Er hatur hjá evangelískum?

Enn eina ferðina koma upp árekstrar milli samkynhneigðra og evangelískra. Sagt er í greininni: "Mannréttindasamtök kenna evangelískum prestum um aukið hatur í garð samkynhneigðra".
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að bæta þessum orðum við í umræðunni. Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.
Sennilega verður ekki hægt að finna einhverja "sáttarleið" í þessu máli. Þannig hafa árekstrarnir við samkynhneigðina verið allsstaðar eins, milli hins Evangelíska orðs og svo "mannréttinda".
Það var víst Guð sem sætti heiminn við sig með fórnardauða Jesú en ekki öfugt. Maðurinn er ekki enn búinn að sættast við Guð og fá fyrirgefningu. Við steytum hnefann á móti miskunnsömu almætti og heimtum "mannréttindi"!
Þetta stutta innlegg mitt verður eflaust flokkað sem "hatursáróður" - kannski bara vegna þess að ég tek Evangelíska afstöðu til málsins?
Allsstaðar veldur þetta efni sundrungu og deilum. Hið versta er að við getum séð ávöxtinn af græðginni sem er líka synd. Nú þurfa fjölskyldurnar á Íslandi að lifa við þröngan kost vegna græðginnar. Syndin sem nú er barist fyrir að verði "mannréttindi" kemur einnig með sinn ávöxt!
kær kveðja
Snorri í Betel
mbl.is Afríkuríki standi vörð um réttindi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

E.t.v. rétt hjá þér að erfitt er að finna "sáttarleið" í þessu máli.

Réttast væri að banna evangelista sem fordæma samkynhneigð og láta þá ekki í friði.

Mannréttindi trompa Guðs orð.

Skeggi Skaftason, 30.1.2012 kl. 16:46

2 Smámynd: gudno

Sæll Snorri, þurfum við ;sáttarleið; dugar okkur ekki að vera kristin og lifa í kærleika við Guð og menn. Þegar maðurinn hittir sjálfan sig í sannleika opnast nýjar dyr með nýju fólki. Er ekki merkilegt að Guð skyldi velja að nálgast okkur eins og barn? Þannig vill hann birtast heiminum, þannig vill hann að við lærum að þekkja hann, og þekkja okkur sjálf,
það er lærdómsferli. Trúin er lærdómsferli, æviverkefni, og við verðum aldrei fullnuma, fyrr en í eilífðinni. Er hrædd við alla bókstafstrú, það gerir fáum gott, getur jafnvel verið skaðlegt, bókstafstrú hefur farið avar illa með múslima.  

gudno, 31.1.2012 kl. 01:05

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Skeggi.

Mannréttindi er m.a. skoðanafrelsi og málfrelsi. Þú telur réttast að afnema tjáningarfrelsi með því að "banna evangelistum" að tjá sig!

Guðrún!

Sá lærir sem lifir og sælir eru þeir sem heyra Guðs Orð og varðveita það! Ekki er nauðsynlegt að þurfa að gera mistök til að læra. Hægt er að læra vel án mistaka. Ævin okkar ætti ekki að þurfa að vera vörðuð leið af mistökum og klandri. Við þekkjum Guð í gegnum Jesú. Eins og hann er þannig er Guð!

Snorri Óskarsson, 31.1.2012 kl. 17:23

4 Smámynd: Lynn Marie Fitzpatrick

Snorri: Hver er skoðun þín á konum sem eru á túr ?

19 “‘When a woman has her regular flow of blood, the impurity of her monthly period will last seven days, and anyone who touches her will be unclean till evening.

 20 “‘Anything she lies on during her period will be unclean, and anything she sits on will be unclean. 21 Anyone who touches her bed will be unclean; they must wash their clothes and bathe with water, and they will be unclean till evening. 22 Anyone who touches anything she sits on will be unclean; they must wash their clothes and bathe with water, and they will be unclean till evening. 23 Whether it is the bed or anything she was sitting on, when anyone touches it, they will be unclean till evening.

 24 “‘If a man has sexual relations with her and her monthly flow touches him, he will be unclean for seven days; any bed he lies on will be unclean.

 25 “‘When a woman has a discharge of blood for many days at a time other than her monthly period or has a discharge that continues beyond her period, she will be unclean as long as she has the discharge, just as in the days of her period. 26 Any bed she lies on while her discharge continues will be unclean, as is her bed during her monthly period, and anything she sits on will be unclean, as during her period. 27 Anyone who touches them will be unclean; they must wash their clothes and bathe with water, and they will be unclean till evening. 

Lynn Marie Fitzpatrick, 1.2.2012 kl. 13:18

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Skoðun mín er sú að hún er enn kona og þarf að upplifa tillitsemi gagnvart ástandi hennar. Nýja-testamentið gerir ekki kröfu um að hún verði sett til hliðar vegna óhreinleika. Þess vegna má hún vera kona á klæðum í friði.

Finnst þér þetta eitthvað koma efni pistilsins við?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 1.2.2012 kl. 15:03

6 Smámynd: Lynn Marie Fitzpatrick

"Finnst þér þetta eitthvað koma efni pistilsins við?"

Þegar umræðan er að fordæma stóran hóp samfélagsins, um það vil 10% byggt á orðum biblíunar þá kemur allt innihald biblíunar því við.

Biblían bannar:

vissar hárgreiðslur ( Leviticus 19:27)


Fótbolta (
Leviticus 11:8)

Spádóma ( Leviticus 19:31)

Hina afar umdeildu "pull out method" getnaðar"vörn" (Genesis 38:9-10:)

Tattú (Leviticus 19:28)

Blandaða þræði (peysan sem ég er í er 70% póliester, 30% bómul, helvíti bíður mín) Leviticus 19:19

Skilnað (Mark 10:8,)

Gullskartgripi (Timothy 2:9)

Borða skelfisk ( Leviticus 11:10)

og svo margt margt annað

 Ég ætla ða koma með 2 spurningar og ég óska endilega eftir svari, þó svo mig gruni að þú munir ákveða að birta ekki þessa færslu fína, endilega: Komdu mér á óvart og svaraðu fyrir þig

Spurning 1:

Afhverju fylgjir þú ekki lögum biblíunar ?
a myndinni á blogginu þínu ert þú í fjölofnum klæðnaði og ég er alvef nokkuð viss um það þú hafir einhvertíman borðað humar

 Spurning 2:

Ef biblían er orð guðs

og guð er alvitur

Hvað gefur okkur rétt til þess að efast orð biblíunar og túlka þau eftir því sem okkur hentar ?

Ég myndi meta það mikils ef þú myndir svara þessu málefnalega.

Lynn Marie Fitzpatrick, 1.2.2012 kl. 16:28

7 Smámynd: Sigurður Ingi Pálsson

Mér þykir magnað hversu langt fólk er tilbúið að ganga í nafni "mannréttinda" og pólitísks rétttrúnaðar. Við Íslendingar stundum mikla hjarðhegðun og það sem er í tísku hverju sinni er það "eina rétta" og aðrir eru þá útskúfaðir. Í dag skal útskúfa þá sem hafa skoðun á samkynhneigð.

Snorri skal fá að finna fyrir því... tekinn á beinið í vinnunni því það þarf að "bregðast við" því að hann sé með skoðanir sem ganga á skjön við "hið rétta almenningsálit". Foreldrar og nemendur úthrópa hann og dæma án umhugsunar. Fréttamiðlar taka undir og netverjar láta ekki sitt eftir liggja. Kallað er eftir því að honum verði vikið frá störfum vegna skoðana sinna. Þetta er svipuð meðferð og andófsmenn fá í Norður Kóreu fyrir að setja sig upp á móti Flokkinum.

Við teljum okkur búa við málfrelsi og skoðanafrelsi... en þeir sem tjá sig verða síðan fyrir aðkasti og útskúfun. Annað hvort ertu með okkur eða á móti.

Það ríkir fullkomið málfrelsi fyrir þá sem eru sammála tísku dagsins í dag.

Túkall 

Sigurður Ingi Pálsson, 9.2.2012 kl. 13:16

8 Smámynd: Róbert Anton Hafþórsson

Mig langar að spyrja þig Sigurður út í eitt.

Ég er trúfélagi sem telur að vera kristinn sé synd og að stunda hana er ógeðfelt athæfi. Það stendur í trúarbókinni okkar sem er skrifuð af minum guði.

Ef ég segi "Allir kristnir menn eru syndgarar og munu fá réttan dóm þegar þeir verða dæmdir af guði(mínum guði)og ég tel ekki vera neinn mun á bankaræningja og kristnum manni, Báðir eru syndgarar"

Er það í lagi? Leyfir málfrelsið mér þá ekki að fordæma alla kristna sem syndgara og afbrygðilega menn?

kv Róbert Anton

Róbert Anton Hafþórsson, 10.2.2012 kl. 17:15

9 Smámynd: Tómas

Málfrelsi skal virða. Enda er það málfrelsi okkar að kalla Snorra fávita að staðhæfa hitt og þetta fyrir alþjóð - verandi kennari barna okkar.

Menn mega viðra skoðanir sínar. En þeir verða líka að búast við því að vera skotnir niður ef þeir alhæfa skoðanir sem standast enga skoðun (eins og t.d. þá að biblían hafi eitthvað með nútíma samfélag að gera).

Tómas, 11.2.2012 kl. 00:54

10 Smámynd: Arnþór Helgason

Heill og sæll, Snorri. Þakka þér öll okkar góðu samskipti á undanförnum árum.

Ég tek nærri mér að þú skulir skrifa með þeim hætti um málefni samkynhneigðra sem raun ber vitni. Sannleikurinn er sá, að samkynhneigð tengist ekki einungis afstöðu fólks heldur eðlisfræðilegum einkennum og líffræðilegum, sem einkenna hvern mann. Samkynhneigð er þekkt á meðal dýra merkurinnar og maðurinn er því miður aðeins ein dýrategund og sú grimmasta.

Þegar ég var barn og unglingur í Vestmannaeyjum var iðulega hrópað á eftir okkur bræðrum ýmislegt, sem beindist að kynvillu. Skýringin var sú að eftir að mér dapraðist sjón fylgdist ég með samferðarmönnum mínum með því að styðja við olnboga þeirra. Við bræðrum tókum þetta vitanlega nærri okkur og varð þetta m.a., auk skapbresta minna, til þess að fjarlægja mig frá þessu samfélagi og til Eyja fer ég helst ekki óneyddur nema eiga þangað brýnt erindi. Vondar minningar hreinlega hrannast þar að mér. En víkjum aftur að samkynhneigðinni.

Margt hefur breyst frá því að rit Biblíunnar voru sett saman og Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið. Líffræðilegur skilningur og þekking hafa aukist. Garðar Sigurðsson, sá mæti kennari, sem var lærifaðir okkar beggja, fjallaði einu sinni af einhverjum ástæðum um pólska einstaklinga, sem var þannig farið að þeir voru í raun tvíkynja. Hann fjallaði þá einnig um hormóna mannslíkamans sem gætu leitt til "brenglaðrar kynhneigðar", eins og hann orðaði það, og lagði áherslu á að þetta væri líffræðilegt fyrirbæri á sama hátt og meðfædd blinda eða önnur fötlun. Mér varð þetta lærdómsrík lexía og hugsaði mitt eftir þetta. Ég hef aldrei síðan getað litið menn hornauga fyrir kynhneigð sína og get ekki fallist á að orðið "kynvilla" sé sæmandi nokkrum Íslendingi.

Þú getur auðvitað haft þína skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar, en þú getur tæplega valið þau orð um samkynhneigð eða tekið evangelíska afstöðu til fyrirbærisins án þess að særa þá, sem eru ekki skapaðir eins og ætlast er til. Fordómar og vanþekking eru því miður þær hindranir sem hefta framfarir í samfélaginu. Hvers vegna ætli fatlaður maður sé ekki lengur framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og af hverju er framkvæmdastjóri Blindrafélagsins ekki blindur? Getur verið að ástæðan sé annaðhvort fordómar eða sú staðreynd, að vegna fötlunar hefur mörgum Íslendingnum gengið erfiðlega að afla sér menntunar við sitt hæfi? Ef til vill er hér einnig um að kenna minnimáttarkennd, sem alið hefur verið á vegna þess, að nokkur hluti almennings vantreystir fötluðu fólki vegna fáfræði og fordóma. Hið sama á við um afstöðuna til samkynhneigðra. Hún mótast því miður af fáfræði og fordómum.

Ég vona svo sannarlega að þú komir heill úr þeirri orrahríð sem að þér veitist. En hana hefurðu sjálfur kallað yfir þig með því hvernig þú hagar orðum þínum. Boðskapur þinn getur tæplega borið vitni um kristilega afstöðu, enda minnist ég þess ekki, að Jesús hafi nokkru sinni orðað neitt um samkynhneigð. Hann var of víðsýnn til þess og barðist á móti þeim fordómum, sem ríkti í garð ýmissa, sem áttu undir högg að sækja í grimmdarlegu samfélagi Gyðinga fyrr á öldum, svo sem holdsveikra, svokallaðra bersyndugra kvenna, blindra o.s.frv.

Gangi þér allt að óskum.

Arnþór Helgason

Arnþór Helgason, 11.2.2012 kl. 18:54

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll og blessaður Arnþór. Takk fyrir síðast.

Ég hef lesið margt og hlustað á lærða menn fjalla um þessar hneigðir manna. Eitt er þar mjög skírt og það er engin regla eða niðurstaða sem greinir frá hvað veldur þessum hneigðum. Þrátt fyrir margar spakar kenningar og hávísindaleg vinnubrögð þá hefur ekki fundist skýring. Menn hafa því hreinlega tekið þá afstöðu að kynhneigðin sé óviðráðanleg, meðfædd og óumbreytanleg. Þá vandast málið heldur vegna þeirra sem girnast kynferðislega t.d. dýr, bæði kynin, börn. Þannig höfum við mörg dæmi um þessar hvatir og viljum gjarnan forðast að taka afstöðu til þeirra. Fólk kýs þá að láta kjurrt. En málið er samt ekki horfið því það er í samfélaginu okkar. Margur tekur þá afstöðu að á meðan þetta snertir "mig ekki" þa læt ég vera. Ég veit um afstöði fjölmargra því menn láta ekki af að lýsa afstöðu sinni. Helst er tekin sú afstaða að ég hafi á röngu að standa og fylgi þröngsýni eða úreltum bókstafskreddu.

En ég hef ekki séð né fundið aðrar vísindalegar eða lærðar skýringar sem rýma burt þeirri kenningu Biblíunnar að þessar hvatir standi gegn Orði Guðs. T.d þeirri skipun Guðs "margfaldist og uppfyllið jörðina" Þess vegna er samkynhneigðin skilgreind sem synd en ekki fötlun. Fatlaðir eru aldrei útilokaðir sem erfingjar Guðs ríkis. Meira að segja er álitið að Páll postuli hafi verið með lélega sjón, blindur?? að einhverju marki allavega. Biblían gerir engan fatlaðan útilokaðan frá þegnrétti Guðs ríkis eða að hann þurfi fyrst að fá sjón til að frelsast. En aðrir þætti útiloka okkur frá Guði og þeir eru kallaðir á máli Biblíunnar synd.

Þess vegna held ég fram Biblíulegum sjónarmiðum og "kalla yfir mig þessa orrahríð" auðvitað vegna þeirra orða sem ég nota og trúargrundvallar sem ég stend á. Ég kveinka mér ekki undan broddunum!

En svo er hitt málið varðandi Vestmannaeyjar og vondar minningar. Ég fékk líka minn skammt af allskonar glósum og stríðni varðandi Betel en ég ber engan kala til nokkurs manns þó svo að ég eigi vondar minningar um samborgarana vegna framkomu þeirra. Ég var að vinna ofaní skurði í bæjarvinnunni og var að bograst við að taka stóra steina uppúr skurðinum. þega ég lyfti mér eitt sinnið með stóran stein þá er maður yfir skurðbarminum og sparkar í andlit mér um leið og hann sagði "betelingur". Ég hef algerlega fyrirgefið kaupa og ber engan kala í hjarta til Eyjanna. Það er Guðs verk - bænasvar og frábær lausn. Ég hef alltaf tilhlökkun að koma til Eyja og hitta Vestmannaeyinga, hvar sem er.

Arnþór, þegar við erum í Guðs hendi þá er alveg sama hvað kemur fyrir, við komum standandi niður úr glímunni. Ég vil minna þig á söguna af Jósef. Hann var tekinn fantatökum af bræðurm og seldur í þrældóm. Að mörgum árum liðnum héldu bræðurnir að hann ætlaði að jafna um við þá en hann bað þá að óttast ekki og sagði: "Þér ætluðuð að gera mér illt en Guð snéri því til góðs"! Þannig hugsa ég og lifi. Þetta er mín kristna afstaða.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 11.2.2012 kl. 21:45

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Að girnast afturenda karlmanns er synd að mati Snorra í Betels og þá sérstaklega ef viðkomandi er sjálfur karlmaður.  Synd, synd og aftur synd segir Biblían og Snorri.  Hvað ef ekkert stæði í Biblíunni um homma og svoleiðis.  Hvaða skoðun hefði Snorri þá?  Væri hann kannski kominn út úr skápnum eða væru engir skápar og hommaskúffur til.  Nú veit ég ekki en Snorri virðist vera duglegur að nota Biblíuna til að hamast á hommum og öllu öðru.  Ef allir englarnir væru hommar og það kæmi skýrt fram í bókinni góðu.  Hefði það áhrif á sálarlíf Snorra og munnsöfnuð hans?

Björn Heiðdal, 12.2.2012 kl. 00:07

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það stendur ekkert um homma í Biblíunni yfirleitt og allar túlkanir í biblíunni eru háðar kynórum þess sem les textan. Ef nógu margir eru með svipaða kynóra, þá hjálpast þeir að við að staðfesta vileysuna. Enn lygarar nútúmans nota fyrirbærið "túlkun" sem er lygaaðferð til að koma persónulegum sjónarmiðum að. Snorri hikar ekki við blanda spilunum í sinni umræðu enda er hann óheiðarlegur í sjálfri umræðunni og getur sjálfsagt ekkert gert að því.

Hann gefur í skyn að dýraníð, barnaníð og allskonar óeðli í kynlífi sé það sama og að vera samkynhneigður!.... Hversu eitraðir geta menn orðið sem nota Guð sem barefli í ofbeldisverkum sýnum? Skilur fólk þetta virkilega ekki með staðreyndir fyrir framan sig, svart á hvítu.

Hvort sem það er meðfædd illgirni Snorra sem veldur, eða að hann hafi tapað meðvitund sinni í andlegu holræsi trúarbragðanna og komist ekki til baka til raunverulegs lífs , veit ég ekki. Veðja frekar á að hann sé fórnardýr trúarbragða enn illgjarn. Það er þó ekkert hægt að vita um það meðan fólk er í svona ómeðvituðu ástandi...

Óskar Arnórsson, 12.2.2012 kl. 07:45

14 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskar

Það er ekkert talað um bankaræningja í Biblíunni. Má þá ræna banka skv. henni? Auðvitað ekki, það er talað um þjófnað og rán. Þau orð ná yfir bankarán. Eins er með "homma, samkynhneigð" "dýraníð" þetta eru nýyrði en ná yfir verknað sem hin helga bók greinir okkur frá að erfa ekki guðs ríkið. Það er líka það eina sem þau eiga sameiginlegt. Maðurinn er ákvaflega veikur fyrir óeðlinu. Margar fornar sögur Gamla-Testamentisins segja einmitt frá því.

Sagan um Sódómu og Gómorru, sagan um Lamak, sem drap mann "fyrir hvert sitt sár".

Svo eru til aðrar fornar sögur sem greina frá hruni heimsvelda t.d. Súmera. Hrunið hófst með því að óeðlið óx og ríkið hrundi innanfrá. Faróar Egypta, þeir urðu úrkynjaðir vegna óeðlis. Þessi rök mín eru ekki vegna illgirni heldur til að við mættum skoða okkar gang. Hvert stefnir Ísland, og þú?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.2.2012 kl. 11:37

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ísland er hægt og rólega að losna undan álgögum þeim sem trúarbrögð steyptu fólki í á sínum tíma. Kirkjan sameiginlega og ekkert endilega sú sort þú tilheyrir, hafa hjálpað fólki inn í afneitun á raunveruleikanum og notað til þess yfirburði sína sem fólk tók mark á. Sú tíð er hægt og rólega að líða hjá og fólk byrjar að hugsa sjálft í staðin fyrir að láta prestinn gera það fyrir sig.

Óeðlið á Íslandi fyrr á öldum er bara kópía af þessari upptalningu þinni sem ég rengi alls ekki. Viðhorf þitt í sambandi við homma og lesbíur er ekkert annað enn tegund af óeðli sem hægt er að rekja til hræðslu þinnar sem er fengin úr Biblíu. Ég veit allt um það Sborri. ég hef verið að vinna við að hjálpa fjörlsskyldum sem hafa misst syni og dætur í sértrúarsöfnuði, sem hafa fyrirfarið sér vegna heilaþvottaráhrifa sértrúarsöfnuða. Ég hef hitt aragrúa fólks sem er nákvæmlega eins og þú og það á það sameiginlegt að vera algjörlega ábyrgðarlaust og afsakar sig með tilvitnunum úr Biblíóunni.

Þeir eru löngu hættir að vera venjulegar manneskjur og lifa í draumkenndu ástandi trúarbragðanna þó þeir virki flestir sem venjulegt fólk í fyrstu sýn. þeim er alveg sama um náungan enn sýnast gott fólk í augum fólks sem fer létt í tilfinningauppnám.

Enn þetta með að uppfóstra mannkynið og fólkið í kringum sig frá óeðli, ofbeldi og stríðsrekstri með gömlum sögum kirkjunar, hefur aldrei virkað. Dýrkunarárátta fæðir af sér sérstaka tegund af meðvitundarleysi sem er eiginlega af hinu vonda. Guð er ekkert flókin enn verður aldrei skilin af neinni veru í mannheimum. Til þess er hann of stórkostlegur. Ég er persónulega sannfærður um að ekkert sé til nema Guð.

Og hvert ég sé að stefna? Af hverju spyrðu?

Óskar Arnórsson, 12.2.2012 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband