin eru gríðarleg það er óhæft til neyslu. Þannig er og fölsun Guðs Orðs - það er óhæft til neyslu.  Menguð þýðing eyðileggur "innblásið Guðs orð, gerir það óhæft til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks."

Fyrst við höfum dæmi um svona ramma fölsun þá er engin ástæða til að treysta einhverju öðru sem þýðingarnefndin hefur komið nærri og Biblíufélagið gefur út! 

Nú segi ég mig úr Biblíufélaginu.

Gjör þú slíkt hið sama og stofnum nýtt Biblíufélag sem þýðir og gefur út ómengað Guðs Orð!

 

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, mér finnst þetta stagl afar afstætt eftir að hafa séð Jesus Camp í sjónvarpinu. Hvað fannst Þér um þá mynd?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, og HÉR er fyrirlestur í Guðfræðideild Stanford háskóla um áræðanleika Biblíuþýðinga og bókstafsins yfirleitt, án þess þó að rýra grundvallargildin í raun, enda engin andáróður hér á ferð.  Fyrirlesturinn er í 10 hlutum og byggir á bók fyrirlesarans Bart D. Ehrman "Misquoting Jesus"  Þætti gaman að heyra skoðun þína á þessu.

Svo...hvað villt þú að gert sé við hommana og lessurnar?  Hvað hefði Jesús gert?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Linda

Er ekki fleiri ritninga staðir sem tala um þennan lífstíl, ekki hefur þeim tekist að breyta þeim?? Annars langar mig að fara yfir þess bók til þess að hafa vit á því hvað er mismunandi, og svo er ég líka með gríska nýja testamenntið á blogginu mínu sem gefur upplýsingar um þennan umrædda kafla, bara af því íslendingar kjósa að fara þessa leið þýðir ekki að það breyti neinu, ég t.d. notast iðulega við ensku þýðingu, bæði  NKJV oh svo NISB.  

Hér er engin sigur unnin, Guð sér um sína.

Linda, 19.10.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Linda ég get sagt þér svona til að gefa forsmekkinn að Hin (óskiljanlega) Heilaga Þrenning, á sér enga stoð í frumritum og sagan um skækjuna og "sá yðar sem syndlaus er..." 10. aldar hrein viðbót við textann.  Vil samt ekki skemma fyrir þér lesturinn.  Annars finnst mér það ótrúleg hentisemi að vitna í eitthvað bréf Postula, þar sem hann tyftar agalausann söfnuð og gera að orðum Krists og hvað þá Guðs um samkynhneigð.  ´Finna má í Biblíunnu réttlætingu á aðskilnaði manna í mis réttháa einstaklinga , þjóða og ættflokka fyrir almættinu.  Hvatningu til ofbeldis haturs og drápa, sem og til göfugra verka og kærleika.  Það má í raun réttlæta flestann voða eða rökstyðja kosti samhyggðar og samhjálpar í þessari bók.  Menn þrasa um stafkróka úr 3 frumtungum og bera saman og deila hatrammlega um einangruð atriði eins og réttinn til að fordæma náunga sinn fyrir að vera utan einhvers norms.  Margt í Biblíunni er hins vegar litið hjá af eðlilegum ástæðum, eins og mismunun gagnvart konum og annarri óáran, sem ekki samræmist nútíma samfélögum.   Ef menn trúa á þessa bók ættu þeir þá ekki að hafa allt, sem í henni er í hávegum eða sleppa því alveg?  Ég spyr bara, svona meðalgreindur borgari, sem næ ekki þessari ótrúlega tyrfnu og þversagnarkenndu theológíu.  Er það ekki merki um ófullkonleik þessa texta, að mönnum greini svo á um hann og að jafnvel trúaðir hundsa hluta hans, sem er of absúrd til að bjóða fólki?  Ef hann er svo ófullkominn og veldur slíkri gremju og deilum, jafnvel meðal trúaðra, að þeir skiptast í æ fleiri einangraða hópa, er þá nokkur möguleiki á að hann sé verk Guðs?

Snap out of it, segi ég og hættið að veita fordæmingu og mannfyrirlitningu brautargengi í gegnum þennan ævaforna texta, sem hefur tekið óendanlega miklum breytingum í árþúsundir.  Með fullri virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 01:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Prefer Greek Sources
Since some Christians prefer the Latin translation, which ... [gives us] ... the word homosexual, of the Greek pederast and arsenokoitis, here is my response:

We usually praise the Greeks for their great sculpture, literature from Homer to Socrates to Plato and Aristotle, and the glory and power of Rome for excellent engineering, roads, [and] mighty legions. But their economies were based on slavery and their morality was bankrupt. The rich were powerful and the poor lived in dire poverty.

With this background, [the Bible translator] St. Jerome used the term homosexual, but to be fair to him, in a footnote he wrote that the Greek words may have other meanings. To our dismay, the footnote disappeared and we are left with the sole meaning of homosexual that continues to plague us through the centuries, even today.

St. Jerome mistranslated the Greek terms cited above. Pederast was not love, but child abuse by a rich heterosexual or homosexual man (no such distinction in the Greek New Testament) at the expense of a poor boy who literally prostituted himself in order to escape from hopeless poverty. Of course, a slave had no recourse. Even some pagan Romans and Greeks were appalled at such a practice.

Arsenokoitis was condemned by the Christians, not on the basis of sex but idolatry. Arsenokoitis was a highly respected form of fertility cult religion. Today we would call the men and women temple prostitutes. Sexual intercourse was considered the ultimate form of union with the gods to guarantee the fertility of the human race, crops, livestock, etc. The apostle Paul proclaimed that our union with God is a gift through the life, death, and resurrection of Jesus Christ, not dependent upon our sex — whether female, straight, or lesbian, or male, straight, or gay.

I prefer to base my theological opinion on the primary original Greek New Testament rather than the secondary Latin translation. Remember, we are all Christians in spite of our different opinions (or interpretations if you prefer that more politically correct term ... or hermeneutics, to sound more theological).

As everyone knows, we can prove anything from Scripture via [the] pick and choose [method] ... as with slavery, women in politics and government, ordaining women in the church, etc. I am amazed at some gays and lesbians who must have the patience of Job in putting up with all the guff thrown at them by fellow Christians. It is time for us to repent and stop using gays and lesbians as scapegoats for our prejudices!

Merrill Carlson

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 01:58

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílík þvæla í Jóni þessum Steinari og Merrill þessum Carlson. Hieronymus kirkjufaðir (St Jerome) notaði alls ekki orðið 'homosexual' í sinni latínuþýðingu (Vulgata) á Nýja testamentinu (þ.e. á I.Kor.6.9 og I.Tím.1.10), heldur orðalagið masculorum concubitores, sem nær býsna nákvæmlega merkingu hins gríska hugtaks Páls postula: arsenokoitai (flt.; eintalan er arsenokoites,, þ.e. karlmaður sem hefur samræði við karlmann). -- Merrill þessi Carlson er enn einn rangtúlkandi Heilagrar Ritningar, en gerði þarna ótrúlega klaufaskyssu strax í byrjun. Við byggjum ekki hús á sandi, kristnu systkin. -- Ég þakka þér, Snorri, fyrir andmæli þín gegn hinni röngu þýðingu og fyrir heimsókn á mína vefsíðu.

Jón Valur Jensson, 20.10.2007 kl. 02:29

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón Steinar

Þessar upplýsingar sem þú ert að færa fram sem rök eru ekki réttar og byggðar á rangfærslum.

Þú sérð nú hvað Jón Valur bendir þér á en þú munt áreiðanlega ekki taka mark á þeim upplýsingum því þær "henta þér ekki". Enn þú þarft að hætta þessu bulli!

Til að leiðrétta sjálfan sig þarf maður að vera sannleikselskandi. það dugir ekki að gefa sér skoðanir og láta þær kúga og ráða öllu öðru í framhaldinu.

Þegar þú hlustar á Dr. Bart Ehrmen þá sérðu strax að hann leiðir skoðanir sínar fram þannig að allir hafi þýtt einhverja vitleysu sem síðan breyttist koll af kolli svo ekket er að marka Biblíuna í dag. Þetta er ekki rétt afleiðsla. En þú getur séð á Biblíuþýðingu 21. aldar hvernig fræðimenn breyta. Þeir þora ekki að láta "kynvilluna" standa í bókinni en hún er samt í frumhandritum þeim sem eru lögð til grundvallar.

Ef Dr. Bart yrði fenginn til að þýða heldurðu þá að hann myndi breyta einhverju skv. sínu áliti?

En þýðandi á nefnilega ekki að breyta heldur flytja textann yfir eins nákvæmlega og vel til að hugsunin og boðskapurinn varðveitist.

Dr. Bart sannar með sínum rökum að Biblían er Guðs Orð sem menn reyna gjarnan að breyta sér í hag. En menn eiga að breyta sér -þeim í hag og Guði til dýrðar. Þannig verðum við dýrleg sköpum hans bæði líkamlega og hugarfarslega.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 20.10.2007 kl. 11:25

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ykkur er mikið í mun að fá að halda í orð, sem réttlæta fordæmingu ykkar og aðskilnaðaráráttu og virðist vera sárir og ergilegir yfir að sá munaður sé frá ykkur tekinn eða rýrður.  Ég er sannleikselskandi Snorri og spyr því spurninga, þegar mér finnst málflutningu ykkar ekki samræmast grundvallarboði kærleikans.  Allt, sem þið hafið fram að færa eru gýfuryrði um að ég fari með bull, án þess að rökstyðja það frekar.  Mér finnst afstaða ykkar ekki Guði til dýrðar og lífinu til framdráttar.  Hvað það er, sem þið hræðist í tilvist fólks, sem gerir sáttmála sín á milli um tryggð og sambúð, þótt það sé af sama kyni.  Ég bendi þó á að í þessum stafkrókum ykkar er eingöngu bent á samband tveggja karla en ekki kvenna. Eru þá lesbíur Guði þóknanlegar?  Leyfið fólki að lifa eins og það vill og treystið því að það muni uppskera eins og það sáir án úthrópunnar ykkar.  Þið hafið ekkert umboð umfram aðra menn að segja hvað er sannleikur og hvað ekki.  Ég læt svo staðar numið hér, enda er ekki hægt að rökræða gagnrýni á bókstafinn við fólk, sem vísar í sama bókstaf máli sínu til stuðnings. Það er eins og að reyna að halda uppi vitrænum díalóg við geðklofasjúkling. Umræða, sem er dæmd til að fara í hring og enda ávallt í sömu ranghugmyndinni aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 17:20

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón Steinar!

Þessi rök þín fjalla ekki um orð, merkingar og þýðingar heldur fordóma mína "sem ég vil nærast á". 

Heldurðu að það væri slæmt fyrir mig að skipta um orð? Heldurðu að ég tapaði einhverju ef allt í einu væri samþykkt að nú væri ekki lengur ósiðlegt að stela eða drýgja hór? Nei, allir geta séð sér hag í slíkri breytingu en það leiðir til ófarnaðar.

Af sama toga er það afleitt eins og þú varst að benda á, með tilvísun í fyrirlesturinn í Standford háskóla, að breyta Biblíutextanum skv. tíðaranda okkar. Í þeim röksemdum upplifi ég "goðklofasjúkling" sem bendir á tilhæfulausar breytingar í gegnum söguna, en styður tilhæfulausar breytingar 2007, og leyfir sér síðan að fullyrða að ég vilji engar breytingar til að styrkja mig í fordómum!

Jón Steinar hættu að fara í hring. Þá kemstu út úr ranghugmyndunum. Það sem þarf inní skilning okkar er að Jesús Kristur kom til að frelsa okkur "FRÁ" synd. Þar liggur kjarninn í því sem ég er að segja.

Kristinn maður á að láta af illgjörðum sínum og ganga inní hin góðu og uppbyggjandi lífsmáta kristinnar trúar.

Jesús frelsar.

kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 20.10.2007 kl. 22:49

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hef ekki trú að að nokkur frumheimild sé til. Frumhandritin eru ekki frumheimild. Einhver hefði þurft að vera á staðnum og heyra frá fyrstu hendi. Annars er alltaf hægt að efast um sannleiksgildið. Þar af leiðandi tel ég málið dautt...

Páll Geir Bjarnason, 21.10.2007 kl. 00:25

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki það fróður að geta auðgað þessa umræðu en mér þykir hún samt áhugaverð. Ég get vel skilið að menn greini á um hvað sé rétt þýðing ef fyrir því eru efnisleg rök. Mér er aftur á móti ómögulegt að skilja menn sem telja réttlætanlegt að víkja af vegi sannleikans vegna tíðaranda eða populískra sjónarmiða. Vegna þess sem Páll Geir Bjarnason segir hér þá kann það að vera útópía að höndla alltaf og allstaðar sannleikann. Hitt er annað mál að það er göfugt markmið. Eða getur einhver maður sem gerir það ekki kallað sig kristinn?  Liggur þá ekki beint við að ætla að einhverjum muni detta til hugar að fella niður eða  breyta setningunni: Í upphafi var Orðið og Orðið kom frá Guði?

Í upphafi skyldi endinn skoða. 

Sigurður Þórðarson, 21.10.2007 kl. 01:40

12 Smámynd: Mofi

Ég tel það vægast sagt mikinn misskilning að halda að þeir kristnir sem vilja ekki svona breytingu á Biblíunni gera það vegna þess að þeir hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum.  Fyrir mitt leiti vildi ég óska þess að sumir af þessum textum væru ekki í Biblíunni. Myndi gera mín trú og mína hollustu gagnvart Biblíunni miklu auðveldari.  Þetta snýst aðeins um að standa vörð um Orð Guðs hvort sem það færir manni vinsældir eða ekki.

Páll Geir, hérna er eitthvað sem þú getur kíkt á varðandi handritamál Biblíunnar, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/bibleorg.html

Mofi, 21.10.2007 kl. 14:46

13 Smámynd: Mofi

Þessi síða hérna er góð viðbót og þörf fyrir þá sem vilja eitthvað vita um handrit Biblíunnar, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/bibleorigin.html

Mofi, 21.10.2007 kl. 14:47

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt skal vera rétt. Menn breyta ekki sögunni þó þeir falsi hana. 

Ég átti tal við kunningja minn í morgun sem sagði mér að þetta mál ætti sér sífelt fleiri hliðstæður. Vissuð þið að menn eru byrjaðir að endurútgefa sumar bókmenntaperlur  frægra höfunda og breyta þjóðerni manna? Yfirlýstur tilgangurinn er sagður vera að draga úr fordómum t.d. á gyðingum.  

En hvað eru fordómar? Fordómar eru að dæma fyrirfram. Þá spyr ég, eru það ekki  fordómar að þykjast hafa vit fyrir fólki og leyfa því ekki að lesa óbrenglaða texta?  Já, og það í nafni fordómaleysis! 

Sigurður Þórðarson, 21.10.2007 kl. 15:06

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á þessari vefsíðu Útvarps Sögu er í dag (og til kl. 12 á morgun, þriðjudegi) skoðanakönnun um eftirfarandi mál: 'Telur þú rétt að þýðendur geti breytt upprunalegri merkingu Biblíunnar?'

Jón Valur Jensson, 22.10.2007 kl. 13:42

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉRNA (á vefsíðu Vestmannaeyjaprests) á ég langt innlegg í dag og annað til um þetta þýðingar- og kenningarlega mál. -- Einnig má geta þess, að á vefsíðu Útvarps Sögu er í dag (og til kl. 12 á morgun, miðvikudegi) skoðanakönnun um eftirfarandi mál: 'Vilt þú að kirkjan gefi saman samkynhneigt fólk í heilagt hjónaband?' Þar voru yfirgnæfandi margir (yfir 70%) á móti fyrir um 60-90 mínútum, en nú er staðan 51.7% já og 48,3% nei, eftir að 290 hafa kosið. Geri ég ráð fyrir, að baráttumenn samkynhneigðra séu iðnir við að senda inn sín svör.

Jón Valur Jensson, 23.10.2007 kl. 14:26

17 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég er á því að Biblían verði þýdd af Heilags Anda fylltum mönnum. Mér líkar hvorki við 81 ´þýðinguna né þessa sem er komin út. Sú þýðing sem ég les núna er TNIV og væri það ekkert vitlaust að fá menn eins og Jakob Vallsson, Helga Guðnason oflr vel menntaða Guðfræðinga til þess að þýða Biblíuna. Ég er reyndar líka á móti því að það séu notuð háslepjuorð eins og oss og vér. Mín skoðun er sú að Biblían á að vera uppfærð á nútímamál án þess að taka neitt úr gildi það sem Biblían boðar.  Svo að hún sé aðgengilegri fyrir allmenning.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.10.2007 kl. 18:45

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágæti Sigvarður, hverjir eru Jakob Valsson og Helgi Guðnason?

Jón Valur Jensson, 31.10.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband