28.3.2025 | 16:56
Hvað sagði Jesús ...?
Mikið hefur þessi spurning þvælst í munni presta, biskupa og leikmanna! Enda stígur biskup ríkiskirkjunnar fram á vef Ruv.is með þessa fullyrðingu:
,,Jesús sagði ekkert um samkynhneigð eða hinsegin fólk,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir biskup. Hún segir ekki rétt að nota Biblíuna til að rökstyðja hatur enda hafi Jesús ekki talað fyrir fordómum."(ruv.is)
Það er svo sem eðlilegt að benda á að orðið ,,samkynhneigð" er ekki að finna í Biblíunni,enda nýyrði og er ætlað að koma í stað orðsins kynvilla.
Svo er einnig sá þáttur í umræða manna um orðnotkun í Biblíunni að ef ,,orðið" finnst ekki í orðræðu Jesú þá sé það ígildi þess að Jesú lagði litla eða enga áherslu á ákveðnum málaflokkum.
En hvað talaði Jesús oft um ,,kærleikann" og notaði það orð? Jú, miðað við Guðspjöllin þá er aðeins eitt skipti þar sem þetta orð er að finna í orðræðu Jesú og það er hjá Lúkasi 11: 42
Hvað ætli Jesús hafi oft talað um ,,umburðarlyndi"? Aldrei!
Aldrei er hugtakið ,,hinsegin fólk" nefnt í allri Biblíunni! Ekki heldur ,,trans fólk." Og aldrei talaði Jesús um ,,biskup" Hvað erum við þá að gera við biskupsnafnbótina?
Hvað talaði Jesús oft um presta? í þrjú skipti. Hann sagði:,,..að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu og eru þó án saka?" Mt.12:5 og ,,far þú og sýn þig prestunum Mt 8:4 og ,,hann verður framseldur æðstuprestum"!Mt.20: 18
Oft skrifuðu Guðspjallamennirnir um presta og æðstupresta en Jesús nefndi þá ekki oftar á nafn.
Er þá umræðan helst sú að menn kasta á milli sín hugtökum og orðræðu sem Jesús hefur engan áhuga á og nefndi sjaldan, jafnvel aldrei?
Jesús talar um stöðu mannsins út frá sköpunarverkinu Hann segir: ,,því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp(ponoi), hórdómur (moikeia), saurlifnaður (pornai), þjófnaður(kalopai), ljúgvitni(psendomarturias), lastmælgi(blasphemias). Grísku orðin í frumtextandum eru sett í svigana. Enn merkilegra er að bera saman þýðingarnar og merkingu grísku hugtakanna. Ekki er hægt annað en að hrósa þeim sem þýddu grísku orðin yfir á íslenskuna.
Saurlifnaðurinn (porneia) er og var notað yfir kynlíf, samkynja manna, þeirra sem stunda kynlíf með börnum, dýrum og frillum). Ljúgvitni nær yfir að svíkja, falsa og koma öðrum í vanda. Dæmi um hvernig Mattheus notar orðið ,,ljúgvitni" má sjá í Guðspjalli Mattheussar kafla 26: 59 ,,Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ,,ljúgvitnis" gegn Jesú til að geta líflátið hann...!
Það er því enginn gæðastimpill að verða ljúgvottur og illt að vígðir prestar sem biskup stíga fram fyrir þjóðina sem ljúgvottar að orðræðu og kennslu Jesú, Postulanna og spámannanna. Kristin kirkja hefur haft kenningargrunninn þennan: Spámenn, Postula og Jesú sem hyrningarstein (Efes.2:20). Að halda því fram að postularnir tali gegn kenningu Jesú er því að bera ljúgvitni um bæði postulana og Jesú! Það er mjög alvarlegt og ennþá alvarlega hjá fólki sem hefur gegnist undir eiðstaf að boða Orð Guðs skírt og ómengað! Er enginn vígður maður Þjóðkirkjunnar í stakk búinn og fær um að leiðrétta afvegaleiðendurna á ríkislaunum? Þeir fá hálfa aðra milljón á mánuði,fyrir að segja okkur satt!
Nú er það svo að Jesús talar til Jóhannesar í Opinberunarbókinni. Þar er þetta haft eftir honum, sem er kærleikurinn: ,,Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elsar og iðkar lygi."! Op 22: 15. Er ekki ástæða að minna presta og biskupa á hvaða áfangastað þeir stefna með prédikun sinni? Það er enn verra að leiða sauði kirkjunnar. Að telja þeim trú um að lífsmáti syndarinnar hafi engar afleiðingar! Það eru svik lík svikum Júdasar!
Forðum okkur hættu frá og snúum við frá synd, inní iðrun til fyrirgefningar syndarinnar.
Snorri í Betel
24.3.2025 | 10:31
mannréttindin prufukeyrð?
Mál ráðherrans, Ásthildar hefur fengið mikið rými undanfarna daga. Öllum virðist létt að hún tók sjálf þá ákvörðun að segja af sér vegna 35ára gamals máls. Frá tvítugu hefur henni fylgt þessi saga að hafa átt barn utan hjónabands með unglingi. Á þeim tíma var gjarnan sungið í óskalögum unglinga á Rúv, lagið :,,only sixteen"! Samtíminn þá lækkaði sjálfræðisaldurinn langt undir ,,lögleg" mörk.
Nú hefur Alþingi bætt um betur og samþykkt lög um ,,Kynrænt sjálfræði"! Engin andmæli heyrðust á því þingi sem samþykkti þessi lög. Samkvæmt þeim er hvatt til frjálslyndis í viðhorfum til kyns og hegðunar.
Frjálslyndið nær alveg niður í leikskóla þar sem börn eru hvött til aþ þekkja sinn líkama og prófa sjálfsfróun í þróskaferlinu til fullorðinsára. Börnin mega ráða sér sjálf!
Núverandi utanríkisráðherra hefur staðið á þingi Sameinuðu Þjóðanna og lýst því yfir svo umheimurinn þagði, að Ísland ætlaði að standa dyggan vörð um Mannréttindi! (nema Ásthildar Lóu og fjölskyldu?)
Það hlýtur að vera aum staða að segja stóru orðin á stóra sviðinu hjá Sameinuðu þjóðunum og guggna mánuði síðar í heimahaganum!
Hver á Alþingi á ekki einhverja sögu frá unglingsárum? Hvað er orðið um hið kristilega sjónarmið að fyrirgefa bernskubrek og leyfa þeim einfaldlega að fyrnast?
Þessi mál minna mig óþægilega á Gíslasögu Súrssonar að ,,oft stendur illt af kvennahjali."! Þessu máli var hrundið af stað af konu, sett í hendur kvenna og ákvarðanirnar studdar af konum! Þær sjálfar viðurkenna í verki að kvenréttindin hafa ekki aukist né styrkst með öllum þeim konum sem ráða, ríkja og stjórna hér á landi!
Vantar ekki í umræðuna: ,,fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum"?
Það er all illt að Ásthildur skyldi hafa misst stuðning flokksins, sam ráðherra og ríkisstjórnar sem þóttist ætla að standa vörð um mannréttindi hinsegin fólks en ekki Ásthildar Lóu.
Snorri í Betel
![]() |
Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 242964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar