Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
29.7.2011 | 12:33
Hvað veldur hryðjuverkum?
Mikið var fróðlegt að sjá viðbrögðin við síðasta bloggi mínu. Menn kepptust um að lýsa furðum sínum á annarlegu skoðunum mínum á atburðunum í Utoya við Oslófjörð. Ekki voru endilega "rök" notuð til að
útskýra hvaða atriði væru undarleg sjónarmið hjá mér en margir "höfðu meira vit á málunum en ég. Svo ég ætla að láta þessa mynd fylgja. Hún er frá Utoyja. Þar var verið að æfa norska æsku að sniðganga Ísrael og leggja lóð á vogarskálar gegn Ísrael sem búa að staðaldri við þá ógn sem mætti æsku Verkamannaflokksins, hryggilegt.
En hverjir framkvæma svona illvirki? Eru það bara geðveikir og sjúkir einstaklingar? Ég man eftir geðlækninum í Fort-Hood í Texas sem óð inn í matsal herstöðvarinnar og skaut á allt og alla til að drepa. Árið 2004 birti Fréttablaðið þetta í heilsukafla sínum:
"Hryðjuverkamenn eru gjarnan sagðir geðveilir og haldnir ofsóknarbrjálæði en hvorugt er rétt, segir Dr. Andrew Silke, prófessor í sálarfræði við háskólann í Leicter. Rannsóknir sem gerðar voru á 180 meðlimum Al-Qaeda og öðrum meðlimum hryðjuverkahópa leiða í ljós að hryðjuverkamenn eru ekki á nokkurn hátt geðveikir. Þeir stjórnast hins vegar af hefndarþorsta.
Það eru pólitískar ásæður fyrir því en ekki læknisfræðilegar, segir Silke og á ekkrt skylt við geðveiki." (Fr. 13.07.04)
Ekki er talað um "trúarlegar ástæður" eins og títt er nefnt í íslenskri umræðu heldur "pólitískar ástæður". Þegar betur er að gáð þá hefur pólitíkin kostað okkur fleirri mannslíf en hin kristnu gildi. Vil ég í þessu sambandi nefna framgöngu Rauðra Khmera, hreyfingu Kommúnista (hafa drepið 100 milljónir manna til að ná markmiðum kommúnismans). Átökin milli gyðinga og Araba er vegna þess að Múslimir telja islam hið eina rétta og gyðingar ásamt kristnum villutrúarmenn.
Að fyrirgefa er því mannbætandi dyggð sem leysir okkur frá hefndarþorstanum. Varðveitum okkur í kristninni..... "svo sem vér og fyrirgefum!
kær kveðja
26.7.2011 | 16:48
Friðarboði ?
Anders aðhyllist að "útrýma" múslimum með því að drepa börn og unglinga Verkamannaflokksins. Það teljum við svo rangt og skelfilegt að okkur er orðavant. Auðvitað höfðu börnin ekkert til sakar unnið. Þess vegna var þessi aðgerð kolröng.
Hann var að koma skilaboðum sínum á framfæri og vildi halda áfram að flytja boðskapinn til umheimsins. Norðmenn stoppuðu þá ósvinnu, sem betur fer. Anders hafði "talað nóg" með yfir 70 látnum ungmennum.
En þetta er sama aðferð og hryðjuverkamenn Araba og Palestínumanna hafa gert undanfarin ár. Sprengt flugvélar, strætisvagna og almenna borgara. Drepið íþróttafólk, keyrt á borgara í Jerúsalem með stórum vélskóflum. Skotið á Ísraela með eldflaugum, grjóti og fleirra skaðlegu.
Við eigum orðið samtök á Íslandi sem styðja hryðjuverkamenn og mæla þeim bót.
Það er vonandi okkur til hjálpar að skylja það að það breytir ekki máli hvort fórnarlamb hryðjuverka sé Norðmaður eða gyðingur. Svona verknað má aldrei réttlæta.
Anders Breivik og Hamasliðarnir hafa innréttað sig nákvæmlega eins. Þeir eru fallnir í sömu gildru og Jasser Arafat lenti í að hata og réttlæta manndráp.
Norðmenn verðlaunuðu fjöldamorðingann Jasser Arafat með friðarverðlaunum árið 2000. Anders Breivik gæti þess vegna orðið friðarpostuli eftir 23 ára baráttu og fengið friðarverðlaun? Nei, verð það aldrei og vonandi setja öll þjóðfélög og kirkjur hin kristnu gildi á stall: "Þú skalt ekki mann deyða"!
Megi þessi sára reynsla Norðmanna vekja Mannréttindaráð Reykjavíkur af þungum vantrúarsvefni svo þeir sjái að ef Kristur er fjarlægður frá börnunum þá verða menn eins og Anders Breivik, Jasser Arafat, Maó, Adólf Hitlar og Stalin fyrirmyndir og guðir þeirra barna er alast upp í Guðlausum landi.
Guð hjálpi Evrópu, blessi Norðurlönd og gefi okkur náð til að við hverfum aftur til hans. Elskum gyðinga, múslima, vantrúaða og meðbræður. Sýnum að Kristur í oss er besta veganesti sem mannkynið hefur. Megin friðarverðlaun Norðmanna eftirleiðis falla til þeirra sem koma með hinn sanna frið til allra. Amen.
snorri í betel
![]() |
Gaf ekkert til kynna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2011 | 11:00
Sendum Össur sem friðarboða!
Talsverð reynsla er komin af friðarviðleitni Ísraela. Öll þau viðbrögð við friðarferlinu sem Ísraelar hafa framkvæmt, hafa ekki skilað þeim friði og öryggi því það vantar rétt viðbrögð Arabamegin. Sem dæmi skal nefna Líbanon. Ísraelar héldu S-Líbanon sem stuðpúða til varnar norðursvæðum Ísraels. Palestínumenn voru þá í vopnaðri baráttu við Ísrael (1982) studdir af stjórnvöldum í Teheran. Þeir eyðilögðu Líbanon og Beirút sem hafði áður verið kölluð París Mið-Austurlanda og Líbanon eitt glæsilegasta ríki hins arabíska heims.
Þegar Ísraelar hörfuðu frá S-Líbanon, mættu hersveitir Hisbolla, studdar írönskum vopnum og fjármunum, hertóku svæðin og hófu að skjóta eldflaugum á N.- Ísrael. Líbanir ráða ekki sínu eigin landi og enginn þrýstingur er á frá "Alþjóðasamfélaginu" að þeir fái landið til baka til fullra yfirráða.
Árið 2006 slepptu svo Ísraelar búsetu á Gaza sem átti samkvæmt samningum að verða svæði Araba. Þá hófust eldflaugaárásir sem ekki sér enn fyrir endann á.
Síðan eru þessi lönd í kringum Ísrael að leysast upp í uppreisnir og borgarastríð. Til að beina athygli yfirvalda og ráðamanna frá þessum mótmælum reyna sumir t.d. Assad að siga fólkinu frekar á Gólan-hæðir eða Ísrael, til að ögra Ísraelum og rugla fjölmiðlafólk í ríminu.
Okkar Össur mætti á svæðið og hvatti Hamas (hryðjuverkasamtökin) og Abbas að standa saman (gegn Ísrael) því mesti óvinurinn (Ísrael) væri of sterkur fyrir sundurlynda stjórnendur Palestínu.
En þessi upplausn á sér rætur og skýringar. Hluti skýringarinnar er að finna í spádómsbók Jóels þar sem fjallað er um "upplausn þjóðanna í kring" sem munu stefna gegn Jerúsalem. Þetta gæti hæglega verið nefnilega að gerast.
Íranir, Hisbolla, Hamas og islamska bræðralagið hafa öll það á stefnuskrá að ná Jerúsalem og eyða Ísrael, með Össur í ráðum. Það er ekki friðvænlegt yfir að líta.
Í blöðum frá Ísrael er það að sjá að þeir búast við stríði en ekki nýju vori í lýðræðisátt. Við eigum sorglega óhæfan utanríkisráðherra sem var ólæs á hvað til friðar heyrir en tók sér stöðu gegn eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda og hvatti hryðjuverkamenn til illverka gegn Ísrael. Það er illt að vera Íslendingur og sitja uppi með þessa afstöðu hins gamla Þjóðviljaritsjóra.
Snorri í Betel
![]() |
Átök í mótmælum í Jórdaníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2011 | 14:11
Nýr gjaldmiðill í aðsigi?
Svo eru Evrópufréttirnar þær að Ítalía er á barmi hruns, líkt og Grikkland, svo Portúgal og Spánn!!! Össur gengur glaðbeittur til samninga við hrynjandi efnahag Evrópu eins og leitað sé á náðir bjargvættar! Jóhanna bætir um betur og býður Merkel í heimsókn. Það er engu líkara en að allt sé gott framundan hjá okkur?
Á meðan efnahagslífið þolir ekki nema fáein prósent til hækkunar á launum í landinu og lífeyrissjóðirnir græði milljarða sem mega ekki bæta kjör lífeyrisþega. Þá mætir Össur á fund hryðjuverkasamtaka sem er haldið uppi af Ahamenijad og Ajatollunum í Teheran, færandi þeim ráð og fúlgur fjár. Hann brýnir Palestínumenn til að standa saman gegn Ísrael, eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hann er varla búinn að afhenda þeim peninga-upphæðina en að Katla "ropar" og það kostar ríkissjóð sömu upphæð og Palestínumenn fá í styrk frá okkur. Svo ríkissjóður þarf að tvöfalda styrkinn. Af hverju ætli Guð hafi ekki hastað á "átvarginn" svo nú sitjum við uppi með aukin útgjöld?
En Peningarnir og skuldastaða þessara ríkja sem standa á bak við verðgildi þeirra er aðeins loftið eitt, án nokkurs gildis aðeins huglægu mati.
Þetta ástand verður ekki lagað nema með nýju hagkerfi. Biblían segir að: "Enginn getur keypt aða selt nema hann taki merki dýrsins á enni eða hægri hönd sína" og sá sem það geri muni glatast.
Tími þessa peningakerfis er að renna upp og við förum inní þetta kerfi án þess að hika af því að við höfum hafnað leiðsögn Biblíunnar um leiðina til að lifa undir blessun Guðs. Sú leið er að gera Jesú að drottni, blessa Ísrael og bregða ekki fyrir þá fæti og halda ekki launum verkamanna eftir til að kúga hina smáu heldur veita þeim sinn deildan verð.
Það er sorg að sitja uppi með ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð og vinstri viðhorf en hún styður illa heimilin og Guðs-kristileg viðhorf, því miður. Þess vegna er bráð nauðsyn að við fáum nýja ríkisstjórn vem vinnur á þann veg að Guð nái að blessa land og þjóð
Nýja Ísland er því miður ekki fætt né risið!
Snorri í Betel
![]() |
Bandaríski vöruskiptahallinn eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2011 | 14:01
Gott Geir!
Mikið er þakkarvert þegar prestar standa á klárum grunni og láta ekki "kollegasamfélagið" rugla sig í rýminu. Presturinn er vígður maður kirkju og kristni og er á ríkislaunum til að segja satt. Geir stóðst prófið og lét gögnin í hendur siðferðisráðs presta.
En innan kollegasamfélagsins verða ekki allir vinir. Sérstaklega þeir sem ætla sér frjálslegra siðferði en kristnin boðar. Bara að Ólafur hefði ....
Ég dáist að Geir að hafa sýnt og sannað hvað er leyft eða bannað. Svona prestur ætti að fá launahækkun og fálkaorðu! Því það er mikilvægt að menn átti sig á því að Guðs-lögin hafa aldrei verið felld úr gildi.
Í tíð Ólafs þótti Alþingi ekki stórmál að setja lög í landinu á svig við Biblíulegan boðskap eins og t.d. lög um Staðfesta samvist og þaðan kom ný hjúskaparlöggjöf þar sem "hjónabandið" er skrumskælt og blessað af "kirkjunni" sumum sem reyndu að hylma yfir verk Ólafs. Ólafur, sem biskup, mælti með lögunum Þess vegna höfðu þeir ekki kraft á ögurstundu að mæla fram kristninn rétt, kristin sjónarmið og varðveita kirkjuna kristilegri en raun ber vitni.
Þessi tími er mikilvægur, náðartími til að biskup, prestar og kirkja geri upp málin. Hverfi aftur til kristinna gilda og verði þjóð og þingi ljósgjafi og vonarbál í þessum stormi sem nú stríðir.
Enn stendur í Biblíunnu: "Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." (1.Kor. 6: 9 - 10)
Þessi boðskapur hefur ekki verið dreginn í burt af Heilögum anda og nú þegar við göngum inní Hvítasunnuhátíðina er rétt að gefa gaum að hinu áreiðanlega orði svo við lendum ekki í gildru vantrúar og siðleysis - og glötumst.
kær kveðja
Snorri
![]() |
Snöggvondur, mjög reiður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2011 | 14:43
Hjónabandið er milli karls og konu!
Mikið var gaman að fylgjast með hjónavígslu Katrínar og Vilhjálms prins og hertoga. Þau voru ekki bara flott og aðlaðandi heldur var umhverfið sérstaklega athugavert og spennandi. Fólk í milljónatali klæddi sig uppá og tók þátt. Þúsundir fjölmiðlamanna veittu okkur innsýn í hin ýmsu viðbrögð þátttakenda. Mér flaug í hug að þetta líktist því þegar Biblían talar um þau mál sem Guð hefur velþóknun á. Þá verður friður milli manna og gleðin sameinar hópinn. Guð leggur þannig anda sinn yfir bæði með hátíðarblæ, glaðværð, samstöðu og heillaóskum.Hvernig á að skilja málin öðruvísi þegar lögregluþjónn tekur sig til og stjórnar "gleðilátum" úti á götu svo allir kættust af. Eða presturinn sem fór á handahlaupum inni í kirkjunni eftir athöfnina. Allir glöddust og allir kættust.Biblían segir: "Þegar Drottinn sneri við hag Zíonar þá var sem oss dreymdi. Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorr fögnuðu. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: "Mikla hluti hefur Drottinn gjört við þá." Drottinn hefur gjört mikla hluti við oss vér vorum glaðir." Sálm 126: 1 - 3
Svona undirstrikar Guð að hjónabandið er aðeins milli karls og konu. Lög landsins breyta þessu ekki nema til ills. Guð útbjó þetta samband til að lífið haldi áfram og afkomendur verði til. Gleðiblærinn og vonin um traust, trúmennsku og að standa saman gegnum þykkt og þunnt er bæn okkar allra fyrir Katrínu og Vilhjálm.
Ég vil hvetja íslendinga til að samþykkja ekki lengur aðra tegund hjónabanda en þeirra sem konungur konunganna útbjó, úthugsaði og blessar. Þá mun blessun yfir landið koma.
Amen!
![]() |
Milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með brúðkaupinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.4.2011 | 21:37
Þrælar í þjóðarsátt?
Mönnum er tíðrætt um yfirvofandi verkfall. Bent er á mikilvægi fjárfestinga til að byggja upp atvinnustigið svo hægt sé að greiða betri laun. En er þetta reglan?
Fyrir rúmum 20 árum hófst launaskeið sem kallað var "þjóðarsáttin". Þá var lagt út með hóflegar launagreiðslur til að byggja upp fyrirtækin svo þau gætu greitt mannsæmandi laun þegar vel árar. Svo menn sátu eftir með þjóðarsáttarlaunin. Fyrirtækin blómstruðu. Kvótakerfið óx að verðgildi og óx og óx. Fyrirtækin döfnuðu og stofnaður var hlutabréfamarkaður sem hluthafarnir fitnuðu á eins og púkinn á fjósabitanum. Við hvert blótsyrði (bölf) óx púkinn. Og fyrirtækin uxu, fitnuðu og stækkuðu af orðunum einum saman. Og þjóðarsáttin hélt, hún skilaði launþegum "skornum skammti". Ævintýri fyrirtækjanna tók við með útrásinni og íslenskt hugvit var flutt út. Meira að segja útgerðir og bankar döfnuðu og þjóðarsáttin hélt.
Launamunur varð ævintýralega mikill og pupullinn sat eftir með "þjóðarsáttarlaunin" rýru, nei dýru.Svo hrundi klabbið. Bankarnir með ofurlaunastjórunum féllu allir en þjóðarsáttin stóð/hélt. Hún stendur fyrir sínu, og lágu launin með skammar-örokubætur standa keik.
Þá kom ICESAFE og vinstristjórn. Nú birtir til og vorar með blóm í haga. Út með Davíð og dæmum Geir, runnin upp ný tíð við segjum ei meir! Leikur hennar var að velta ICESAFE á "launaskrýlinn" í þjóðarsáttarlaununum.
Allt í einu heyrist manni að sjávarútvegur og fyrirtækin í landinu séu komin að hungurmörkum. Þau hafa ekki efni á að bjóða "þjóðarsáttar-launþegum" annað en blóð, svita og tár. Höldum uppi atvinnustiginu - launalausu?Ég heyri ekki á máli manna að hátt atvinnustig bæti launin, heldur að fleirri vinni og framleiði gegn lágum kostnaði, helst á þrælakjörum.Þegar faðir minn var að mæta sem vinnandi hönd á vinnumarkaðinn í Vestmannaeyjum þá var honum boðið uppá "atvinnubótavinnu" sem fólst í því að hlaða grjótgarða vestur í hrauni og ryðja vegi um óbyggð svæði. Annars var hann atvinnulaus fram að vertíð. Þetta var þegnskylduvinna - þrælarí. Faðir hans (afi) ólst upp í sveit sem gaf ekki meira í aðra hönd en laun sem maður gat framfleytt sér og eiginkonu sinni. Um leið og eitt barn kom í heiminn var fjölskylduföðurnum um megn að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann varð að tryggja afkomu sína með því að verða ánauðugur vinnumaður hjá fyrirtæki sem hafði hátt atvinnustig en litla greiðslugetu.Er íslenskt atvinnulíf virkilega enn í sömu sporum? Eða er hugsunarháttur vinnuveitenda enn sá sami og gírugra bænda sem áttu nóg en til að rugga ekki þjóðarsáttinni þá skulu allir klára gamla-matinn og láta sér duga að búa við léleg kjör.
Vita menn ekki að Biblían segir: "Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðu og óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi." Jak.5: 4Guð stendur í gegn slíkum mönnum sem fara svona að eins og Jakob talar um. Ekkert lánast þeim hvað sem þeir lofa að viðhalda atvinnustiginu og kúga með þjóðarsátt. Okkur á Íslandi er einkar lagið að vinna jákvæð orð yfir ranglætið. En eitt er öruggt að meðan þessi kúgun viðgengst þá njóta fyrirtæki eða stjórnvöld engrar velþóknunar Guðs. Útlendingarnir munu koma og gleypa peningana, launþegana, sjóðina og fiskinn. Það er nefnilega svo að "Réttlætið hefur upp lýðinn.." Þess vegna þurfa fulltrúar atvinnuveganna að skipta um hugsunarhátt, borga laun á "norrænum kvarða" og stöðva þessa ósvinnu sem kölluð er þjóðarsátt, landsbyggðarkúgun og öryrkjaböl.
Skoðið þessa samsetningu frá HP.
"Gefðu að móður málið mitt, minn Jesú, þess ég beiði.
Frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði.
Um landið hér, til heiðurs þér helst mun það blessun valda.
Meðan þín náð, lætur vort láð, lýði og byggðum halda."
Með bæn til Guðs um betri tíð, nýja hugun fyrir land og lýð.
Snorri í Betel
26.4.2011 | 14:32
Þetta er manninum meðfætt!
Auðvita trúa menn á áframhald. Biblían segir: "..jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra.." (Préd. 3:11) svo þessi frétt staðfestir það sem Salómon sá og menn hafa vitað í 3000 ár í það minnsta.
Allir sem íhuga vita að þessi tilvera kom ekki til af sjálfu sér jafn flókin og flott sem hún er. Höfundurinn hefur þegar sett mark sitt á hana og hvert náttúrulögmál sem menn komast að er stutt af hinum lögmálunum því að allt er í samhengi.
Menn eiga samt erfitt með að játa og viðurkenna að Guð almáttugur hefur komið og sýnt mátt sinn í tilverunni í nokkur skipti, eins og t.d. páskum. Guð klauf hafið og hleypti Ísraelsmönnum yfir, Guð opnaði gröfina og Jesús gekk út.
Guð sendi þér einnig þessa frétt til að opna fyrir þér heim trúar og vonar svo þú þurfir ekki að vera fastur í vonleysi eða vanlíðan heldur stíga út úr myrkri Vantrúar og inn í dýrðarfrelsi Guðs barna.
Það er dásamlegt að eiga frið við Guð, samfélag við Jesú Krist og leiðsögn Heilags anda! Þvílík forréttindi.
Framtíðin er björt með Guði og rooooooosalega löööööööööööööng - alveg heil eilífð.
Takk Jesús
kær kveðja
Snorri
![]() |
Meirihluti trúir á framhaldslíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2011 | 08:05
Hverjir loka á Kristna?
Svona er hægt að telja og benda á hverjir valda. En hvað veldur? Óttinn við að Guð, sem er öllum æðri, leysi fólk frá kúgun stjórnvalda og eyðileggi vantrúnna er helsta ástæða ofsókna. Kristnin bendir á að okkur er ekki allt leyfilegt. Menn mega ekki gera það sem þá lystir! Til er rétt og rangt, ást og hatur, réttlæti og synd.
Biblían segir:"Réttlætið hefur upp lýðinn en syndinn er þjóðanna skömm." Og menn byggja ekki upp réttlátt samfélag nema Guð sé inni í því.
Íslendingar þurfa að viðurkenna að Kína er ekki lýðræðisríki með opnum mannréttindum heldur risaveldi kúgunar og kommúnisma. Vita menn ekki að á síðustu öld þurftu 100.000.000 manns að verða drepin til að kommúnisminn kæmist á? Enn eru menn í valdastöðum hér á landi sem hafa aðhyllst þessa stefnu og eru "kínverskir" í hugsun!
Guðleysið er fjandsamlegt frelsi og mannréttindum. Guð er fjandsamlegur spillingu og synd.
Snorri í Betel
![]() |
Kristnir Kínverjar handteknir í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2011 | 16:30
Naglarnir, Kaífas og Jesús
Vitað er að Jesús var grafinn í grafreit hins ríka manns, Jósefs frá Arímaþeu. Hann, Jósef gæti hafa komið nöglunum til yfirvalda af því að hann fékk að taka líkið ofan af krossinum. Má vera að Kaífas hafi fengið naglana frá Pílatusi og haldið þeim til haga vegna upprisunnar og tómu grafarinnar.
Lærisveinarnir fengu í sína varðveislu sveitadúkinn sem geymdur er í Ovideo á Spáni, líkklæðin sem varveitt eru í Tóríno á Ítalíu en Kaífas, gyðingdómurinn, fengu naglana sem opnuðu sár handa og fóta.
Jesús dó dauða syndarans bæði fyrir Pílatus, Kaífas, þig og mig. Kaífas má hafa haldið nöglunum fyrir sig, sem táknmynd þess að dauði hins réttláta færði öllum þeim sem á hann trúa, rétt til að kallast Guðs-barn og erfa hið eilífa líf sem aðeins fæst í Jesú Kristil Við fáum að vita um þessa mögulegu gripi. En hvað varðveitir þú sem táknmynd þess að þú tilheyrir hinum upprisna Kristi?
Gleðilega páska
Snorri í Betel
![]() |
Segist hafa fundið krossfestingarnaglana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 243013
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar