Jesú óvelkominn?

Mbl. greinir frá áhyggum varaformanns kirkjuþings um þrönga stöðu Jesú í samfélagi okkar á Íslandi. Á örfáum árum hefur honum verið skákað svo rækilega út af borðinu að hann er ekki talinn kennsluhæfur í grunnskólum landsins og í kirkjunum er hann afskræmdur með alskonar tengingum við lífsmáta og ,,manngerðir" sem vita ekki hvers kyns þeir eru.

1. Jesús Kristur var karlkyns og kenndi lærisveinum sínum að ávarpa Guð á himnum með orðunum: ,,Faðir vor"!

Þess vegna á hann ekki inni hjá þeim sem ónotast út í ,,Feðraveldið"! Hlutverk feðra má ekki vera stórt því þeir eru sagðir ,,Drottnar" yfir stúlkukindunum og konum yfirleitt.

2. Jesús Kristur talaði og kenndi um ,,Skaparann"! Fyrir bragðið á hann ekki fylgismenn innan ,,Vísindasamfélagsins" sem trúa á þróun en ekki hugvitsamlega sköpun.

Grunnskólabörnum er innrætt vísindahyggja sem þarf hvorki á Guði að halda né Vitrænni hönnun í okkar efnisheimi. Þó er viðurkennt af Vísindunum að þá skortir þekkingu á 95% hins sýnilega og ósýnilega heimi. Þeir voru að senda út í geim sjónauka sem á að varpa ljósi á ,,hulduefnið" í himingeimnum sem er víst 95% af efnisheiminum. Það sem augað sá ekki og eyrað heyrði ekki það hefur Guð fyrirbúið þeim sem á hann trúa (1.Kor.2:9)

Jesús Kristur fellur illa inní heimsmyndina sem gerir hann að eiganda alls því Biblían segir okkur að hann sé: ,,fyrri en allt, allt sé skapað fyrir hann og til hans og að allt eigi tilveru sína í honum."! Þetta á kirkjan að boða og standa vörð um en fær þessi heimssýn að óma innan kirkjunnar? Hefur hún jafnvel sjálf úthýst Jesú Kristi? Hver maður skoði því sjálfan sig!

3. Synd er ekki nefnd á nafn okkar á meðal. Allt kristilegt starf á að vera svo ,,jákvætt"! Menn hafa t.d. tekið fagnandi orðunum: ,,Ást er ást"! Svo tengja þeir orðið við það sem okkur langar í óháð kyni eða aldri. Jesús Kristur segir að synd sé synd og hana eigum við að forðast. Sú kenning passar illa við okkar samtíma eða ,,afstæðan sannleika"  eða eins og við lítum á hann. Jesús kynnir sig sem ,,veginn, sannleikann og lífið"! Sá sannleikur er ekki afstæður eða breytilegur eftir því hvort við tilheyrum vinstrinu eða ekki. Jesús Kristur er óumbreytanlegur eins í gær og dag og um eilífð. Hann passar ekki inní nútíma ,,Woke" tíðarandann. Er nema von að ,,Woke" kirkjan og ,,Woke"samfélagið vísi Jesú Kristi á dyr?

4. Jesús boðaði okkur dómsdag. Á þeim degi verðum við að lúka Guði reikning um líf okkar. Að vita það að náðartíminn er aðeins núna, ógnar mönnum. Gærdagurinn er horfinn með okkar gjörðum, búið að skrá athafnir og orð; morgundagurinn ekki kominn og við illa undirbúin til að forðast freistingar. Við ætlum aðeins að ,,lifa núna" og njóta þess! En núna er tækifæri að snúa frá okkar villu og gera málin upp við Guð. En hvað segjum við?

Það gerir enginn upp málin sín nema Guð komist að. Þess vegna er Jesú Kristi úthýst af því að menn forðast sannleikann og vilja ekki gera upp syndir sínar við hinn almáttka.

En við sleppum ekki. Allir þurfa að mæta frammi fyrir dómstól Drottins. Nauðugir eða fúsir. Að vísa Jesú burt gerir okkur bara illt. Við verðum spurð út í þessi atriði bæði nú og síðar.

5. En þegar þjóðkirkjunnar þjónar sjá þessa þróun, spyrja þeir sig út í sína eigin ábyrgð? Innan þeirrar kirkju eru þjónar sem breyta ,,Faðir vor" í: ,,faðir vor og móðir". Orð Guðs er ,,lagfært" vegna kvennaguðfræði" og ef það er látið viðgangast átölulaust af hverju mega þá aðrir ekki eins breyta til eftir sinni ,,Woke"-heimsmynd? (Woke= stefnulaus)

Er ekki kominn tími til að kirkja og kristni hverfi aftur til upprunans og geri Jesú að DROTTNI í okkar samtíma. Orð hans eru sígild, eílif og varanleg. Segir ekki Lykla-Pétur: ,,En Orð Drottins varir að eílífu"?(1.Pét.1:25)

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

2 Jesús sagði:

„Maður nokkur tiginborinn fór í fjarlægt land, (Hann talar hér um uppstigningu sína til Himna), til þess að taka við konungdómi og koma síðan aftur.

13 Hann kallaði tíu þjóna sína, seldi þeim í hendur tíu pund, (smurningu Heilags Anda), og sagði við þá: Verslið með þetta  þangað til ég kem.

14 En landar hans hötuðu Hann og gerðu sendimann á eftir honum til að segja: Við viljum ekki að þessi maður verði konungur yfir okkur.

15 Nú kom Hann aftur og hafði tekið konungdóm. (Endurkoma Jesú til jarðarinnar). Þá lét Hann kalla fyrir sig þjóna þá er Hann hafði selt féð í hendur til þess að vita hvað hver hefði grætt. (Hversu marga þeir hefðu unnið til trúar á Hann.)

27 En færið hingað þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, og höggvið þá frammi fyrir mér.“ (Lúk. 19).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 5.8.2023 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 241045

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband