Synd ?

Akureyrarbær og sóknarprestur Akureyrarkirkju eru sammála um að samkynhneigð sé ekki synd. Ég gerðist svo óskammfeilinn að halda hinu gagnstæða fram. Svo ofbauð ég öllum með að segja að "laun syndarinnar er dauði" og ég benti á að það væri "grafalvarlegt"! En mér til undrunar þá sé ég í umræðunni að mönnum er þetta atriði ekki ljóst. Skoðum þess vegna málið og nú ætla ég að nýta mér grundvallarrit kristinnar trúar til að færa rök fyrir málinu. Guð talaði við Kain og segir: "..ef þú gjörir ekki rétt þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni". Orðið sem hebreskan notar hér yfir synd er "tjattah" (tekið úr Strong´s concordans og er númerað 2403). Þetta orð finnst víðar í Biblíunni, GT, og er allsstaðar þýtt eins eða synd. Þetta orð kemur t.d. fram í 3.Mós 4:22 þar sem sagt er: "Syndgi leiðtogi og fremji eitthvað af vangá sem Drottinn, Guð hans, hefur bannað í einhverju af boðum sínum verður hann sekur."

Af þessu má sjá að synd og sekt tengjast ævinlega. Ef annað er notað þá sjá menn hitt.

Orðið synd í íslensku er komið til okkar frá forn-ensku, af orðinu "synn" og sögninni "syngian" en forn-enskan tekur þetta orð líklega frá latneska orðinu "sons", og "sont"  sem þýðir sekur!

Hvort sem því við tökum hebreskuna, forn-ensku eða latínu þá  varðveitist tengingin synd og sekt í skilningi manna á þessum orðum, og það er frá upphafi vega.

Nýja-Testamentið er ritað á grísku og í því er orðið "hamarsio" notað yfir synd í merkingunni að missa marks, vera rangur eða yfirtroðsla. Ef menn fara yfir Biblíuþýðingar kynslóðanna kemur fram að þýðendur hafa greinilega komist að sömu niðurstöðu varðandi syndina hvort sem önnur menningarsvæði, tungumál eða tímabil eru rannsökuð.

Það er alveg ný nálgun í umræðunni þegar prestar og lektorar hafna orðum Biblíunnar sem rökum í þessum málaflokki og bendir það til þess að þeir eru komnir út af hinum postulega og spámannlega grunnikristinnar trúar.

Skoðum því eftirfarandi. Kristin trú hefur grundvöll sem Páll kynnir í Efesusarbréfinu 2.kafla og versi 20: "Þér eruð bygging sem hefur að grundvelli postulana og spámennina en Jesú Krist að hyrningarsteini." Þess vegna hefur kristin trú í 2000 ár vísað til boðunar þessara aðila og kallað kristna kenningu. Þess vegna er boðskap Jesú að finna í Jesaja, Móse, Jeremía, Páli postula, Pétri og öllum hinum. Þegar þessi "heild" fjallar um sömu atriðin þá eru þau Guðs Orð, ófrávíkjanlegar reglur til helgunar og eilífs lífs, fullkominn vilji Guðs.

Á þessum kristna grunni kemur fram að : "..bæði Gyðingum og Grikkjum var gefið að sök að þeir væru allir undir synd." Róm.3: 9 og enn fremur birtir Páll að vegna syndarinnar er dauðinn runninn til allra manna enda "Laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum." Róm 6:23 

Enn fremur ber á það að líta að þessi kristni grunnur spámannanna leggur til okkar þekkingu sem Páll lýsir svo vel með þessum orðum: "Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndar og dauða." Róm.8: 2; Ég hef þessi orð í huga þegar én nefni að syndin leiði til dauða.

Það sem veldur minni "afskiptasemi" af málefni kynvillunnar, samkynhneigðra er einmitt sú krafa Alþingis, bæjaryfirvalda, skóla og kirkju að segja hana ekki lengur vera synd. Nútíma lektorar gefa jafnvel í skyn að hópkynlíf, eiga kvennabúr eða hafa margar í takinu sé ekki synd ef allir eru jafningjar og samþykkja þátttökuna. Svona lifnaður er flokkaður sem synd og kallaður hórdómur, frillulífi eða í frumtextanum "porneia"!

Lygar og blekkingar eru líka synd- gera okkur sek við almættið. Blekkingar og undanbrögð eru nefnilega ekki persónueinkenni Jesú Krists og koma alls ekki frá Heilögum anda Guðs. Sá andi er kallaður Andi sannleikans sem "heimurinn getur ekki tekið á móti"!

Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar hver sé hamingju leiðin og farið hana svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jer.6:16

Pistilinn skrifaði:

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Snorri og takk fyrir þennan pistil. Mig langaði nú að benda þér á , svona fyrst þú ert orðin atvinnulaus, að það fer að vanta biskup á Íslandi. Heldurðu að þú fengir í ekki bara "rússneska" kosningu hjá þjóðkirkjuprestum ?

Kristinn Ásgrímsson, 19.2.2012 kl. 19:53

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Vantar ekki líka lesara Passíusálmanna? Það eru mörg verkefnin - maður fyllist af valkvíða.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 19.2.2012 kl. 20:31

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hvernig er það Snorri, varstu að fjalla um þessa samkynhneigð í skólanum, eða hefurðu eingöngu verið að fjalla um þetta á blogginu og í predikunum?

Sveinn R. Pálsson, 20.2.2012 kl. 08:05

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aldrei í skólanum.

Snorri Óskarsson, 20.2.2012 kl. 11:36

5 Smámynd: Tómas

Snorri:
Það sem veldur minni "afskiptasemi" af málefni kynvillunnar, samkynhneigðra er einmitt sú krafa Alþingis, bæjaryfirvalda, skóla og kirkju að segja hana ekki lengur vera synd.

Nú nú. Hafa Alþingi, bæjaryfirvöld, skóli og kirkja semsagt beðið þig um að segja þetta? Eða er tilfellið ekki heldur það að þau hafa beðið þig um að vera ekki að tjá þig um hið gagnstæða?

Munurinn þarna á milli skiptir máli. Þú átt að halda þínum hugmyndum um syndir og kynhneigð fyrir þig sjálfan, meðan þú gegnir opinberri stöðu sem fyrirmynd barna - að mínu mati altént. Það þykir mér augljóst fyrst það er ekki búið að sýna fram á að biblían er (heilagur?) sannleikur.

En annars hef ég spurningu fyrir þig, af því að ég er mjög forvitinn að vita um afstöðu þína:

Er það jafn mikil synd að brjóta 4. boðorðið og fyrir karlmann að liggja með öðrum karlmanni? Bíður þeirra -- sem færa þér bakað brauð, heitt vatn og rafmagn -- á laugardegi/sunnudegi (eftir túlkun, virðist vera...) dauði?

Og hvers konar dauði -- sem þú talar um að ofan -- er það sem bíður þeirra sem syndga á þennan hátt?

Tómas, 20.2.2012 kl. 11:44

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tómas

Ekki nefndi ég að þau hafi beðið mig um, heldur að það "veldur minni afskiptasemi". Aðeins einn þessara aðila hafa farið framá þögn mína um málið.

"Þú átt að halda þínum hugmyndum um syndir og kynhneigð fyrir þig sjálfan, meðan þú gegnir opinberri stöðu sem fyrirmynd barna - að mínu mati altént."segir þú!  Samt ætlastu til þess að ég svari þér um þesssi atriði! Finnst þér þú, með framangreinda afstöðu getir farið fram á að ég svari þér um þau atriði sem þú villt að ég þegi um?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 20.2.2012 kl. 12:40

7 Smámynd: Tómas

Ok, afsakaðu - ég hef líklega misskilið þetta með afskiptasemina. Mér fannst þú gera því skóna að þessar stofnanir væru að biðja þig um að segja að samkynhneigð væri ekki synd, og þú værir að reyna að berjast móti því.

Ég ætlast ekki til þess að þú svarir mér, nei. En þú ert jú að tala um syndir hér að ofan - hvers vegna ekki tala um aðrar syndir líka? Auk þess ertu ekki að kenna núna (er það?) og ég hef því ekkert á móti því að þú skrifir hvað sem þú vilt.

Ég hefði samt mikinn áhuga á að vita hvað þér finnst, svo ef þú myndir vera svo vænn, þá þætti mér vænt um að fá svar.

Tómas, 20.2.2012 kl. 12:55

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Tómas,

Ég veit ekki hvað Snorra finnst um aðrar syndir og ekki heldur af hverju hann vill ekki svara sumum spurningum.  En frá mínum bæjardyrum séð þá verður maður stundum að vera ósamkvæmur sjálfum sér.  En kannski er það líka dauðasynd og hvað gera bændur þá? 

Björn Heiðdal, 20.2.2012 kl. 18:48

9 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

"Það sem veldur minni "afskiptasemi" af málefni kynvillunnar, samkynhneigðra er einmitt sú krafa Alþingis, bæjaryfirvalda, skóla og kirkju að segja hana ekki lengur vera synd."

Bréf Páls til Rómverja 13

1Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði.

2Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.

Er Það ekki því synd af þinni hálfu að veita Alþingi, bæjaryfirvöldum, skóla og kirkju mótstöðu?

Hans Miniar Jónsson., 2.3.2012 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 241188

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband