Hver er ekki ,,bókstafstrúar"?

Orðið ,,bókstafstrú" er gjarnan framsett á neikvæðan hátt eða um þá sem skal forðast. Öfgar og Bókstafstrú haldast í hendur til eyðileggingar frjálslyndi og ,,víðsýni"!

Í ljósi páskanna og allra þeirra atburða sem tengjast þeirri sögu er samt vert að athuga hvað ,,bókstafurinn" hafði mikið vægi hjá Guðspjallamönnunum og öðrum sjónarvottum.

Mattheus segir:

,,Þá rættist það sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð sem sá var metinn á er til verðs var lagður af Ísraelssonum og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."!(Mt.27:9 - 10) Má segja að þetta hafi ræst ,,bókstaflega"?

Jóhannes tekur sama pól í hæðina í sinni frásögn. Hann segir frá klæðum Jesú: ,,Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti og fékk hver sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn en hann var saumlaus ofinn í eitt ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: ,,rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um hver skuli fá hann." Svo rættist ritningin: ,,Þeir skiptu með sér klæðum mínum og köstuðu hlut um kyrtil minn."(Sálm 22:19)

Enn fremur birtist mynd af ,,bókstafstrúuðum" krossfestum frelsara sem Jóhannes greinir svo frá:

,,Jesús vissi að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist:,,Mig þyrstir"! (Jóh. 19:28)

Guðspjallamaðurinn Mattheus segir frá því þegar búið var að grafa Jesú að æðstu Prestarnir og farísearnir komu saman fyrir Pílatus og sögðu:

,,Herra, vér minnumst þess að svikari þessi sagði í lifanda lífi ,eftir þrjá daga rís ég upp"! (Mat. 27:62-63) Þeir bókstaflega tóku mark á orðum hans.

Ég get haldið áfram og bent á fleirri atriði sem er að finna í Biblíunni og fornleifar hafa leitt í ljós. Sannleiksorð ræðst nefnilega ekki af því hvort ég trúi þeim. Sannleikurinn er nefnilega ekki afstæður eða breytilegur. Hann er og varir -bókstaflega réttur!

Markús, Guðspjallamaður greinir frá orðum Jesú svona:

,,Jesús sagði þeim,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur og þeir munu lífláta hann en þá er hann hefur líflátinn verið, mun hann upp rísa eftir þrjá daga." (Mark.9:31 )

Guðspjallamennirnir tefla fram sögulegum staðreyndum sem rökum fyrir því hver Jesús er.

Jesús virðist sjálfur hafa verið ,,bókstafstrúar". Það er nefnilega haft eftir Mattheusi að Jesús svaraði:

,,Hafið þér eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði, fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja."(Matt. 19: 4 - 6)

Þannig er Jesús bæði á móti kynferðislegu sjálfræði og hjónaskilnuðum. Bókstafurinn stendur því óhaggaður.

Eru menn ekki líka ánægðir með að boðorðið ,,Þú skalt ekki stela" skuli vera túlkað sem óhagganlegt boðorð um eignarréttinn? Það merkilega er þó að í okkar ,,frjálslynda" þjóðfélagi þegar verið er að losa um allar siðferðilegar reglur þá er þrengt að lífeyrisþegum sem hafa lagt sína eign í lífeyrissjóðina og stjórnvöld takmarka stórlega réttinn til lífeyrisins. En mönnum er stefnt á Austurvöll til að skerpa á reglum sem varða þjóðareign okkar eins og bankana en kvótinn er utan sviga og bundinn milljarða hagkerfi útgerðanna. 

Það fólk sem mætti á Austurvöll heimtar ,,bókstafstrú" á heilbrigðar reglur samfélagsins. Er það ekki jákvætt?

Gleðilega páska

Snorri í Betel


Að vera ,,andstyggilegur"?

Þetta orð fer að vera sjaldgæft. Ég held að það heyrst aðeins hjá þeim eldri, samt er merking þess sterk og merkileg. 

Biblían notar þetta orð vegna hebresku sagnarinnar ,,tovebah". Sú sögn er notuð yfir ,,viðbjóðslegt", ,,hryllir við" og gjarnan í tengslum við rangt siðferði. Þegar setningin í Orðskviðum Salómons segir: ,,Sá er sekan sýknar og saklausan sakfellir, eru báðir Guði andstyggilegir" (Orð.17:15) þá er eðlilegt að við gaumgæfum þetta mál.

Hver vill falla undir það að vera metinn af Guði sem ,,andstyggilegur", eða ,,viðbjóðslegur"? Hver vill að Guð ,,hrylli við" honum/ henni?

Páska sagan um dóm og krossfestingu Jesú er einmitt sagan um mennina sem fundu enga sök hjá þessum manni en dæmdu hann samt til lífláts. Sagan er um lýðinn sem hrópaði:,,burt, burt með hann, gef oss Barabbas lausan" (Lúk. 23:18)

Hinn seki, Barabbas gerður saklaus, hinn saklausi, Jesús frá Nasaret sakfelldur. Fyrir bragðið urðu allir aðilarnir sem komu að þessari niðurstöðu ,,andstyggilegir"!

Að taka mark á Orði Guðs verður hverjum og einum til láns og blessunar. Það sem Guð segir að við megum skulum við gera en það sem hann varar okkur við og jafnvel bannar, skulum við ekki gera. Þannig byggist upp réttlætiskenndin og hin öruggu siðferðis viðmið. Enn í dag þurfum við að sjá muninn á réttu og röngu.

Páskarnir eru einmitt hátíðin til að skerpa á siðferðisviðmiðunum að ,,Hann sem var gerður að synd, okkar vegna" vegna brenglaðra viðhorfa samtímans hann var gerður að ,,frelsaranum, eina sem opnar þér leiðina inní eilíft líf"!

Hvernig metur þú stöðuna?

Gleðilega páska.

Snorri í Betel

 


Aðeins um ,,sértrúarsöfnuði"!

Þessu orði er viðhaldið hjá íslenskum blaðamönnum. Bjarni Randver skilaði áliti sínu á síðum mbl.is 5/4 sl. Og benti á skilgreiningar á þessum félagslegu fyrirbærum í hinum frjálsu vestrænu samfélögum. Ekki var betur séð en að þeir sem tilheyrðu ekki ríkisreknu kirkjunni máttu gjarnan glíma við þann vanda að vera ,,skrímslavæddir“ og settir á jaðar samfélagsins. Það er fráhrindandi staður.

Ólína Þorvarðardóttir ritaði grein í Lesbók Mbl. 1992 um ,,sértrúarsöfnuðina“ á Íslandi og þar segir: ,,Eða hvers vegna halda menn að sértrúrahópar og söfnuðir utan þjóðkirkjunnar standi svo vel að vígi um þessar mundir? Það er vegna þess að þeir laða til sín þá einstaklinga sem samfélagið hefur hafnað“! Þessir söfnuðir eru þá skjól fyrir vindi, áningarstaður á grýttri leið.

Árið 1987 birtist grein í Tímanum sem hét: ,,Vakning á Grensási og sértrúarhóparnir sem klofnuðu þaðan.“ Þaðan kom hópurinn ,,Ungt fólk með hlutverk“, ,,Trú og líf“, ,,Vegurinn“ og ,,íslenska Kristskirkjan“! Þá voru þessar kristnu fríkirkjur flokkaðar sem ,,sértrúarhópar“ í málgangi Framsóknarmanna.

Ellert Scram ritaði leiðara í DV eftir fyrstu heimsókn Benni Hinn hingað til lands. Samkoman var haldin í Kaplakrika og mættu 5000 manns á svæðið og Ellert sagði: ,,Vestur í Bandaríkjunum reka margvíslegir sértrúarsöfnuðir sérstakar sjónvarpsstöðvar..“ Engin þjóðkirkja er þar til staðar. Þeir hafa á sér mynd Krists, hjálpa, hafa samstöðu og óbugandi útbreiðslukraft. Þeir kalla ekki ríkisvaldið til stuðnings ef þá langar til að efna til 5000 manna samkomu eins og í Kaplakrika. Hvernig horfir þjóðin á þessa frjálsu söfnuði? Þeir eru kallaðir ,,Sértrúarsöfnuðir“ í blöðunum og daglegu tali. Getur verið að í augum Íslendinga séu þeir eins og ,,Musteri Sólarinnar“ eða Waco, eða hinn japanski Asahara svo eitthvað sé nefnt?

Þessir hópar eru þá flokkaðir í okkar samfélagi sem ljúfar hjálparstofnanir og vörn lítilmagnans eða beint afsprengi Kölska úr hinu neðra.

Við hverju má búast? Við erum greinilega stödd í fjandsamlegum heimi! Jesús varaði sína lærisveina við almenningsálitinu í Fjallræðunni. Þar segir: ,,Sælir eruð þér þá er menn atyrða yður og ofsækja. Og tala ljúgandi allt illt um yður min vegna. Verið Glaðir og fagnið því að laun yðar eru mikil í himnunum; Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður!“ (Matt.5:11- 12)

Eru blaða – og fréttamenn sekir um lymskulegan áróður þegar þeir spyrða saman frjálsar kristnar kirkjur við eyðandi ,,sértrúarsöfnuði“?  Ef til vill má segja að hin sanna Kristna kirkja verði ávallt talin til ,,sértrúarsafnaðarar“ með líkum hætti og gert var við stofnanda hennar, Jesú Krist, hann var krossfesstur milli tveggja ræninga og ,,með illræðismönnum talinn“! Táknrænt að fylgjendur hans fá sömu fjandsamlegu afstöðuna frá heiminum, 2000 árum síðar.

Biblían segir: ,,..Vitið þér ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur við Guð“! (Jak.4:4).  Við heyrum hvað um okkur er sagt sem reynum að fylgja Jesú Kristi og sjáum að baráttan við lygina, blekkingaröflin og falsfréttirnar stendur enn! Látum umræðuna ekki koma okkur á óvart, þolum og þreyjum því launin bíða okkar á himnum en hinn fallni heimur mun aldrei verða vinur okkar, skjól eða stuðningsaðili.

Snorri í Betel


Viðreisn og dómsdagur!

Þingflokksformaður Viðreisnar fór mikinn í lok mars á síðum mbl og DV (mbl 29.mars og DV. sama dag). Ekki má annað skilja en að hún saknaði þess að ,,Hamfaraspár" hafi ekki ræst þau 15 ár sem ,,frelsisbarátta" samkynhneigðra ,,hjó að rótum" samfélagsins og hjónabandið færi á öskuhauga sögunnar.

Oftar en ekki þá tölum við um ,,dóm Guðs" af mikilli vanþekkingu og jafnvel á spaugsaman hátt. Langar mig því til að benda á nokkur atriði sem eru áleitin í samhengi sögunnar og hvort ekki megi sjá alvarleikann í samtímanum.

Hamfaraspár eru ekki dómsdagur. En Hamfarir eru þrengingar, vondir og erfiðir tímar sem verða okkur mótdrægir.

1. Guð hefur þegar dæmt samkynheigðan lífsmáta. Sagan um Sódómu og Gómorru er einmitt staðfesting á því. Þá var maðurinn kominn í mótstöðu við almáttugan Guð og hlutverk kynjanna að búa til afkomendur. Það var og er Guðs áætlun að börnin fæðist og taki við. Sódóma og Gómorra fengu ,,Dómsdag"! Syndir þeirra voru dæmdar og kom dómurinn niður á þeim.

2. Kristin trú útlistir vel í fyrsta kafla Rómverjabréfsins afleiðingarnar sem verða vegna okkar eigin ákvarðana í andstöðu við vilja og áætlun Guðs með sköpunina. Þar segir:

,,Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum." (Róm. 1: 24)

,,Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar." (Róm 1: 26-27)

Hefur þetta birst í okkar samfélagi?  Köllum við þetta frelsi sem ,,engan skaðar" og ,,mannréttindi".

,,Þar er þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir allskonar rangsleitni vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi illmennsku." (Róm 1:28)

Þarf að segja meira? Sjá menn ekki þessa þætti ofanjarðar í okkar samfélagi? Mannlífið hefur nefnilega ekki lagast við meira frelsi. Meira að segja formaður Viðreisnar er inní þessum pakka og formaður þingflokks Viðreisnar sér það ekki!

Má minnast á #metoo, lauslæti unglinga undir 15 ára aldri, fjúkandi toppa fyrirtækja vegna sögusagna um óviðeigandi snertinga á starfstúlkum fyirtækja?

3. ,,Hamfaraspár"! Af hverju er þetta orð valið? Aldrei fyrr í Íslandssögunni höfum við talað um ,,Hamfarahlýnun"! Er þetta einhver tilviljun að á undaförnum 15 árum hafa áhyggjur vaxið stórlega varðandi hlýnun andrúmsloftsins, bráðnun jökla og breyttrar náttúru að ríkisstjórn og löggjafinn eru að setja á landslýð nýja skatta og aukin útgjöld til að bjarga náttúrunni og búsetu á okkar landi. Það vita allir að CO2 í andrúmsloftinu er fæða grænna jurta og frumbjarga lífvera í yfirborði sjávar. Náttúran sér um sig sjálf nema Guð breyti starfseminni!

Fyrst þingflokksformaðurinn kvartar yfir að 15 ára gamlar hamfaraspár hafi ekki ræst mitt í miðri ,,Hamfarahlýnun" þá er mér spurn, ertu blind og/eða heyrnarlaus? Má ekki spyrja þá í beinu framhaldi um það hvort þingstörfin og löggjöfin verði ekki sama marki brennd?

Svo segir hún á mbl.: ,,Þau sem harðast sækja fram gegn trans fólki kæra sig hins vegar ekkert um lærdóm sögunnar.."!

Hver er lærdómur sögunnar? Er hann virkilega enginn? Við höfum sögulegar heimildir fyrir því að fólk sem fer gegn náttúrulögmálunum verða sér og öðrum að skaða. Náttúran vinnur gegn öllum og stærri þjóðfélög en okkar sem féllu áður í siðlausan lífsmáta hurfu af sjónarsviðinu. Það þarf ekki mikið að gerast svo að íslensk þjóð hverfi á 50 árum! Hvað mun valda því? Okkar eigin verk, ákvarðanir og löggjöf.

Meðan þingmenn ganga um með glíju í augum yfir velgengni samkynhneigðar og trans fólks án þess að setja það í samhengi við sögu mannkyns þá stöndum við á bjargbrún hrunsins.

Í Gíslasögu Súrssonar (10.öld) er að finna frásögn um galdraiðkun, ergi og skelmiskap. Það varð til þess að gerandinn var grýttur af Gísla. Ekki þótti í lagi að raska ,,jafnvæginu í náttúrunni" með slíku athæfi.(Skelmiskapur og ergi eru gömul heiti yfir kynvillu.) Fordómar?

Í Speki Salómons( 3.öld f.kr.) er talað um menningarhrun fornaldar og þar segir um refsidóma yfir Egypta: ,,Í ranglæti sínu höfðu hugsanir þeirra verið fávíslegar og leitt í þá villu að dýrka skynlaus skriðdýr og auvirðilegar pöddur. Þess vegna sendir þú þeim mergð skynlausra kvikinda til þess að refsa þeim og kenna þeim að það sem þeir nota til að syndga verður þeim til refsingar." (Speki Salómons 11: 15). Er þetta ritað vegna fordóma? (Hamfarir komu upp í landinu.)

Að vísa til sögunnar leysir okkur ekki undan ábyrgð. Mannkynssagan sem er eldri en 15 ára lyfta undir ,,Hamfaraspár" og gefa okkur ekki rúm til að skensa þá sem hafa varað við að samþykkja þennan trans-lífsmáta eða samkynhneigð, sem fáfróða og/eða fordómafulla.

Jeremía spámaður (6.öld f.kr.) segir: ,,Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum og syndir yðar hafa hrundið blessuninni burt frá yður." Svona er SAGAN - miklu eldri en 15 ára!

Fyrir alla er málið varðar: Guð er ennþá til og við stjórnvölinn!

Jesús Kristur og hann eru alltaf sammála. Þeir veita mönnum rétt og sönn mannréttindi. Jesús Kristur nefndur til sögunnar sem FRELSARINN! Virðum hann þá getur Viðreisn átt sér stað á þessu landi!

Snorri í Betel


Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband