Ný réttindi!

mannrettindi

Alltaf lagast ástandið. Bensínið lækkar (eitthvað), ljósmæður fá ekki laun við hæfi, hjúkkur ætla í yfirvinnubann og Ramses gerður útlægur. En þar með er nú ekki öll sagan sögð því prestar og safnaðarhirðar hafa fengið aukin réttindi frá Alþingi. Nú má ég t.d. gifta tvo karla eða tvær konur skv. íslenskum lögum. Yfir 70% presta sögðust ætla að framkvæma slíka athöfn en aðeins 5,5% þeirra höfðu klára Biblíulega afstöðu að blessa ekki slík sambönd. Enn eru 22.5% presta þjóðkirkjunnar að "hugsa málið"!

Biskup lætur ekki heyra frá sér og Björg Eva pirrast í forystugrein "sólarhringsins" vegna þess. Samt segir Biblían að Guð hafi skapað karl og konu til að þau tvö verði eitt hold. Er einhver ástæða að pirrast út í biskup? Jú trúlega vegna þess að aragrúi presta reiðir sig ekki á Orð Guðs. Þjóðkirkjan er ekki að fara eftir skikkan skaparans og boðskap Jesú Krists. Svo eina rétta svar biskups ætti að vera uppsagnarbréf til allra prestanna sem hafa svarað því játandi að blessa samkynhneigða í heilaga"samvist".

Hvað á að gera t.d. við svo elskulegt fólk sem elskar margar konur eða konur sem elska marga menn? Má ekki veita þeim aukin mannréttindi og efna til fjölkvænis eða fjölveris í nafni umburðarlyndis, kærleika og mannréttinda?  Það var vitað árið 1992 þegar Pressan gerði úttekt á kynhegðun Íslendinga að af 62% sem svöruðu voru 0,7% samkynhneigðir en 3,1% tvíkynhneigðir.  Ætli hinir tvíkynhneigðu fari ekki fram á aukin réttindi og vígslublessanir frá prestunum? Trúlega vita flestir hvað Biblían segir um slík sambönd en breytir það einhverju í dag hjá 70% vígðum þjónum til Guðskristni á Fróni? 

Þvi er nefnilega svo undarlega farið að þetta málefni hefur siglt hraðbyri um sali Alþingis í nafni mannréttinda. En mér finnst skrítið hve hægt miðar að mannréttindi kvenna til réttlátra launa nái fram að ganga. Gæti það verið vegna þess að laun kvennanna snerta hendur þeirra en ekki kynfæri?  Mannréttindi kynhegðunar er tekið opnum örmum af þingi og þjóðkirkju. Í ljósi þess að frjálsræði í slíkum efnum hefur alltaf verið illt manni og skaðar þá sem lifa í andstöðu við Guðs Orð. Segir þetta ekki eitthvað um samtímann?  Ramses fær að fjúka, fjölskyldu hans tvístrað vegna þess að mannréttindi þeirra hjóna eru fyrir borð borin. Þó er þeirra samband blessað bæði af Guði og mönnum!

Ég tel þjóna þjóðkirkjunnar  alls ekki sitja á friðarstóli í ljósi enn fleirri furðufrétta sem berast til okkar og það t.d. um mannréttindi mannapanna á Spáni. Heimspekingunum Peter Singer og Paolu Cavalieri gengur eflaust allt gott til þegar þau lögðu fram þessa tillögu. En er það ekki alveg deginum ljósara að aparnir þurfa ekki mannréttindi? Er hér um að ræða einhverja framúrstefnu-músik. Hafa þeir þróast svo hratt að þeir fallia inní mannheima? Getur það verið að seinna fái mannapar að ganga í blessaða samvist við menn og vígslan framkvæmd af presti? Biblían hefur svo sem ekkert innlegg lengur í þessa umræðu og orð hennar hafa ekki verið haldbær rök alllengi. Meira að segja hefur nýja þýðingin verið snyrt til svo stingandi orð eru vart sýnileg. En á hverju ætlar kirkjan að byggja boðun sína og siðferðisleg viðmið? Varla á orðum Biblíunnar sem "lítið mark er takandi á"?

Menn hafa alla vega  Björgu Evu og aðra ritstjóra dagblaðanna sem hafa fagnað afkristnun íslensks samfélags?

Gleymum því samt ekki að engum manni voru gefin réttindi til að syndga gegn Guði eða náunganum.

kveðja

Snorri í Betel 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Merkilegast samt hvað ríkisvaldið telur sig hafa yfir trúmálum að segja. Ætli næsta skref Alþingis verði ekki að heimila múslímum og gyðingum að eta svínakjöt... sama hvað allir rabbínar, ímanar og ajatollar segja.

Emil Örn Kristjánsson, 9.7.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir hreina og beina, hræsnislausa ræðu.

Kristinn Ásgrímsson, 9.7.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt gott hér hjá þér, Snorri, – kröftug ræða og vitnisburður.

Já, ætli það verði ekki ein af næstu sóknarlotunum, að tvíkynhneigðir fari fram á – nei, heimti! – tvíblessanir og tvöfaldar vígslur af hálfu Þjóðkirkjuprestanna?! Hvar verða þá siðferðis- og kenningarvarnir þeirra síðarnefndu? Þetta mál er komið út í farsa, og prestarnir hafa orðið sér svo til skammar, að þeir eiga eftir að missa marga af sínum trúustu mönnum og konum yfir til annarra safnaða; það ferli er þegar byrjað. – Guðs blessun fylgi þér og öllum þínum.

Jón Valur Jensson, 9.7.2008 kl. 22:00

4 identicon

Skrítin þessi þjóðkirkja orðin. Hún feykist bara um eins og fiður í vindi, eftir ,,tískustraumum" og menningarbylgjum. Nú fara menn þangað til að fá syndir sínar viðurkenndar en ekki til að viðurkenna syndir sínar. Hvernig kirkja er það sem hægt er að manipulera eins og manni sýnist. Enda er þetta ekki kirkja, þetta er ríkisstofnun - Skrítið! En sem betur fer eru einn einhverjir sem tala út Orð Guðs, hreint og ómengað. Menn eins og Snorri í Betel og Gunnar í Krossinum - Alvöru menn!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur auðvitað allt aðra afstöðu - nefnilega þá að hommar og lesbíur ættu bara að segja sig hið snarasta úr öllum "kristilegum" söfnuðum.

Ef fólk vill taka Biblíuna alvarlega (en Púkinn er að sjálfsögðu ekki í hópi þeirra sem það gera), þá ætti að vera ljóst að samkynhneigð og Biblían fer ekki saman.

Púkinn, 10.7.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þú segir þetta satt að Biblían og samkynhneigð fer ekki saman en hinn samkynhneigði sem fer eftir Biblíunni leggur af hneigðina og byggist upp til annars lífsmáta. við erum með all mörg dæmi um þetta. Sá sem frelsast breytist og endurskapast.

Það er nefnilega von fyrir syndarann! En er nokkur von fyrir þjóðkirkjuna?

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 10.7.2008 kl. 01:01

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eitt, sem þið, sem fordæmið þessa lagasetningu virðist ekki skilja. Þarna er verið að heimila trúfélögum almennt að blessa samband samkynhneigðra en ekki bara kristnum trúfélögum. Hvað réttlætir það að trúfélög, sem ekki álíta samkynhneigð synd, sé bannað að blessa samvist þeirra? Það er til dæmis hvorki í Búddatrú né Ásatrú nokkuð um bann við giftingu samkynhneigðra. Hvað réttlætir þá að banna þeim að gera það?

Svo má ekki gleyma því að hér er aðeins um að ræða heimild en ekki skyldu. Ef forráðamenn þjóðkirkjunnar eru á móti þessu þá er þeim í sjálfsvald sett að banna pretum sínum að gera þetta. Hins vegar vita þeir eins og er að ef þeir gera það mun verða fjöldaflótti úr þjóðkirkjunni.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2008 kl. 15:35

8 identicon

Ég las þennan lista í "24 stundum" og varð fyrir vonbrigðum hvað fáir prestar sögðu "nei". Einnig hvað margir prestar, sem ég þekki og veit að eru frelsaðir og róttækir í trúnni, sögðust vera óákveðnir (svo ekki sé minnst á þá sem sögðu já). Vonandi kemur að því að þeir þora að taka skrefið til fulls og segja nei.

Ég velti reyndar fyrir því hversu lengi þeir prestar, sem sögðu nei, eiga eftir að endast í þjóðkirkjunni?

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:21

9 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Snorri jú það er enn von fyrir þjóðkirkjuna og klerka hennar. Niðurdýfing og hreinsun í blóði lambsins, iðrun og að lokum þurfa þeir í þjóðkirkjunni að endurfæðast til lifandi trúar á Drottinn Jesú Krist. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 12.7.2008 kl. 16:24

10 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður M.

Í heiðni voru menn líflátnir fyrir skelmiskap og ergi.  Glöggt má sjá í Gíslasögu Súrrssonar að galdur var dauðasök. við galdur klæddust menn í kvenföt, fóru öfugt að (á móti náttúruöflunum) og fóru með ergi (kynvillu). það var bæði Þorgrími nef og systur hans að aldurtila - heiðnir menn samþykktu ekki samkynhneigð þó svo allsherjargoði geri það í dag enda er hann nútímamaður.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 15.7.2008 kl. 11:12

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Þetta svarar samt ekki spurningu minni um það hvað réttlæti að trúfélög, sem vilja fá að gifta samkynhneigða sé bannað að gera það?

Hvað er að því að setja það í vald hvers trúfélags fyrir sig hvort það vilji gifta samkynhneigða eða ekki?

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2008 kl. 15:33

12 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður! Ég hélt að þetta væri einfalt mál. Ísland telst kristið land og yfirgnæfandi meirihluti játar kristna trú. Samkvæmt henni eru lög lands og siðferði- þangað til á síðustu árum.

Samkvæmt kristinni trú skal maður kvænast en kona giftast. Þá er karl orðinn eiginmaður og konana eiginkona. Þau tvö skulu verða einn maður og uppfylla jörðina. Þetta er skv. kristinni trú og kenningu. Undir þetta siðferði og lög verða allir þegnar að beygja sig því annars brjótum vér í sundur lögin og þá brjótum vér og í sundur friðinn sagði Þorgeir Ljósvetningargoði. Það sem við erum nú að horfa á er einmitt hvernig friðurinn verður tekinn burt af landinu og það verður ekki útlendingum eða öðrum trúarbrögðum að kenna heldur Guðlausum lagasetningum.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 15.7.2008 kl. 16:33

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Það er langt síðan við Íslendingar gerðurm eins og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir að aðskilja trúarbrjögð og stjórnmál. Það er lykilatriði í lýðræði að vera ekki að binda sig við aldargamlar trúarbækur. Þar að auki telst trúfrelsi til mikilvægustu mannréttinda og það eitt og sér kallar á það að hundsa algerlega öll trúarrit varðandi lagasetningar. Þeir, sem vilja fara eftir trúarbókstafnum geta gert það en aðrir hafa rétt til þess í friði að gera það ekki. Í landinu hefur myndast almenn siðferði og það er það siðferði, sem gildir. Vegna kristinnar arfleiðar og þeirrar staðreyndar að meirihluti Íslendinga er kristinn þá byggir okkar siðferði að mestu á Kristnu siðferði en samt ekki að öllu leyti.

Því er það svo að það að Biblían mæli gegn samkynhneigð kemur málina nákvæmlega ekkert við. Meirihluti þjóðairnnar í dag hefur látið af þeim gömlu fordómum í garð samkynhneigðra, sem eru að finna í biblíunni. Það er það, sem gildir en ekki trúarókstafurinn. Það er viðtekið viðhorf í Vestrænum samfélögum að menn eigið að hafa frelsi til gera það, sem þeir vilja meðan það hindrar engan í að gera það, sem hann vill. Í því efni skliptir nákvæmlega engu máli hvort það er andstætt einhvejum trúarbókstaf eða ekki. Samkynhneigð skaðar engan og meðan meirihluti þjóðarinnar telur hana einfaldlega hluta af fjölbreytileika mannlífsins þá er ekkert, sem réttlætir að amast sé við henni með lagasetningu. Það kemur einfaldlega engum við hvort menn ástundi kynlíf með aðila af sama kyni eða af gagnstæðu kyni svo fremi að báðir aðilar taki þátt í því af fúsum og frjálsum vilja.

Þetta mál snýst einnig um jafnrétti. Í lýðræðisþjóðfélgi er einfaldlega ekkert, sem réttlætir það að mismuna pörum eftir því hvort þau eru af sama kyni eða ekki.

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2008 kl. 00:02

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðrún. HIV smitast líka milli gagnkynhneigðra. Smithættan er reyndar meiri hjá hommum en hjá gagnkynhneigðum en hún er minni hjá lesbíum en gagnkynhneigðum. Það fylgir því einfaldlega meiri smithætta hvað þennan sjúkdóm varðar að hafa kynmök við karlmann heldur en konu.

Það á ekkert skilt við saurlifnað þegar ástfangið par af sama kyni býr saman og ástundar kynlíf saman. Það er einfaldlega hluti af fölbreytileika mannlífsins.

Auðvita verða margir sárir ef fjölskyldufaðir kemur skyndilega út úr skápnum. Það gerist líka þegar hann fer frá fjölskyldu sinni vegna annarrar konu. Hins vegar má velta því fyrir sér hvers vegna samkynhneigður maður kýs að búa með konu og eiga með henni börn. Getur ekki verið að það sé einmitt vegna fordóma í garð samkynhreiðra?

Það breytir engu í sambandi við það álitamál hvort heimila eigi hjónaband samkynhneigðra hvort úr sambandi þeirra geti komið börn eða ekki. Á þá ekki allt eins að banna ófrjóu fólki að ganga í hjónaband? Á þá ekki allt eins að banna ófrjósemisaðgerðir giftra einstaklinga? Á þá ekki allt eins að banna getnaðarvarnir giftra einstaklinga?

Málið er einfalt. Það er ekkert að því að ganga í hjónaband án þess að ætla að eignast börn og á það bæði við um hjóabönd gagnkynhneigðra og samkynhneigðra.

Það er fínt þegar þeir, sem kjósa að ganga með Jesú Kristi fari eftir því, sem hann boðar. Það er hins vegar ekki ásættanlegt í lýðræðisþjóðfélagi að skikka aðra til að gera það líka.

Svo verð ég að biðjast afsökunar á fáfræði minni varðandi Jesú, en getur þú nefnt dæmi þar, sem hann fordæmir samkynhneigð?

Sigurður M Grétarsson, 20.7.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 241196

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband