Nei, Guð vill líf!

Það er óhætt að segja að trú manna á Guði er ærið mismunandi og enganvegin sú sama. Guð Kristninnar er sagður lífgjafi og hefur sett okkur lög og reglur sem styðja líf og framgang þess.

Biblían segi að Guð vilji ekki dauða syndugs manns henldur að hann,,komist til iðrunar".

Ennfremur fær Móse þau skilaboð að fyrir hann er lagt lífið og dauðinn, blessunin og bölvunin.,,Veldu þá lífið" segir Guð. (5.Mós.30: 19)

Hér eru komin höfuðeinkenni kristni og gyðingdóms að lífið er perlan sem við eigum að varðveita. Þetta eru orðin frá Guði sem elskar og tók á sig dauðann svo við mættum lifa.

Oft hefur mér fundist menn sem tala um Guð og trúnna á Guð sniðganga þennan þátt í umræðunni. Við sjáum svo vel að það eru einhver ægiöfl bölvunarinnar sem leggjast á okkur og það kallar Biblían lögmál syndar og dauða. Kjarni Fagnaðarerindisins er einmitt sá að við eigum undankomu frá lögmáli syndar og dauða en það er vegna trúarinnar á Jesú. Því hver sem á hann trúir glatast ekki heldur eignast, fær eilíft líf.

Þeir sem ganga fram í nafni ,,Guðs" og farga náunganum eru ekki á Guðs vegi. Þeir ganga erinda þess höfðingja sem Jesús segir að sé ,,manndrápari frá upphafi". Jesús heldur áfram þessari orðræðu: ,,Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu því hann er lygari og lyginnar faðir." Þess vegna áttu þeir Djöfulinn að föður. (Jóh.8: 44)

Af þessum orðum má glöggt sjá að með afstöðunni til lífsins má af því ráða hver er höfðingi þinn. Velurðu dauðann og syndina þá ertu utan náðarinnar sem fæst fyrir Jesú. Sú leið hefur ávexti sem engum líkar og allir reyna að forðast.

Þess vegna er afar hollt fyrir okkur Íslendinga að rifja upp fyrir okkur fræðin sem flestir hafa verið fermdir uppá að við gerum Jesú að höfðingja og leiðtoga lífs okkar. Hann vill ekki dauða syndugs manns heldur að hann snúi sér frá syndum og lifi.

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is „Guð vill að þú deyir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2016

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband