Færsluflokkur: Trúmál

Enn grjótkast?

Mig undrar nokkuð að grjótsöfnun verði til þess að gyðingar haldi 200 metra inná Gaza svæðið. Málum er nefnilega svo háttað að enn er verið að skjóta eldflaugum frá Gaza og inn til Ísraels. Ég fékk þetta sent um daginn þar sem Hillari Clinton er að ræða við æðstu menn Araba um samskiptin við Ísrael. En þetta er haft eftir henni: (læt textann fylgja á ensku):

" In an impassioned response to an Al-Jazeera reporter accusing the United States of double standards in the way it treated Israel and Arabs, Clinton emphasized Israel’s security needs and recalled its withdrawals from southern Lebanon in 2000 and Gaza in 2005. "You often make decisions based on your own experience and history," she said. "And when the Israelis pulled out of Lebanon they got Hezbollah and 40,000 rockets, and when they pulled out of Gaza they got Hamas and 20,000 rockets," Clinton said. (13.jan 2011)"

Hver sem fylgist með þessum málum sér að hér talar kona sem hefur fylgst með málun enda utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hennar stefna hefur ferið einmitt í því að fá menn til að bera klæði á vopnin. En Íran situr enn við sinn keyp og rær að því öllum árum að mynda feykilegan óstöðugleika á þessu svæði.

Á sama tíma eru stuðningsmenn Hamash á Íslandi að segja frá og flytja afbakaðar fréttir um grimmd og ósveiganleika Ísraelsmanna gagnvart Palestínu mönnum. Við heyrum gjarnan um "ólöglegar byggðir Ísraelsmanna". Eftir hvaða skylgreiningu er "ólöglegar byggðir"?

Vita fréttamenn það ekki að Bretar útveguðu gyðingum og Aröbum (Bedúínum) landsvæðið sem kallað var Trans-Jórdanía. Því var ætlað að hýsa bústaði gyðinga og Araba. Þar áttu þeir að geta búið saman í friði, sátt og samlyndi? Í óskiptu landi. Hverjir skiptu landinu? Arabar! Bera þeir svo enga ábyrgð?

Gyðingar hafa staðið við sitt og þeir Arabar sem búa innan landamæra Ísraels sækja þar vinnu, njóta þar réttinda, ganga í skóla, byggja sér heimili og njóta bestu kjara í öllum Mið-Austurlöndum. Það voru Arabar sem kyntu undir ófrið, meinuðu gyðingum aðgang að Jerúsalem, þrengdu að gyðingum og hótuðu þeim útrýmingu. Eftir að Israel var samþykkt sem ríki héldu Arabar enn áfram með þröngvanir, hótanir og hryðjuverk.

Nú dregur Hillari þessar staðreyndir fram að þegar gyðingar drógu sig frá S.-Líbanon þá komu Hesbolla og skutu 40.000 eldflaugum á Ísrael. Árið 2005 drógu Ísraelsmenn sig frá Gaza (burt frá ólöglegum byggðum gyðinga). Hvað fylgdi? 20.000 eldflaugar á Ísrael.

Gyðingar hafa reynt sitt til að efla friðinn. Þeir hafa meira að segja byggt upp mjög stórt landbúnaðarsvæði Jórdaníumegin Jórdanár sem framleiðir allt grænmeti fyrir Jórdaníu. Gyðingar eru sanngjarnir og friðsamir. En svo má deigt brýna að það bíti.

Ósanngirni Arabanna er skefjalaus, svo skefjalaus að hún nær langt út yfir búsvæði þeirra. Hún teygir sig til gervilimaframleiðenda, lækna og fréttamanna á Rúv. sem flytja, því miður, aflagaðar fréttir af gangi mála varðandi Ísrael.

Taka menn nokkuð eftir því hverjir eru að viðurkenna Palestínuríki- Araba, einmitt á þvi landsvæði sem við þekkjum söguna um miskunnsama Samverjann, Jakobsbrunninn og margar aðrar Biblíusögur! Það eru t.d. Rússar sem hafa alltaf vígvætt Arabaþjóðirnar gegn ísrael og griðlönd nazistanna í Suður-Ameríku. 

Nú er kominn timi til að draga fram spádómsbók Esekíels og lesa vandlega kafla 38 og 39 sem greina frá innrásinni miklu úr norðri, útrýmingastríði og endatafli Höðfingja illu andanna gegn Guði almáttugum. Ætli menn geti með engu móti forðast dómsdag?

Snorri í Betel 


mbl.is Ísraelskir skriðdrekar í átökum á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband