Nútíma ,,kristni"?

Kristin trú samanstendur af boðskap Jesú frá Nazaret, spámönnum Gamla-testamenntisins og Postulum, sendiboðum Jesú. 

Þar er að finna afar merkilega heimsmynd og kenningar sem eiga í vök að verjast og jafnvel hafa örfáa fylgjendur í dag. Þó Íslendingar eigi sína ríkisreknu þjóðkirkju og all flestir hafi gengið til spurninga og látið fermast, þar sem þeir lofuðu að ,,leitast við af fremsta megni að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins", þá hafa menn það ekki alveg á hreinu hvað slíkt innifelur.

Jesús talaði um Guð sem ,,Föður"! Hann kenndi okkur bænina ,,Faðir vor" og lagði áherslu á að hafa Guð í fyrsta sæti. ,,Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki og verði þinn vilji" eru fyrstu bæna orðin í þessari áhrifa miklu bæn. Hvað er gert til að ,,helga nafn Guðs"? Hvað viljum við með ákallið ,,Faðir vor"?

Þegar 100 000 íslenskar konur fylltu Arnarhól með slagorðinu ,,fokk feðraveldið" þá var þetta allavega hörð andstaða við  Guð, föður, skapara himins og jarðar og okkar mannanna. Við erum jú sköpuð í hans mynd. !00 000 konur af 380 000 manna þjóð er all stórt hlutfalla. Er ekki eitthvað sem á vantar í trúfræðin?

Jesús fræddi lærisveina sína um Guð föður,skaparann! Hann sagði: ,,hafið þér eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu...? Í dag er frekar gert ráð fyrir ,,þróun" mannsins og litið svo á að einhversstaðar eigum við ,,sameiginlegan forföður" með apanum. Apinn telst vera hluti náttúrunnar en ekki við. Helstu náttúruverndarsjónarmið eru í því fólgin  að vernda,kletta,vötn, fljót og búsvæði dýra. Þar er maðurinn útilokaður og jafnvel sagt að maðurinn eyðileggi náttúruna. En hvað með skaparann? Hvað með kenningu Krists um skaparann? Er kirkjan þar?

Hvað með ,,karl og konu"? Nú tala menn um miklu fleiri kyn! Það telst ekki mikið stórmál að breyta karli í konu. Sá aðili sem er. gerður frá karli í konu verður þó aldrei á blæðingum og getur aldrei fætt af sér barn. Þessi breyting útilokar ,,karl-konuna" frá föður- og móðurhlutverkinu. Jafnvel þó að við setjum inní íslenska tungu mikið af nýjum orðum til að  svara kalli samtímans um Transréttindin þá breytum við ekki eðli líkamans. Karllíkami getur aldrei orðið móðir og kvenlíkami verður aldrei faðir! En hvað með ,,Skaparann" fær hann sína stöðu í heimsmyndinni?

Jesús háði heilmikla glímu við Djöfulinn. Sú glíma tók 40 daga. Hann sagði okkur líka frá góða sæðinu sem ,,Mannssonurinn sáir" og af því koma ,,börn ríkisins" og svo ,,illgresið, börn hins vonda. Óvinurinn sem sáði því er Djöfullinn!"

Fer ég afturfyrir miðaldirnar ef ég tefli þessu fram? Hvenær heyðir þú síðast talað um Djöfulinn í stólræðunni í kirkjunni?

Óttar geðlæknir hafði orð á þessu í skoðun sinni um daginn er hann segir: ,,Söfnuðurinn afneitar honum (Djöflinum) eins og hverri annarri bábilju." 

En hvað segir postuli heiðingjanna? Sánkti Pétur hefur orð á þessu í pistli sínum: ,,Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni...!

Verð ég ,,nútíma kristinn" ef ég hafna kenningunni um Djöfulinn?

Hvort þarf ég að sveiga kristnu trúnna mína að nútímanum eða nútíma hugsun mína að Orðum Jesú Krists? Má Jesús hafa og njóta höfundarréttar á trúarkenningum kristninnar?

Páll postuli rær á sömu mið. Skoðum boðskap hans til Korintumanna. Þar talar hann um að meðhöndla skoðanir okkar með þessum orðum: ,,Vér brjótum niður hugsmíðar og allt sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.

Hvernig líst mönnum á? Er ég með miðaldahugsun og guðfræði ef ég læt boðskap höfunda og boðbera kristninnar njóta vafans?

Já, vel á minnst, hið illa í heiminum! Hvaðan kemur það? Óttar nefnir tvo aðila sem haga sér eins og Djöfullinn. Fyrri var ,,afi" hans er hann er látinn segja: ,,verstur er sá djöfull sem býr hið innra með manni sjálfum"! Hinn er læknirinn sem ,,talar eins og Djöfullinn" við skjólstæðing sinn með þessum orðum:,, Við erum samherjar"!

Það er agn sett á öngulinn fyrir þig, lesandi minn. Það er kallað vinsældir og velvilji. Að vera eins og nútíma kristinn og samþykktur er fólgið í því að nota ekki Biblíuna nema ,,jákvæðu orðin" til að ,,uppörva" alla. Orðin sem stinga, fræða, leiðrétta og jafnvel meiða vilja menn helst sneiða hjá. Hver vill vera ,,umdeildur"?

Það er gjarnan notað gegn mér :,,Snorri, þú ert svo umdeildur"! Var Jesús Kristur ,,umdeildur"? En Páll postuli? Af hverju ættum við að sleppa?

Takir þú þeirra orð sem opinberun á heiminum eins og hann er þá verður þú líka umdeildur. Það er alls ekki neikvætt í þessari mjög svo rugluðu veröld og illu veröld sem við lifum í!

Já, hið illa í heiminum? Hvort kemur það innan frá, úr hjarta mannsins eða frá óvininum, djöflinum sem sáði vilja sínum í syndum spilltu hjörtu manna?

Ef þú vilt láta ,,hjartað leiða þig" vertu þá viss um að jesús hafi fengið að sá sínu orði og sinni heimsmynd inn í sálu þína og hug! Maður með hjartabilun fær ekki skírteini!

Snorri í Betel


Hvar er ,,Viðlagasjóður"?

Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð kom með mjög áhugavert sjónarmið að nota fjármuni sem fyrir eru í stað þess að auka skatta á almenning.

Er það ekki svo, að Viðlagatrygging og Viðlagagjald er að finna í skattakerfinu. Við erum að borga þetta í ,,vörugjöldum" til að eiga varasjóð þegar í harðbakkann slær og náttúran rumskar. Hvar eru peningarnir?

Ég er algerlega sammála því að nýta sameiginlega fjármuni til að vernda virkjanir, byggðir og hafnir fyrir náttúru vá. En ef við erum að greiða nú þegar, ákveðið gjald til að viðhalda ,,Viðlaga-tryggingunni" er þá ekki óþarfi að koma með nýja gjaldtöku? Það mætti hækka gjaldskránna um þessi 8prómill.

Þegar gosið kom upp í Vestmannaeyjum fyir 50 árum þá var ríkisstjórnin ekki sein á sér að lána hverjum lögráða Eyjamanni 50.000kr strax. Svo greiddum við lánið mjög fljótlega þegar vinnan var komin og öryggið til framfærslu. Ríkissjóður hefur ótal möguleika á aðgerðum til góðra verka án þess að senda Grindvíkinga á lágar atvinnuleysisbætur til framfærslu. 

Ásmundur Friðriksson benti á það sem Alþingi ætti að samþykkja og það er gjaldfrestun á greiðslum lána Grindvíkinga og rýmka til fyrir þá meðan allt samfélag þeirra er í upplausn. Það léttir verulega á einstaklingum og fjölskyldum að vita hvernig má létta og mýkja ástandið Suður með Sjó.

Eitt er mér þó til mikillar furðu. Af hverju nefnir Forsetinn aldrei Guð þegar kemur að náttúru vám? Þó er hann ,,verndari Þjóðkirkjunnar"! Á Gosafmælinu í Eyjum hrósaði hann Eyjamönnum fyrir æðruleysi og samstöðu og í Hallgrímskirkju í gær hrósaði hann Grindvíkingum fyrir að hugga hvorn annan í eymdinni. Það má alþjóð vita að í gegnum svona voða atburði stendur enginn af sér storminn nema æðri máttur, Guð, komist að. Vonandi eiga Grindvíkingar ekki eftir að sjá höfnina hverfa, hús sín kaffærast í hrauni og sitja síðan eftir með aðeins brot af bótum fyrir andvirði fasteignanna sem eyðilögðust.

Hér má hið háa Alþingi koma að málum til að tryggja Grindvíkingum farsæla framtíð.

Sjá ekki allir að Svartsengi er í uppnámi? Hvað gera menn ef rafmagnsframleiðslan hættir. Heil virkjun farin! Má þá byggja aðra? Náttúruverndarsjónarmiðin hafa  farið í harða andstöðu við virkjunaráform undanfarinna ára. Það er betra að hafa fleirri en færri virkjanir. Hafa Vogar ekki staðið árum saman gegn bættum flutningi á rafmagni um sitt land og óskað eftir að flutningslínurnar verði meðfram fjöllunum, gossvæðinu?
Hvenær ætla Íslendingar að læra að búa í landinu, gera það ,,undirgefið okkur" og nýta auðlindirnar öllum til góðs? Sjá menn það ekki að þar sem virkjanir eru þar er fögur náttúra og vel gengið frá svæðinu umhverfis mannvirkin?

Guð blessi Ísland allt og sérhvert byggðarlag!

Amen.

Snorri í Betel


Frjáls Palestína?

Er hægt að standa fyrir framan ráðherra landsins, ausa yfir þá óbóta skömmum, saka þá um linkind í afstöðunni til Ísraels vitandi að Palestínumenn frá Gaza komu af frjálsum og fúsum vilja til að fara svona með(lýsingar ekki prenthæfar) velgjörðarmenn sína, án þess að íhuga árás Hamas á Ísrael?

Gæti hin frjálsa Palestína ekki alveg eins teygt anga sína hingað til lands og gjört á Íslandi slíkt hið sama?
Ég á miklu meiri samleið með gyðingum og afstöðu þeirra til Araba heldur en hið Islamska Jihad. Íslendingar verða að opna augu sín fyrir því hvað ,,Frjáls Palestína" þýðir á mannamáli. Hún byggir á Sharía-lögum þar sem gyðingar, kristnir, hórur og hommar eru réttdræpir á almannafæri.

Það sem Araba vantar er gyðingleg kristin gildi í samfélagið og að meta lífið meira en nokkuð annað í mannheimi. Elska skaltu Drottin Guð af öllu hjarta, öllum mætti og allri sálu og náungann eins og sjálfan þig. Þessa skoðun vantar algerlega í Hamas. Þeirra markmið er að útrýma Ísrael.

snorri í Bertel


mbl.is Drápu alla sem á vegi þeirra urðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband