Sérðu "tíðarandann"?

Trú og skoðanir eru fyrirferðamikil atriði mannlífsins. Við kosningar skerpa stjórnmálaflokkar stefnumál sín og á hátíðum eins og á páskum, hvítasunnu og jólum skerpir kirkjan á trúarsögunni eða grunnatriðum trúarinnar.

Svo leggja aðrir upp með "vísindin" og tefla þeim  fram sem mótvægi eða andstæðu við trú; gjarnan sem andstæðum sköpun eða þróun. Vissulega eru þar margar andstæður en þær eru líka systur. Barn verður ekki lengi nákvæmlega eins því það þroskast breytist. En ekki er hér um að ræða breytingu frá einu dýri í annað.

Samtíminn okkar er einnig í mikilli gerjun þar sem nú er verið að tefla fram ýmsum hugmyndum manna um t.d. hjónabandið. Nú þarf að skilgreina það uppá nýtt því gamla hugmyndin er of "þröng".  Kvenréttindi speglast  t.d  í rétti kvenna til að eyða fóstrum. Samkynhneigðir leggja allt af mörkum til að mega vera "hjón" og giftast með kirkjulegri blessun.

Menn láta birta viðtöl við fræga um hvernig þeir hafa lifað lífinu, búið um lengri eða skemmri tíma með körlum sem konum og jafnvel greina frá því hversu sjálfsagt það er að vera með báðum kynjum. Í slíkum viðtölum er þar ekki lögð áhersla á hjónaband milli karls og konu sem deila saman sælu sem sorg og láta ekkert rjúfa það traust sem hjónabandið eitt ætti að gefa okkur höltum gangöryggi í sameiginlegum takti í lífinu fram að því  að dauðinn aðskilur.

Hið trúarlega sem tekið er úr kristninni segir okkur að hegðun manna kallar á uppskeru. Lögmál lífsins er einmitt sáning og uppskera. Jesús Kristur notar þessa mynd hvað eftir annað til að koma skilaboðum, mjög alvarlegum til áheyrenda sinna. Uppskerutíminn er oft nefndur "endir veraldar", dómsdagur eða "brúðkaup"!

Einu sinni stóðu borgirnar Sódóma og Gómorra frammi fyrir málalokum. Þá var bókhaldinu lokað og ekki reyndist möguleiki á að þær fengju framhald í tilverunni. Endir þeirrar veraldar kom á augabragði.

Næsta skipti var uppgjörið við Egyptana þegar þeir höfðu þjáð og kúgað Guðs lýð í 400 ár. Við það uppgjör varð mikil breyting á högum Egypta sem og kringumstæðum gyðinga. Þetta umrædda uppgjör var einmitt á páskum (orðið þýðir framhjáganga af því að engill dauðans gekk framhjá hýsdyrum þar sem blóði hafði verið roðið á dyrastafi og dyratré).

Svo kom að hinu mikla uppgjöri sem Jesús kallar "yðar tími og máttur myrkranna" (Lúk.22:53) þegar mælir syndanna var fullur. Spilling og siðleysi manna hafði unnið til dómsdags og komið var að því að Guð dæmdi tilveruna vegna synda mannanna. Á þeim "dómsdegi" mætti Guð sjálfur sem Jesús Kristur. Hann var dæmdur saklaus en gerður að synd okkar vegna. Hann var negldur á kross og laun syndarinnar, dauðinn, fór á hann. En vald syndarinnar gat ekki haldið honum af því að hann hafði ekki syndgað sjálfur heldur reis hann sigrandi frá dauðum. En þetta verður ekki endurtekið!

Síðan eru liðin 2000 ár og enn talar rödd syndarinnar í samtímanum þar sem hún gerir góðan róm að spillingunni og hrósar sér af syndinni. Þeir flokka hana til mannréttinda og vinna að því að varðveita hana með nýjum lagabálkum eða endurskilgreiningu á góðum orðum.

En þessi hegðun samtímans er nú sýnileg í stjórnmálum og fréttum sem pólitískar kröfur eða mannréttindabarátta. En þessi tíðarandi mun einnig bera ávöxt og hann verður einnig dreginn fram til uppgjörs við Guð almáttugan.

Tíðarandinn fæðir fram leiðtoga eða persónur sem verða "einkennispersónur" fyrir tímabilið rétt eins og Hitler varð andlit nazismans, Lenin kommúnismans þá mun okkar tíðarandi fylkja sér um leiðtoga sem mun verða sameiningartákn gegn kristnum gildum og jafnvel verður kallaður guð í holdi, Messías eða "frelsari samtímans". Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að "Sjá tíðarandann" þá muntu vita hvað er að fæðast fram!

Eins og kynslóðir fyrri alda fengu uppskeru af sínu lífi þannig fær okkar kynslóð líka sína uppskeru. Einn er sá sem lofar okkur góðri og eftirsóknarverðri uppskeru sem nær út yfir dauða og gröf og það er Jesús Kristur. Hann var gerður að synd okkar vegna svo við losnuðum undan ávöxtum okkar synda. Hann reis upp til að tryggja okkur sem trúum að hjálpræðið, eilífa lífið, er okkar fyrir það eitt að trúa á hann og játa frammi fyrir mönnunum.

Páskarnir er góður tími til að endurnýja loforðin okkar að Jesús Kristur er sonur Guðs, frelsarinn, leiðtoginn sem leiðir frá spilltum tíðaranda og glapstigu glötunarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Sæll Snorri,

 Tíðarandinn sem þú nefnir hefur þegar haft gífurleg áhrif á heiminn allan. Þegar ég var unglingur þekkti ég engan sem bjó ekki með báðum foreldrum. Nú er það nánast orðin undantekning að börn alist upp við hefðbundið fjölskyldumynstur. Í Bandaríkjunum er það orðið þannig að yfir 40% af öllum börnum og 48% af frumburðum fæðast utan hjónabands. Lífsstílssjúkdómar eru orðnir meðal algengustu dánarorsaka á Vesturlöndum. Myndir, sem áður fyrr höfðu talist hið argasta klám og verið bannaðar, teljast nú sjálfsagðar í auglýsingum, sjónvarpi og bíómyndum. Nærri milljarður fóstra hefur verið eytt. Ég held að það geti varla verið mjög langt í næsta uppgjör. 

 Páskarnir er góður tími til að endurnýja loforðin okkar að Jesús Kristur er sonur Guðs, frelsarinn, leiðtoginn sem leiðir frá spilltum tíðaranda og glapstigu glötunarinnar.

Besti dagurinn til að byrja eða endurnýja sambandið við Guð er einmitt í dag. Ekki vegna þess að í dag er skírdagur, heldur vegna þess að það er "í dag". 

Áminnið heldur hver annan hvern dag, á meðan enn heitir "í dag", til þess að enginn yðar forherðist af táli syndarinnar. Því að vér erum orðnir hluttakar Krists, svo framarlega sem vér höldum staðfastlega allt til enda trausti voru, eins og það var að upphafi. Sagt er: "Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni" (Heb. 3:13-15)

Kristinn Eysteinsson, 28.3.2013 kl. 14:49

2 Smámynd: Aron Arnórsson

HALLELÚJA!

Alltaf metið þig meira en sjálfan mig Snorri. Drottinn blessi þig eilíflega.

Aron Arnórsson, 30.3.2013 kl. 16:01

3 Smámynd: Aron Arnórsson

merkilegt það sem þú setur fram Kristinn... Þetta endar alltsaman á Jesú Kristi... Þvílíkt hjálpræði í Drottni vorum Jesú Kristi.

Aron Arnórsson, 3.4.2013 kl. 07:11

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Jesús dó fyrir þá sem bölvuðu honum í sand og ösku.... næstum gjörsamlega ótrúlegt

Aron Arnórsson, 5.4.2013 kl. 18:30

5 Smámynd: Aron Arnórsson

1En það ásetti ég mér, að koma ekki aftur til yðar með hryggð. 2Ef ég hryggi yður, hver er þá sá sem gleður mig? Sá sem ég er að hryggja? 3Ég skrifaði einmitt þetta til þess að þeir, sem áttu að gleðja mig, skyldu ekki hryggja mig, er ég kæmi. Ég hef það traust til yðar allra, að gleði mín sé gleði yðar allra. 4Af mikilli þrengingu og hjartans trega skrifaði ég yður með mörgum tárum, ekki til þess að þér skylduð hryggjast, heldur til þess að þér skylduð komast að raun um þann kærleika, sem ég ber til yðar í svo ríkum mæli.

Páll. ekki ég

Aron Arnórsson, 5.4.2013 kl. 22:45

6 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég er þeirrar skoðunqr að náð Guðs er ekki takmörkuð af neinu, heldur er allt í honum h-"já"

Aron Arnórsson, 6.4.2013 kl. 03:15

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Við vitum báðir að hryggt hjarta gleðst ekki. En fyrir kristinn mann þá er hryggð í hjarta grunnur þess að menn gjöri iðrun og þá kemur náð Guðs inn "undir réttu horni" - grípandi til lausnar, gleði og lækningar. Í dag er náðardagur, nú er hjálpræðisdagur. Sá dagur er okkur gefinn til að Ganga Jesú á hönd og gerast "Kristi peccator" eins og Guðbrandur Þorláksson var sagður vera. Peccator er þræll, eða þjónn ævilangt- aldrei herra! Hinn sannkristni lítur á sjálfan sig í þessu sambandi við frelsarann. Jesús ræður, ég fæ að mótast eftir honum og verða "opið bréf, þekkt og lesið af öllum"!

Gangi þér ávallt sem allra best!

Snorri Óskarsson, 6.4.2013 kl. 16:41

8 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég vill vera svoleiðis Snorri. Ég treysti Drottni 101% rúmlega það

Aron Arnórsson, 8.4.2013 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241225

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband