Borgin sem slapp?

IMG_3929Nimrod er sögulegt nafn. Sá fyrsti sem bar nafnið stofnaði Babylon og hans er getið á fyrstu blöðum Biblíunnar (1.Mós.10:8). Hann er sagður hafa byggt borgir svo sem Níníve og fl.

Það ætti að vera áhrifaríkt fyrir okkar samtíma að heyra þessi gömlu nöfn nefnd í nútíma hernaðarbrölti hins islamska ríkis. Því gömlu nöfnin vísa til sögunnar og ekki síst Biblíunnar. það er engu líkara en að við fáum upphaf mannkynssögunnar í fangið.

Nimrod er sagður vera einn af upphafsmönnum trúarbragða sem flokkast undir heiðni eða hindurvitni. Hann átti að hafa gifst móður sinni, Semiramis og hún hafi gert hann að guði eftir andlát hans. Babylóníumenn hafi nefnt Pólstjörnuna Anú sem var annað nafn á Nimrod. Stjörnuspekingar Babylonar voru búnir að finna það út að allar stjörnur himingeimsins snérust í kringum Pólstjörnuna sem hlaut því að vera hásæti ,,hins hæsta" og þá auðvita hásæti Nimrods!

Ríki Nimrods með borgina Níníve kemur seinna að í sögum Biblíunnar. Þá var Jónas sendur frá Joppe í Ísrael, þorpinu við hliðina á Tel Aviv. Jónas átti að flytja borginni alvarlegan boðskap. Syndir Níníve voru stignar upp til himins og kölluðu á dóm Guðs yfir borgina. íbúarnir höfðu aðeins eitt tækifæri til að bjargast undan dómi og tortímingu og það var með því að hlýða boðskap spámannsins. Jónas var samt ekki tilbúinn til að fara og ætlaði að flýja frá kölluninni og tók því skip, tarsis knerri, frá Joppe og ætlaði trúlega frekar til Spánar. En þá sendi Guð megnan storm svo við lá að skipið færist. Jónasi var varpað í sjóinn og var gleyptur af stórfiski og er eftir það kallaður í mannkynssögunni: ,,Jónas í hvalnum"! Honum var síðan spýtt upp á land, trúlega á SV strönd Svartahafs, eins og Jósefus sagnaritari segir. Þaðan gekk hann til borgarinnar Níníve og flutti þeim boðskapinn. 

Við prédikunina gerði borgin iðrun og konungur skipaði öllum að klæðast sekk og ösku til iðrunar. Guð sá hið breytta hugarfar og þyrmdi borginni og fékk hún að standa í það minnsta í 500 ár til viðbótar. Jónas aftur á móti kom sér vel fyrir undir rísínusrunni og hugðist horfa á eyðingu borgarinnar af besta stað í öruggri fjarlægð.

Flestir þekkja þessa sögu, geri ég ráð fyrir og því er meðfylgjandi frétt um Nimrod vekjandi fyrir okkur að rifja aðeins upp söguna.

Það hefur nefnilega verið skilningur kristinna manna að áður en Guð gerir upp málin við okkur mennina þá opni hann á tækifæri fyrir okkur til að snúa okkur frá braut óreiðu og blekkinga. ,,Nínívemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar og hér er meira en Jónas. Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt þessari kynslóð og sakfella hana, því að hún kom frá endimörkum Jarðar að heyra speki Salómons og hér er meira en Salómon." (Mt.12: 41 - 42)

Þannig má segja að atburðir tengdir Jónasi, Níníve og öðrum fornum Biblíusögum eru notaðir sem fyrirmynd uppa réttlæti Guðs með viðvörun hans til samtímans. Hvernig Guð dæmdi fornar syndir þá dæmir hann nútímasyndir eins. Leiðin frá dómi Guðs er því fyrirgefning fyrir Jesú og iðrun okkar honum að skapi. Drambið sem hafnar vegi Guðs og hjálpræðisverki Jesú Krists gerir okkur illa sett frammi fyrir Guði. Við viljum frekar stunda yoga og gera það sem ,,okkur líkar" í stað þess að fara Guðs leiðina úr ógöngum syndarinnar. Eina færa leiðin er að snúa frá syndum og biðja Jesú Krist að taka við stjórninni í okkar daglega lífi.

Snorri í Betel


mbl.is Eyðilegging Nimrud algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband