Rússland dregið út í fenið?

Gamall spádómur segir:,,Mannsson, snú þér gegn Góg í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum og seg: Svo segir Drottinn Guð:

,,Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum, Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tóg-arma-lýður, hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans- margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar sem safnast hafaa saman til þí og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefur verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraels fjöll...."(Esek 38:2- 9)

Þessi spádómur virðist vera að ganga í uppfyllingu. Orðið Góg var notað yfir Rússlandi og á fyrstu árum kommúnistastjórnarinnar voru frímerki gefið út af póstinum með nafninu Góg en ekki Rússland. Fram að 1920 var það viðurkennt opinberlega að Góg væri sem sagt Rússland.

Nú hafa þeir sýnt fram á það að stórveldið Rússland getur látið til sín taka. Úkraína liggur undir árásum og líklega mun þeim heppnast að brjóta það undir sig líkt og þeir gerðu við Georgíu og Armeníu fyrir 2 árum. Þeir eru enn að kasta sprengjum í Sýrlandi og við þessa hernaðarlegu ,,velgengni" er þeim engin skotaskuld úr því að fara með rússneska herinn hvert sem þeir vilja.

Það hefur komið fram þó að íslendkir fréttamiðlar hafi gefið því lítinn gaum að Rússar hafa myndað bandalag við Kína, Íran, Sýrland og Tyrki. Það eru ,,samræmingar stríð" háð í Sýrlandi og nái þeir Úkraínu án erfiðleika munu þeir ráða yfir Svartahafi með Tyrkjum sem eru kallaðir til leiks í spádóminum sem Gómer í Esekíel 38.

Þjóðirnar í spádóminum eru því Rússland, þjóðir Kákasus, Tyrkir, Íranir, Súdan/Eþíópía, Túnis og Líbía eða áhrifa þjóðir Rússa fyrir botni Miðjarðarhafs.

Hann verður kallaður á Ísraelsfjöll. Er mönnum ekki augljóst að Rússar hafa verið að biðja Ísrael um að hætta sprengjuárásum á Írönsk (Persnesk) skotmörk í Sýrlandi?

Evrópa sleppur ekki því að margt á eftir að koma í ljós með okkar þátttöku því að ,,hin ysta Norðurþjóð" er nefnd til sögunnar. Eru það við, Íslendingar? Meira um það seinna.

Tímasetningin í spádóminum er á ,,síðustu árunum" munt þú útboðsskipun hljóta og koma inn í landið sem unnið er undan sverðinu, Ísrael. Er það þessi tími? Erum við á síðustu árunum? 

Biblían hefur skipt líftíma mannsins í nokkur merkileg tímabil. Þessa skiptingu má ráða af 7 arma ljósastiku gyðinga. Sumir segja hana sína sköpunarsöguna, 7 daga og fellur það einnig mjög vel að skipulagi Biblíunnar sem eru þessi tímabil: Tími Enoks (fyrir flóð), tími Melskísedeks (frá flóðinu til Abrahams), tími forfeðranna (frá Abraham til Móse), tími lögmálsins(frá Móse til Jesú Krists) og náðartíminn( frá Jesú til síðustu áranna)og þá má spyrja hvort það sé tíminn í dag?

Kristnum mönnum ætti ekki að koma þetta á óvart en kannski hafa þeir ekki lengur þekkingu á tímabilunum sem Biblían hefur greint frá svo við megum vita um ,,tíma og tíðir" sem Guð hefur gefið mönnunum. Síðasti ,,dagurinn" eða hinn sjöndi dagur, hefur verið kallaður ,,Shabbat", ,,hvíldardagur" eða ,,þúsundáraríkið". Það er tímabilið þegar Jesús Kristur kemur aftur á skýjum himins til að stöðva hið illa, tortíminguna, sem mun fylgja Harmageddon stríðinu. Við mennirnir getum hafið styrjöld en útkoman er alltaf ófyrirséð. Seinni heimstyrjöldinni lauk á ,,ófyrirséðan hátt". Þjóðverjar áttu að berjast til síðasta manns og Japanir stoppuðu ekki fyrr en eftir tvær kjarnorkusprengjur. Rússar ákváðu að hefja átökin nú en þeir vita ekki hvernig á að enda. Það er í Guðs höndum ekki þeirra. 

Samkvæmt spádóminum í Esekíel 38 og 39 er þetta þeirra lokatími. Öryggi okkar er því aðeins fólgið í að ,,sitja í skjóli hins hæsta"! Ertu búinn að koma þér í skjól?

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 241201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband