Viðreisn og dómsdagur!

Þingflokksformaður Viðreisnar fór mikinn í lok mars á síðum mbl og DV (mbl 29.mars og DV. sama dag). Ekki má annað skilja en að hún saknaði þess að ,,Hamfaraspár" hafi ekki ræst þau 15 ár sem ,,frelsisbarátta" samkynhneigðra ,,hjó að rótum" samfélagsins og hjónabandið færi á öskuhauga sögunnar.

Oftar en ekki þá tölum við um ,,dóm Guðs" af mikilli vanþekkingu og jafnvel á spaugsaman hátt. Langar mig því til að benda á nokkur atriði sem eru áleitin í samhengi sögunnar og hvort ekki megi sjá alvarleikann í samtímanum.

Hamfaraspár eru ekki dómsdagur. En Hamfarir eru þrengingar, vondir og erfiðir tímar sem verða okkur mótdrægir.

1. Guð hefur þegar dæmt samkynheigðan lífsmáta. Sagan um Sódómu og Gómorru er einmitt staðfesting á því. Þá var maðurinn kominn í mótstöðu við almáttugan Guð og hlutverk kynjanna að búa til afkomendur. Það var og er Guðs áætlun að börnin fæðist og taki við. Sódóma og Gómorra fengu ,,Dómsdag"! Syndir þeirra voru dæmdar og kom dómurinn niður á þeim.

2. Kristin trú útlistir vel í fyrsta kafla Rómverjabréfsins afleiðingarnar sem verða vegna okkar eigin ákvarðana í andstöðu við vilja og áætlun Guðs með sköpunina. Þar segir:

,,Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum." (Róm. 1: 24)

,,Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar." (Róm 1: 26-27)

Hefur þetta birst í okkar samfélagi?  Köllum við þetta frelsi sem ,,engan skaðar" og ,,mannréttindi".

,,Þar er þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir allskonar rangsleitni vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi illmennsku." (Róm 1:28)

Þarf að segja meira? Sjá menn ekki þessa þætti ofanjarðar í okkar samfélagi? Mannlífið hefur nefnilega ekki lagast við meira frelsi. Meira að segja formaður Viðreisnar er inní þessum pakka og formaður þingflokks Viðreisnar sér það ekki!

Má minnast á #metoo, lauslæti unglinga undir 15 ára aldri, fjúkandi toppa fyrirtækja vegna sögusagna um óviðeigandi snertinga á starfstúlkum fyirtækja?

3. ,,Hamfaraspár"! Af hverju er þetta orð valið? Aldrei fyrr í Íslandssögunni höfum við talað um ,,Hamfarahlýnun"! Er þetta einhver tilviljun að á undaförnum 15 árum hafa áhyggjur vaxið stórlega varðandi hlýnun andrúmsloftsins, bráðnun jökla og breyttrar náttúru að ríkisstjórn og löggjafinn eru að setja á landslýð nýja skatta og aukin útgjöld til að bjarga náttúrunni og búsetu á okkar landi. Það vita allir að CO2 í andrúmsloftinu er fæða grænna jurta og frumbjarga lífvera í yfirborði sjávar. Náttúran sér um sig sjálf nema Guð breyti starfseminni!

Fyrst þingflokksformaðurinn kvartar yfir að 15 ára gamlar hamfaraspár hafi ekki ræst mitt í miðri ,,Hamfarahlýnun" þá er mér spurn, ertu blind og/eða heyrnarlaus? Má ekki spyrja þá í beinu framhaldi um það hvort þingstörfin og löggjöfin verði ekki sama marki brennd?

Svo segir hún á mbl.: ,,Þau sem harðast sækja fram gegn trans fólki kæra sig hins vegar ekkert um lærdóm sögunnar.."!

Hver er lærdómur sögunnar? Er hann virkilega enginn? Við höfum sögulegar heimildir fyrir því að fólk sem fer gegn náttúrulögmálunum verða sér og öðrum að skaða. Náttúran vinnur gegn öllum og stærri þjóðfélög en okkar sem féllu áður í siðlausan lífsmáta hurfu af sjónarsviðinu. Það þarf ekki mikið að gerast svo að íslensk þjóð hverfi á 50 árum! Hvað mun valda því? Okkar eigin verk, ákvarðanir og löggjöf.

Meðan þingmenn ganga um með glíju í augum yfir velgengni samkynhneigðar og trans fólks án þess að setja það í samhengi við sögu mannkyns þá stöndum við á bjargbrún hrunsins.

Í Gíslasögu Súrssonar (10.öld) er að finna frásögn um galdraiðkun, ergi og skelmiskap. Það varð til þess að gerandinn var grýttur af Gísla. Ekki þótti í lagi að raska ,,jafnvæginu í náttúrunni" með slíku athæfi.(Skelmiskapur og ergi eru gömul heiti yfir kynvillu.) Fordómar?

Í Speki Salómons( 3.öld f.kr.) er talað um menningarhrun fornaldar og þar segir um refsidóma yfir Egypta: ,,Í ranglæti sínu höfðu hugsanir þeirra verið fávíslegar og leitt í þá villu að dýrka skynlaus skriðdýr og auvirðilegar pöddur. Þess vegna sendir þú þeim mergð skynlausra kvikinda til þess að refsa þeim og kenna þeim að það sem þeir nota til að syndga verður þeim til refsingar." (Speki Salómons 11: 15). Er þetta ritað vegna fordóma? (Hamfarir komu upp í landinu.)

Að vísa til sögunnar leysir okkur ekki undan ábyrgð. Mannkynssagan sem er eldri en 15 ára lyfta undir ,,Hamfaraspár" og gefa okkur ekki rúm til að skensa þá sem hafa varað við að samþykkja þennan trans-lífsmáta eða samkynhneigð, sem fáfróða og/eða fordómafulla.

Jeremía spámaður (6.öld f.kr.) segir: ,,Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum og syndir yðar hafa hrundið blessuninni burt frá yður." Svona er SAGAN - miklu eldri en 15 ára!

Fyrir alla er málið varðar: Guð er ennþá til og við stjórnvölinn!

Jesús Kristur og hann eru alltaf sammála. Þeir veita mönnum rétt og sönn mannréttindi. Jesús Kristur nefndur til sögunnar sem FRELSARINN! Virðum hann þá getur Viðreisn átt sér stað á þessu landi!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Snorri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.4.2022 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 241062

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband