Sjálfs er höndin hollust!

Er þetta ekki dæmi um hningnun kynstofnsins?
Konur hafa "jafnrétti" en samt lægri laun en karlar. Það eru yfirleitt karlar sem ráða launakjörum nema þegar forsætisráðherra ætlaði að "afrugla" launakerfið þá sat hún eftir og karlarnir bættu sín kjör. Kvennastéttirnar hafa farið vaxandi en flestar á rýrum kjörum. Kennarar þurfa að lifa við hungurmörk af því að ....konur þurfa ekki há laun?
Ég hef sagt við unga karlmenn sem eru að ganga í það heilaga að kristna sjónarmiðið er að "elska konu sína og leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana"! Þá verða ævinlega sömu viðbrögðin. Konurnar lyfta höfði en karlarnir brosa líkt og þeir vilja segja :"Láttu þig dreyma."
Þessi frétt um sjóslysin og sjálfselskuna er mjög glöggt dæmi um hnignun og fráhvarf frá kristnum og Biblíulegum gildum.
En svo má líka benda á að "réttur kvenna yfir sínum eigin líkama" er alvarleg aðför að lífi barna því þetta eru helstu rökin fyrir fóstureyðingum. Má vera að hér birtist siðrof samtímans hvað best og það skilar sér í afstöðu karlmanna til sjálfra sín og barnanna. Þættirnir "Sex in the City" ala á þessu eigingjarna og ábyrgðarlausa lífsmáta sem unga fólkið vill hafa en kostnaðurinn verður þessi að hver hugsi um sig til að lifa af. Þá verður ekki mikið pláss fyrir börnin!
Postulinn sagði: "Sjálfur lifi ÉG ekki framar, heldur KRISTUR í mér". Þessa reglu þarf kirkjan að koma inní hugarfar hins sanna karlmanns. Við eigum að fórna okkur fyrir eiginkonuna og börnin okkar.
Amen?

Snorri í Betel


mbl.is Karlmenn líklegri til að lifa af skipskaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Hnignun kynstofnsins?  Hvað áttu við, Snorri? Ertu að tala um hnignun einhvers kynstofns umfram einhvers annars?

Það tíðkaðist hér áður fyrr að niðjar einhvers "stórmennis" mökuðust einungis innan niðja hans. Þannig  er því enn varið meðal ýmissa kynstofna hjá múslimum, Gyðingum og fleiri frumstæðum ættflokkum.

Í dag tíðkast hins vegar, eins og þú veist vel, að fólk hikar ekki við að leita sér maka utan ættarinnar eða kynstofnsins sem var og hét.

Þú ert þannig afkomandi tuga og hundruða forfeðra og formæðra ef þú leitar aðeins í 6 - 10 ættliði aftur í tímann í aðeins 100 - 200 ár.

Eruð þið í Hvítasunnusöfnuði þínum eitthvað að snúa til fyrri siða?

Sigurður Rósant, 2.8.2012 kl. 20:22

2 Smámynd: Aron Arnórsson

Amen Snorri minn í Jesú nafni.

Aron Arnórsson, 6.8.2012 kl. 23:52

3 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Amen Snorri

Áki Pétur Gíslason, 8.8.2012 kl. 08:40

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma, ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta, og af Davíð, Samúel og spámönnunum. 33Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna, 34slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir, þótt áður væru þeir veikir, gjörðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta. 35Konur heimtu aftur sína framliðnu upprisna. Aðrir voru pyndaðir og þágu ekki lausn til þess að þeir öðluðust betri upprisu. 36Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. 37Þeir voru grýttir, sagaðir í sundur, höggnir með sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. 38Og ekki átti heimurinn slíka menn skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og gjótum.

39En þó að allir þessir menn fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína, hlutu þeir þó eigi fyrirheitið. 40Guð hafði séð oss fyrir því sem betra var: Án vor skyldu þeir ekki fullkomnir verða.

Þvílíkt og annað eins! En hvað segir þú Snorri, verða postularnir og hinir heilögu fullkomnir án OSS?

Aron Arnórsson, 9.8.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 241064

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband