Hvar er ,,Viðlagasjóður"?

Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð kom með mjög áhugavert sjónarmið að nota fjármuni sem fyrir eru í stað þess að auka skatta á almenning.

Er það ekki svo, að Viðlagatrygging og Viðlagagjald er að finna í skattakerfinu. Við erum að borga þetta í ,,vörugjöldum" til að eiga varasjóð þegar í harðbakkann slær og náttúran rumskar. Hvar eru peningarnir?

Ég er algerlega sammála því að nýta sameiginlega fjármuni til að vernda virkjanir, byggðir og hafnir fyrir náttúru vá. En ef við erum að greiða nú þegar, ákveðið gjald til að viðhalda ,,Viðlaga-tryggingunni" er þá ekki óþarfi að koma með nýja gjaldtöku? Það mætti hækka gjaldskránna um þessi 8prómill.

Þegar gosið kom upp í Vestmannaeyjum fyir 50 árum þá var ríkisstjórnin ekki sein á sér að lána hverjum lögráða Eyjamanni 50.000kr strax. Svo greiddum við lánið mjög fljótlega þegar vinnan var komin og öryggið til framfærslu. Ríkissjóður hefur ótal möguleika á aðgerðum til góðra verka án þess að senda Grindvíkinga á lágar atvinnuleysisbætur til framfærslu. 

Ásmundur Friðriksson benti á það sem Alþingi ætti að samþykkja og það er gjaldfrestun á greiðslum lána Grindvíkinga og rýmka til fyrir þá meðan allt samfélag þeirra er í upplausn. Það léttir verulega á einstaklingum og fjölskyldum að vita hvernig má létta og mýkja ástandið Suður með Sjó.

Eitt er mér þó til mikillar furðu. Af hverju nefnir Forsetinn aldrei Guð þegar kemur að náttúru vám? Þó er hann ,,verndari Þjóðkirkjunnar"! Á Gosafmælinu í Eyjum hrósaði hann Eyjamönnum fyrir æðruleysi og samstöðu og í Hallgrímskirkju í gær hrósaði hann Grindvíkingum fyrir að hugga hvorn annan í eymdinni. Það má alþjóð vita að í gegnum svona voða atburði stendur enginn af sér storminn nema æðri máttur, Guð, komist að. Vonandi eiga Grindvíkingar ekki eftir að sjá höfnina hverfa, hús sín kaffærast í hrauni og sitja síðan eftir með aðeins brot af bótum fyrir andvirði fasteignanna sem eyðilögðust.

Hér má hið háa Alþingi koma að málum til að tryggja Grindvíkingum farsæla framtíð.

Sjá ekki allir að Svartsengi er í uppnámi? Hvað gera menn ef rafmagnsframleiðslan hættir. Heil virkjun farin! Má þá byggja aðra? Náttúruverndarsjónarmiðin hafa  farið í harða andstöðu við virkjunaráform undanfarinna ára. Það er betra að hafa fleirri en færri virkjanir. Hafa Vogar ekki staðið árum saman gegn bættum flutningi á rafmagni um sitt land og óskað eftir að flutningslínurnar verði meðfram fjöllunum, gossvæðinu?
Hvenær ætla Íslendingar að læra að búa í landinu, gera það ,,undirgefið okkur" og nýta auðlindirnar öllum til góðs? Sjá menn það ekki að þar sem virkjanir eru þar er fögur náttúra og vel gengið frá svæðinu umhverfis mannvirkin?

Guð blessi Ísland allt og sérhvert byggðarlag!

Amen.

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Auðvitað ætti að ganga í þá neyðarsjóði sem að þegar eru til: 

"En ef við erum að greiða nú þegar, ákveðið gjald til að viðhalda ,,Viðlaga-tryggingunni" er þá ekki óþarfi að koma með nýja gjaldtöku?"

Dominus Sanctus., 13.11.2023 kl. 15:24

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jú, það finnst mér! Ég vil að Grindvíkingar fái að njóta þess sem til er án skömmtunar heilkennanna. Viðlagasjóður greiddi örfðáum ,,rétt" verð fyrir skemmdar eða ónýtar eignir. Hvert fóru afgangspeningar Viðlagasjóðs?

Snorri Óskarsson, 13.11.2023 kl. 16:55

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Snorri.

Nú munaði minnstu að fjórða eldgosið kæmi á Reykjanesskaga á innan við fjórum árum, það gæti þó enn gerst.  Getur verið að almættið, Drottin Guð, sé að aðvara okkur synduga þjóð fyrir fráhvarf okkar frá Guðs Orði og Hans boðun??? 

Ríkisvaldið virðist vera búið að sólunda tugum ef ekki hundruð milljarða út og suður í vasa þeirra sem okkur kemur ekkert við en þeirra sem allt vilja eiga og öllum vilja stjórna s.s. í svokölluð bóluefni, stríðsrekstur í Úkraínu og einnig til að stöðva "loftslags vána" sem enginn veit hvernig þeir fjármunir munu geta gera það.

En það er grafalvarlegt ef stjórnvöld hafa ekki lagt fjármuni til hliðar til að mæta vá af náttúrunnar völdum sem við upplifum nokkuð reglulega í okkar annars góða landi.

Ég tek undir með þér og segi:

GUÐ BLESSI ÍSLAND og sérhvert byggðarlag, megi hönd Hans vera okkur til varnar og Orð Hans okkur til leiðsagnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.11.2023 kl. 23:39

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Getum við ekki bara notað þróunaraðstoðina (sem heldur uppi "mafíunni" í Afganistan, Úkraínu og Palestínu)

til að styrkja Grindvíkinga - það fylgist hvort sem er enginn með hvert þeir peningar fara

Eftirlit með fé til Palestínu ekkert (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 14.11.2023 kl. 09:29

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Grímur

Össur Skarphéðinsson útvegaði Hamas allavega 300 milljónum í hans valdatíð. Trúlega fór það allt í jarðgöng sem Ísraelar eru að eyðileggja núna.

Það eru 38 milljarðar nú þegar í ,,geymslu" hjá ríkinu. Það mætti nota þá fjármuni til að varðveita Svartsengið!

Tómas

Auðvitað er Guð að tala! En skiljum við það eitthvað frekar en þegar jarðfræðingar rýna í jarðskjálftana? Þeir þurfa að leggja mat á upplýsingarnar. Mitt mat er að við búum á viðkvæmum stöðum og þurfu vissulega á vernd Guðs að halda. Það er enginn sem gefur okkur æðruleysi og rétt hugarfar nema Guð. Forsetinn skilur þessa þekkingu fyrir utan Bessastaði. Meira að segja hann situr ekki í öruggu sæti nema hann sitji í skjóli hins hæsta!

K.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 14.11.2023 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband