Harmagedón að verða?

Mikil hernaðaruppbygging er allt í kringum Tyrkland. Armenar voru knésettir í vetur. Úkraína er að fá ádrepu. Líbanon á sömu leið og Syrland. Óstöðugleiki fer vaxandi fyrir botni Miðjarðarhafs. NATO er með öll viðvörunarljós logandi. Það snerir Ísland!

Um þetta er lítið fjallað í fréttum okkar líkt og okkur komi þetta ekki við. En atburðir gerast hvort sem þeir eru okkur að skapi eður ei. Enn fremur er ljóst að allar þessar þjóðir sem eiga hlut að máli, eru nefndar á spjöldum Biblíunnar í tengslum við eitt ægilegasta lokastríð mannkynssögunnar sem neft er í. Opinberunarbók Jóhannesar 16 kafla og 16.versi, sem Harmagedón uppá hebresku. Ekki veit ég hvers vegna orðið fær að standa óþýtt en það þýðir Megiddo hæð!

Svo er annan spádóm er að finna í Biblíunni, í bók Esekíels spámanns, kafla 38 og 39. Spurningin er alltaf hvort þetta 2500 ára gamla spádómsorð er að rætast frammi fyrir okkur í dag og við, annaðhvort skiljum-, þekkjum- eða þorum ekki að fjalla um. Auðvita vilja blaðamenn ekki sá óþarfa ótta og skelfingu meðal okkar og kannski ærir það bara óstöðugan að rifja upp þessa spádóma.

Svona er spádómurinn:

,,Mannsson, snú þér gegn Góg í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum og seg: Svo segir Drottinn Guð:

Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós Mesek og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út, ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum. Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, TógArma lýður, hin ysta norðurþjóð (við?) og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn þú og allar hersveitirnar sem safnast hafa til þín og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefir verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraelsfjöll sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og nú búa allir öruggir. Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér." (kafli 38:1 - 9)

Þessi orð eru eins og þau standa í Biblíunni svo þú getur túlkað þau sjálfur. En þegar ég raða saman nöfnum þjóðanna sé ég að Gómer(Tyrkir), Persar (Iranir), Góg (Rússland), Pútmenn(Líbía) eru þjóðir sem þegar taka þátt í stríðinu í Sýrlandi. Er hér um tilviljun að ræða? Er ekki líklegra að spádómsorðið er að koma fram. Þessu er nefnilega ekki lokið.

Hvernig mun málum lykta?
Esekíel heldur áfram með spádóminn. Ég gríp niður í næsta kafla, nr,.39 en þar segir: ,,Ég skal slá bogann úr vinstri hendi þinni og láta örvarnar detta úr hægri hendi þinni. Á Ísraels fjöllum (Harmagedón?) skalt þú falla, þú og allar hersveitir þínar og þær þjóðir sem eru í för mð þér. Alls konar ránfuglum og dýrum mrkurinnar gef ég þig til fæðslu. Úti á víðavangi skalt þú falla, því að ég hef talað það segir Drottinn".

Svona má lesa spádóminn og spyrja hvort þetta eigi erindi við okkur í dag? Til hvers þarf ég að vita um svona framtíð? Er ekki alger óþarfi að tefla fram einhverjum hryllingsboðskap á tímum Corónuveiru og ferðahafta? Hverjum er hollt að útmála dökka framtíð? En við erum minnt á framtíðina meira að segja hjá vantrúardrengjunum sem velja nafn á vinsælum útvarpsþætti og þeir kalla Harmagedón. Hvers vegna?Það sem kirkjurnar eru hættar að tala um, þá notar Guð þann sem hann vill til að minna á sína áætlun. Harmagedón strákarnir slá hringitón samtímans á ógnvænlegri nafngift útvarpsþáttarins og auðvitað ættum við að heyra bjölluhljóminn!

Við fáum að vita og velja. Það er ekkert víst að svona spádómur verði okkur að gagni það liggur í okkar höndum. Fyrst er að sjá að framtíðin er ekki í okkar höndum og annað að mannkynssagan er leidd til áfangastaðar. Þessu ráðum við ekki, við erum aðeins þátttakendur. Mannkynssagan snertir okkur til blessunar eða bölvunar. Því segir Biblían:,,Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta.."! Þar kemur tilgangur spádómsorðanna. Í lífinu verður uppgjör, við köllum það stundum dóm eða dómsdag. Nokkur tilfelli eru tilgreind á spjöldum Biblíunnar sem dómur Guðs s.s. Nóaflóðið - dómur yfir hinni fyrstu sköpun svo dómurinn yfir Sódómu og Gómorru vegna þess lífsmáta sem nú kallast mannréttindi. Það var dómur sem gekk yfir heiminn við dauða Jesú og upprisu. Hann tók þann dóm á sig. Svo verður lokauppgjör, dómur Guðs, yfir þessum áðurnefndu þjóðum sem Esekíel tilgreinir og við sjáum kallaðar fram í þeirri atburðarrás sem ekki er sagt frá í fréttum íslenskra fjölmiðla. Trúlega vegna þess að fréttamenn eru svo vankunnandi í kristnum fræðum að þeir þekkja hvorki ritningarnar né mátt Guðs! Því eru svona fréttir ógnvekjandi og flokkaður sem ,,hræðsluáróður"!

Við verðum leidd fram í lokauppgjörinu. Þessu ráðum við ekki. En Guð gaf okkur undirbúningstíma, náðartíma, til að við gerum réttar ráðstafanir áður en við birtumst frammi fyrir Dómstól Drottins. Hvernig gengur undirbúningurinn?
Vonin okkar er Jesús Kristur! Hann tók dóminn okkar á sig. Hann er kallaður ,,Árnaðarmaður" okkar á himnum eða verjandi. Vonandi hefur þú meint fermingarheitið að hann hafi verið gerður ,,leiðtogi lífs þíns"?

Iranir, Persar, fara ekki leynt með áætlun sína að verða sér út um kjarnorkusprengju. Þeirra markmið er að eyðileggja Ísrael því landið er aðeins ,,einnar sprengju land" en lönd Islam þola miklu meir. Þetta ,,sár á líkama Islam", Ísrael þarf að fjarlægja að mati klerkastjórnarinnar í Teheran. Vegna yfirlýsinga klerkanna taka Ísraelsmenn mark á þessum sterku yfirlýsingum. Hægt er að benda á trúarlegar ástæður þessara orða sem birtast í von Islam að þeirra ,,Messías" muni stíga inní okkar veröld út úr eyðingu og eldi kjarnorkunnar. Svo álit klerkastjórnarinnar speglar trúarsetningar sem vissulega hafa mikil áhrif á hugarfar. Vert er líka að minnast þess að í stríðinu milli Irana og Íraka bjuggu Iranirnir til ,,barnahersveitir" til að hreinsa jarðsprengjusvæði vígvallanna. Táningarnir fengu um hálsinn plast lykil. Siðan var þeim sagt og þessi lykill er að dyrunum á Paradís. Svo var skylda þeirra að hlaupa út á jarðsprengjusvæðin og finna jarðsprengjurnar. Þegar þær sprungu tættust ungmennin upp, í ,,Paradís"? 

Allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði. Við á Vesturlöndm eru jafn örugg og persnersku ungmennin. Af hveju skyldu þeir vilja sleppa okkur fyrst þeir hafa getað farið svona með ungmennin sín og vilja fara svona með Ísrael.

Í kennisetningum Islam er það boðað að þeirra messías, Imman Madí, muni birtast í ringulreið styrjaldar og tortímingar. Iranir sjá þetta tækifæri á ,,góðri útkomu" gjöreyðingarstríðs að Imman Madí komi.

Hernaðaruppbygging og ófriðurinn í kringum Ísrael er einnig spádómur Jóels spámanns að rætast. Jóel talar um ófriðinn hjá þjóðunum allt um kring. Og Jesús talar um eyðinguna sem er ,,fastráðin" mun koma sem ,,refsidómsflóð" skv. Daníelsbók í kafla. 9.

Hvers vegna þarf ég að skrifa svona pistil? Jú, það eru forréttindi okkar að vita um hættuna sem er framundan. Ef tekin væru í burtu öll viðvörunarmerkin í umferðinni þá yrði umferðin ekkert öruggari. Hætturnar eru allar fyrir hendi og aukast eftir umferðarhraða og færð. Nú eru svo mörg viðvörunarljós logandi en er einhver undirbúningur? Þú og ég þurfum að standa frammi fyrir Guði almáttugum hvort sem við trúum á hann eða ekki. Við megum vita að samtímaatburðir benda okkur á þann tíma sem spámennirnir hafa sagt okkur frá.

,,Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðisdagur." Láttu ekki dragast legur að gera Jesú að leiðtoga lífs þíns, Hann mun vel fyrir sjá!

Snorri í Betel

 


Barna Skírnin, villutrú!

Það virðist vera einknni á Íslendingum að þeir eru skírðir og fermdir. Menn hafa tengt þessar athafnir við kristnina og telja það eðlilegan þátt trúarinnar. Hvergi er talað um ,,fermingu" í Biblíunni þó svo að hún sé orðin tengd játningu um skírnina eða ,,staðfestingu" hennar.

Miðað við kenningu kirkjunnar um barnaskírnina þá er ,,staðfesting" fermingarbarnsins algerlega óþörf þar sem kenning ,,kirkjunnar" er sú að skírnin tengi barnið við náð Jesú Krists og sé forsenda til sáluhjálpar. Skírnin á að verka til sáluhjálpar barnsins án staðfestingar eða fermingar.

Nú er kenning kirkjunnar sú að skírn verði að viðhafa til að sáluhjálp geti átt sér stað. Þessi kenning er grundvölluð á kristniboðsskipuninni:,,gjörið allar þjóðir að lærisveinum með því að skíra þá í nafni Föður,Sonar og Heilags Anda"! Þetta var ástundað af postulum, trúboðum og prestum kristinnar kirkju. Vandinn er bara sá að áður, í frumkirkjunni var mönnum niðurdýft, þeir færðir á kaf í vatn og svo reistir upp úr vatninu. Barnaskírnin hefur hvorki vatnsmagn né kaffæringu í athöfninni. Þá er barnaskírnin allt annað en niðurdýfing eða Baptism.

Hafi kenning kirkjunnar þennan trúargrundvöll sem verður börnum til sáluhjálpar, grundvallað á orði Guðs, þarf þá athöfnin ekki að vera sem líkust upprunalegri boðun með vatnsmagni til að kaffæra einstaklinginn? Biblían notar gríska orðið ,,baptismo" sem þýðir ,,niðurdýfing" en kirkjuhefðin hefur skipt því út fyrir skírn = hreinsun, eins og skíra gull eða skíra silfur.

Kirkjan teflir fram barnaskírninni á þennan hátt í kenningarriti sínu ,,Concordia the Lutheran confession" (kafla 9, bls 153) ,,Baptism is necessary for salvation" that ,,children are to be baptized", ,,Baptism of children is not vain, but necessary and effective for salvation"!

Á íslensku útleggst þetta svo:,,Skírnin er nauðsynleg til sáluhjálpar", ,,börn skulu skírð"! ,,skírn barna er ekki ónauðsynleg, heldur nauðsynleg og áhrifarík til sáluhjálpar"! 

Hvers vegna var þá Páli postula ekki sagt að fara um allan heim og skíra áheyrendur sína? Hann segir:,,Ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða Fagnaðarerindið- ekki með orðspeki til að kross Krists missti ekki gildi sitt."(1.Kor.1:17) Kirkjan er búin að gera skírnina meira verða en Fagnaðarerindið um Kross Jesú. Gildi krossins er einmitt það að vegna þess sem á honum gerðist opnaðist leið, vegurinn inní hið allra helgasta. Blóð Krists er því kjarnaatriðið ekki barnaskírn. Enda kennir postulinn Efesusmönnum þetta:,,Í honum, fyrir blóð hans eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu afbrota vorra."(Efes.1:7)

Niðurstaðan er því þessi að boðskapurinn heyrist og við honum er tekið, þá verða menn hólpnir. Trúin kemur af boðuninni og sáluhjálpin þegar við tökum við og treystum Orðum Jesú.

Hvar kemur þá skírnin inní Fagnaðarerindið? Allir kristnir söfnuðir skíra/niðurdýfa um heim allan. En ekki á forsendum þjóðkirkjunnar heldur orðum Biblíunnar. Skoðum þetta:

a. Ræninginn á krossinum sem Jesú talaði við heyrði:,,Sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís"! (án skírnar) Var þá leiðin opin fyrir hann þegar hann sagði:,,Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi?" Með þessari játningu kom sáluhjálpin til hans.

b. Trúin kemur af boðuninni og boðunin byggist á Orðum Jesú Krists. ,,Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpinn verða (Róm.10:9 - 10) Þess vegna var Páll ekki sendur til að skíra. Við verðum nefnilega hólpin án skírnar!

Til hvers er þá skírnin?
Segir ekki Páll í Galatabréfinu:,,Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú.(fyrsta atriði) Allir þér sem eruð skírðir til samfélags við Krist (annað atriðið) þér hafið íklæðst Kristi."(Gal.3:26- 27)

Páll segir við Títus:,,Þá frelsaði hann oss ekki vegna réttlætisverkanna (skírnarinnar?) sem vér höfum unnið heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gerir oss nýja"! Hvaða laug er það? Vatnið eða blóðið?

Miðað við Orð Biblíunnar, þá er frelsislaugin ,,blóð Jesú sem hreinsar oss af allri synd"og í Efesusbréfinu segir:,,til þess að lauga hana og hreinsa í laug vatnsins með Orði!" Hérna tengir postulin saman vatnslaugina og lindina sem má einnig heita ,,Orðið"! Ekki verður betur séð en að þetta haldist í hendur að trúa því Orði sem prédikað er og svara með athöfn skírnarinnar.

Illu heilli hefur barnaskirnin verið gerð að þessari frelsislind og skyggir á trúarréttlætið sem fæst með því að heyra Fagnaðarerindið og taka við því! Segir Páll ekki við Korintumenn:,,En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn drottins Jesú og fyrir anda vors Guðs."(1.Kor.6:11)

,,Létuð laugast"? Orðalagið bendir til að sá sem skírðist tók sjálfur meðvitaða ákvörðun. Barnaskírnin er höfð án þess að viðkomandi hafi nokkuð um það að segja enda í flestum tilfellum ómálga hvítvoðungur sem hvorki hefur heyrt Fagnaðarerindið eða tekið afstöðu til þess.

Hvað er þá skírnin? Hún er ómissandi þáttur kristninnar. Ég vil minna á hvernig Pétur prédikaði á fyrsta hvítasunnudeginum þegar hann segir: ,,Gjörið iðrun og látið skírast.." (post.2:38) Þetta eru tvö samliggjandi skref, hið fyrsta að iðrast og annað skírast (niðurdýfast). Niðurdýfingin er þá sett fram sem svar okkar. Kemur vel heim og saman við Kennslu Péturs í 1.Pétursbréfi 3:21 ,,Með því var skírnin fyrirmynduð (í Nóaflóði)sem nú einnig frelsar yður, hún sem er ekki hreinsun óhreininda af líkamanum heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists.." Svona hafa menn þýtt orð Péturs samkvæmt kirkjuhefðinni. En í grískunni er hvergi talað um ,,bæn til Guðs"! Hér notar Pétur orðið Epirotima= svar! Þá er niðurdýfingin svörun góðrar samvisku okkar gagnvart boðskapnum um Kross Jesú, sem má ekki missa gildi sitt.

Þessi framsetning setur skírnina í allt aðra stöðu en barnaskírendur hafa haldið fram með fjárframlögum ríkisins ár hundruðum saman. Samkvæmt bók sr.Sigurbjarnar Einarssonar biskups ,,Coram deum" varð barnasírnin ekki alsiða fyrr en eftir 1350 svo hún kom löngu seinna í kirkjuathafnirnar en niðurdýfingin.

Hið upprunalega er því að skírn skuli vera Niðurdýfing enda kennir Páll postuli í Rómverjabréfinu kafla 6: ,,Vitið þér ekki að vér sem skírðir (niðurdýfðir) erum til Krists Jesú erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins." Þessi athöfn lýsir fullkomnlega því sem við fáum með niðurdýfingunni. Þetta er því útför, greftrun, samfélag við dauða Jesú og svo upprisa, frá dauðum og innganga inní líf með Jesú það sem framundan er.

,,Sá sem trúir og skírist/niðurdýfist mun hólpinn verða"! Vantar nokkuð niðurdýfinguna í þitt kristnihald?

Snorri í Betel

 


Þrenning?

Orðið ,,þrenning" kemur aldrei fyrir í Biblíunni en samt er þetta orð eitt mest notaða hugtak Guðfræðinnar. Ég held að flestir þekki orðin ,,í nafni Guðs Föður, Sonar og Hilags Anda"!

Vandinn eykst þegar menn fara að útskýra hvað sé átt við. Engu er líkara en að menn tali um 3 aðskildar persónur sem er samt ein heild. Hvernig geta 3 verið einn? Hvernig getur 1 verið 3?

Biblían segir okkur frá Guði, einum sönnum Guði. Margt er afar merkilgt í tengslum við þann almáttuga. Í sköpunarsögunni talar hann um sig í fleirtölu ,,Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd líkan oss..."(1.Mós.1:26) . Hver er ,,vér"?

Þegar lengra er haldið í lestri í hinni helgu bók komum við þar að þegar Guð talar við Abraham og þá notar hebreskan orðið ,,El-Shaddaj" og Móse kynnti hann sig sem ,,Jahve" (2.Mós.6:2). Hinn eini, lifandi og almáttugi Guð notar tvö nöfn í viðkynningunni. Ekki svo að skilja að þeir séu tveir heldur aðeins einn.

Nú hafa menn, öldum saman deilt um þetta atriði og segja sumir að hvergi sé talað um þrenninguna í Biblíunni. Skilningur manna stendur stundum ráðþrota frammi fyrir þessu máli en okkur er ekki endilega uppálagt að skilja heldur aðeins að meðtaka.

Það ætti að verða hverjum manni augljóst sem þekkir inná kristna trú að Þríeinn Guð opinberast víða í kristinni trú. Vert er að rifja upp sögu Jesú þegar hann lét niðurdýfast í ánni Jórdan. Þá segir Guðspjallamaðurinn: ,,Þá bar svo við er hann gjörði bæn sína að himininn opnaðist og Heilagur Andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd eins og dúfa og rödd kom af himni:,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun"! (Lúk.3:22) Af þessu má sjá að þrír birtast í sama atburðinum. Jesús í Jórdan, Heilagur Andi í dýfulíki og Faðirinn talar frá himni. Þrenningin opinberuð. 

Sumir halda því fram að hinn þríeini Guð sé uppfinning Kaþólikka og því beri að hafna þrenningunni. En málið fær enn meira vægi þegar vísað er til kveðjuorða Jesú og kristniboðsskipunarinnar þar sem Jesús segir:,,Farið því og gjörið lærisveina af öllum þjóðum, skírið (niðurdýfið) þá í nafni Föður, Sonar og Heilags Anda"! Matt.28:19


Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband