Guðfinna er háþróuð kona.

Mikið var ég glaður að heyra í fréttum um afstöðu Guðfinnu að útiloka ekki sköpun sem skýringu á tilverunni. Vissulega er trúin á sköpun "óvísindaleg" af því að Guð er ekki mælanlegur. Það er hamingjan ekki heldur eða sorgin. Vanlíðanin og gleðin eru vissulega sýnileg en af því að það er ekki mælanleg þá eru það ekki vísindaleg verkefni. Sennilega vantar háþróuð mælitæki til að geta skoðað hamingjuna skv. stöðluðum skala.

En er það ekki alveg klárt að af lífi kemur líf og enn bera sáðjurtir, dýr og menn afkvæmi samkvæmt tegundinni. Ef þróunin væri klárt fyrirbæri þá væri hægt að sjá aukna fjölbreytni í dýraflórunni en því miður þá er frekar fækkun á dýrategundum því þær eru margar útdauðar.

Er ekki líka athyglisvert hve miklar breytingar menn hafa gert á korni og klónun með fikti í genum lífvera? Sannar það ekki að til að breyta lífveru þarf utanaðkomandi inngrip í frumur og gen. Breytingarnar verða ekki af sjálfu sér. Staðfestir það ekki að Guð greip inní tilveruna og skapaði lífverur hvert eftir sinni tegund?

Guðfinna þú varst frábær, bara að væri hægt að mæla það þá myndi líffræðiskor Háskólans taka þig í sátt.

kveðja

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Mér fannst hún vægast sagt ekki frábær. Kallaði alla þá sem trúa að Guð er til og að Hann hafi eitthvað komið nálægt sköpunarverkinu vandamál sem þyrfti að taka á ef það væri virkilega til eitthvað af fólki með þá afstöðu.

Mofi, 15.10.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Linda

Sagði hún þetta virkilega Mófi, vó, hvað gengur henni til.  Ja hérna, ætli við sem trúum eigum ekki bara að vera einn af þeim hópum sem "Final Solution" mun á endanum ráðast á þegur slíkt verður endurvakið. 

Linda, 16.10.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Mofi

Mér finnst eins og andinn í þjóðfélaginu, aðalega í Evrópu vera þannig að fólk sem trúir á Guð og að Hann hafi komið nálægt sköpunarverkinu er hættulegt.  Ef einhver hópur manna er hættulegur þá veit maður aldrei hvað er langt í ofsóknir gagnvart þannig hópi.  Ég samt veit ekki en ég er með svipaða tilfinningu gagnvart þessu og þú.

Mofi, 16.10.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kallaði alla þá sem trúa að Guð er til og að Hann hafi eitthvað komið nálægt sköpunarverkinu vandamál sem þyrfti að taka á ef það væri virkilega til eitthvað af fólki með þá afstöðu.

Mofi, hvar sagði hún þetta mofi?

Er ekki líka athyglisvert hve miklar breytingar menn hafa gert á korni og klónun með fikti í genum lífvera? Sannar það ekki að til að breyta lífveru þarf utanaðkomandi inngrip í frumur og gen.

Snorri, varla er þér alvara?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2007 kl. 17:10

5 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég heyrði þetta í útvarpinu í gær þegar var verið að taka viðtal við hana vegna þessa máls.

Mofi, 16.10.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er sammála Halldóri/Mofa í þessu. Ég heyrði einnig í henni í útvarpinu (man ekki hvaða stöð) og er ekki til í henni trúað bein. Rökin sem hún notar er að það eigi ekki að vera vasast í menntastefnu annarra landa, og er ég henni sammála í þeim efnum. Hitt er alvarlegra að eftir að ég heyrði viðtal við hana í útvarpinu er nokkuð ljóst hver afstaða hennar var og því miður er sú heimild ekki til á rituðu máli.

Meira um þetta hér og hér.

Eina sem hægt er að gera er að biðja fyrir þessar konu til frelsunar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þegar Guðfinna segir okkur Guðstrúar menn vera í þeirri stöðu að á okkur verði tekið þegar að því kemur þá er það alveg rétt. Skólakerfið er þegar farið að taka hina trúuðu Guðs þjóna föstum tökum. Guðstrúaður kennari má ekki halda því fram að samkynhneigð sé kynvilla og læknanleg. Þá er hann ekki viðurkenndur. Vantrúin og kirkjan eru sammála því að þróunarkenningin sé undirstöðukenning raunvísinda í skólakerfinu. Þeim er nefnilega sama hvað Biblían segir!

En ég hef fréttir að færa og þess vegna ritaði ég þessa grein eins og ég gerði- en fréttirnar eru þær að allir sem hafa barist við Guð hafa tapað.

Öll sönn vísindi hafa aldrei eyðilagt trúnna á Guð og son hans Jesú Krist. Þeir geta auðvitað enganvegin sannað margt.

Sönn vísindi hafa heldur ekki getað sannað þróunarkenninguna - þeir bara trúa henni og reikna allt út skv. henni.

En Louis Pastuor sannaði um 1860 að líf kveiknaði ekki af sjálfu sér jafnvel þó að öll lífræn efnasambönd væru til staðar.

Lífið er Guðs gjöf og sköpunin Guðs handaverk. Amen! 

Snorri Óskarsson, 17.10.2007 kl. 21:21

8 Smámynd: Linda

Snorri, þar sem ég hef ekki meilið þitt, langar mig að biðja þig um að svara þessari spurningu með færslu ef þér gefst kostur á, ég hef beðið Jón val um það sama og ég ætla að spyrja Kristján líka, ástæðan er einföld "umburðalyndi og kærleikur er vopn sem er notað gegn trúuðum.

"Væri gaman að sjá færslu frá þér um umburðalyndi í Kristni trú, og hvort að slíkt sé á kostnað ritninganna.  Sorry ég er að pæla ...

Linda, 18.10.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 241097

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband