Aftur á byrjunar reit!

Webb-sjónaukinn hefur komið mönnum á óvart með því augljósa sem sést á myndum. Sólkerfi og stjörnuþokur komu fram miklu fyrr en álitið var og þróun tilverunnar reynist ekki sú sem hvíldi á kenningunni um ,,Mikla hvell"!

Nú þurfa menn að endurskoða allt sem lýtur að því hvaðan þungu efnin komu. Siðmennt hélt unglingafræðslu fyrir fermingarbörn og þar var þeim kennt að sum efnanna sem eru notuð í líkama okkar hafi orðið til í öðrum stjörnuþokum, þúsundum ljósára í burtu.

Webb sjónaukin segir :,,Nei"!

Niðurstöðurnar eru að raðast inn og hver ,,tilurðarkenningin" af annarri hrynur með braki og brestum. Áttu menn nokkuð von á því að húmaniskar kenningar myndu standast? Gjarnan var sagt :,,Vísindin segja" og þá var stóri sannleikurinn sagður. Hver gat efast um ,,Vísindin"? Þannig hafa málin staðið áratugum saman.

Einfaldleikinn:,,Í upphafi skapaði Guð himin og jörð" er enn sem komið er augljósasta skýringin á tilverunni okkar, hvort sem rýnt er aftur í tímann eða skimað um jörðina og okkar nær-umhverfi.

Fullyrt er að Webb hafi uppgötvað hnetti með lífi á og merkileg fyrirbæri í útgeiminum, óvæntum sem rannsökuð eru og óútskýrð. En er hægt að sanna líf þarna ,,langt í burtistan"?

Líf er að finna hér á jörðu og það út af fyrir sig er eitt mesta undur tilverunnar. Samkvæmt ,,Orkulögmálum" eðlisfræðinnar leitast öll efni við að vera í sem ,,mestri óreiðu og minnstu orkuástand." En lífið þarf ,,besta skipulag/reglu og hæsta orkuástand" eða þvert á lögmál eðlisfræðinnar. Er hér um tilviljanakennd lögmál að ræða? Getur það verið tilviljun að lífið hafi orðið til þrátt fyrir ríkjandi lögmál eðlisfræðinnar um ,,mesta óreiðu og minnst orkuástand sameindanna"?

,,Mikli-hvellur" er þá þagnaður og við öll send aftur á upphafsreit. Hvað varð til þess að alheimurinn varð til? Allsstaðar eru menn að tala um árafjöldann á stjörnum, steinrunnum risaeðlum og víðáttum geimsins. Einu sinni var ekkert af þessu til. En einfaldleikinn segir:,,Í upphafi skapaði Guð himin og jörð"!

Hið leyndardómsfulla við þessi orð er að við sem menn eigum afar erfitt að samþykkja eða játast þessum einfaldleika. Eitthvað veldur því að við getum trauðla viðurkennt tilvist Guðs, sem við hvorki sjáum eða heyrum en eitthvað í okkur gefur til kynna að Guð, höfundur, er að þessu öllu.

Við getum glímt við útlit Guðs, persónu eða hvernig hann varð til. Eitt er þó alveg ljóst að Jesús Kristur birti okkur persónuleika hans með sinni hegðun. Eins og Jesús er/var þannig er Guð. Guð sem Webb sjónaukinn sýnir okkur handaverk og tilveru sem engin kynslóð í allri tilveru mannsins hefur séð nema við.

Tilveran er ekki afleiðing sprengingar sem varð fyrir tilviljun og allt varð eins og það er af handahófi. Tilveran lýtur lögmálum og lífið nákvæmu skipulagi og reglu. 

Það er kominn tími á að við gefum gaum að gömlu Biblíunni sem segir okkur frá þeim er skapaði himin og Jörð og greinir okkur frá hvað framtíðin hefur að geyma fyrir þig og mig. Tilverunni lýkur ekki við dauðann heldur færumst við af einu tilverustigi yfir á annað.

Biblían segir :,,hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi Föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt að ég færi burt að búa yður stað, og þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur, til þess að taka yður til þess að þér séuð og þar sem ég er."(Jóh.14:1-3)

Sköpunin sem við sjáum í Orði Guðs og framhaldið sem þar er að finna á tilveru okkar er einnig að birtast á sinn hátt með Webb sjónaukanum að upphaf tilverunnar var ekki tilviljunarkennd sprenging heldur framkall á efni, stjörnum, sólkerfum og lífi sem öllum er undur. Af því megu við sjá að Jesús Kristur, frelsarinn okkar er undraverður á allan hátt.

Trú þú á Drottinn Jesú og þú munt hólpinn verða og heimili þitt!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru einmitt svona viðfangsefni sem að GUÐSPEKIFÉLAGSSINNAR fást við í sínum félögum.

Hefðir þú nokkuð á móti því að ég stofnaði GUÐSPEKIFÉLAG í SKagafirði svo að fólk gæti skiptst á þekkingu þessu tengdu? 

Jón Þórhallsson, 9.9.2022 kl. 12:47

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón

Þú hefur fullan stuðning minn í félagafrelsi, það er hluti mannréttinda þeirra heilbrigðu meira að segja!

Snorri Óskarsson, 9.9.2022 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 241086

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband