Framhaldslíf eða ekkert líf?

Nú þegar menn hafa lagt á ráðin að fjarlægja "Helvítið" þá gefur það okkur tilefni til endurskoðunar á heildarmálinu. Því þessi þáttur lífsins er handan grafar og tilheyrir veröld þeirra dauðu. En hvaða sjónarmið ríkja á meðal okkar um þennan hulda-heim?

Kristin trú hefur mjög glöggar upplýsingar að veita og byggjast þær á kenningu Biblíunnar og reynsluheimi trúaðra. Því er teflt fram að Jesús Kristur hafi farið í gegnum himnana (Hebr.4:14), Páll postuli þekkir mann sem var "hrifinn allt til þriðja himins" (2.Kor. 12:4). Jesús kynnir Guð þannig að hann er "Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda" (Matt.22:32).

Framhjá því verður heldur ekki litið að á dánardægri sínu segir Jesús við ræningjann:"Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís."  Það er ekki um flókna kenningu að ræða hér heldur birtist honum vonarboðskapur við andlátið. Ekki er um svefn að ræða og enganveginn grafarþögn heldur Paradísarheimt.

Enginn ruglingur á kommu því í grískunni eru engar kommur notaðar. Jesús sagði þetta loforð nákvæmlega svona eins og haft er eftir honum. 

Hvernig stendur á því að þessi atriði eru farin að flækjast verulega fyrir sannkristnum mönnum?
Jesús segir okkur afar magnaða sögu um ríka manninn og Lazarus. Sá ríki hóf augu sín í helju en Lazarus var borinn af englum Guðs  í faðm Abrahams. Sá ríki vildi allt gera til að slökkva kvalir sínar og bjarga bræðrum sínum svo þeir kæmu ekki í þennan kvalastað.

Öll þessi atriði eru greinileg til að styrkja þá trú okkar að við dauðann hverfum við "lifandi" og með fulla skynjun til annars staðar. Framhald verður á "tilveru" okkar.

Vegna þeirrar þekkingar þá er líka vert að gefa því gaum að meðan við erum hérnamegin grafar þá fáum við tilboð og eigum val. Þessi tilboð eru ekki öll jafn góð. Ég get ráðið mínu lífi, hvað ég geri, hverju ég trúi og undir hvað ég beygi mig.

Jesús Kristur leggur tilboð sitt fram um að ég gangi honum á hönd og fái vegna náðar hans að verða "Guðs-barn".  Þetta er kröftugt tilboð því ég sem maður með breiskleika og undir valdi óhlýðninnar fæ að vita að það er í mínum höndum að eignast eilíft líf.

Mörg önnur tilboð standa mér til boða. Þau liggja gjarnan á tilfinningasviðinu að skemmta mér, verða ríkur, gera það sem ég vil og ég fái allt fyrir mig. En ég gef mér ekki framhaldslífið, Paradísina eða englafaðm sem ber mig í himnaríkið.

Því er það niðurstaða mín við þessa einföldu samanburðarrannsóknsá sem hefur farið á undan mér inní eilífðina og komið hingað aftur sé sá eini sem hægt er að treysta að flytji mér sannar upplýsingar um framhaldslíf eða hvað biður handan grafar.

kær kveðja

snorri í betel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þetta með orð Drottins við ræningjann á krossinum stangast hvað sem öðru líður á við það sem eftir Honum er haft í 17. versi 20. kafla Jóhannesarguðspjalls :

"Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki. Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“

Þarna er Hann upprisinn eftir 3 daga í gröfinni, ekki enn farinn til himna. Hvernig átti Hann þá að geta farið á krossfestingardeginum til Paradísar með ræningjanum ?

 

Þá er einnig að líta til dauða Lazarusar. Lítum á

11. kafla Jóhannesarguðspjalls :

 

"Þetta mælti hann og sagði síðan við þá: „Lasarus, vinur okkar, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.“
Þá sögðu lærisveinar hans: „Drottinn, ef hann er sofnaður batnar honum.“ En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: „Lasarus er dáinn og ykkar vegna fagna ég því að ég var þar ekki, til þess að þið skuluð trúa. En förum nú til hans.“
--- --- ---Þegar Jesús kom varð hann þess vís að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni.--- --- ---Jesús segir: „Takið steininn frá!“
Marta, systir hins dána, segir við hann:
„Drottinn, það er komin nálykt af honum, það er komið á fjórða dag.“
 
  Drottinn tekur mjög skýrt fram að Lasarus sofi, en að hann sé samt dáinn - dauði er svefn. Drottinn mun líka á efsta degi kalla okkur úr gröfum okkar til fundar við sig í himninum - eins og segir í trúarjátningunni : ....reisa við lifendur og dauða. Lítum einnig á

8. kafla Lúkasarguðspjalls (sjá einnig nánast samhljóða sögu í 5. kafla Markúsarguðspjalls):

 

"En er Jesús kom aftur fagnaði mannfjöldinn honum því að allir væntu hans. Þá kom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann koma heim til sín því að hann átti einkadóttur, um tólf ára að aldri, og hún lá fyrir dauðanum.--- --- ---

Meðan Jesús var að segja þetta kemur maður heiman frá samkundustjóranum og segir: „Dóttir þín er látin, ómaka þú ekki meistarann lengur.“
En er Jesús heyrði þetta sagði hann við hann: „Óttast ekki, trú þú aðeins og mun hún heil verða.“…………………Jesús sagði: „Grátið ekki, hún er ekki dáin, hún sefur.“ En þeir hlógu að honum þar eð þeir vissu að hún var dáin."

 

Sjá einnig skilning lærisveinanna á dauðanum í öðrum kafla

Postulasögunnar :

 “…óhikað get ég talað við ykkur um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn og leiði hans er til hér allt til þessa dags.  --- --- ---

Ekki steig Davíð upp til himna”

 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Mofi

Snorri
Framhjá því verður heldur ekki litið að á dánardægri sínu segir Jesús við ræningjann:"Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís."  Það er ekki um flókna kenningu að ræða hér heldur birtist honum vonarboðskapur við andlátið. Ekki er um svefn að ræða og enganveginn grafarþögn heldur Paradísarheimt.

Svo var Jesú þá að ljúga þegar Hann segir eftir upprisuna að Hann er ekki enn farinn til Föðursins sem auðvitað er á himnum eða paradís?  Var Jesú að ljúga að Mörtu þegar Hann sagði Lazarus vera sofandi þegar Hann talaði um dauða hans?  Eru öll versins sem lýsa dauðanum sem svefn þá lygi? ( Psalm 13:13, 1 Corinthians 15:18, Matthew 9:24, Mark 5:39, Luke 8:52, John 11:11, John 11:32, Deuteronomy 31:16, Acts 13:36, 1 Kings 2:10, 1 Kings 11:43, 2 Samuel 7:12, Acts 7:59-60, 2 Peter 3:4, 1 Thessalonians 4:13-15 svo örfá séu nefnd )

Snorri
Enginn ruglingur á kommu því í grískunni eru engar kommur notaðar. Jesús sagði þetta loforð nákvæmlega svona eins og haft er eftir honum. 

Komman kemur eftir á og eftir þýðanda. Þú getur þýtt þetta annað hvort "Sannarlega segi ég þér í dag, þú skalt verða með mér í paradís" og þá ertu ekki með aragrúa af lygum og mótsögnum. Steig Jesú þá ekki niður til heljar heldur fór með ræningjanum til paradísar; hvort var það?

Snorri
Hvernig stendur á því að þessi atriði eru farin að flækjast verulega fyrir sannkristnum mönnum?
Jesús segir okkur afar magnaða sögu um ríka manninn og Lazarus. Sá ríki hóf augu sín í helju en Lazarus var borinn af englum Guðs  í faðm Abrahams. Sá ríki vildi allt gera til að slökkva kvalir sínar og bjarga bræðrum sínum svo þeir kæmu ekki í þennan kvalastað.

Hvernig getur það verið að þeir sem kalla sig kristna geta ásakað Guð um að vera einhvers konar dýflissu pyntari?  Þarf ekki ansi sterk vers sem segja þetta hreint og beint út að syndarar verða kvaldir að eilífu í eldi? 

Hérna eru nokkur atriði sem gera það að verkum að það er ekki hægt að taka dæmisöguna um Lazarus sem sögu af raunverulegum atburðum.

  • Faðmur Abrahams er ekki himinn. Þarna ertu með gamlann mann í fanginu á öðrum gömlum manni, virkar á mig eins og mjög óþægilegur staður. Abraham er síðann dáinn og grafinn, sefur í dufti jarðar ásamt Daníel, sjá: Daníel 12:2 
  • Fólk sem er í helvíti getur ekki talað við fólk á himnum (Isaiah 65:17)  Hvernig eiginlega sæluríki væri það ef fólk sem þér þætti vænt um væri að kveljast og þú gætir horft upp á það? 
  • Fólk sem deyr það sefur til dómsdags ( Sálmarnir 13:13,  1 Korintubréf 15:18, Póstulasagan 7:59 )
  • Athyglisvert að strax á eftir þá vekur Jesús mann að nafni Lasarus upp frá dauðum. Á hann þá að hafa verið kominn til himna eða heljar og síðan dreginn þaðan burt?  Lasarus nefnir ekkert slíkt, kannski af því að hinir dauðu vita ekki neitt eins og Salómon heldur fram?
  • Opinberunnarbókinni 12:4, það kemur sá tími sem engin sorg eða þjáning verður lengur til. Ef fólk á himnum er að horfa upp á þjáningu og kvöl þá er þetta vers lygi.
  • Hinir dánu eru í gröfunum (Job 17:13; Jóhannes 5:28, 29).  Ríki maðurinn var þarna í líkama sínum en Biblían er alveg skýr að við dauðann þá verður líkaminn aftur að því dufti sem hann var mótaður af.
  • Menn fá sín verðlaun við endurkomu Krists, ekki þegar þeir deyja (Opinberunarbókin 22:11, 12)
  • Þeir sem glatast er ekki refsað þegar þeir deyja heldur við endalok heimsins (Matteus 13:40-42).  Aðal atriði sögunnar er að finna í 31. versi í Lúkas 16. 
  • Snorri
    Jesús Kristur leggur tilboð sitt fram um að ég gangi honum á hönd og fái vegna náðar hans að verða "Guðs-barn".  Þetta er kröftugt tilboð því ég sem maður með breiskleika og undir valdi óhlýðninnar fæ að vita að það er í mínum höndum að eignast eilíft líf.

    Segir Jesú að ef þú gangir Honum ekki á hönd þá mun Hann kvelja þig að eilífu í eldi?  Hann segir líka "eilíft líf", ef þín kenning væri rétt þá væri Biblían með vers eins og þetta: "til þess að hvers sem á Hann trúir fái ekki eilíft líf í eilífum þjáningum heldur fái eilíft líf!  ...ekki í þjáningum auðvitað.

    Þetta er hræðilegasta kenningin innan kristinnar og hún verður að hverfa; það er ekki að hafa þá sem telja sig kristna vera að ásaka Guð um meiri vondsku en nokkur mannvera hefur gert.

    Kveðja,
    Mofi

Mofi, 30.3.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þessu er ég sammála og segi því "AMEN"

Aðalbjörn Leifsson, 30.3.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvert Jesús fór og hvað hann gerði eftir krossdauðann er frá greint hjá Pétri þegar hann fór og  prédikaði yfir öndunum sem syndgað höfðu áður . Hebreabréfið 10 greinir einnig frá því að hann fór inní himininn með sitt eigið blóð og friðþægði fyrir okkur. Þannig var Kristur ekki aðgerðarlaus heldur upptekinn í mikilvægu verki lausnar og frelsis.

Það sést einnig hjá Guðspjallamönnunum að við krossdauðann opnuðust grafir margra helgra manna og þeir komu út úr gröfum sínum. Jesús flutti þá einnig upp til himins.

Það er því alveg deginum ljósara að lausnarverk Jesú hófst samstundis og dauðinn tók hann.

Þegar Jesús biður Maríu að snerta sig ekki þá var hann auðvitað klæðalaus því líkklæðin urðu eftir í gröfinni og kyrtilill hafði hermaður nokkur hreppt í hlutkestinu.

Að faðmur Abrahams sé ekki himinninn þá er það auðvitað ekkert sem staðfestir það en eitt er alveg öruggt að faðmur Abrahams er staður fyrirheitanna og þeir sem voru Abrahams börn voru börn eilífðarinnar, börn Guðs eins og kemur fram í Jóhannesarguðspjallinu. Þá segja gyðingarnir að þeir eigi Abraham að föður og það tryggir þeim himnavist.

Þegar frásagan birtist í ritum Páls postula þá vísar hann greinilega til frumkristnu sálmanna þar sem hann talar um þann sem sté upp yfir hiimnana, færði mönnum gjafir, sté niður í neðri hluta jarðarinnar o.s.frv. Þá var lausnarverk Jesú í andaheiminum greinilega kynnt sem þátíð eða eins og um verknað sem liði er.

Margt er að skoða áður en skilningur okkar verður fullkominn. 

Ef menn segja að glötunin og kvalir hennar sanni að Guð sé illur þá er það alger firra. Það er álíka og ef þú bannar manni að klifra utaná svölum hússins vegna þess að hann gæti stórslasast missi hann tökin. En hann óhlýðnast og fellur niður og stórslasast. Að það sé þér að kenna af því þú hófst máls á þessari hættu og lýstir því sem verða mundi við lendinguna á harðri stéttinni.

Guð lætur okkur vita um staðinn og hverjum hann er ætlaður . Við þurfum að taka mark á viðvörunum. Það kallast að ganga inní náðina.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 31.3.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Mofi

Snorri
Hvert Jesús fór og hvað hann gerði eftir krossdauðann er frá greint hjá Pétri þegar hann fór og  prédikaði yfir öndunum sem syndgað höfðu áður

Bara lesa versið þar sem Biblían talar um þetta myndi útskýra það:

Fyrra almenna bréf Péturs 3
18 Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. 
19 Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi. 
20 Þeir höfðu óhlýðnast fyrrum, þegar Guð sýndi langlyndi og beið á dögum Nóa meðan örkin var í smíðum. Í henni frelsuðust fáeinar _ það er átta _ sálir í vatni.

Snorri
Hebreabréfið 10 greinir einnig frá því að hann fór inní himininn með sitt eigið blóð og friðþægði fyrir okkur. Þannig var Kristur ekki aðgerðarlaus heldur upptekinn í mikilvægu verki lausnar og frelsis.

Eftir krossfestinguna þá segir Jesús skýrt að Hann er ekki enn farinn til föðursins svo það sem Hebreabréfið talar um gerist eftir að Jesús stígur upp til himna.

Snorri
Það sést einnig hjá Guðspjallamönnunum að við krossdauðann opnuðust grafir margra helgra manna og þeir komu út úr gröfum sínum. Jesús flutti þá einnig upp til himins.

Þarna átti sér stað sérstök upprisa sem sannar að mínu mati að þetta fólk var ekki þegar á himnum heldur var sofandi í gröfunum eins og Biblían talar marg oft um.

Snorri
Þegar Jesús biður Maríu að snerta sig ekki þá var hann auðvitað klæðalaus því líkklæðin urðu eftir í gröfinni og kyrtilill hafði hermaður nokkur hreppt í hlutkestinu.

Hvernig væri að láta Krist sjálfan útskýra afhverju hún átti ekki að koma við Hann frekar en að þú ert að skálda upp ástæður? Á Jesú að geta risið upp frá dauðum en ekki skaffað sér einn kirtil til að ráfa ekki um nakinn?

Snorri
Þá segja gyðingarnir að þeir eigi Abraham að föður og það tryggir þeim himnavist.

Það er aðal ástæðan fyrir því að Jesús notar "faðm Abrahams" því að Hann var að reyna að útskýra fyrir þeim að hafa Abraham fyrir föður tryggir þeim ekki himnavist. Abraham eins og Davíð og Salómón hvíla í dufti jarðar eins og allir aðrir dánir menn.

Snorri
Ef menn segja að glötunin og kvalir hennar sanni að Guð sé illur þá er það alger firra. Það er álíka og ef þú bannar manni að klifra utaná svölum hússins vegna þess að hann gæti stórslasast missi hann tökin. En hann óhlýðnast og fellur niður og stórslasast. Að það sé þér að kenna af því þú hófst máls á þessari hættu og lýstir því sem verða mundi við lendinguna á harðri stéttinni.

Þetta er engann veginn rétt líking því að kasta einhverjum í eldshaf er eitthvað sem þú verður að gera; það gerist ekkert að sjálfu sér. Síðan að halda þér við, þannig að þú haldir áfram að vera til og haldir áfram að finna til er eitthvað sem þarf kraft til að gera og þú ert að halda því fram að Guð viljandi noti Sína krafta til þess að gera það til þess að kvelja fólk.

Miklu frekar er þetta að þú varar einhvern við að klifra utan á svölum hús því þá munt þú sparka honum niður og ekki nóg með það heldur munt þú klifra niður til hans og sparka í hann næstu miljón árin og þá verða kvalirnar rétt að byrja.

Snorri
Guð lætur okkur vita um staðinn og hverjum hann er ætlaður . Við þurfum að taka mark á viðvörunum. Það kallast að ganga inní náðina.

Ertu með eitthvað vers sem segir að Guð muni kvelja fólk að eilífu í eldi?  Ekki vers sem tala um reyk og tala um eld sem endist lengi eða partý orma heldur "þjáningar sem standa yfir að eilífu"; það væri vers sem myndi styðja þessa fáránlegu hugmynd sem gerir Guð að meiri ófreksju en Stalín og Maó voru nokkur tímann.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 31.3.2008 kl. 09:03

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þegar ég les 9.kafla Hebreabréfsins þar sem fjallað er um sáttmálann og blóðið sé ég ekki annað en að víglsa sáttmálans og gildistaka hafi gerst í eitt skipti þegar Jesús dó. Hann steig þá inní himininn hina fullkomnu tjaldbúð og aflaði okkur eilífrar lausnar, fór þaðan niður í ríki dauðans og leysti þá er dáið höfðu í trú og áttu von um upprisu. sbr.vers 15. og Efes.4:8-10

Þegar Jesús vígði veginn inní hið allra helgasta (Hebr.10:19) þá var sú vígsla staðfest í musteri Heródesar þegar fortjaldið rifnaði ofanífrá og niður. Allt var gert í einu á himni og jörðu að opna veginn inní himininn að Guði almáttugum og hinu allrahelgasta á jörðu.

Þegar Jesús bað Maríu að snerta sig ekki þá var hann ekki stiginn upp til Föðurins í líkamanum eins og hann gerði á uppstigningardegi. En er einhver skýring á því að Tómas fékk að snerta hann og setja fingur og hönd í sárin en María ekki?

Það að segja að Guð muni kvelja fólk er enganveginn við hæfi. En að fólk kveljist er rétt. Við getum séð að Jesús talar um sjálfan sig þegar hann verður dómarinn og segir þeim til vinstri handar að fara frá honum "þér bölvaðir" Matt.24:41.

Opinberunarbókin greinir einnig frá því þegar nöfn manna finnast ekki í lífsins bók (20:15) þá var hinum sama kastað i eldsdíkið. Okkur er ekki sagt að endir verði á þeirri dvöl.

Allt bendir til hins sama. Við höfum ekki nema 3 - 5 ár til að láta frelsast og taka við eilífu lífi Guðs. Þeir sem þrjóskast við forherða sig og gera sig óhæfa vegna stífni og þverúðar. Menn halda að þeir ráði alltaf en við fáum að velja og svo ræður valkosturinn ferðinni en ekki við.

Varðandi Abraham þá er nú eðlilegt að þú skáldir ekki skýringu eins og þú segir mig gera varðandi nekt frelsarans. Jesús skýrir faðm Abrahams - þá hvílir hann ekki í dufti jarðar - hann er nefnilega lifandi á dögum Jesú Krists. Því Jesús segir: "ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda." Matt.22: 32

Þá er auðvitað Guð lifandi, Abraham, Ísak, Jakob og fl. Ef þeir gátu verið lifandi eftir dauðann ffyrir krossdauða Jesú hvers vegna á þá fólk að liggja í dufti jarðar, sofandi og sinnulaust?

Ég trúi því að þegar Jesús sagði:"Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís." þá hafi þessi setning bókstaflega ræst nákvæmlega á þessum degi þegar orðin voru sögð. Það er eina haldbæra skýringin. 

kær kveðja

snorri 

Snorri Óskarsson, 31.3.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Mofi

Snorri
Þegar Jesús bað Maríu að snerta sig ekki þá var hann ekki stiginn upp til Föðurins í líkamanum eins og hann gerði á uppstigningardegi. En er einhver skýring á því að Tómas fékk að snerta hann og setja fingur og hönd í sárin en María ekki?

Mér finnst undarlegt að Jesú hafi sagt við hana að hún mætti ekki snerta Hann afþví að Hann var ekki stiginn til himna og síðan að Tómas mátti setja fingur í sárin. Veit ekki ástæðuna.

Snorri
Það að segja að Guð muni kvelja fólk er enganveginn við hæfi
. En að fólk kveljist er rétt. Við getum séð að Jesús talar um sjálfan sig þegar hann verður dómarinn og segir þeim til vinstri handar að fara frá honum "þér bölvaðir" Matt.24:41.

Það er við hæfi vegna kenningarinnar um eilífar þjáningar í helvíti. Mér finnst það ekki við hæfi og þess vegna er ég á móti þessari trúarkenningu. Alveg sammála að það verður grátur og gnístan tanna og að hinum "bölvuðu" verði kastað í eldsdíkið en það einfaldlega varir ekki að eilífu.

Ég sé þúsund árin sem líða frá fyrstu upprisunni sem er upprisa hinna heilögu til hinna seinni sem er upprisa hinna dæmdu er til þess að undirbúa alla undir þennan dag; dag reiðinnar.

Snorri
Opinberunarbókin greinir einnig frá því þegar nöfn manna finnast ekki í lífsins bók (20:15) þá var hinum sama kastað i eldsdíkið. Okkur er ekki sagt að endir verði á þeirri dvöl.

Afhverju ætti að þurfa að taka þannig fram?  Þú myndir ekki gera það ef þetta ætti við einhvern í þessu lífi svo afhverju ætti þetta að breytast?

Okkur er síðan sagt helling um hvað er þarna í gangi og það er að það verður ekkert eftir af þeim.

Malakí 4:1
Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

Snorri
Jesús skýrir faðm Abrahams - þá hvílir hann ekki í dufti jarðar - hann er nefnilega lifandi á dögum Jesú Krists. Því Jesús segir: "ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda." Matt.22: 32

Marg oft kemur fram að þeir sem deyja sofa í dufti jarðar og marg oft lýsir Jesú dauðanum sem svefni. Ástæðan er sú að þeir sem deyja í Kristi munu rísa upp frá dauðum við endurkomuna. Jesús skýrir hvergi hvað faðmur Abrahams er og hvergi í allri Biblíunni er himnaríki eða paradís sagt vera faðmur Abrahams.  Ástæðan fyrir því að Guð er ekki Guð dauðra en lifenda er vegna þess að í Guði er lífið og þeir sem hljóta hinn annan dauða verða þá ekki lengur til. Mér finnst eins og hugmyndin um hvað dauði er eitthvað sem við höfum öðru vísi hugmyndir um. Fyrir mér er steinn dauður en andandi maður lifandi; sá sem er lifandi hefur hugsanir og tilfinningar en sá sem er dauður hefur hvorugt.

Sálmarnir 146:4
His breath goeth forth, he returneth to his earth; in that very day his thoughts perish.

Snorri
Þá er auðvitað Guð lifandi, Abraham, Ísak, Jakob og fl. Ef þeir gátu verið lifandi eftir dauðann ffyrir krossdauða Jesú hvers vegna á þá fólk að liggja í dufti jarðar, sofandi og sinnulaust?

Til hvers þá að vekja þá úr svefni dauðans og úr gröfunum ef það er lifandi á himnum?  Afhverju þá segir Biblían þetta hérna:

Postulasagan 2
29
Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags.
...
34 Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,

Daníel 12
2
Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar.

Snorri
Ég trúi því að þegar Jesús sagði:"Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís." þá hafi þessi setning bókstaflega ræst nákvæmlega á þessum degi þegar orðin voru sögð. Það er eina haldbæra skýringin. 

Þá var Jesú að ljúga að Maríu og þá steig Jesú aldrei niður til heljar. Þá var Jesú líka að bulla þegar Hann sagði þetta:

Matteusarguðspjall 16:27 
Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans

Miðað við þessa hugmynd þá var það ekki sorglegt þegar Jesú dó á krossinum heldur fagnaðarefni því þá sömu stund fór Hann til paradísar til Guðs og þjófurinn með Honum.  Hvað var þá eiginlega málið með upprisuna og hvað þá að segja að Hann væri ekki farinn til föðursins?

Mofi, 31.3.2008 kl. 18:31

8 Smámynd: Árni þór

Ég er sammála Snorra

Við erum líkami, sál og andi (sköpuð í Guðs mynd), dýrin eru líkami og sál.
Dauði og helja verður kastað í helvíti á dómsdegi.
Dauði er staður fyrir líkamann, helja er staður fyrir sálina en það er munur á þeim mönnum sem eru laugaðir í blóði Jesús og þeim sem hafa ekki laugast.

Andi syndarans sem hefur ekki laugast í blóði Jesús mun reika um vatnslausa staði (jörðina) uns dómsdagur verður, andi þeirra sem laugast hafa í blóði Jesús fara beint inn í nærveru Guðs.
Þeir sem laugast hafa í blóðinu fá dýrðarlíkama.

Guð er kærleikur og sendir engan til helvítis, sá staður er ætlaður djöflunum og föllnu englunum, þess vegna kom Jesús til að deyja á krossinum og opna leið inn í himinn fyrir okkur. hann tók hegningu/dóm okkar á sig og fór til dauða og heljar og tók þá lykla af djöflinum.
Guð vill að allir menn komist til iðrunar og öðlist sáluhjálp.
Helgu mennirnir risu upp fyrir sama kraft og reisti Jesús upp frá dauðum, þessir helgu menn voru búnir að horfa fram á við til krossfestingar og upprisu Jesú Krists, við horfum aftur á bak í trú.
Á krossinum tók einn ræninginn við Jesú sem frelsara sínum, andi ræningjans fór þegar hann dó beint í Paradís Guðs.
Sagan um Abraham og Lasarus og ríka manninn er spámannlegt orð.

Þegar Jesús birtist Maríu Magdalenu þá var hann í dýrðarlíkama, hún mátti ekki snerta Jesús þar sem hann var enn ekki búin að fara með blóðið á náðarstól föðurins eins og æðsti presturinn gerði í gamla sáttmálanum í tjaldbúð Móses, Jesús gerði þetta í eitt skipti fyrir öll sjá Hebreabréfið 9. kafla.
Skömmu síðar eftir að hann var búin að setja blóðið á náðarstól föðurins,birtist hann konunum aftur og þær föðmuðu fætur hans og lærisveinarnir snertu hann einnig, hann var á meðal þeirra í 40 daga og steig svo upp til himna og situr þar við hægri hönd föðurins og biður fyrir okkur, þeir sem laugast í blóðinu fá úthellingu heilags anda yfir og inn í sitt líf núna í jarðvistinni frá og með fyrsta hvítasunnudeginum, hvílík fullvissa að reyna kraft Guðs á þennan hátt.
Heilagur Andi leiðir okkur og kennir okkur.

Sérhvert hné mun þurfa að beygja sig í eilífðinni og játa með tungu sinni að Jesús Kristur sé Drottinn Guð, hversu langan tíma það mun taka veit Guð einn, ég trúi því að þegar allir munu hafa lært lofa Guð viljugir eða nauðugir þá muni eldurinn í helvíti slokkna.
Hvílík forréttindi eru það að fá að lofa Guð sjálfviljugur hérna á jörðinni og um alla eilífð í nálægð Guðs í stað þess að þurfa að læra að lofa hann nauðugur með djöflunum í helvíti.

Árni þór, 31.3.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Mofi

Trú, von og kærleikur
Ég er sammála Snorra

Þá ertu sammála að Guð er ekki kærleikur heldur einhvers konar dýflissu pyntari. Sorgleg afstaða einhvers sem telur sig vera kristinn.

Trú, von og kærleikur
Við erum líkami, sál og andi (sköpuð í Guðs mynd), dýrin eru líkami og sál.
Dauði og helja verður kastað í helvíti á dómsdegi.
Dauði er staður fyrir líkamann, helja er staður fyrir sálina en það er munur á þeim mönnum sem eru laugaðir í blóði Jesús og þeim sem hafa ekki laugast.

Við erum lífs andi Guðs plús jarðneskur líkami.

Fyrsta bók Móse 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

Biblían segir að dauða og helju (hades í grískunni) verði kastað í eldshafið. Ef það er þar sem synd og illsku er tortímt þá er þetta mjög skiljanlegt og hreinlega góðar fréttir.  Opinberunarbókin talar líka um tíma þar sem engin synd, þjáning eða dauði er lengur til; sú fallega setning er gerð að ljótri lygi með kenningunni að syndarar verði kvaldir að eilífu í helvíti.

Trú, von og kærleikur
Guð er kærleikur og sendir engan til helvítis, sá staður er ætlaður djöflunum og föllnu englunum, þess vegna kom Jesús til að deyja á krossinum og opna leið inn í himinn fyrir okkur. hann tók hegningu/dóm okkar á sig og fór til dauða og heljar og tók þá lykla af djöflinum.
Guð vill að allir menn komist til iðrunar og öðlist sáluhjálp.

Ef Guð er virkilega kærleiksríkur þá myndi Hann að minnsta kosti vara fólk við þessum hræðilega stað. Geturðu fundið stað í Gamla Testamentinu sem varar við stað þar sem fólk er kvalið að eilífu í eldi?  Ef ekki þá varaði Guð aldrei neinn við í fjögur þúsund ár og það getur ekki talist kærleiksríkt.

Trú, von og kærleikur
Sagan um Abraham og Lasarus og ríka manninn er spámannlegt orð.

Nei, hún er dæmisaga handa faríseyjum til að útskýra fyrir þeim að þótt þeir voru afkomendur Abrahams þá myndi þeir ekki sjálfkrafa komast til himna og jafnvel ef einhver myndi rísa upp frá dauðum myndu þeir ekki trúa. Ríki maðurinn biður síðan um að einhver vari bræður sína við en fær að þeir hafa Móse og spámennina; svo hvar vara Móse og spámennirnir við eilífum þjáningum í eldi?

Mofi, 1.4.2008 kl. 09:50

10 Smámynd: Flower

Mofi við höfum áður deilt um þetta á vísi mannstu. Þú villt hafa það þannig að allir sofi bara og enginn fari beint til himna. En þeim sem það er ætlað tekur Drottinn strax til sín. Mér finnst ekki líklegt að lærisveinar Krists sofi bara, þeir hljóta að hafa verið teknir strax upp.  Þó að enginn viti þetta reyndar til fullnustu þá er ég þeirrar skoðunar samt að sumir hreinlega sofi og bíði síns dóms.

Flower, 1.4.2008 kl. 14:03

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Svefn er ekki Biblíukenningin. Svefn er sagður vera þegar líkaminn missir lífið. En hið undarlega er að sálin og andinn hverfa til Drottins. Svo þegar Þúsundáraríkið hefst þá mun Drottinnsameina að nýju andann, sálina og líkamann. Það kallast upprisan. Hann mun einnig umbreyta eðli sköpunarinnar og láta jörðina breytast í dýrðlega jörð sem mun bera okkur margfaldann ávöxt og gera okkur hæf að rækta hana án þess að þurfa að vera í sveita okkar andlitis.

En hvaðan er það komið að menn kveljist ekki í eldsdýkinu. Hvaðan er það komið að Helvíti sé ekki til? Hvaðan er það komið að Guð láti menn kveljast?
Guð sagði við Adam og Evu að þau mættu eta af öllum trjám í garðinum  en af  skilningstrénu megið þið ekki  eta ellegar munuð þið vissulega deyja!

Lét Guð þau deyja? Var það illska Guðs sem hleypti dauðanum inní sköpunina? Nei alls ekki, ekki frekar en að Guð láti menn glatast. Þið vitið að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar. Guð vill ekki að nokkur maður glatist. En vegna okkar harða hjarta og kærleiksleysis þá opnum við aðganginn fyir höfðingja þessa heims og hann gengur á lagið!

Gangi ykkur vel.

Snorri 

Snorri Óskarsson, 1.4.2008 kl. 20:37

12 Smámynd: Mofi

Flower, ég tel Biblíuna vera mjög skíra í þessu, þeir dánu sofa þar til Jesú kemur aftur. Hin kenningin gerir að engu upprisuna, upprisu Krists og dómsdag og þetta verður allt eintóm steypa. Versta við þessa hugmynd er að Guð er núna að kvelja miljónir manna og mun halda því áfram að eilífu. 

Snorri
Svefn er ekki Biblíukenningin.

Hve oft þarf Jesú að líkja dauðanum við svefn til þess að það verði Biblíulegt?  Þetta er í gegnum alla Biblíuna frá 1. Mósebók til Opinberunnarbókarinnar.

Snorri
En hið undarlega er að sálin og andinn hverfa til Drottins.

Sálin hættir að vera til þegar lífs andi Guðs fer aftur til Guðs því við erum ekki þessi lífs andi, við erum sál sem er þessi andi plús líkami.

Snorri
Hann mun einnig umbreyta eðli sköpunarinnar og láta jörðina breytast í dýrðlega jörð sem mun bera okkur margfaldann ávöxt og gera okkur hæf að rækta hana án þess að þurfa að vera í sveita okkar andlitis

En þangað til eru allir á himnum?  Hvað með textann sem ég benti þér á sem segir að Davíð er dauður og grafinn og hefur ekki farið til himna? 

Eru einhverjir núna að þjást í helvíti?

Snorri
En hvaðan er það komið að menn kveljist ekki í eldsdýkinu. Hvaðan er það komið að Helvíti sé ekki til?

Ekki grænan grun um hvaðan það gæti hafa komið. Hverjum dettur í hug að það sé sársaukalaust að vera kastað í eld?  Það er auðvitað hræðilegt en hverjum dettur sömuleiðis í hug að þeim sem er kastað í eld að hann haldi áfram að lifa í þjáningum að eilífu?  Hvað er rökrétt við það?

Snorri
Guð sagði við Adam og Evu að þau mættu eta af öllum trjám í garðinum  en af  skilningstrénu megið þið ekki  eta ellegar munuð þið vissulega deyja!

Ef þín kenning er sönn þá var Guð hérna að ljúga því að refsingin við að syndga var ekki að deyja heldur að lifa í logum helvítis.  Ætti Guð ekki í fjögur þúsund ár að vara einhvern við þessum stað elds þar sem menn þjást að eilífu?  Hvar er sú viðvörun?

Mofi, 2.4.2008 kl. 10:18

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Mofi.

"Sálin vakir þá sofnar líf.." segir Hallgrímur Pétursson og þannig skil ég "svefn" og dauðann. Vissulega tölum við öll um svefninn langa, og hvílubeð. En að látinn maður sé án skynjunar eða ekki lifandi fer í bága við Biblíuna.

"Guð er ekki Guð dauðra",segir Jesús. Ríki maðurinn var í helju og segist kveljast í þessum loga, hann biður um vatn og að sendiboðar fari til bræðra hans til að snúa þeim til réttrar trúar. Jesús talar ekki um svefn í þessari sögu. Sálirnar sem drepnar höfðu verið fyrir sakir Guðs Orðs og sakir vitnisburðarins voru geymdar undir altarinu og þær hrópuðu hárri röddu...(Op.6:10). Það er ekki mikil svefnfriður þar.

Þegar Hefbrabréfið greinir okkur frá hvert við erum komin: "til Síonfjalls og borgar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla, tíl hátíðarsamkomu og safnaðar frumgetinna, sem á himnum eru skráðir, til Guðs dómara allra og til anda réttlátra sem fullkomnir eru orðnir og til Jesú meðalgangara nýs sáttmála og til blóðsins sem hreinsar og talar kröftuglegar en blóð Abels. (Hebr.12:22-24)

Af þessum atriðum má greinilega skilja að hinir látnu eru enganveginn "sofandi" heldur í góðu og skynhæfu ástandi. Þess vegna féll ræninginn á krossinum ekki í mörgþúsundára svefnástand heldur steig hann yfir frá dauðanum og til lífsins. Hebreabréfið lýsir því afar vel.

Hér á ég eftir að renna yfir kennslu Páls í 1.Kor. 15 þar sem hann talar um líkamina þá jarðnesku og himnesku. "Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska munum vér einnig bera mynd hins himneska." 1.Kor.15: 49

Því er það svo að fyrst Jesús fór í dauðanum og prédikaði þá var hann allavega ekki í svefni. Fyrst hann bar fram blóð sitt á náðarstólinn í hinni fullkomnu tjaldbúð á himnum þá var það ekki í svefni. Fyrst sálirnar eru undir altarinu þá bíða þær upprisunnar og fyrst ríki maðurinn var í faðmi Abrahams, biðjandi fyrir sér og sínum þá var lítill svefnfriður í helju.

Varðandi lygina um dauðann þá er dauðinn þannig að menn deyja að líkamanum til en ekki andanum. Þú veist að þegar Abel var dáinn þá hrópaði blóðið og Guð heyrði. Ekki var allt í dauðaþögn þar!

Vissulega varaði Guð menn við þessum stað á þann hátt að benda á afleiðingar syndanna. Hann dæmdi kynslóð Nóa, Sódómu og Gómorru og samtíma Abrahams. Hann dæmdi einnig Esaú óhæfan "til undaneldis" því hann sá hvaðan lykilmaðurinn ætti að koma sem fékk bæði lykla dauðans og heljar. Lögmálið gat engan frelsað aðeins fórnardauði Jesú Krists. Þannig má segja að Helvíti er ekki opið í dag og þangað er enginn farinn. Það gerist ekki fyrr en á dómsdegi - sem er bara á morgun, svo stutt er í hann - og þá verður mönnum varpað í eldsdýkið og hinir fara inní fögnuð Herrans. Sá sem hefur lykla dauðans og Heljar er Jesús Kristur. Okkur er því aðeins einn kostur og það er að sættast við Guð fyrir Jesú Krist svo að okkur hendi ekki þetta illa ástand sem skapað er fyrir Djöfulinn og illa ára hans.

Stefnum í fögnuðinn með Jesú í forystu.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 2.4.2008 kl. 17:32

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, svona geta trúaðir verið ósammála um eina mikilvæga kenningu, þ.e. hvort fór Jesús til Paradísar eða Helvítis daginn sem hann var krossfestur.

Ég held að hann hafi verið í dásvefni, eða misst meðvitund eins og það er oft kallað.

En svona til gamans má rifja upp upprunamerkingu orðsins trú eins og það er skýrt í Nu Dansk Ordbog.

ETYMOLOGI: af fællesgermansk *tr[w@- 'tro, forsikring' ¯ indoeuropæisk *druw¤- 'tro', afl. af *dru-, *drou-, *deru 'træ, egetræ, fasthed, fast'

Eins og sjá má er orðið komið af tré, eikartré og merkir eitthvað sem er stöðugt eða fast.

Sennilega hefur þetta upprunalega verið notað í niðrandi merkingu svona líkt og "trénaður" eða "tréhaus"

Sigurður Rósant, 2.4.2008 kl. 18:49

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hversu  Biblíuleg er kenningin um svefninn ?

 

Lítum á 3. vers 27. kafla Jobsbókar :

 

. . . . meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,


Hér er “andi Guðs” sagður vera hið sama og lífsönd hans, eða andardráttur Guðs.

 

3.-4. vers 146. kafla Sálmanna :



Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.  Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu. 

Í 4. versi 18. kafla Esekiel lesum við :

 

Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.

Hér segir að syndug sál muni deyja! Erum við ekki öll syndarar? Í Biblíunni eru menn  kallaðir sálir, og þegar maðurinn deyr, þá deyr sálin.

 

Sjá einnig 17. vers 115. Sálms :


Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,

Dánir geta ekki lofað Guð! Hvernig skykdi standa á því ? Vegna þess að dánir eru ekki lifandi á nokkurn hátt. Dauðinn er algjör andstæða við lífið. Dauðinn er sem sagt ekkert líf, hvorki í einni mynd eða annarri.

 

Þá getum við litið á 5.-6. vers 6. Sálms :


Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?

Í dauðanum minnist enginn Guðs, þar sem dánir eru meðvitundarlausir þar til kemur að upprisunni .

 

5.-6. vers 9. kafla Prédikarans segir :

Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.

sjá einnig 10. vers :


Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.

Dánir vita ekki neitt af sér á meðan þeir eru dánir. Hugmyndin um  að sál dauðlegrar manneskju sé ódauðleg, er því augljóslega lítt Biblíuleg, og í andstöðu við fjölmargar yfirlýsingar Drottins.

Í 16. versi fyrra Tímoteusarbréfs lesum við :


Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Hér er fullyrt algerlega umbúðalaust að það sé enginn ódauðlegur nema Drottinn Guð. Hvernig getur þá nokkur maður fullyrt að sál hans sé ódauðleg? Pétur postuli tekur einnig af allan vafa varðandi Davíð konung, þar sem postulinn minnist á hann í ræðu sinni á hvítasunnudeginum fyrir nærri 2000 árum :


34. vers 2. kafla Postulasögunnar segir :


Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,

Hér fullyrir þjónn Guðs, að Davíð liggi enn í gröfinni. Þegar þarna var komið sögu hafði Davíð legið um 1000 ár í gröfinni, en Jesús Kristur upp stiginn til Föðurins á himninum, enda ódauðlegur. Davíð bíður enn í gröfinni til upprisudagsins, þegar Drottinn mun reisa hann upp ásamt öllum öðrum sem hafa þá meðtekið hjálpræði hans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.4.2008 kl. 19:13

16 Smámynd: Mofi

Snorri
En að látinn maður sé án skynjunar eða ekki lifandi fer í bága við Biblíuna.

Alls ekki; hvernig færðu það út?  Hvernig getur einhver sofið í dufti jarðar ( Daníel 12 ) en samt verið vakandi á himnum?  Hver er þá eiginlega tilgangurinn með því að Jesú komi og veki fólk upp frá dauðum við endurkomuna?

Snorri
"Guð er ekki Guð dauðra",segir Jesús. Ríki maðurinn var í helju og segist kveljast í þessum loga, hann biður um vatn og að sendiboðar fari til bræðra hans til að snúa þeim til réttrar trúar. Jesús talar ekki um svefn í þessari sögu.

Þetta er dæmisaga sem má ekki taka bókstaflega því þá býrðu til aragrúa af Biblíumótsögnum. Lastu ekki ástæðurnar sem ég gaf sem gera það hreinlega útilokað að taka þessa sögu sem lýsingu á raunverulegum atburðum?  Sem dæmi þá gerir þú Jesú að lygara þegar Hann segir um raunverulegann Lazarus að Hann er sofandi, dáinn. Athyglisvert síðan að heyra hvað Marta segir um Lazarus, að hún muni sjá hann aftur á efsta degi, við upprisuna. Þar sérðu rétta guðfræði, ekki að hún muni sjá hann aftur um leið og hún deyr og fer til paradísar.

Þetta gerir þetta síðan alla sögu Biblíuna að svo miklu bulli. Guð segir við Adam að ef hann syndgi þá muni hann deyja; þegar samkvæmt þinni kenningu þá mun hann ekki deyja heldur fara til helvítis og lifa þar í þjáningum síðust sex þúsund ár. Ef hann fór til paradísar þá er sagan alveg jafn fáránleg.

Snorri
Sálirnar sem drepnar höfðu verið fyrir sakir Guðs Orðs og sakir vitnisburðarins voru geymdar undir altarinu og þær hrópuðu hárri röddu...(Op.6:10). Það er ekki mikil svefnfriður þar.

Hvort heldur þú að þetta sé táknrænt eða að þeir sem dóu fyrir sakir Orðsins lifa undir altari á himnum?

Snorri
Af þessum atriðum má greinilega skilja að hinir látnu eru enganveginn "sofandi" heldur í góðu og skynhæfu ástandi. Þess vegna féll ræninginn á krossinum ekki í mörgþúsundára svefnástand heldur steig hann yfir frá dauðanum og til lífsins. Hebreabréfið lýsir því afar vel.

Þarna er verið að tala um eftir endurkomuna, eftir að hinir dánu rísa upp frá dauðum. Til hvers eiginlega að reisa einhvern upp frá dauðum, vekja þá sem eru í gröfinni ef þeir eru þegar í partý undir altari á himnum?

Snorri
Af þessum atriðum má greinilega skilja að hinir látnu eru enganveginn "sofandi" heldur í góðu og skynhæfu ástandi. Þess vegna féll ræninginn á krossinum ekki í mörgþúsundára svefnástand heldur steig hann yfir frá dauðanum og til lífsins. Hebreabréfið lýsir því afar vel.

Steig Jesú niður til heljar eða fór Hann til paradísar með þjófinum?  Hebreabréfið lýsir þessu engann veginn vel enda ekki að fjalla um þessa hluti. Vers sem segja skýrt að hinir dánu sofa og munu verða vaktir við rödd æðsta engilsins við endurkomuna lýsa þessum atburði.

Fyrra Þessaloníkubréf 5
16
Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. 
17 Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.

Fyrra Korintubréf 15
16Ef dauðir rísa ekki upp er Kristur ekki heldur upprisinn 17en ef Kristur er ekki upprisinn er trú ykkar fánýt. Syndir ykkar eru þá ekki enn í burtu teknar. 18Þá eru einnig þau glötuð sem sofnuðu í trú á Krist.
...
51Sjá, ég segi ykkur leyndardóm: Við munum ekki öll deyja en öll munum við umbreytast, 52í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu dauðir upp rísa óforgengilegir og við munum umbreytast

Snorri
Hér á ég eftir að renna yfir kennslu Páls í 1.Kor. 15 þar sem hann talar um líkamina þá jarðnesku og himnesku. "Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska munum vér einnig bera mynd hins himneska." 1.Kor.15: 49

Hvernig geturðu haldið í trúnna að hinir dánu séu núna í partý í paradís eftir að lesa þessa texta.  Þetta mun gerast "í einni svipan" við síðasta hinn síðasta lúður; dauðir munu rísa upp til lífs á ný og þeir sem eru lifandi öðlast ódauðleika í nýjum líkama.

Snorri
Því er það svo að fyrst Jesús fór í dauðanum og prédikaði þá var hann allavega ekki í svefni.

Við vorum búnir að fara yfir þetta, Jesús fór engann veginn að predika þegar Hann dó.

Snorri
Fyrst hann bar fram blóð sitt á náðarstólinn í hinni fullkomnu tjaldbúð á himnum þá var það ekki í svefni.

Þú hefur greinilega mikið á móti öllum þeim versum sem tala um að hinir dánu sofa; afhverju veit ég ekki.  Jesús reis upp frá dauðum, þess vegna bar Hann fram blóð sitt eftir upprisuna.  Til hvers að rísa upp frá dauðum ef þú getur hvort sem er gert allt sem þú vilt í dauðanum; hvað er eiginlega dauði í þínum huga?

Snorri
Varðandi lygina um dauðann þá er dauðinn þannig að menn deyja að líkamanum til en ekki andanum. Þú veist að þegar Abel var dáinn þá hrópaði blóðið og Guð heyrði. Ekki var allt í dauðaþögn þar!

Þá er það enginn dauði, bara mismunandi tegund af lífi.  Blóð Abels var ekkert að hrópa í einhverjum bókstaflegum skilningi, aðeins að vegna dauða Abels þá hrópaði blóð hans á réttlæti.

Snorri
Þannig má segja að Helvíti er ekki opið í dag og þangað er enginn farinn

Svo hvar eru hinir vondu í dag?

Snorri
og þá verður mönnum varpað í eldsdýkið og hinir fara inní fögnuð Herrans.

Þegar þú skoðar lýsinguna á þessum atburðum þá sérðu að þetta gerist þúsund árum eftir fyrstu upprisuna og þetta gerist á yfirborði jarðar, í augsýn Guðs og þeirra sem voru reistir upp frá dauðum við endurkomuna. Ekki heldur þú að þessi jörð verði eldsdíkið?

Snorri
Stefnum í fögnuðinn með Jesú í forystu.

Veistu hvað, ég get ekki neitað því að sá Jesú sem þú boðar er í mínum augum ófreskja. Það er engann veginn hægt að samræma góðann Guð við veru sem kvelur fólk að eilífu í eldi.

Mofi, 3.4.2008 kl. 09:24

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég verð að taka undir með Snorra, Mofi minn - alveg rólegur með útúrsnúninganna! Annars hefur Snorri svarað þér ágætlega og bendir réttilega á hér ofar:

"Guð er ekki Guð dauðra",segir Jesús.

En þér er svo sem frjálst að hafa þinn svefn-Guð í friði.   tíhí ... ég kýs að trúa á Guð lifanda! Ekki Óla lokbrá.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 09:30

18 Smámynd: Mofi

Haukur
En þér er svo sem frjálst að hafa þinn svefn-Guð í friði.   tíhí ... ég kýs að trúa á Guð lifanda! Ekki Óla lokbrá.

Þegar þú sefur á nóttunni, ertu þá dáinn eða lifandi?  Ef þeir sem eru dánir sofa ekki afhverju er þá Jesú að vekja þá á efsta degi við endurkomuna?  Langar að benda aftur á þetta fyrir þá sem að rétt skima yfir athugasemdir

Fyrra Korintubréf 15
16Ef dauðir rísa ekki upp er Kristur ekki heldur upprisinn 17en ef Kristur er ekki upprisinn er trú ykkar fánýt. Syndir ykkar eru þá ekki enn í burtu teknar. 18Þá eru einnig þau glötuð sem sofnuðu í trú á Krist.

Mofi, 3.4.2008 kl. 15:59

19 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég hlýt líka að taka undir með Snorra, enda þótt ég elski Drottinn minn og frelsara og hlakki óhemju mikið til að sameinast honum og vaka með honum, þá veit ég samt af stöðum eins og Malaki 3.2:

En hver má afbera þann dag, er HANN kemur, og hver fær staðist þegar hann birtist?  Því að hann er sem eldur málmbræðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna. osfr. ofl.

og er viss um að dómur fylgir hérvist rangri.  Alveg án tillits til þess hvaða tilfinningar ég hef borið til einhverra sækist ég eftir ást Guðs til fólks. 

Ragnar Kristján Gestsson, 3.4.2008 kl. 20:56

20 Smámynd: Mofi

og er viss um að dómur fylgir hérvist rangri.  Alveg án tillits til þess hvaða tilfinningar ég hef borið til einhverra sækist ég eftir ást Guðs til fólks. 

Ættir að lesa aðeins meira í Malakí

Malakí 4
1
Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

Það er refsing en það er ekki óréttlátar pyntingar  sem engann endi taka; með því ertu að segja að Guð er hrein illska og ég tel mig vita að þú trúir því ekki en málið er að þessi kenning um eilífar þjáningar segir þetta um Guð.  Það er sem gerist er að allri synd verður eytt og öllum þeim sem reyndust óréttlátir á dómsdegi. Þeir hætta að verða til og við tekur heimur þar sem enginn sorg er til, engin harmur eða dauði.  Við verðum ekki horfandi út um gluggann á hinni nýju Jerúsalem á fólk að kveljast í logum vítist. 

Mofi, 4.4.2008 kl. 15:39

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ég sé að menn undrast ágreiningur okkar trúaðra hér í þessum tilsvörum. Þetta er t.d. skýringin á því að margir söfnuðir eru til, við erum með ágreining í ýmsu en þó ekki endilega mikilvægum atriðum. Samt getum við rætt saman og þið sjáið mjög glöggt að hér hafa ekki farið fram umræður með skítkasti eða dónaskap og þar liggur leyndardómurinn. Við erum allir sammála um að Jesús Kristur er vegurin, sannleikurinn og lífið. Þegar hann er hafður til fyrirmyndar þá breytis sérhver til hans myndar. Þess vegna boðum við allir að hinn sanntrúaði breytist og á jafnvel auðvelt með að tjá sig á kurteisan hátt.

En svo við bætum aðeins við orðræðuna þá er Jesús Kristur fyrirhugaður dómari alls jarðríkis. Dómurinn er t.d. fallinn yfir sum mál t.d. þrælahald (Egyptaland), kynvillu (Sódóma og Gómorra), fráfall frá Guði (Herleiðingin til Babylonar) o.sfrv. Svo eigum við öll eftir að standa frammi fyrir Jesú Kristi og skila honum ávexti af lífi okkar. Aðal spurningin verður:"hvern segir þú Jesú vera og hvað gerðir þú í málinu?"

Þess vegna segir Páll postuli á Aresar hæð :"..hann mun láta mann sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi. Þetta hefur hann sannað öllum mönnum með því að reisa hann frá dauðum." (Post.19: 31)

Afleiðingar dómsins eru þegar klárar en niðurstaðan í þínu máli er ekki klár vegna þess að nú erum við undir náð. Við getum misnotað náðina eða gripið hana fegins hendi.

Gætum að varðandi dóm Guðs. Hann hefur alltaf verið harður þeim sem hann hefur lent á, því fóru málin svo harkalega með Jesú Krist hann tók á sig dóm Guðs svo við slyppum við hann.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 4.4.2008 kl. 21:09

22 identicon

Guð blessi þig Snorri í Betel - þú ert frábær!!

Mofi ......Jesús sagði við annan ræningjann á krossinum....í dag skaltu vera með mér í Paradís - ræninginn fór sem sagt strax til himna - og svona er um fleiri sem Drottinn tekur strax til sín.

En vissulega sofum við flest þangað til kemur að stóra dómi.
Ég bið Guð hér með að gefa þér sinn opinberunaranda og fylla þig af Heilögum anda sínum Mofi....og þá skiljir þú og þekkir vilja Guðs í öllum kringumstæðum!!!

Ása (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:46

23 Smámynd: Sigurður Rósant

Árni Þór - "Þegar Jesús birtist Maríu Magdalenu þá var hann í dýrðarlíkama, hún mátti ekki snerta Jesús þar sem hann var enn ekki búin að fara með blóðið á náðarstól föðurins eins og æðsti presturinn gerði í gamla sáttmálanum í tjaldbúð Móses, Jesús gerði þetta í eitt skipti fyrir öll sjá Hebreabréfið 9. kafla.
Skömmu síðar eftir að hann var búin að setja blóðið á náðarstól föðurins,birtist hann konunum aftur og þær föðmuðu fætur hans og lærisveinarnir snertu hann einnig,"

Matt 21:8-9 vitnar gegn þessari atburðarás að Jesús hafi hitt Maríu fyrst, farið svo í burtu og hitt Maríurnar tvær og leyft þeim að faðma sig.

"Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór.  Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.  En engillinn mælti við konurnar: "Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta.  Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá.  Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður."  Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin.  Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: "Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans."

Samkvæmt ofanskráðu er hér enginn tími til að María reyni fyrst að hitta Jesú, fari svo í annað sinn með Maríu hinni, sjái engil velta steininum frá, setjast á hann o.s.frv.

Jóh 21:1-15 segir allt aðra sögu þar sem hún er ein með Símoni Pétri og "hinum elskaða lærisveini" og fær þessi svör á staðnum um að hún megi ekki snerta Jesú.

Frásögnin í 9. kafla Hebreabréfsins kemur því ekki heim og saman við þessar frásagnir Matteusar og Jóhannesar.

Sigurður Rósant, 6.4.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241060

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband