Er hræðsla góð?"

Þegar "Halloween" er farið að lita íslenskt samfélag þá kemur í umræðuna að í grunninn sé það íslenskur arfur og hét áður "Veturnætur" eða "Dísarblót". Þær dísir vöktu önnur hughrif í sálarkyrnum víkinga en þau sem vakna í hugum  okkar í dag.

Þessar fornu "dísir" víkinganna mætti frekar flokka sem grýlur sem átu börnin væru þau ekki góð og gerðu mönnum ýmsan miska. Frá því er sagt að Þiðrandi Síðu-Hallsson hafi verið ráðinn bani af slíkum dísum og í sama orði má svo skilja að þau launráð hafi verið til að hefna fyrir væntanlega trúarbreytingu í Norrænum ríkjum eins og Íslandi þegar menn höfnuðu heiðni og tóku upp kristnina. Síðu-Hallur var sá kristni höfðingi sem vann ötullega að friðsamri yfirtöku kristninnar á Íslandi með því að fá Þorgeir Ljósvetningargoða til að ákvarða um trúskiptin árið 999 e.kr. Þorgeir var heiðinn og valdi betri kostinn fyrir þá sem voru á Íslandi og afkomendur þeirra.

Umræðan hefur verið sú undanfarna áratugi að t.d. milda Grýlu og gera hana mun betri en fornmenn kynntu hana. Jólasveinarnir, synir hennar, voru hinir mestu perrar og siðlausir skrattar, stelandi, pilsum flettandi, angrandi og hegðandi öllum illum látum. En Veturnætur voru helgaðar þessum illu öflum, dísunum er engan þokka höfðu. 

Veturnætur voru einnig "fardagar" þeirra sem misstu bú sín og jarðir enda þótti það illt hlutskipti að þurfa á þessum tíma að skipa sér í annað bú. Flutningur þekktra fornmanna var tengdur fardögum eða Veturnóttum eins og Víga-Glúms frá Þverá og Guðmundi góða biskup frá Völlum í Svarfaðardal. Þiðrandi sá er dísir drápu fékk að líta þá sýn er:  "margur hóll opnast og hvert kvikendi býr sinn bagga".

En hvað svo sem þessum gamla átrúnaði fylgdi að þá þótti mönnum þeim haf hlotnast mun betra hlutskipti með þeirri andlegu veröld og hugmyndafræði sem fylgdi kristninni. Hún bauð hverjum manni þann kost að sérhver sem kannaðist við Krist, Guðsson, þá yrði nafn hans skráð í Lífsins bók og Guð sæi í hendi sér nafn hins trúaða hvort sem hann væri stór eða smár. Í kristninni fengu menn einnig það veganesti að Guð "Sendi engla sína til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini ". Djöfllinn var samt til og árar hans sem við köllum illa anda nú í dag. Þeir voru settir í það lið sem stal, slátraði og eyðilagði en þú sem einstaklingur gast haft vald yfir þeim með því að gera rétt, vera sannur og tala í sannleika af kærleika. Stattu gegn djöflinum og hann mun flýja þig (Jakob 4:7)

Svo undarlegt sem það nú er þá fara fjölmiðlar fögrum orðum um "halloween" áhrifin á íslenska æsku og áhrifanna gætir í skólum barnanna með ýmsum hætti. Þannig opnum við á þessa gömlu hugmyndafræði sem þrúgaði þá sem bjuggu við hana sem sína eigin veröld! Þeim var boðskapur kristinnar lausnarboðskapur og frelsandi frá heimssýn illra vætta, hvaða nöfnum sem þær nefndust.

Nú er öldin einnig sú að sum grunnskólabörn fá ekki að taka á móti Hinu Nýja-Testamennti frá Gideonmönnum vegna þess að Dagsskipunin er að halda skólabörnunum frá boðskapnum: "Því að þín vegna býður hann út englum sínum til að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini"! 

Með innkomu þessarar "Halloween" siðar og útilokun kristinna fræða til barnanna er verið að gefa börnunum steina í stað brauðs og höggorm í staðinn fyrir fisk. Þannig erum við ekki lengur vondir sem gefum þó börnunum gott og nytsamlegt, eins og Jesús talar um í Fjallræðunni, heldur erum við vondir sem opnum á hið illa og börnin okkar verða fórnarlömbin.

Erum við búin að gleyma því að Jesús Kristur segir við þá sem trúa á hann: "Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar"?

Nú er tækifærið fyrir foreldrana að skipta út dísum, grýlum og forynjum en gefa börnunum góðar gjafir, andlegt brauð, andlegan fisk og Fagnaðarerindið sem lætur okkur lífi halda með krafti Heilags anda.

Amen! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Burtu með allar hrekkjavökur og kannski öskudaginn líka.

Jón Þórhallsson, 31.10.2014 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 241063

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband