12.7.2012 | 16:21
Uppsögn í nafni sárinda!
Ég var kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar í dag. Hann var með bréf í hendi sem han óskaði eftir að ég undirritaði sem móttakandi. Bréfið var uppsögn. Ég hef 5 mánaða rétt til launa, 3 mánaða rétt til að kæra málið til Innanríkisráðneytisins og 14 daga rétt til að fá frekari rökstuðning fyrir uppsögninni.
Gunnar sagðist harma þennan viðskilnað og hældi mér nokkuð. Ég gladdist yfir þeim orðum sem Gunnar hafði um mig og störf mín í skólanum og þá eftirsjá sem yrði af því að fá ekki notið minna starfskrafta. Ég sagði honum að það væri auðvelt að laga þá eftirsjá bara með því að hann drægi uppsögnina til baka þá væri sá þáttur kominn í lag. En ekki gat hann orðið við því! Þessu væri ekki hægt að breyta!
En hverjar voru þá ástæður uppsagnarinnar? Jú: "Uppsögn á rót að rekja til brota utan starfs sem samrýmist ekki starfi þínu sem grunnskólakennari." Og: "Akureyrarbær telur að með því að skrifa og tjá þig opinberlega á meiðandi hátt um samkynhneigð og transfólk hafir þú brotið svo af þér að réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins." Síðan er vísað til skrifa minna á bloggi mbl.is undir heitinu :"Gildum er hægt að breyta" og "Leiðrétting" sem : "eru til þess fallin að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum, samykktum og skólastefnu."
Þetta eru endalokin á því ferli sem hófst árið 2010 þegar Akureyrarbær fór fram á það að ég hætti að nýta stjórnarskrár varinn rétt minn til tjáningarfrelsis. Þá var sérstaklega tekið fram í bloggheimum. Mér var lofað að ekki yrði hróflað við orðum og boðskap mínum á samkomum í Hvítasunnföfnuðinum. Ég spurði Gunnar hvort ekki væri kvartað undan orðum mínum á Ómegu- kristnu sjónvarpsstöðinni. Ekki neitaði hann því en hann horfði aldrei á þá stöð en sumir hafi haft orð á þessum boðskap þar. Ég gekk út af fundi með uppsögn í hendi og grun um að menn ætluðu í nafni yfirvalda að snúa sjónvarpsstöðina Ómegu niður vegna þess að boðskapur hennar hentaði ekki "samkynhneigðum og trans" mönnum? Menn skeindust á sálinni vegna boðskapar Biblíunnar.
Biblían barst á góma og hann gaf lítið fyrir þýðingar á Biblíunni enda hafi menn þýtt hana frá öðrum tungumálum en styddust ekki við frumrit hennar. Mér var nú hugsað til þýðenda á vegum Biblíufélagsins hvort þeirra verk njóti ekki meira trausts hjá yfirvöldum skólamála á Akureyri? Ég benti honum á að þýðendurnir þýddu úr frummálum Biblíunnar, hebresku og grísku.
Grunnstefið í uppsögn minni var, að sögn Gunnars: "Að kynhneigð sé ekki hægt að breyta"! Ég stend í þeirri meiningu að kynhneigð sem aðrar tilfinningar séu breytingum háðar og við mennirnir þurfum að gæta þess sem áður hefur verið sagt. T.d. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns... Girnd liggur á sviði tilfinninganna. Þú skalt t.d. ekki hafa kynhneigð til barna. Við ætlumst til að "svona hneigð" óæskilegri og andstyggilegri sé haldið í skefjum og stjórnað. Sé það hægt þá er kynhneigð væntanlega hægt að breyta -- vonandi!
ég mun því ekki kenna í Brekkuskóla meir, takk fyrir samveruna!
kær kveðja til Akureyrarbæjar
snorri í betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 16.7.2012 kl. 14:59 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Söfnuðurinn í Vestmanneyjum þarf á þínum kröftum að halda..............
Vilhjálmur Stefánsson, 12.7.2012 kl. 16:51
Ætli maður opni ekki eina góða kampavínsflösku í kvöld til að fagna .....
Lynn Marie Fitzpatrick, 12.7.2012 kl. 17:03
Kæri Snorri, þetta er leitt að heyra ekki bara þín vegna heldur er þetta hneisa fyrir fræðsluráð Akureyrar. Það sannast vel orð ritningarinnar er segir:"Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni.....
En þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart, Jesús Kristur var krossfestur fyrir sitt blogg. Þannig að sagan endurtekur sig, að vísu fékkst þú bara uppsögn. Akureyrarbær hefur ekki rómverska herinn í sinni þágu, a.m.k. ekki ennþá...þótt stefnan sé í anda hins forna rómaveldis eða hins endurfædda ....ESB veldis.
Velti því fyrir mér hvort fræðsluráð Akureyrar horfi á sjónvarp yfirleitt.... fyrst þeim er annt um að vernda börn fyrir illum áhrifum .... þeim er kannski heldur ekki kunnugt um tölvuleiki....
Kristinn Ásgrímsson, 12.7.2012 kl. 21:12
Sæll og blessaður.
Mannréttindi og tjáningafrelsi hafa verið brotin. Jafn skal yfir alla ganga í þessu kommúníska þjóðfélagi, verður þá Davíð Þór næstur?
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2012/06/29/baratta_byggd_a_osannindum_og_nidrogi/
http://don.blog.is/blog/don/entry/1249085/
Ef Guð er með oss hver er þá á móti oss?
Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2012 kl. 22:54
Snorri ég vona að þú látir reyna á þetta fyrir dómstólum, reyndar tel ég að þérberi skilda til þess.
Þú átt ALLANN minn stuðning kæri vinur.
Kær kveðja Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 12.7.2012 kl. 23:00
Það er kominn tími til að þú takir sinnaskiptum, Snorri minn.
Að amast út í þá sem vilja ekki fylgja þeim úreltu gildum sem þú aðhyllist segir mér að - yður ber að afruglast.
Þú ert auðvitað ekki einn um þessa ruglun, að halda í forn gildi eða uppfærð forn gildi. Fjöldinn allur af kristnum mönnum, Gyðingum og múslimum gerir það einnig.
En, þeim ber einnig að afruglast.
Gangi þér öll sinnaskipti í haginn.
Sigurður Rósant, 12.7.2012 kl. 23:45
Snorri minn. Reyndu nú að hætta að gera grín að Guði og breyta þér í alvöru kristna manneskju. Þú ert bara tómt plat sem predikare með þessu endalausa tali umsamkynhneygða sem eru jafn eðlilegir og þú sjálfur.
Ég veit að það er algengt að fólk sem er að argast með offorsi út í samkynhneigða, þeir eru með slæma samvisku gagnvart eigin hugsunum um kynlíf, eða þeir hafa gert einhvern fjárann af sér til að þurfa að berja fólk með sinni slæmu samvisku um kynlíf og kynlífshegðun annara sem þér kemur ekkert við.
Ég er alveg viss um að þú ert strangheiðarlegur maður á veraldlega sviðinu, enn á því tilfinningalega sviðinnu ert argasti dóni og á því andlega ertu næstum skilningsvana ....
Ég vorkenni þér fyrir að vera skoðannaþræll Biblíutexta og meðhöndla alveg eða hreint óheiðarlegur. Biblá er svo sem ágæt bók á köflum, enn þín hegðun er þannig að heilbrigt fólk þorir ekki að lesa hana af ótta við að verða eins og þú.
Biblían er ekki Guð. Guð var ekkert með í að skrifa þessa bók og kemur hún ekki við. Það er lýgi sem er mötuð og hefur verið viðhaldið af fólki í þúsundir ára sem aldrei skildi hvað Guð var og er.....
Guð hefur heldur enga skoðun og hefur aldrei haft. Kynntu þér alvöru Guð í staðin og hættu þessu leikriti...þú veist alveg nákvæmlega hvað ég á við...
Og trixið með að segja eins og sumir "að sértu mér ekki sammála þá ertu óvinurinn". Svona rugl er notað enn þann dag í dag og virkar bara á ólæsa, naíva og fólk í lúmsku kvíðakasti ....
Óskar Arnórsson, 13.7.2012 kl. 01:29
Sammála Þórólfi vini mínum. Snorri þú hefur verk að vinna fyrir okkur öll. Okkur er sagt að við eigum heima í lýðræðislandi? Það þarf að reyna á það hvort við höfum málfrelsi eða ekki?
http://maurildi.blogspot.com/2012/07/er-rangt-reka-snorra.html
Kærleikskveðjur til Sigga Rósant og Óskars.
SHALOM/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 13:18
Sæll Snorri, þú hefur alla mína samúð, ég er nú kannski ekki alltaf sammála þér í þessari deilu við Akureyringa, en mér finnst eins og einstaklingsfrelsið sé brotið í þínu máli, þess vegna er ég sammála Þórólfi hér að ofan, mér finnst illa með þig farið kæri vinur.
Soltið skrýtið að á sama tíma og ég skrifa undir Ráðningasamning við Ísfell EHF, þá færð þú uppsagnabréf ( bara smá pæling hjá mér, því ég bý í húsi sem þú byggðir )
Ég óska þér alls góðs í framtíðinni Snorri.
Kær kveðja frá Áshamri 58.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.7.2012 kl. 20:07
Rósa!
Snorri hefur engan áhuga á að vera sáttur við annað fólk í þessu máli. Hann náði með hjálp Biblíu að búa sér til afsökun fyrir þrjósku og þvermóðsku sína. Svo getur hann notað málið til að fá fólk til að vorkenna sér og besta trixið er að ofsatrúarfólk á hreinlega eftir að dýrka hann fyrir tiltækið!
Ofsatrúarfólk elskar svona "fórnir" sem verður síðan útskýrt sem "tryggð við Guð" eða eitthvað í þá áttina. Ég vorkenni ekki Snorra fyrir þetta mál að neinu leyti. Hann fékk sitt "leikrit" og sem betur fer var ekki látið undan honum. Það verður að stoppa svona yfirgang í nafni trúarbragða.
Allt of mikið af fólki sem stundar trúarbrögð skilur ekki sjálft hversu varhugaverð þau geta verið.
Málfrelsi hefur ekkert með málið að gera. Snorra finnst ekkert að því að ritskoða allt sem er skrifað í hans blogg. Hvað finnst ykkur um yfirvöld í löndum sem gera alveg eins? Gæti Snorri verið ritstjóri MBL? Nei, ekki út af ritskoðunaráráttu sinni....
Það er allt fólk með einhverja galla og vankanta. Stærstu gallarnir halda bara áfram að vera til af því að við skiljum ekki sjálfir eigin galla. Að geta ekki látið börn og unglinga í friði rétt á meðan þau eru að vaxa vegna eigin áhuga á Biblíu, passar ekki hjá kennara.
Enn auðvitað óska ég Snorra alls góðs í atvinnumálum og öllum málum og öllum öðrum málum í lífinu.
Óskar Arnórsson, 14.7.2012 kl. 08:14
Óskar vinur minn
Óskar skrifar: "besta trixið er að ofsatrúarfólk á hreinlega eftir að dýrka hann fyrir tiltækið!" ALDEILIS EKKI.
Allavega ætla ég ekki að dýrka hann og ég er ein af þessu ofsatrúarfólki sem þú skrifar um. Ég og þú við dýrkum Guð almáttugan og son hans Jesú Krist en ekki breyska menn - við nefnilega erum öll breysk.
Óskar skrifar: "Ofsatrúarfólk elskar svona "fórnir" sem verður síðan útskýrt sem "tryggð við Guð" eða eitthvað í þá áttina." Algjör vitleysa.
Óskar skrifar: "Hann fékk sitt "leikrit"
Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef lesið hjá þér en ég er ekki sammála en það er í lagi því það er jú tjáningafrelsi eða HVAÐ?
Þú þarft sko ekki að vorkenna Snorra, hann verður sterkari eftir þennan storm sem nú geisar! Yfirleitt kemur logn á eftir storminum!
Ekki sammála þér með málfrelsið - hann hefur rétt á að tjá sig á einkabloggi eins og þú og ég. Úff, ekki allt fallegt sem þú hefur skrifað í gegnum tíðina og manstu þegar ég skrifaði þér skilaboð aftur og aftur því mér ofbauð og ég bað þig vin minn að umorða hitt og þetta. Mikið af því sem þú hefur skrifað er særandi og höfum við talað um það aftur og aftur og samt vinir.
Málfrelsið - Við þurfum að vanda okkur öll með málfrelsið okkar - við getum sært aðra en það er ekki alltaf meiningin en stundum held ég að sumir særi með skrifum sínum vísvitandi og svo er til fullt af fólki sem snýr út úr öllu og það má ekki anda á þetta fólk.
Lýst vel á þessa hugmynd með að Snorri verði ritstjóri hjá mbl. Gæti trúað að það yrði fjör hjá honum og Doddssyni
Að lokum vitna ég í Biblíuna og þá með tjáningafrelsið í huga: "AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR."
Välsigna Sverige.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 17:51
Í Nýja Testamenntinu segir Jesú: "Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig"
Mættuð öll hafa þetta í huga takk fyrir.
Stefán Þór Sigfinnsson, 16.7.2012 kl. 11:27
Málamyndakristnir upphefja sig í heyrenda hljóði með háði og spotti um þá sem eru staðfastir í trúnni.
Þeir eru kallaðir sér-trúar og ef maður þekkti ekki þetta fólk tryði maður því að það sé sér-lundað les stórskrítið. Átti þetta fólk ekki allt að fara í dimma og raka Hestagjá ásamt hommum og þeim sem trúa að Guð sé kona í boði biskupsstofu árið 2000? Hvar var kærleikurinn og umburðalyndið þá?
Snorri er réttsýnn kristinn barnakennari og hatar ekki homma frekar en aðra menn. Farisear lögðu spurninga-snörur fyrir Krist og nú eru einhverjir hróðugir yfir að hann hafi gengið í gildruna. Ég er ekki sömu trúar og Snorri en ber virðingu fyrir einlægri trú og vona að þetta beygi hann ekki. Gangi þér vel Snorri.
Sigurður Þórðarson, 16.7.2012 kl. 11:58
Ég hef leitt hugan að sama kyni undir áhrifum bæði áfengis og eiturlyfja og þegar ég vaknaði úr vímunni langaði mig til að drepa mig. Eða fara í kalda sturtu og grenja og kveikja í fötunum mínum.
Aron Arnórsson, 16.7.2012 kl. 13:12
Ég stend sko með Snorra kallinum hvað þetta varðar.. og kanski bara hvað allt varðar. Og þú Stefán Þór... "Karlmenn frömdu skömm(!) með karlmönnum og tóku svo út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. Það er hægt að hylja svona syndir með kærleika en gæska Guðs á að leiða til iðrunar... ekki taumleysis.
Aron Arnórsson, 16.7.2012 kl. 13:16
Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði, 11í ofsóknum og þjáningum, slíkum sem fyrir mig komu í Antíokkíu, í Íkóníum og í Lýstru. Slíkar ofsóknir þoldi ég, og Drottinn frelsaði mig úr þeim öllum.
12Já, allir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða. 13En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villandi aðra og villuráfandi sjálfir.
Þessu vildi ég bæta við Snorri mate.
Aron Arnórsson, 16.7.2012 kl. 13:23
Takk fyrir innlitið á bloggið og þið sem hvetjið mig, bestu þakkir.
Ég er ekki að biðja um að allir séu sammála mér. En ég hef ekki hleypt öllum að því sumir koma ekki undir nafni, aðeins dulnefni og aðrir koma ekki með skoðanaskipti heldur skítkast og óhróður. Það eflir ekki né styrkir málfrelsið eða trúfrelsi.
Sigurður:
Þetta er rétt með Hestagjá árið 2000, ekki vildum við setja okkur þangað
Stefán:
Versið á undan þessu er um hið æðsta boðorð:"Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu, öllum mætti þínum og allri sálu þinni."
Rósa
Takk fyrir þetta!
Óskar
Þínar niðurstöður lýsa þér en ekki mér- gáðu að því.Þú segir t.d.: "Allt of mikið af fólki sem stundar trúarbrögð skilur ekki sjálft hversu varhugaverð þau geta verið." Þetta á einnig við um þig!
Sigurður Rósant
Þú segir: "Að amast út í þá sem vilja ekki fylgja þeim úreltu gildum sem þú aðhyllist segir mér að - yður ber að afruglast." En ég segi það sama og Biblían: "Yður ber að endurfæðast", þá losnar þú úr tálsnöru Djöfulsins. Það er öllum mönnum til yndisauka að losna, elska sannleikann og fyllast af friði Guðs.
Þórólfur
Ég tek ekki annað í mál en að fara í mál!
Kiddi
Akureyri hefur slagorðið:"Öll lífsins gæði" - ef þú heldur kj...!
Þorsteinn
Engar kannanir hafa afsannað mitt mál né álit Biblíunnar. Menn hafa ekki rannsakað heildar mynd áhrifa samkynhneigðra. En ýmislegt bendir til óhamingju þeirra eins og "skápaviðtalið" við Haffa Haf og álit formanns Samtaka 78 í dag sem fagnar þöggunartilburðum og stjórnarskrárbrotum Akureyrarbæjar á tjáningar- og trúfrelsi.
Lynn
Mundu hvað Biblían segir um vínið : "...að síðustu bítur það sem naðra"! Stefnir þú á meðferð?
Vilhjálmur
Ég var á samkomu á Sjómannadag sl. Þá vantaði suma!
Snorri Óskarsson, 16.7.2012 kl. 14:53
Aron
Þakka þér kærlega fyrir að hafa ekki borið eld að þér. En vertu samt svona áfram, brennandi í Heilögum Anda fyrir Jesú!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 16.7.2012 kl. 15:04
Mál Snorra snúast ekki um trúarbrögð Rósa: Þau snúast um það hvort fólk sem er á bólakafi í þeim þurfi að sýna börnum og unglingum einhverja virðingu. Málið snýst ekki um hvort Snorri verður atvinnulaus eða ekki. Hann fær laun í heilt ár ef hann vil eða hann getur stefnt ríkinu og fengið skaðabætur. Mín vegna mætti hann vera á launum í skólanum og sitja heima þangað til hann hættir þessum árásum á saklaust fólk.
Það er alveg rétt hjá þér Rósa mín að ég hef oft látið vond orð fjúka sem hafa frekar eyðilagt fyrir mér heldur enn styrkt málstað minn. Ég á þér mikið að þakka á erfiðu tímabili í mínu lífi og ég lít á þig sem vin. Ég gæti alveg orðið vinur karls eins og Snorra, enda læt ég ekki vini mína stjórna því hvaða skoðanir ég hef. Þú veist að ég á samkynhneigða dóttir og Snorri með sína fáránlegu afsökun sem han fær úr biblíunni, blindar mig ekki neitt.
Ef einhverjar bækur ættu að vera með aldurtakmarkanir eru það biblía og kóran. Kröftugar bækur sem hafa mikil áhrif. Sumir hætta að hugsa sjálfstætt eða hætta yfirleitt að hugsa eins og Snorri gerir í þessu máli. Bókin hans heltekur hann og hann er ekki húsum hæfur vegna þess. Alla vega í sem skólastarfsmaður.
Snorri. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu og hef ekkert verið að eltast við neinar niðurstöður yfirleitt um þitt mál. Ég er bara að viðra skoðanir mínar og fer ekkert fram á að þær séu réttari enn neins annars. Nema í þessu máli sem þitt mál snbýst um, þar er ansi öruggur og þarf ekkert að rökræða hvað sér rétt og hvað sé rangt. Þú ert algjörlega týndur í þessari afstöðu sem eru leyfar af grárri forneskju.
Það er til fólk sem er sannfært um að jörðin sé flöt eins og pönnukaka og þreytisr ekki við að færa rök fyrir vitleysunni. Að öðru leyti er ekkert að því fólki.
Mér er ekkert illa við þig né neina aðra manneskju. Sumt fólk passar bara ekki í sum hlutverk í samfélaginu. Það er verið að reyna að draga fólk úr forneskju trúarbragða með því að sameinast um að láta börn og unglinga í friði í skólum landsins.
Og þú ert búin að lýsa þínum skoðunum svo rækilega yfir í sambandi við fólk sem er samkynhneigt að þú átt ekkert erindi neins staðar sem kennari, nema þá fyrir fullorðna sem geta varið sig fyrir svona persónulegum vanköntum.
Múslimar eru akkúrat með þessa sömu sannfæringu gagnvart konum sínum og þú ert með gagnvart samkynhneigðum. Ég þakka Guði fyrir að þú sért ekki prestur í Íran því þá væri nóg að gera hjá þér við að hengja ungt fólk í bókstaflegri merkingu þess orðs.
Þú átt virkilega að passa þig á "Sharialögum" kristindómsins sem hefur ekkert með Guð að gera, hefur aldrei gert og mun aldrei gera. Bara vakna upp úr þessu hugsanakerfi þínu Snorri sem kemur óorði á Guð og allt sem er heilagt. Þetta er reyndar ekkert flókið nema fyrir þá sem hafa sameinast í ruglinnu...
Óskar Arnórsson, 16.7.2012 kl. 20:29
Stendur Guð þá ekki þér við hlið Snorri, þegar allt kemur til alls?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2012 kl. 21:10
Hann er trúr, bjarg sem vissulega má treysta. Segir ekki Biblían: "Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á!"
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 16.7.2012 kl. 23:05
Ég held að þú misskiljir Guð þinn og allra annara Snorri alveg hrapalega. Það breytir ekki Guði hvað Biblían segir sem þú notar sem afsökun fyrir þessari skoðun þinni. Stendur ekki líka í Biblíunni að þú eigir að vera staðfastur í trúnni og afgreiða alla krítik sem árásir frá þeim vonda sjálfum? Þar með ertu orðin martýr fyrir að verja Guð fyrir syndugum eins og mér.
Málið er að þegar Biblían var smíðuð þá var þessi innbyggða afneitun á heilbrigða skynsemi sett inn í Biblíunna svo væri hægt að halda völdum yfir fólkinu. Og það tóks vel. Enn það er einmitt þessu sem þarf að breyta. Það getur vel verið að þú trúir á Guð, enn Guð trúir ekkert á þig né það sem þú ert að gera meðan þú ert með svona hugarfar.
Og þegar hugsað er til þess að þú ætlar að freista þess að leita réttar þíns í nafni málfrelsis, væri þá ekki bara ágæt byrjun að þú hættir með ritskoðun sjálfur prívat og persónulega eins og á þessu bloggi? Þú ert ótrúlega ósamkvæmur sjálfum þér og þapð sem þú gerir passar ekki við það sem þú segir...
Óskar Arnórsson, 17.7.2012 kl. 09:47
Óskar.
þú segir að ég "misskilji Guð", "hafir Biblíuna sem afsökun fyrir þessari skoðun", "innbyggð afneitun á heilbrigða skynsemi sett inn í Biblíuna ", "Guð trúir ekki á þig"! Hvað hefur þú fyrir þér varðandi þessar fullyrðingar?
Ertu í svona góðu sambandi við Guð? Sem þú þekkir ekki!
Hver annar hefur heilbrigða skynsemi? Þekkir þú annan en þig með "heilbrigða skynsemi"?
Á hvað trúir Guð?
skoðaðu vel málið.
Hvað er ritskoðun á mínu bloggi?
k.kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 17.7.2012 kl. 21:39
"Þegar þú ert búin að ná sambandi við Guð, þarftu ekki lengur á trúarbrögðum að halda"....
Ég er með alveg ágætt samband við Guð Snorri og þekki Guð eins vel og ég hef skilning á. Kraftur Guð er svo óstjórnlegur að ég ætla mér aldrei það að geta haft skilning á honum nema sem sjálfu sambandinu við hann. Og það nægir mér alveg...
Ef þú vilt að ég skýri út fyrir þér hvernig ég upplifi Guð er þá þarf að gera það allt annarsstaðar enn á bloggi!
Hvað þá ritskoðuðu bloggi. Ritskoðun er það að þú skoðar blogg áður enn þú hleypir þeim í gegn. Hvaða ástæðu sem þú notar eða setur fram verður það alltaf ritskoðun. Sem er af hinu illa ef þú veist það ekki.
Ef afneitun er önnur hliðin þá er heilbrygð skynsemi er hin hliðin á sama pening. Afneitun á annað enn sjálfan sig hefur verið kennd í biblíuskólum um allan heim í hundruðir ára í nafni pínulítils bókasafns sem kallast Biblía. Fólki var kennt að dýrka bókina í stað þess að leita Guðs. Þetta er að breytast eftir því sem fólk hefur lært að hugsa sjálft og þorað því yfirleitt.
Þessi "metafor" hvort Guð trúi á þig var kanski misheppnuð tilraun hjá mér að skýra flókið mál fyrir manni sem ég er viss um að situr fastur í afneitun á mikilvæga hluti.
Biblían boðar og bakar inn í sýnar kenningar að allir sem mæla á móti Biblíunni eða krítisera hana sé á mála hjá hinum vonda. Búin var til andstæða Guðs, satan, til að kenna börnum og óvitum lífsins að með því að fylgja leiðbeiningum presta kirkjunar myndu þeir sleppa við að þurfa að lenda í klóm Satans. Þessum boðskap hefur verið barið í höfuðið á miljónum manna með árangri þannig að fjöldi manns lifir í hræðsluástandi við Guð.
"Hann er guðhræddur og góður" var oft sagt um fólk og hræðslan við Guð var fært því til tekna sem góðu fólki. Svona bull er t.o.m. er enn í gangi um allan heim í allskonar kristnum söfnuðum þó það sé umorðað því það eru svo margir búnir að sjá í gegnum. Margir halda að hræðsla sé auðmykt sem er á sama plani og ofbeldisfullir unglingar sem hræða fólk á götum úti og halda að það sé virðing sem þeir framkalla með því háttarlagi.
Heilbrygð skynsemi er að sjálfsögðu einstaklingsbundin og stjórnast af vilj hvers einstaklings að hlusta á sjálfan sig eftir bestu sannfæringu og samvisku.
Þú Snorri ert allt of greindur og reyndur maður til að ég kaupi það eina mínutu að þú talir ekki gegn eigin sannfæringu og misnotir túlkanir úr Biblíu til að setja fram, jafbvel þvert gegn betri vitund. Þú ert hálfgerður prestur, eða alvöruprestur og verður að skilja hvað safnaðarmeðlimir ætlast til af þér. Þess vegna verðuru svona tvöfaldur í mínum augum á þessu sviði.
Þú verður bara eins og pólitíkus sem verður að tala þvert gegn sannfæringu sinni til að þóknast kjósendum. Kanski ekki góð samliking enn ég hef enga aðra betri í bili.
Mín reynsla af fólki sem finnst í lagi að ofsækja minnihlutahópa eins og samkynhneigða, útlendinga, flóttamenn, gyðinga, síguna og hvaða aðra hópa sem eru lagðir í einelti um allar jarðir, er að þeir eru oftast stjórnsamir, þykir sjálfsagt að ráðskast með aðrar manneskjur og þykir það sjálfsagt mál að túlka sannleikan ofan í fólk.
Þú átt bara að bakka úr þessum Biblíutransi þínum og einbeita þér að Guði í staðin. Þú verður betri maður á eftir...
Óskar Arnórsson, 17.7.2012 kl. 22:22
Óskar
Athugaðu og gaumgæfðu þessa fullyrðingu og settu hana í kunnuglegt samhengi.
"Biblían boðar og bakar inn í sýnar kenningar að allir sem mæla á móti Biblíunni eða krítisera hana sé á mála hjá hinum vonda. Búin var til andstæða Guðs, satan, til að kenna börnum og óvitum lífsins að með því að fylgja leiðbeiningum presta kirkjunar myndu þeir sleppa við að þurfa að lenda í klóm Satans. Þessum boðskap hefur verið barið í höfuðið á miljónum manna með árangri þannig að fjöldi manns lifir í hræðsluástandi við Guð."
Rifjaðu svo upp freistingarsöguna. Þá var Satan að leggja snörur fyrir Jesú. Hvert var svar hinnar heilbrygðu skynsemi í sögunni? Ævnlega: "Ritað er..!"
Hvar ætli lausnarorðið hafi verið ritað?
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 17.7.2012 kl. 23:20
Ég las Biblíunna bara einu sinni og snéri mér síðan að öðrum bókum. Ég er ekkert í neinni keppni um hver getur vitnað fínast í eitthvað úr Biblíunni né kunnað einhverjar tilvitnanir utanað. Ég þekki fólk sem er varla hlgt að bjóða góðan daginn öðruvísi enn að fá tilvitnun úr biblíunni tilbaka. Freistingasagan er bara tilbúningur og rugl fornkirkjunar Snorri. jesú fór til Egyptalands þennan tíma sem sögusmiðir Biblíu sögðu hann vera í viðræðum við Satan í eyðimörkinni.
Hann var að ræða þrælahaldið þar við ráðamenn og reyndi virkilega að stoppa það. Biblíufólk hefur engan áhuga á að vita hvað skeði fyrir Jesú frá 12 ára til þrítugs þegar hann kom til baka frá Asíu þar sem hann var í læri hjá "Vitringunum" þremur. þeir eru hræddir við að þá komi Guð og refsi þeim. Þú ert að viðhalda æfafornu vandamáli með þessum sífellu endurtekningum sem skipta nákvæmlega engu máli. Þú ert ekki frjáls maður Snorri, heldur fangi hugmyndafræði sem er alveg ágætt kennsluefni sé það notað með einhverju viti.
Sumir festast illa í ættfræðinni á sama átt og áhugin á ættfræði gerir þá hundleiðinlega að tala við.
Það eykur ekki sambandið við Guð að lesa sömu bókina aftur og aftur og kunna hana utanað. Kirkjan hafði alltaf mestan áhuga á að halda fólki frá menntun svo hægt væri að stjóra því. Þú gerir nákvæmlega það. Vittnar samhengislaust í Biblíu svo það verði nú örugglega engin þróun hjá þér í "þekkingarleitinni".
Satan hugmyndin er uppfinning kirkjunnar. Það eru fullt af englum sem voru hálfmennskir og blönduðust fólkinu. Ég held að Biblían þín eigi ekkert eftir að kenna þér neitt af viti. Bara halda þér í sama sporinnu þangað til þú skilur tilgangin með að leita "Guðs" í alvörunni og ekki með þessum úreltu aðferðum þínum.
Þú getur ekki kennt mér neitt um Guð sem ég ekki veit Snorri, og það sem ég ekki veit myndi ég reyna að sækja allt annað enn til þín. Alla vega meðan þú ert í þessu hugarfarslega bremsuástandi gagnvart Biblíunni ...
Óskar Arnórsson, 18.7.2012 kl. 04:20
.... í þessu bremsuástandi sem er að þakka lestrinum á Biblíunni... átti þetta að vera.
Mikið er þessi "ritskoðun" þín leiðinlegt fyrirbæri Snorri. Ag hverju leyfir þú ekki nafnlausum, leiðinlegum, dónalegum, samkynhneigðum, skátum, múslimum, vantrúuðum og öllum sem nenna að segja það sem þeir vilja á blogginu þínu fyrst þú ert á naað borð að skrifa?
Er ekki það sem kallast prentfrelsi og skoðanafrelsi sem þú ætlar að nota fyrir sjálfan þig í þessu "réttlætismáli" gagnvart Ríkinu eða skólanum? Þar mun öll þjóðin taka þátt og hafa skoðanir, enn svo má sama fólk ekki skrifa það sem því sýnist á prívat bloggið þitt?
Óskar Arnórsson, 18.7.2012 kl. 10:32
Merkilegt hvað menn sem eru sömu trúar geta verið ósammála. Ég er ekki vel að mér í kristindómi en hef lesið ólíkar skýringar kristinna manna á freistingarsögunni. Þegar Satan gerði uppreisn tók hann þriðjung stjarnanna (englanna) með sér ef ég man rétt. Líklega er einhver sameiginlegur þráður í trúarbrögðum. Merkilegt sem þú segir Óskar um englana. Ég trúi því að Æsir séu hálfmennskir og hafi að einhverju leyti blandast fólki og það sé til góðs fyrir mannfólkið. Vonandi.
Sigurður Þórðarson, 18.7.2012 kl. 15:59
Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. 48Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. 49Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum 50og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.
OG!:
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast. 2Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann, og fyrir augliti Guðs skírskotum vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss. En ef fagnaðarerindi vort er hulið, þá er það hulið þeim, sem glatast. Því guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs.
Því eldri sem ég verð (og ég er enn mjög ungur) þá sé ég að Guð getur ekkert breytt viðhorfi manna með því að smella fingri, því hann lýgur ekki. Og hann er mjög kröfuharður um þá sem hann velur sér fyrir vini.
Ég vona að þetta opni augu einhvers.
Líka, ég hef notað allan pakkann af vímuefnum og ég skal ábyrgjast það að Jesú og hans andi er með höfuð og herðar yfir allt draslið. Fyrir utan það þá er hann hollur fyrir sálarlífið.
Aron Arnórsson, 18.7.2012 kl. 16:30
1Allt þetta kom yfir þá sem fyrirboði, og það er ritað til viðvörunar oss, sem endir aldanna er kominn yfir. 12Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki. 13Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.
verð að enda einhvernveginn ;
Aron Arnórsson, 18.7.2012 kl. 22:06
Óskar
Ég vil ekki að menn noti mitt blogg til hvers sem er, þeir geta sjálfir notað sitt eigið blogg til þess. Ég skrifa ekki hvað sem er og hreyti ekki ónotum í menn. Ég tem mér að vera málefnalegur, fjalla um málefni en ekki menn. Þetta skaltu einnig temja þér, það er góð venja. Þú mátt opna þitt blogg fyrir hvaða óhróðri sem er, þér er það frjálst frá minni hálfu. Er allt opið há þér?
kær kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 18.7.2012 kl. 23:46
Já Snorri. það er allt opið hjá mér. Ég trúi á málfrelsi og frjálsar skoðanir. Einnig að fólk taki ábyrgð á því sem það segir. Ég á heldur ekki neinum vandræðum með að hafa rangt fyrir mér ef einhver sýnir mér fram á það. Og það hefur oft skeð sem betur fer. Og ég er málefnalegur þegar það á við, persónulegur þegar það á við og læt engan stjórna mér eða segja mér fyrir verkum. Bloggið mitt er opið fyrir hvaða "óhróðri" sem er vegna þess að hver og einn ber ábyrgð á því sem hann segir.
Það finnst mér að þú ættir að gera líka Snorri. Þú ert búin að gefa mér svo mikið af ráðum að mér fannst endilega ég skulda þér eitt tilbaka... ;)
Kæri félagi Sigurður. Þetta með englanna hætti að vera merkilegt fyrir nokkrum árum, eða að ég vandist þeim hreinlega. Ég hitti nokkra á sama stað og ég spurði þá bara hreint út hvernig stæði á því að þeir væru svona "öðruvísi" enn allt annað fólk. Ég fékk öll svör sem ég vildi og var í fleiri vikur að jafna mig á svörum þeirra. Tilgangur lífsins var t.d. gjörólíkur því sem ég hafði ímyndað mér meðal annars og það voru einmitt þeir sem sögðu að þeir sem treystu (ekki trúðu) Guði 100% þyrftu ekkert á trúarbrögðum að halda meira...
Aron hérna fyrir ofan er algjörlega með þetta allt saman á tæru. Sömu gömlu hótanir beint í bókinni frægu sem þýðir reyndar allt annað enn þær túlkanir sem hann skrifar þarna. Það er mikið verk að vinna í að hreinsa upp hugarfarslegar skemmdir sem hafa orðið á fólki vegna vankunnáttu á texta Biblíunnar. Og allir meina vel. það er það versta....
Óskar Arnórsson, 19.7.2012 kl. 00:42
Sigríður
Kærleiksboðskapur Jesú grundvallast á því að við, syndugar manneskjur eigum ekki eilíft líf né heilagan anda og því eru okkar vegir aðrir en Guðs vegir. Jesús kom til að leysa okkur undan synd og þar komum við að kjarnanum. Það sem hann kallar synd höfum við ekki leyfi til að flokka öðruvísi eða jafnvel segja það ekki vera synd. Kynvillan er synd og það verðum við að viðurkenna. Þjófnaður er líka synd sem og hórdómur sem er líka synd gegn líkamanum, musteri Heilags anda. Svo segir Biblían:"Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar.... svo þér verðið heilbrigðir"! Þannig er leið kærleikans!
k.kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 19.7.2012 kl. 12:43
Ég verð að segja þér Snorri að þú og fólk eins og þú er ástæðan fyrir því að ég hætti að trúa á Guð, ef hatur, ofstæki, fordómar og mannhatur er hluti af trúnni vel ég frekar veg trúleysingjans, velsæmis, mannvirðingar og kærleika
Steinunn Friðriksdóttir, 19.7.2012 kl. 14:25
Það er virkileg synd að ofstæki trúarbragða sé í þeim farvegi sem Snorri túlkar hluti sem hann hefur raubverulega ekkert vit á. Þessar túlkanir á Biblíu eru á svo lágu plani að það er með algjörum ólíkindum að maður í forsvari fyrir hóp af fólki skuli leyfa sér svo ranghugmyndakenningar.
Það er bara innan trúarbragðanna sem fólk leyfir sér að mata hópa fólks í þekkingarleit, á hreinum uppspuna og bera svo Jesú og Guð fyrir vitleysunni. Það er algengt innan kristnu kirkjunar og enn algengara meðak múslima að gera engan greinarmun á persónulegum skoðunum eða "metforum" Biblíu og Kórans. Snorri þreytist ekki á að leggja minnihlutahóp í einelti og svo kvartar hann samtímis yfir því að vera beittur órétti.
Snorri hefur sett sig í stöðu sem "Talibani Kristindóms" á Íslandi. Að hafa hann sem barnakennara er jafnt og að ef Usama Bin Laden hefði verið ráðin sem leikskólakennari í USA. Fólk sem notar þessa tegund af rökum í hvaða samfélagi sem er, er hreinlega með illt hjarta án þess að vita af því sjálft. Fólk sem stundar árásir á minnihlutahópa, hverjir sem þeir eru, á þennan hátt ljóta og óguðlega hátt sem Snorri gerir, má aldrei leyfa að hafa mannaforráð né treysta fyrir kennslu í andlegum málum.
Þegar Biblía segir synd þá þýðir það sektarkennd sem finnst í öllu fólki. Auðvitað hjálpar það að tala við aðra um það sem skapar sektarkennd og það þarf hvorki Biblú né neina sérstaka kunnáttu til að vita það. það vissi fólk langt áður enn hún var skrifuð.
Enn fólk sem er þjakað af sektarkennd lætur betur að stjórn og fólk sem finnur engar Guðskraft hjá sér velur að túlka Biblíu á þann veg að það gefi því persónuleg v-ld til að næra eigin egoisma.
Snorri á mikið eftir ólært í þessu lífi og ég vona hans vegna að það verði ekki of mikill hugarfarslegur hvellur þegar "sannleikurinn" rennur upp fyrir honum raunverulega. Ég vorkenni þeim safnaðarmeðlimum hans sem hafa orðið fastir við sannfæringu Snorra og vona þeirra vegna að þeir uppgvöti sína eigin ef þeir eru á annað borð að leita Guðs...
Óskar Arnórsson, 19.7.2012 kl. 16:59
Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn." 20En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum." 21Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.
Chao, Óskar.
Aron Arnórsson, 22.7.2012 kl. 21:47
Þarf ég að endurtaka mig Óskar?
Orð af munni viturs manns eru yndisleg, en varir heimskingjans vinna honum tjón. 13Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir ræðu hans er ill flónska.
14Heimskinginn talar mörg orð. Og þó veit maðurinn ekki, hvað verða muni. Og hvað verða muni eftir hans dag - hver segir honum það? 15Amstur heimskingjans þreytir hann, hann ratar ekki veginn inn í borgina.
Aron Arnórsson, 22.7.2012 kl. 21:52
Ég veit ekkert hvað þú átt við kallinn minn Aron eða hvað þú heldur að þú eigir að endurtaka. Ég sé að þetta eru einhverjar tilvitnanir og alveg hárréttar allar saman. Ég skal skal vitna í eina heimspeki líka: "Allar manneskjur á jörðinni fæðast sem orginal, enn því miður þá deyja flestir sem kópíur"...líklegast af því að þeir kusu að hugsa aldrei sjálfstætt.
Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 00:52
Óskar
Orð Arons eru meitluð og góð. Þín tilvitnun á betur við bloggið um "Leiðréttinguna".
Ég er sammál því ð við vrðveitum "Orginalana" en þú leggur þig mjög fram um að gera mig að "kópíu"! Það mun ekki takast.
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 23.7.2012 kl. 11:10
Vér höfum huga Drottins. Það er ekki hollt að hugsa sjálfstætt þegar við höfum aðgang að huga Krists. Ég hef brennt mig á því... marg oft.
Aron Arnórsson, 23.7.2012 kl. 12:58
Þú ert engin kópía Snorri minn sem persónuleiki enda myndir þú ekki hafa neina persónulega skoðun þá. Það sem Aron skrifaði eru ekki hans orð heldur kópíur af allt öðru fólki. Það væri samt gaman að vita hvort hann hefði eitthvað að segja sjálfur og sleppa þessum tilvitnunum. Ef mig vantar að vita eitthvað í þessum dúr fer ég bara á bókasafnið...það er nóg til af bergmáli frá skoðunnum annara og það er ekkert að hreykja sér af.
Þú varðst hafður fyrir rangri sök í sambandi við uppsögninna...
Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 15:41
Ég meina hvað með það þótt ég vitni í Pál? Hann segir allt sem segja þarf og hann segir okkur líka að vera eftirbreytendur sínir, því hann breytir eftir Kristi. Svo segir hann líka að við eigum að klæðast alvæpni Guð og taka sverð andans sem er Guðs orð.
Aron Arnórsson, 23.7.2012 kl. 19:04
Skiptir ekki máli hvort þú sigrar rökræður á netinu, ert samt hálfviti.
Aron Arnórsson, 23.7.2012 kl. 19:19
Hér tjá menn skoðanir og rök fyrir skoðunum - rökin eru ekki alltaf sannfærandi - er eitt er öruggt að tilvitnanir í Biblíuna, Guðs Orð, virðast stinga mest! Orð Guðs er vel til þess fallið að smjúga inní anda, sál liðamót og merg og dæma hugsanir og hugrenningar hjartans (tilv. úr Hebreabréfinu)
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.7.2012 kl. 00:05
Tilvitnun í Biblíu er eins og tilvitnun í hvaða aðra bók sem er. Passar tilvitnun í umræðunni og skýrir hún málið eitthvað, þá er hún til góðs. Enn séu tilvitnanir úr öllu samhengi við það sem er rætt, þá verður samtalið bara samhengislaus vitleysa. Ég trúi á orð Guðs og reyndar að öll veröldinn sé hrein afurð af orði Guðs.
Aron er bara svona Biblíu páfagaugur sem hermir eftir texta sem hann botnar greinilega ekkert í. Sjálfsagt ágæt manneskja sem vill vel. Vonandi vaknar hann við þennan lestur... ;)
Það er einmitt traust mitt á þeim ógnarkrafti á orði Guðs sem ég tek mér til fyrirmyndar Snorri, þó þú skiljir það ekki, og sortera þess vegna hiklaust allt kjaftæði og fíflagang. Sérstaklega þegar fólk reynir að setja sig á háan hest með hjálp biblítexta og tilvittnana vitleysu.
Ég er búin að hitta óteljandi mikið af fólki sem er með Guðs orð á vörunum í tíma og ótíma, vittnar fram og til baka í Biblíu, og er samt holt að innann í samskiptum, eða fer í einskisverða þekkingarkeppni í Biblísögum eins og þér hættir oft við Snorri minn.
Orð Guðs stinga ekki og bara sá sem ekki þekkir Guð almennilega getur talað svona.
Og um Hebreabréfið: "Orð Guðs er vel til þess fallið að smjúga inní anda, sál liðamót og merg"..... þetta er alveg rétt alla leið hingað........ "og dæma hugsanir og hugrenningar hjartans" lagði hann til sem skrifaði það og fór að skrifa um sjálfan sig.
Hentu þessu bréfi þegar þú hefur lesið það einu sinni og lestu fleiri og önnur bréf. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá" er fræg tilvitnun sem passar vel að minnast þegar Biblían er lesin. Það er nefnilega fullt af skemmdum orðum í Biblíunni og það er ætlast til að menn læri að þekkja þau úr. Flestir gera það enn margir verða "eitrinu" að bráð. Þá áhættu yaka allir sem lesa þessa bók og reyndar matgar aðrar í svipuðum dúr.
Orð Guðs er nefnilega víða að finna fyrir þann sem veit hver Guð er....
Óskar Arnórsson, 24.7.2012 kl. 01:29
Óskar
Ég hendi ekki Biblíunni, Guðs Orði - það er leið til glötunnar. Guð vill ekki að neinn glatist. Þú veist að "Sæll er sá er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra er hafa Guð að háði heldur hafa yndi af lögmáli Drottins."
þar skulum við dvelja.
Snorri Óskarsson, 24.7.2012 kl. 10:14
Biblian er ekki Guðs orð og hefur aldrei verið og verður aldrei. Ég er fullkomnlega meðvitaður um þína afstöðu í þessum og hún er röng að mínu mati á sama hátt og þú ert sannfærður að mín sé röng. Ef ég þá ekki er bara afgreiddur sem útsendari frá fjandanum sjálfum, sem fólk í þessum söfnuðum er búið að læra að gera. Þú mátt alveg vita að ég er búin að hitta óteljandi marga sem hafa þitt vandamál Snorri. Ég er ekkert að koma af fjöllum í þessum málum.
Það má vel vera að einhverjum hafi tekist að skrifa eitthvað niður af þessum texta í þessari Biblíu sem er fullt af visku og eignað Guð þau orð til að gefa orðunum þyngd. Svo verður keðjuverkun sem virkar þannig að þú gefur eigin orðum þyngd með að vittna í sömu orð. Og þannig hefur orðið til heimsins mesta vandamál sem hægt erað lesa um í blöðum á hverjum einasta degi. Ofbeldi í nafni einhvers Guðs, einhver annar á að taka ábyrgð á voðaverkum og og hinum "eina sanna Guði" er kennt um alltasaman.
Menn hafa orðið háðir eigin sannfæringakrafti, sem er eiginbleki sem flestir bera ábyrgð á, enn hægt er að misnota hvaða Guðshugmynd sem er, og verða háður á endanum. Og þannig sé ég þig og marga aðra. Allir hafa rétt fyrir sér, allir eru að presentera þann eina rétta Guðinn og finnst allir aðrir vera handbendi djöfulsins, eða einhvers eftir því sem trúar-fílósóan ákveður.
Það gerir ekki þína afstöðu réttari að vittna í alla hina sem hafa farið á bólakaf í þessa heimsfrægu ranghugmynd um hvað Guð sé og hvað Biblían sé. Að segja við fólk eins og þú gerir við mig gerir það að fólk verður annaðhvort hrætt við þig, vorkennir þig eða þeir sem eru í alvarlegri sálarkreppu leita huggunar mitt í vitleysunni. Nemendur þínu Snorri er bannað að hugsa sjáfir. Þú verður lítill Páfi í samfélagi sem verður veikt á endanum. Þú ert ekki sá eini leiðtogi trúfélags sem ég hef út.
"Óskar þú ferð beint til helvítis ef þú lest ekki Biblíu alla daga og ef þú hlustar á nokkurn annann enn einhvern eins og mig!" túlka ég þessi orð ´sem þú getur síðan sagt að sé bara tilvitnun og ekki þín orð. Þetta segja flestir í þinni stöðu. Þeir læra trúarpólitíkinna og halda sig síðan við hana. Flestir bregðast við með að verða móðgaðir fyrir hönd Guðs að sjálfsögðu, aðrir verða reiðir og særðir eins og Aron t.d. sem er búin að ákveða að fólk verði að fábjánum af að mótmæla þér. Verðu þig sjálfur Snorri og ekki nota börn safnaðarins til þess. Það er ekki við hæfi þó þau bjóðist til þess.
Afneitun Biblíufólks er alveg eins um alla jörðinna og það er nákvæmlega ekkert fyndið við það. Fyrrverandi "Biblíufangar" hafa fundið AlvöruGuð og hjálpa síðan öðrum sem eru fastir í Biblíustagli inn á rétta braut. Þeir skilja þetta ástand best af öllum. Vandamálið er að þegar fólk gerir tóma vitleysu í góðri trú, þá er erfitt að laga það. Það er ekkert erfitt að mæta mannvonsku, illsku og illgirni hjá hverjum sem er. Hún fellur auðveldlega um sjálfan sig og flest allt mannkyn hefur það góða sterkara í sér enn hið vonda.
Ég hæðist ekki að þér. Ég hef oft orðið vikilega ergilegur út í þig af því að ég var viss um að þú hefðir visku til að vita hvernig var í pottinn búið. Þú lítur líklega á mig sem einhvern freistara af því að þú ert fastur í hugarfóstri sem hefur ekkert með Guð að gera. Þeir gera það flestir í þinni stöðu.
Biblían er notuð sem hugarfarslegt program til að fá fólk til að hlýða. Frábærlega vel gert sýstem, sem er svo vel gert að það tekur yfir allt sem heitir skynsemi einstaklingsins. Þar með svíkjum við sál okkar og gerum hana að fanga´og hún getur ekki haldið áfram að þroskast. Sálin er lifandi og sköpuð í Guðs mynd. Það var ekki líkaminn sem var skapaður í Hans mynd...
Af hverju heldur þú að ég sé að tala yfirleitt við þig? Ég er ekki sammála þér, mér finnst fínt að þú skulir hafa verið rekin úr vinnunni og ég veit að Biblían er EKKI Guðs orð! Ég trúi að hreinn ótti þinn við að hugsa málið og skoða þetta stýrir þér. Hræðslan við að styggja hugmynd þín um Guð. Hræðslan við að skipta um skoðun og allt í þeimn dúr.
Ótti sem er framleiddur með hjálp af texta Biblíunnar á sama hátt og margar aðrar bækur eru notaðar. Neikvæð áhrif Biblíunnar geta platað fólk þannig að það talar um Guð, syngur um Guð og les um Guð daginn út og daginn inn, enn situr samt eftir með efasemdir um sjálft sig og þorir ekki að segja neinum frá því, alla vega ekki öðru fólki í sama söfnuði eða "brauði" eftir því hvað menn kalla hverja grúppu. "Allir hinir" í söfnuðinum gengur svo vel að trúa á Guð og ekki mér segja margir og Biblían er lesin enn meira til að ná burtu efasemdunum. Safnaðarlífið verður Biblíulegt trúarleikrit sem fólk getur síðan ekki verið án.
Kanski máttu ekki svara nema með hjálp tilvitnanna úr Biblíu svo ekki verði nein vitleysa. Kanski ertu í pressu gagnvart nemendum þínum sem lesa þetta og bíða eftir hvað þú ætlar að segja næst.
Ég get alveg rakið hugsunargang trúarleiðtoga í nákvæmum smáatriðum. Eini munurinn er á heiðarlegum og óheiðarlegum trúarleiðtogum. Þú ert einn af þeim heiðarleguað mínu maTI.
Óskar Arnórsson, 24.7.2012 kl. 14:24
Óskar
Þú talar eins og ráðvilltur maður varðandi Guðs-Orðið. Jesús sagði við sína andstæðinga, faríseana, "þér villist þar er þér hvorki þekkið ritningarnar né mátt Guðs"! Í þessu liggur nefnilega villan að þú virðir leiðarvísinn frá skaparanum að vettugi. Það sem ætti að koma okkur öllum að gagni hunsar þú.
Hræðsluhugmyndin eða páfahugmynd þín stenst enganveginn. Nemendur mínir hafa einmitt fengið að tala án þess að hljóta skaða af. Það er nefnilega allra hagur að fá að tjá sig. Ég lít aldrei á fólkið sem útsendara andskotans, ekki einu sinni þig. ég get alveg sagt að það fari ekki með rétt mál eða sé ekki á réttri leið en það er ekki komið að leiðarenda svo enginn fer til Helvítis nema Guð sendi hann þangað vegna eigin verka og eigin afstöðu. Menn sjá um þessa hlið alveg hjálparlaust. Við nefnilega þurfum hjálp til að frelsast og eignast eilíft líf. Þar kemur trúin á Jesú okkur til sáluhjálpar og þar verða ritningarnar okkur að gagni!
Neikvæð áhrif Biblíunnar eru fyrst og fremst vegna þess að fólk þekkir ekki og les sér ekki til gagns. Biblían segir sjálf að "ótti er ekki í elskunni", þess vegna verðum við að elska Guð og náungann til að eiga hlutdeild í handleiðslu Guðs. Guð er ekki sá sem stelur, slátrar og eyðileggur. Besta veganestið er einmitt að Guð gaf okkur sjálfan sig (Jesú) til að virða, líkjast og fá náðarkraftinn í heilögum anda.
k.kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.7.2012 kl. 16:22
Nei Snorri.
Ráðaleysið og villan er öll þín megin samkvæmt mér, því miður fyrir þig. Mér er alveg sama hvað farisear eða einhverjir aðrir fyrir 2000 árum sögðu við hvern anna eða sem er sagt að þeir hefðu sagt til Jesú. Það kemur nútímanum nákvæmlega ekkert við. Ég hef engin vandamál með að fylgja Guðs boðskap og hunsa ekkert sem viðkemur Guði.
Ég hunsa þessa skoðun þína alveg sérstaklega og hef fulla ástæðu til þess. Þú talar ekki frá þér sjálfum nema með höppum og glöppum um Guð og hefur lítil sem engin rök fyrir því sem þú segir, nema þessi marg misskildi texti úr bókinni frægu sem engin fótur er fyrir. Biblían er léleg heimild fyrir hvað Guð er og enn minni heimild hvað Hann á að hafa sagt. Þetta er háð gagnvart Honum og öllum trúsýstemum sem kalla Guð allskonar nöfnum. Allir stefna að sama marki hver á sinn hátt ekki satt?
Það er margt skrifað í Biblíunni enn Guð ætlaðist ekki til að sjálfa bókinn væri dýrkuð eins og Gullkálfurinn. Jesú sagði við einhvað tækifæri að menn ættu að varast að trúa á hann sem persónu, og bara trúa því sem hann segði. Hvað skyldi hann átt við með því?
Neikvæð áhrif Biblíunnar er fyrst og fremst að þakka boðberum dýrkunar eins og þín og margra annarra sem miskilja allt í krafti fjöldans sem er svipað ástatt fyrir. Það þýðir ekkert að reyna að halda áfram með að misskilja textann í Biblíunni, því þá vitleysu voru menn byrjaðir á löngu áður enn þú fæddist. Þú lærðir svo misskilningin og "límið" í þeirri stórundarlegu fræðslu er þinn eigin ótti og hræðsla við hugmyndina sem þú hefur sem Guð.
Guð hefur aldrei hrætt neinn, refsað neinum og mun aldrei gera. Þetta er uppfinning mannskepnunar sjálfrar eins og svo margt annað neikvætt í þessum fræðum. Það er ekkert heilagt né fallegt við að vera óttaslegin og vera í stanslausu kvíðakasti að menn séu ekki Guði þóknanlegir. Það er eiginlega glæpur gegn Guði að bera það á borð fyrir fólk sem leitar að Guði og lenda svo hjá söfnuði eins og þú stýrir. Það er samt bara óheiðarlegt ef þú veist ekki betur. Og ég held að þú vitir ekki betur. Þú virðist vera heiðarlegur mitt í vitleysunni eins og ég hef sagt áður. Og trúðu mér ég er fullfær að dæma um hverjir eru lygarar og hverjir ekki.
Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að hafa svona afstöðu eins og þú lýsir hérna Snorri, þú ert með félagsskap og stuðning í þessari afstöðu þinni, enn ég vil ekki mínum versta óvini að lenda í því að lenda í svona stórhættulegri afstöðu gagnvart Guðsvitundinni.
Ég er sammála þér að fólk þarf oft hjálp til að tengjast Guði eða frelsast eins og þú kallar fyrirbærið, Jesú var og er til fyrirmyndar enn það hafa svo margir komið á eftir honum sem eru næstum því jafnvel tengdir Guði og Jesú var.
Enn að þú sért séstakur og merkilegur maður að mörgu leyti, það . Enn þú þarft endilega að fara að oppna fyrir Guð í alvörunni og þá brosir þú bara af þeirri kjánalegu afstöðu sem þú hefur í dag. Það er varað við falsspámönnum í Biblíunni og reyndar kennt hvernig á að varast þá. Ef þú kynnir virkilega að lesa Biblíunna værir þú ekki með svona kjánaskap Snorri minn ...
Óskar Arnórsson, 24.7.2012 kl. 18:32
Óskar
Þú segir:
"Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að hafa svona afstöðu eins og þú lýsir hérna Snorri"
Skömmu áður segir þú:
"Þú talar ekki frá þér sjálfum nema með höppum og glöppum um Guð og hefur lítil sem engin rök fyrir því sem þú segir, nema þessi marg misskildi texti úr bókinni frægu sem engin fótur er fyrir. Biblían er léleg heimild fyrir hvað Guð er og enn minni heimild hvað Hann á að hafa sagt!"
Hér má sjá hversu samkvæmur sjálfum þér þú ert! Það stendur ekki steinn yfir steini. Það er nefnilega EKKI í lagi að vera í blekkingu og lygum. Ef Biblían fer með lygar þá er mjög erfitt að geta útskýrt öll þau atriði sem fornleifafræðin hefur staðfest í frásögn hennar. Það virðist alla vega vera meiri sannleikur á spjöldum Biblíunnar en orðum þínum og þó þykist þú tala í nafni Guðs með guðsorðið öruggt og klárt?
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.7.2012 kl. 20:17
"Það er varað við falsspámönnum í Biblíunni og reyndar kennt hvernig á að varast þá"
Viltu ekki benda lesendum á hvað Biblían segir um þetta hvernig falsspámenn eru og hvernig best sé að varast þá?
Snorri Óskarsson, 24.7.2012 kl. 20:20
Vertu nú ekki að reyna að koma á misskilningi Snorri. Þú hæðist bara að sjálfum þér og það fer þér ekki. Ég er að segja við þig að Guð verður ekkert reiður við þig þó þú sért að bera Hann fyrir allskonar þvælu og vitleysu. þÚ mátt hafa hvaða afstöðu sem er án þess að Guð reiðist.
"Þú talar ekki frá þér sjálfum nema með höppum og glöppum um Guð og hefur lítil sem engin rök fyrir því sem þú segir, nema þessi marg misskildi texti úr bókinni frægu sem engin fótur er fyrir. Biblían er léleg heimild fyrir hvað Guð er og enn minni heimild hvað Hann á að hafa sagt!" og ég endurtek þetta þó ég eigi það á hættu að lenda í páfagaukaflokknum.
Ég er sammála að það sé EKKI í lagi að beita blekkingum og lygum og það er einmitt það sem þú gerir í öllu þínu lífi. Og þú gerir það af því að þú veist ekki betur. Ég hef aldrei skrifað neina bók og fer ekkert fram á að mér takist að halda mér við hreinan sannleika frekar enn þú. Munurinn á okkar tveimur er sá að ég reyni enn þú endurtekur steindauða bókstafi og kallar vitleysuna fyrir lifandi boðskap. það er ekkert lifandi og fallegt við þessa túlkun þína né neins annars sem er á sama báti.
Þessi tegund af túlkun Biblíunnar er óþrifalegur buisness um allan heim. Þegar sjónvarpspredikarar fóru í gang í USA fór græðgi í gang sem er ljót og í engu samræmi við boðskapinn. Falsspámenn eru annaðhvort meðvitaðir um að þeir séu falsspámenn og aðrir eru eins og þú, algjörlega ómeðvitaðir um að þeir séu bara einfalt bergmál af bók sem ekkert skilur eftir sig.
Þú þekkir falsspámann best með því að hlusta með hjartanu þínu. Predikari sem reynir að hræða á lúmskan hátt fólk til sín sem fylgjendur er falsspámaður og eru dæmin í þúsundatali. Sé maður falsspámaður "í góðri trú" eins og Snorri, þá er maður í afneitun á sjálfan sig og þarf hjálp. Segðu þetta söfnuðinum þínum ef þú vilt vera heiðarlegur við þá. Láttu þá mynda sér eigin skoðanir á Guði og ekki troða þínum og Biblíu upp ás fólk.
Ég myndi aldrei mæla með þér sem kennara í neinni visku og því síður um hvað Guð er, enn þurra kristnifræði ræður þú ábyggilega við betur enn margir aðrir. Enda er kristinfræði bara s´stem eða "farkostur" í áttina að Guði í besta falli.
Og að þú sért meira tengdur Guði enn manneskja sem aldrei leiðir hugan að Biblíu eða kristnum málum yfirleitt, trúi ég ekki í dag að þú sért.
Sannleikurinn er ekki á neinum spjöldum því hann fannst löngu áður enn prentsverta. Sannleikurinn á sig sjálfur og vill ekkert annað. Sannleikurinn er frjáls og er aldrei settur í spennitreyju trúarbragða. Sannleikurinn er sköpunarkraftur og hreinasta form kærleika.
Hann verður ekki settur á blað né harðan disk á tölvu. Jafnvel þó þú kallir harða diskinn fyrir Biblíu verður ekkert heilagt við hann samt sem áður. Samt eru sænsk yfirvöld þau fyrstu sem leyfa tölvutrúarbrögð, heilagan harðan dis og Ctr V og Ctrl C eru víst hin heilögu sakramennti. Ég veit ekki hversu mikið menn læra um Guð ´með hjálp þessara nýju trúarbragða, enn þau eru síður enn svo verri enn aðferðin sem biblían boðar.
Munurinn á "Kopimi" trúarbrögðunum sænsku og biblíutrúarbrögðum þínum, að þau hafa étið sig lengra inn í hugarfar fólks í gegnum tíðina og margir forsprakkar þeirra eru sjálfir fórnarlömb.
Forsvarsmenn "Kopimi" eru alveg meðvitaðir um að trúarbrögð og jafnvel þeirra eigin er tóm vitleysa. Þegar hvaða trúarbrögð sem er breytast úr að vera kennsluaðferð og fólk tengir hana sannfæringarkraft sínum á sma hátt og t.d. þú gerir, þá fjarlægist fólk alvöru Guð og ekki nálgast...restin af lífinnu verður þá bara trárbragða leikrit sem er stundum hitt orðið fyrir "að lifa í lýgi.
Óskar Arnórsson, 24.7.2012 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.